Morgunblaðið - 05.03.1981, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
Nýja, sovéska gasleiðslan:
Fjárfesting í framtíðinni eða
kverkatak áVestur-Evrópu?
Vestrænum fyrirtækjum bjóðast verk-
samningar fyrir 2 milljarða dollara
Á sama tíma og Sovétmenn
standa gráir fyrir járnum á
landamærum Póllands fara
fram fióknar samningaviðræður
í Moskvu og höfuðborgum ým-
issa vestrænna ríkja. Það, sem
verið er að semja um, er gífur-
lega mikil gasleiðsla, fjórum
sinnum lengri en olíuleiðslan frá
Alaska til Bandaríkjanna. Ef um
semst, verða þessir samningar
þeir langstærstu, milli austurs
og. vesturs sem um getur á
þessari öld, en á hinn bóginn
gæti lagning leiðslunnar, sem
verður 6000 km löng frá Norð-
vestur-Síberíu til Vestur-
Evrópu, einnig orðið fyrsta fórn-
arlamb hugsanlegrar innrásar
Varsjárbandalagsríkjanna í
Pólland.
Lagning gasleiðslunnar yrði
gífurlega mikið verk. Upphaf
hennar yrði á míðjum Yamal-
skaga þar sem fundist hafa
einhverjar mestu gaslindir i
heiminum, eða um 20 trilljónir
rúmmetra. Síðan er áætlað að
leggja hana yfir þver og endilöng
Sovétríkin og Austur-Evrópu
þar sem hún greindist til hinna
ýmsu Vestur-Evrópulanda. Búist
er við, að seint á þessum áratug
verði svo gasið farið að streyma
til V-Þýskalands, Frakklands,
Ítalíu, Hollands, Belgíu, Svíþjóð-
ar, Austurríkis, Sviss og e.t.v. til
Bretlands og Spánar og verði
eftir það verulegur þáttur í
orkunotkun þessara þjóða nokk-
uð fram á næstu öld.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvort lögð verður ein stór pípa
eða fleiri og smærri en Rússar
leggja áherslu á, að hægt verði
að flytja árlega um 60—65 millj-
arða rúmmetra af gasi.
Verksamningar
fyrir milljarða
dollara
Þetta verkefni hefði í för með
sér stærstu pantanir á pípum,
tækjabúnaði og ýmsum mann-
virkjum sem um getur bæði fyrr
og síðar og er talið að fjárhags-
legir hagsmunir vestrænna
fyrirtækja, sem fengju í sinn
hlut bróðurpartinn af útvegun
alls efnis, nemi 11 milljörðum
dollara.
Gasvinnslan og flutningurinn
yrðu mikil prófraun á kunnáttu
manna og tækniþekkingu. Yam-
al-skagi liggur langt fyrir norð-
an heimskautsbaug og þar er
vetrarríki mikið og frostið lang-
tímum saman 50 gráður á Celsí-
us. í svo miklum kulda vilja
ýmsir málmhlutir hrökkva í
sundur við minnsta átak og ekki
bætir úr skák ískaldur strekk-
ingurinn, sem á sér greiða leið
norðan af heimskauti.
Svo virðist sem Sovétmenn
hafi ákveðið það seint á síðasta
áratug að ráðast í verkið en þeir
hafa þó gert sér grein fyrir, að
þeir höfðu ekki bolmagn til þess
tæknilega eða fjárhagslega. Þess
vegna snúast samningaviðræð-
urnar um það núna, að banka-
stofnanir á Vesturlöndum útvegi
fjármagn til kaupa á tækjabún-
aði og að greiðslurnar fyrir gasið
gangi fyrst upp í þá skuld. En
þegar Rússar hafa greitt þessa
11 milljarða dollara sjá þeir
fram á betri tíð og ómældan
erlendan gjaldeyri sem þá van-
hagar mjög um.
