Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 22

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Stjórnmálanefnd sovézka kommúnistaflokksins: Fjórtán alls- ráðandi öldungar hátt á þriðja áratug, hann er 78 ára að aldri. Hann er sonur rússnesks bónda og hefur verið náinn samstarfsmaður Brésn- effs frá því í stríðinu. Hann var í hópi þeirra er mestan þátt áttu í því að koma Krúsjeff á kaldan klaka og hefur verið í stjórn- málanefndinni frá 1955. Nikolaí A. Tókhonoff, enn einn úr Brésneff-klíkunni. Hann er 75 ára, tók sæti í stjórnmála- nefndinni fyrir tveimur árum og varð forsætisráðherra í októ- bermánuði sl., þegar Kosygin dró sig í hlé. Tíkhonoff er einn örfárra manna í stjórnmála- nefndinni, sem ekki er Rússi. Hann er frá Úkraínu, þar sem hann hefur starfað í þágu flokksins lengst af. Dmitri F. Ústinoff, 72ja ára. Eftir ellefu ára feril sem æðsti fulltrúi flokksins í vopnaiðnaði varð hann varnamálaráðherra árið 1976. Samtímis tók hann sæti í stjornmálanefndinni. Hann er verkamannssonur frá Rússlandi og hefur alla tíð starfað í tengslum við hernað. Vladimír V. Sjerbitskí, verka- mannssyni frá Úkraínu. Hann er 63ja ára og hefur verið í stjórn- málanefndinni í tíu ár. Hann var ríkisstjóri í Sovétlýðveldinu Úkraínu um sjö ára skeið, en árið 1972 var hann hækkaður í í stjórnmálanefnd sovézka kommúnistaflokksins, — innsta hring þeirrar stofnunar — eru fjórtán menn. Meðalaid- ur þeirra er rétt tæp 70 ár, en einungis tveir menn eru undir sextugu. í lok flokksþings sov- ézka kommúnistaflokksins í gær ætlaði allt um koll að keyra í fagnaðarlátum þegar Leóníd Brésneff, forseti Sovét- ríkjanna og valdamesti maður landsins, tilkynnti að hann og allir hinir félagarnir í stjórn- málanefndinni hefðu verið ein- róma endurkjörnir. Á flokks- þinginu kom ekkert fram sem bendir til þess að breytingar í flokksforystunni séu í aðsigi. Endurkjör stjórnmálanefnd- armanna fór fram í miðstjórn flokksins á þriðjudagsmorgun. Kosningin var hreint forms- atriði. því að miðstjórnin getur haft skipti á stjórnmálanefnd- armönnum á leynifundum fyrirvaralaust, eins og raunar gerðist þegar Leóníd Brésneff tók við af Nikita Krúsjeff árið 1964. Stjórnmálanefnd sovézka kommúnistaflokksins er skipuð eftirtöldum mönnum: Leóníd Brésneff, valdamesta manni Sovétríkjanna. Hann er 74 ára að aldri, borinn og barnfæddur Rússi, og komst óvænt til valda þegar Krúsjeff var útskúfað fyrir 17 árum. Júrí V. Andropoff, sem er 66 ára. Andropoff hefur verið yfir- maður KGB, sovézku leyniþjón- ustunnar, frá 1967. Hann er Rússi, sonur járnbrautarstarfs- manns, en í stjórnmálanefndinni hefur hann átt sæti sl. fimm ár. Michail S. Gorbacheff, rússn- eskum bóndasyni. Hann er lang- yngstur flokksbroddanna, aðeins 50 ára, og hefur setið skemmst í stjórnmálanefndinni. Hann var skipaður í nefndina í fyrra, en af hálfu flokksins hefur hann yfir- umsjón með landbúnaði, þeim atvinnuvegi landsmanna, sem verst er á vegi staddur. Viktor V. Grishin. Hann er Rússi, sonur járnbrautarstarfs- manns og er 66 ára að aldri. Grishin hefur verið yfirmaður Moskvudeildar kommúnista- flokksins frá 1967 og í stjórn- málanefndinni hefur hann setið frá árinu 1971. Andrei Gromyko, rússneskum bóndasyni, 71 árs að aldri. Hann varð þekktur utan Sovétríkjanna þegar í annarri heimsstyrjöld- inni, þegar hann fór til Banda- ríkjanna sem stjórnarerindreki, en utanríkisráðherra varð hann árið 1957. Hann hefur setið í stjórnmálanefndinni frá 1973. Andrei P. Kirilenko, 74ra ára Rússi, nánum samstarfsmanni Brésneffs um árabil. Hann hefur verið sérstakur ráðgjafi um inn- anríkismál frá 1966, stjórnmála- nefndarmaður frá 1962, en sæti á hinni sovézku löggjafarsam- kundu hefur hann átt frá 1974. Dinmukhamed A. Kúnaeff, eina Asíumanninum, sem sæti á í stjórnmáianefndinni. Hann er 69 ára og hefur verið yfirmaður kommúnistaflokksins í Kazak- stan frá 1964, en íbúar þess lands eru langflestir múhamm- eðstrúar. Hann var tekinn í stjórnmálanefndina árið 1971. Arvid Y. Pelshe, 82ja ára. Hann er aldursforseti öldung- anna, ættaður frá Litháen, og tók þátt í byltingunni 1917. Hann hefur verið í stjórnmála- nefndinni frá 1966, þar