Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 23 Karpov ákveður sig á mánudag L«» Palmas. 4. marz. AP. ANATOLY Karpov heimsmeistari i skák satfðist mundu |{era upp við si|? á mánudaK hvar hann kysi að tefla einvÍKÍð um heimsmeistara- titilinn i skák. Þrir staðir koma til Kreina fyrir einvÍKÍð. Las Palmas. Meranó á ítaliu ok Reykjavik. Karpov, sem er að kynna sér aðstæður á Las Palmas, sagði að hann kynni vel við sík á Kanaríeyj- um, þar hefði hann teflt á skákmóti með KÓðum árangri. „En þetta er ekki venjulegt skákmót sem mig langar til að vinna, heldur þarf ég að verja heimsmeistaratitilinn. Ég verð að ígrunda það vel hvar ég vil helzt verja titilinn," sagði Karpov. Hann kom til Kanaríeyja í boði hótel- og ferðaskrifstofueigenda þar en sam- tök þeirra standa að tilboði um einvígishaldið í Las Palmas. Fyrstu skyldu- störflafði Díönu FRELSI FEGNIR — Bresku trúboðarnir er hafðir voru i haldi i íran i nokkra mánuði og sakaðir um njósnir þar i landi, voru frelsinu fegnir er þeir komu heim úr prisundinni um helgina. Myndin var tekin á Lundúnaflugvelli við heimkomuna. Maðurinn með gleraugun er erkibiskupinn af Kantaraborg. en hann tók á móti trúboðunum við heimkomuna. E1 Salvador: Hershöfðingi hvetur til hallarbyltingar London, 4. marz. — AP. LAFÐI Diana Spencer, sem kvongast Karli Bretaprins i júlílok, framkvæmir sín fyrstu skyldustörf i nafni krúnunnar Islamahad. 4. marz. — AP. FLUGRÆNINGJARNIR er rændu pakistanskri þotu í inn- anlandsflugi slepptu í dag 27 farþegum frá borði er einni kröfu þeirra hafði verið fullnægt. Enn eru 121 farþegi og flugliðar i haldi um borð i þotunni, sem Útskipa hveiti til Iran New York, 4. marz. — AP. BANDARÍSK yíirvöld ha- fa veitt leyfi fyrir því að útskipað verði allt að 25 þúsund _ smálestum af hveiti til íran, og er það til marks um að viðskipti ríkjanna séu að komast í eðlilegt horf. Reyndar var ekki sett bann við sölu matvara til Iran er Jimmy Carter for- seti greip til viðskipta- þvingana vegna gíslatök- unnar, en bandarískir hafnarverkamenn neituðu með öllu að vinna að út- skipun á hveiti og öðrum vörum til íran meðan gísl- arnir væru hafðir í haldi. næstkomandi mánudag. er hún verður viðstödd sérstaka fjár- öflunarsamkomu til styrktar konunglegu óperunni. Meðal þeirra sem þátt taka í skemmtiatriðum verður Grace prinsessa af Monakó. Prinsess- an, sem sneri baki við Hollywood árið 1956 til að ganga að eiga Rainier fursta, fer með hlutverk í einu atriða samkomunnar, sem samanstendur af söng, tónlist og upplestri. Efnt er til samkomunnar til að afla fjár í byggingarsjóð óper- unnar. I þann sjóð vantar níu milljónir sterlingspunda til að hægt verði að byggja við óperu- húsið. Þegar hafa safnast 8,1 milljón af þeim 17 miiljónum sem til þarf. Um 300 gestir hafa greitt 50 sterlingspund fyrir aðgöngu- miða sinn. Eftir samkomuna efna Karl prins og lafði Diana til mótttöku fyrir viðstadda. Búist er við að lafði Diana framkvæmi fjölmörg skylduverk í nafni krúnunnar á þeim tíma sem enn er fram að hinni konunglegu hjónavígslu, sem fram fer í St. Pauls-dómkirkjunni í Lundún- um með pomp og prakt. beint var til Kabulflugvailar í Afganistan. Þriggja manna nefnd pakist- anskra embættismanna er á leið- inni til Kabúl til viðræðna við flugræningjana, sem sagðir eru vera þrír að tölu. Krefjast þeir þess að fá að halda til íran, og að látnir verði lausir úr haldi ætt- ingjar og ýmsir aðrir er teknir voru fastir í nýlegum pólitískum óeirðum í Karachi. Ein af kröfum flugræningjanna, var að útvarpið í Pakistan lýsti því yfir að þeir tilheyrðu ekki flokki sem kenndur er við Ali Bhutto, fyrrum forsætisráðherra, og er bannaður. Slepptu þeir 27 farþegum, þar á meðal veikum manni, er þeir heyrðu yfirlýsingar af þessu tagi í útvarpinu. San Salvador. 