Flestir telja með öllu ógerlegt
að geta sér til um fjárhagslegan
hagnað Rússa af gassölunni en
öllum ber saman um, að hann
yrði gífurlegur. Þeir hafa líka
lagt mikla áherslu á að hraða
samningagerðinni og hafa trú-
lega stefnt að því að geta
tilkynnt um hana með pomp og
prakt á flokksþinginu nú í febrú-
ar. Á Vesturlöndum er þó litið á
þær áætlanir sem barnalega
bjartsýni enda hefur enn ekki
verið samið um endanlegt verð á
gasinu.
Ekki bara
tæknilegir
erfiðleikar
Það eru þó ekki aðeins tækni-
legir erfiðleikar, sem við er að
glíma, pólitíkin kemur hér einn-
ig mikið við sögu, t.d. framferði
Sovétmanna gagnvart Pólverj-
um. Ef Rússar ásamt öðrum
Varsjárbandalagsríkjum réðust
inn í Pólland væri óhætt að
leggja allar frekari samninga-
viðræður á hilluna um ófyrirsjá-
anlega framtíð. Þeir eru einnig
margir í Vestur-Evrópu og
Bandaríkjunum, sem vara við
því að Vesturlandabúar verði of
háðir rússneskri orku.
Þeirri röksemd hefur einnig
verið mjög á loft haldið gegn
gaskaupunum af Rússum, að ef
til aukinnar spennu kæmi í
samskiptum austurs og vesturs
eða beinna stríðsátaka gætu
Rússar lokað fyrir þessa mikil-
vægu orkulind þegar þeim byði
svo við að horfa. Rússar svara
þessu og segja, og vitna í því
sambandi til síðari heimsstyrj-
aldar, að gasið myndi halda
áfram að streyma allt fram
undir síðustu mínútu hugsan-
legra átaka — og eftir það yrði
orkuöflunin hvort eð er hreint
fræðilegt viðfangsefni.
Skuldir Rússa
tvöfaldast
Sovétmenn gera ráð fyrir, að
ef af samningum verður muni
skuldir þeirra við útlönd næst-
um tvöfaldast en þær nema nú
um 12,9 milljörðum dollara.
Vestrænar bankastofnanir hafa
þó ekki miklar áhyggjur af
þeirri hlið mála því að Rússar
hafa orð á sér fyrir skilvísi og
ráða yfir miklum auðlindum í
orku, timbri, gulli og öðrum
jarðefnum. Bankamenn á Vest-
urlöndum hafa hins vegar meiri
áhyggjur af því, að Rússar fara
fram á að lánin verði óvenjulega
eða jafnvel óeðlilega hagstæð
hvað varðar vexti og afborganir.
Ástæða til
varkárni
í upphafi fóru Rússar þess á
leit við Vestur-Þjóðverja, að þeir
gengjust fyrir samsteypu allra
þeirra fyrirtækja og banka á
Vesturlöndum, sem áhuga hefðu
á málinu og féllust Vestur-
Þjóðverjar á það, en með nokkr-
um semingi þó. Frá þessu hafði
þó ekki fyrr verið gengið en
Rússar ventu sínu kvæði í kross
og tóku að semja við þessa aðila
hvern í sínu lagi og léku þann
leik að etja einum gegn öðrum til
að ná hagstæðari samningum.
Hverjar sem niðurstöður
samninganna við Rússa verða þá
er þó alveg ljóst, að stórfyrir-
tæki, bankar og ýmsar ríkis-
stjórnir á Vesturlöndum hafa
mikinn áhuga á þessum fram-
kvæmdum því að auk gassins,
orkunnar, sem gæti enst nokkuð
fram á næstu öld, er það ekki á
hverjum degi sem slíkir risa-
samningar bjóðast og hvað þá nú
þegar samdráttur og atvinnu-
leysi ríkir víðast hvar. Á hinn
bóginn er ljóst, að ef Vestur-
landabúar kunna ekki fótum
sínum forráð í samningunum við
Rússa getur svo farið að þeir
þurfi að greiða miklu hærra verð
fyrir gasið en eðlilegt getur
talist og það vegna fram-
kvæmda, sem að flestu leyti eru
fremur í þágu Rússa en þeirra
sjálfra.