sem hann gegnir hlutverki yfirum- sjónarmanns nefndar þeirrar sem fylgist með því að stjórn flokksins haldist í föstum skorð- um. Pelshe mun vera mágur annars stjórnmálanefndar- manns, — Michail Susloffs. Grigori V. Rómanoff, rússn- eskum bóndasyni, sem er næst- yngstur nefndarmanna, 58 ára að aldri. Hann hefur verið yfir- maður flokksdeildarinnar í Len- ingrad frá 1970, en settist í stjórnmálanefndina árið 1976. Mikhaíl A. Súsloff, helzta hugmyndafræðingi flokksins tign og gerður að yfirmanni Úkraínudeildar kommúnista- flokksins. Þá er ótalinn Konstantín Sjernenko, sem talinn er Brésn- eff mjög handgenginn. Hann er Rússi, kominn af bændafólki, 69 ára að aldri. Hann hefur verið flokksstjóri í öryggismálum frá 1976, en sama ár settist hann í stjórnmálanefndina. Eins og sjá má eru tíu nefnd- armenn af fjórtán Rússar, en allt frá upphafi hefur sú þjóð ráðið lögum og lofum í lýðvelda- sambandinu, enda þótt hún telji rétt um helming þeirra 258 milljóna, sem Sovétríkin byggja. Valdhafar í Peking óttast „gagn- byltingarsinna44 oMk. THE OBSERVER Jiang Qing, ekkja Maós, fyrir rétti. Réttarhöldin í Peking vöktu heimsathygli, en þau voru aðeins fyrirboði viðtækari réttarhalda í Kína. Veður víða um heim Akurayri -6 alskýjað Amsterdam 2 skýjaó Aþena 16 skýjað Berlín 2 skýjaó BrUssel 9 skýjaó Chicago 5 snjókoma Feneyjar 8 alskýjaó Frankfurt 10 skýjað Færeyjar -1 skýjaó Genf 4 rigning Helsínki -4 rígning Jerúsalem 13 heióskírt Jóhannesarb. 22 rigning Kaupmannahöfn 0 heióskirt Las Palmas 19 skýjaó Lissabon 14 skýjaó London 5 skýjaó Los Angeles 226 skýjaó Madrid 17 skýjað Malaga 20 léttskýjaó Mallorca 16 skýjaö Miami 23 heióskírt Moskva -3 heióskýjaó New York 1 skýjaó París 10 skýjaó Reykjavík -4 snjókoma Ríó de Janeiro 40 skýjaó Rómaborg 14 heiðskírt Stokkhólmur 0 heióskírt Tel Aviv 19 heióskírt Tókýó 8 rigning Vinarborg 1 skýjaó Vancouver 7 rígning Nú eru teikn á lofti í Kína um meiriháttar hreinsanir i land- inu í kjölfar réttarhaldanna yfir „fjórmenningaklíkunni*4. Wang Guangmai, ekkja Liu Shaogi, fyrrum forseta lands- ins, en hann féll í ónáð í menningarhyltingunni, hefur varað við nýrri menningarbylt- ingu. Fyrir skömmu skriíaði hún í „Dagblað alþýðunnar“: „Sumir bíða þess í ofvæni að hefja nýja menningarbyltingu. Við megum ekki vanmeta þessi öfl.“ bessi orð ekkjunnar endurspegla viðhorf og ótta ráðamanna við „gagnhyltingar- öfl“ í landinu. Valdhafar hafa þungar áhyggjur af hugsanlegri menn- ingarbyltingu og þeir eru sér vel meðvitandi um, að milljónir flokksmeðlima högnuðust vel á menningarbyltingunni á árunum 1966 til 1976. Þá hefur borið á óánægju með hreinsanir í kín- verska hernum og víst er, að yfirmenn hersins margir hverjir eru allt annað en ánægðir með þróun mála, en ekki síst hafa hermenn verið dregnir fyrir rétt upp á síðkastið. Þannig voru fimm háttsettir herforingjar leiddir fyrir rétt, þegar réttar- höldin yfir fjórmenningaklík- unni stóðu sem hæst. Réttarhöld yfir frænda Maós í Mansjúríu Þá verða fimm herforingjar í Mansjúríu dregnir fyrir rétt, að sögn dagblaðs í héraðinu. Fyrir dyrum standa réttarhöld yfir Mao Yuanxin, frænda Maós heit- ins. Mao Yuanxin var stundum nefndur „herra norð-austursins“ manna á meðal og voru völd hans víðtæk. Maó og herforingj- arnir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í ráðum um að sýna Maó formanni banatilræði á sínum tíma. En það er raunar sama ákæran og borin var á hendur sakborningum í Peking. Þá hafa borist fréttir um réttarhöld í Yunan-héraði. Þar eru sakborningar sakaðir um að fylgja „gagnbyltingarstefnu fjórmenningaklíkunnar" eins og það er orðað. Um gervallt Kínaveldi eru stjórnvöld á varðbergi fyrir hugsanlegum „gagnbyltingaröfl- um“. í Tíbet hefur aðalritari flokksins hvatt til „útrýmingar á gagnbyltingaröflum" og í Sich- uan hefur miðstjórn flokksins hvatt til „öflugrar sóknar gegn gagnbyltingaröflum" og sama máli gegnir í Guangxi-héraði. Innan skamms kemur mið- stjórn kommúnistaflokksins saman til fundar og yfirvöld hafa gert lýðum ljóst, að þeir sem efna vilja til vandræða í landinu, munu sjálfir uppskera slíkt hið saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.