Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
19
Bridge
Umsjóni ARNÓR
RAGNARSSON
Landsliðskeppni
í undirbúningi
Bridgesamband Islands
hefir ákveðið að senda lið á
Evrópumótið í bridge sem
fram fer í Birmingham á
Englandi dagana 11.—25. júlí
nk. Keppt verður um sætin í
liðinu og verður keppnin með
sama fyrirkomulagi og í
fyrra.
Fjöldi para í keppninni
verður mest 16 og ef fleiri pör
sækja um þátttöku mun
stjórn BSÍ velja þau 16 sem
þátt taka.
Undankeppnin verður hald-
ið helgina 28.-29. marz og
úrslitin spiluð 9. og 10. maí.
Væntanlegir þátttakendur
eru beðnir um að hafa sam-
band við forseta BSI, Þorgeir
Eyjólfsson, í vinnusíma 84033
eða heima í síma 76356 fyrir
16. marz nk.
Þátttökugjald verður 160
krónur á par.
Bridgespilarinn
Annað hefti af Bridgespil-
aranum er komið út og kennir
þar margra grasa. Guðmund-
ur Hermannsson skrifar um
Reykjavíkurmótið í tvímenn-
ingi sem fram fór í október og
nóvember sl. Þá er grein eftir
Sigurð B. Þorsteinsson sem
heitir Opal-kerfið og er í
léttum dúr. Guðjón Guð-
mundsson kynnir starfsemi
Bridgeklúbbs Akraness og
einnig er fjallað um boðsmót
klúbbsins sem fram fór fyrir
rúmum mánuði. Þá er löng
grein eftir Guðmund Her-
mannsson um Evrópumót
yngri spilara 1980 sem fram
fór í Tel Aviv en hann var
einn af þátttakendum fyrir
íslands hönd. Þórir Sveinsson
kynnir Bridgefélag Kópavogs
og einnig er fjallað um
boðsmót BK sem fram fór í
desember sl.
Guðmundur Páll Arnarsson
skrifar grein sem nefnist
Stoppreglan og er þar fjallað
um skyldur spilara til að taka
sér 5—10 sekúndna umhugs-
unartíma áður en sagt er. Þá
er sagnkeppnin á sínum stað
þar sem nýja og gamla kerfið
takast á ef svo má að orði
komast. Ýmislegt fleira er í
blaðinu sem ekki verður tí-
undað hér.
Er nú til afgreiðslu á aðeins
61.200.
Kr.
(gengi 27.02.81)
Þetta er ótrúlega hagstætt
verð fyrir bíl, sem hefur bæði
afl og styrk til að endast lengi
við íslenskar aðstæður. Erfiða
vegi og óblítt veðurfar.
En POLONEZ er ekki bara kraftakarl.
Hann er líka búinn flestum þeim þægind-
um, sem miklu dýrari bílar státa af. Við
bendum á vandaða innréttingu, tvöfalt
hemlakerfi, stillanlegt stýri, Halogen þoku-
ljós, rafknúna rúðusprautu, upphitaða aft-
urrúðu með þurrku og svo mætti lengi telja.
Þú færð mikið fyrir peningana og FIAT
þjónustu í kaupbæti. Það skiptir líka máli.
Skoðaðu POLONEZ 1981 fyrst.
FIATUMBODIÐ h.f SMIDJUVEGI4 KOFftMDGI &77200
RÍKISSKIP Sími
ími:28822
BROTTFARARDAGAR FRÁ REYKJAVÍK:
VESTFIRÐIR: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐURLAND: Alla þriðjudaga og annan hvern föstudag
NORÐ- AUSTURLAND: Vikulega fimmtudaga eða föstudaga
AUSTURLAND OG VESTMANNAEYJAR: Alla fimmtudaga
Biðjið um áætiun