Fiskarnir ganga á stultum
HVERNIG ELSKAR
MAÐUR HENDUR?
Ljóðabálkur eftir Sjón og
Matthias Sig. Magnússon.
Myndir eftir Þór Eldon.
Medúsa 1981.
Bðkmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Þegar súrrealisminn var og hét,
einkum í Frakklandi á þriðja
áratugnum, gerðu skáldin ýmsar
tilraunir í anda stefnu sem boðaði
að listin ætti að vera sköpuð af
öllum.
Skáldin unnu með öðrum lista-
mönnum, ekki síst myndlistar-
mönnum. En þau unnu líka sam-
an, ortu saman Ijóð þar sem
tilviljun var látin ráða hver út-
koman yrði. Margt af þessu var
ferskt, en fátt af því var birt,
aðeins litið á sem tilraun tilraun-
arinnar vegna.
Tveir ungir íslenskir súrrealist-
ar, skáldin Sjón og Matthías Sig.
Magnússon, hafa nú sent frá sér
ljóð sem þeir kalla Hvernig elskar
maður hendur? og er það ort á
fimm stundum sunnudagskvöldið
25. janúar sl. Þeir segja um ljóðið:
„Við vélrituðum það upp átómat-
ískt og reyndum að vera undir sem
mestum áhrifum frá hvor öðrum.
Ljóðið var því sem næst fullgert
eftir fyrstu uppskrift, stöku orða-
lagsbreytingar voru þó gerðar. Við
viljum benda lesendum á að vara-
samt er að lesa ljóðið sem bók-
menntaverk. Fyrir okkur vakti
eingöngu að skrifa því sem næst
hreinan súrrealískan texta."
Það er skemmst frá því að segja
að þetta uppátæki skáldanna er
skemmtilegt, en fyrst og fremst
þjónar það þeim tilgangi að vera í
æfingarskyni. Með Hvernig elskar
maður hendur? getum við fylgst
með þroska skáldanna, hvernig
þau stuðla að því að ljóðheimur
þeirra víkkar og eru óhrædd við
orð og myndir. Súrrealisminn er
skáldskaparstefna frelsis (lífs-
stefna einnig) og er miög við hæfi
ungs fólks. Súrrealisminn hefur
oft og tíðum helsta gildi sem
útrás, tilfinningarnar fá að ryðj-
ast fram án þess að vera heftar,
rökrétt hugmyndatengsl og reglur
máls fara veg allrar veraldar.
Tvö brot úr Hvernig elskar
maður hendur? geta ef til vill
skýrt þá staðhæfingu skáldanna
að hér eftir muni fiskarnir ganga
á stultum:
og vaknar i kuöungi
djúpt I fjörubordinu þar sem mælistikan
með skrýtna höfuÖiA i kjöltunni á heima.
Rákirnar i hörÖum strinunum eru eftir
klær hafmeyjarinnar sem blakar sporÖi
sinum
fyrir sundmenn en hvílir brjóst
i lófum minum heitum og lysandi
því ég haöaöi þá uppúr ryki borösins.
og:
Mjúkt hold finlega rispaö veitir unaö
en ilmandi glas af hári fullnægir
þörfinni fyrir bitandi dvergkrókódil
sem rekur ættir sinar til þyrnasólarinnar.
Hún festir þig lamaAan viÖ byssuskeftiö
meöan kúlan slitur strengi
fiölunnar á legubekknum.
Teikningar Þórs Eldons eru i
anda ljóðsins.
Matthías Sig. Magnússon og Sjón, tvihöfða skáld.