4. marz. AP. HERSHÖFÐINGI, sem seztur er í helgan stein. hvatti í dag til „hallarbylt- ingar“ í E1 Salvador, þar sem (ulltrúar kristilegra demókrata í landsstjórn- inni yrðu hraktir frá og herinn tæki völdin í sínar hendur. Kvað hershöfðing- inn byltingu af því tagi eiga miklu fylgi að fagna í röðum ráðamanna í her landsins. Hershöfðinginn fyrrver- andi, Roberto D’Abuisson, sem var yfirmaður leynilög- reglunnar í valdatíð Carlosar Humberto Romero forseta, og kunnur hægrisinni, sagði kristilega demókrata vera ha- lla undir marxisma, og víkja þyrfti þeim úr landsstjórn- inni, þar sem þeir eiga þrjá fulltrúa á móti einum fulltrúa hersins. D’Abuisson er einnig kunn- ur fyrir andúð sína á ýmsum gerðum landsstjórnarinnar og var á sínum tíma fyrirskipað að varpa honum og vinum hans í fangelsi. Landsstjórn- arfulltrúinn sem það fyrir- skipaði var síðan hrakinn frá völdum, og er talið að D’Abu- isson hafi staðið á bak við áróðursherferð gegn honum. Til harðra átaka kom í dag milli stjórnarhermanna og skæruliða í norðausturhluta landsins, þar sem sagt er að herinn sé að „þurrka upp“ Noregur: Osló, 4. marz. frá Jan Erik Laure fréttarltara Mbl. HERÖR hefur verið skorin upp gegn starfsemi nýnasista í Nor- egi, og nokkrir forsprakkar þeirra teknir fastir. Fyrir viku siðan myrtu tveir nýnasistar félaga sina tvo af ótta við að þeir skýrðu lögregiunni frá vopnaráni. Ekki komst upp um tengsl morðingjanna við nas- istahreyfinguna fyrr en eftir morðin. Hinir myrtu, sem voru rétt rúmlega tvítuKÍr, voru einn- ig i nasistahreyfingunni. Þegar verið var að rannsaka morðin, komst lögreglan á slóðir svæði er skæruliðar höfðu hreiðrað um sig á. Einnig kom til átaka á Ilopango-flugvellinum, sem er austur af höfuðborginni, en þar hefur lofther E1 Salvador aðalbækistöðvar sínar. Lítið mannfall varð í átökunum og fáir særðust. forsprakka samtakanna, sem reyndist vera norskur undirliðs- foringi er þjónaði í friðargæzlu- liði Sameinuðu þjóðanna í Líban- on. Hann var umsvifalaust sóttur tii Líbanon og hnepptur í varð- hald. í ljós kom, að foringinn hafði keypt vopn, sem morðingjarnir komust yfir er þeir rændu eina vopnageymslu hersins skammt frá Osló, en þar var framið eitt mesta vopnarán í sögu Noregs. Samtök nýnasista, sem ekki eru talin fjölmenn, hafa það m.a. á stefnuskrá sinni að berjast gegn skækjulifnaði og eiturlyfjaneyzlu. Höfðu samtökin áætlanir á prjón- unum um að efna til ofbeldisað- gerða víða í Noregi. Heldur er ekki talið, að samtök nýnasista, hafi bein tengsl við nasistíska flokkinn Þjóðarfylk- ingin, sem blandar sér í norska stjórnmálabaráttu. Viss óróleiki hefur gert vart við sig meðal forsvarsmanna norska hersins, þar sem margir nasist- anna eru ákaft hlynntir vopna- burði og koma margir þeirra úr röðum hermanna. Hefur af þessu tilefni verið ákveðið að róttækir hægrisinnar fái ekki aðgang að herskólum. Þá hefur unglinga- heimavarnarliðið verið undir smásjánni, þar sem morðingjarn- ir tveir tilheyrðu því. Heimavarn- arliðið samanstendur af ungum norskum mönnum, sem fengu þjálfun í vopnaburði er þeir náðu 17 ára aldri, en sinna ekki her- skyldu sem slíkri. Mikið gullmagn finnst í Svíþióð Stokkhólml, 4. marz, frá GuAfinnu RaKnarsdóttur, SÆNSKA námafélagið Boliden hefur nú fundið gifurlegt Kullmagn i jarðlögum við Holmtjárn nálæKt Skellcfteá i Norður-Svíþjóð. Ilér er um að ra-ða mesta KullmaKn sem nokkru sinni hefur fundist i Sviþjóð. Gullið uppKötvaðist við boranir með nýrri tækni niður á 200 metra dýpi. Auk Kullsins er berKÍð mjög auðugt af silfri og kopar. Bolidcn fyrirtækið er eitt auðugasta fyrirtæki Sví- þjóðar og gróðinn á siðastliðnu ári var 430 milljónir sænskra króna. Fengu þá allir starfs- menn fyrirtækisins 2.800 sænskar krónur i kaupuppbót. Gróðinn 1981 verður líklcga rúmlcga 500 milljónir sænskra króna. Það eru aðeins nokkrir mán- uðir síðan Boliden uppgötvaði geysilegt silfurmagn í jarðlögum í Dölunum. Fyrirtækið var upp- haflega stofnað í kringum starf- rækslu mikilla gullnáma í N-Sví- þjóð og var unnið úr þeim gull í samfellt 30 ár, frá 1925 til 1955. Aðalnámasvæði Boliden-félags- ins í N-Svíþjóð er rannsakað niður á 20 metra dýpi, en með hinni nýju bortækni er nú auð- veldara að gera rannsóknir á miklu dýpi, og verður þeim haldið áfram á öðrum svæðum, svo ekki er útilokað að fleiri góðmálmar komi í leitirnar á næstunni. Þotan í Kabúl Herferð gegn nýnasistum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.