Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 26

Morgunblaðið - 05.03.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 Kötlufellsmálið: „Konan játaði ekkert fyrir mér“ - segir forstöðumaður Fíladelfíu „MÁLID er á rannsóknarstigi ok þvi vil ók ekki tjá mÍK um þaó eínisleKa." saKÓi Ilallvarður Ein- varðsson rannsóknarlöKreKÍu- stjóri i samtali vió Mbl. i k«t þeKar hann var spurður um rannsókn vegna fréttar DaKblaðsins um Kútlufellsmálið þar sem se^ir að eÍKÍnkonan hafi játað fyrir presti sínum að hafa verið völd að dauða manns síns. Hallvarður staðfesti að Einar J. RÁÐSTEFNA um öryKKÍsmál blindra og heyrnardaufra verður haldin sunnudaKÍnn 8. marz að Hótel Loftleiðum ok hefst hún kl. 10. Ráðstefnan er haldin á ve^um J.C. Reykjavík. BlindrafélaKsins ok FélaKs heyrnarlausra. Á ráðstefnunni verður fjallað um viðhorf blindra og heyrnar- daufra og framsöKumenn eru Halldór S. Rafnar, formaður Blindrafélagsins, Hervör Guðjóns- Gislason forstöðumaður Fíla- delfíusafnaðarins hefði beðið um rannsókn málsins og sagði rann- sóknarlöKreKÍustjóri fréttina ranga að meginefni. „Samtal Ein- ars við konuna var trúnaðarmál hans ok konunnar ok þannig til komið," saKði Hallvarður. „prest- ur var að heimsækja safnaðar- barn sitt ok helK bönd ok réttar- ga-slan vernda slík samtöl." Morgunblaðið hafði einnig sam- dóttir, formaður Félags heyrnar- lausra, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, og Eyjólfur Sæmundsson forstjóri vinnueftirlits ríkisins. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra set- ur ráðstefnuna. Þá starfa og umræðuhópar og í lokin verða almennar umræður. Ráðstefnan er öllum opin og hefst eins og áður segir kl. 10 árdegis. band við Einar J. Gíslason og kvað hann það hrapaleg mistök hvernig Dagblaðið skrifaði þar sem þeir segi að konan játi fyrir honum. „Eg var sendur frá foreldrum konunnar sem prestur hennar og hún játaði ekkert fyrir mér, um það var ekki að ræða. Það eru því helber ósannindi Dagblaðsins um trúnaðarmál," sagði Einar, „en daginn sem fréttin kom í blaðinu hafði ég samband við Dagblaðið til þess að krefjast leiðréttingar. Eg fékk ekki samband við neinn blaðamann og ritstjórar blaðsins voru ekki við, en mér var gefið samband við Ólaf Eyjólfsson skrifstofustjóra blaðsins og krafð- ist ég þess við hann að þeim boðum yrði komið til yfirmanna blaðsins að ég krefðist leiðrétt- ingar, en þeir hafa ekki haft fyrir slíku.“ Ómar Valdimarsson fréttastjóri Dagblaðsins sagði í samtali við Mbl. í gær að þeir stæðu við frétt sína, samkvæmt þeirra heimild- um, en hann kvað þá aldrei hafa haft samband við Einar J. Gísla- son og eini maðurinn sem hann vissi til að Einar hefði haft samband við á Dagblaðinu vegna þess máls væri skrifstofustjóri blaðsins. „Ef konan talaði ekki við Einar um þetta, hvað er hann þá að kæra brot á trúnaðarsam- bandi,“ sagði Ómar, „það er nokk- uð sem okkur langar að spyrja um og eins hver fór fram á þetta samtal." Ráðstefna um umferð- ar- og öryggismál blindra og heyrnardaufra Nýjungar í viðskiptadeild FÉLAG viðskiptafræðinga og hagfræðinga gengst fyrir félags- fundi í kvöld og verður rætt um nýjungar í náms- og lesefni í fyrirtækjakjarna viðskiptadeildar Háskóla Islands. Kennarar fyrirtækjakjarnans munu kynna starfandi viðskipta- og hagfræðingum það, sem efst er á baugi í sínum fræðigreinum og er hér gott tækifæri til endur- menntunar. Fundurinn verður haldinn í stofu 201 í Árnagarði og hefst klukkan 20. INNLENT EFTIR vikulangt verkfall undirmanna á farskipum hafði töluvert af vörum safnast upp í höfnum erlendis. Álafoss. skip Eimskipafélagsins, var á ferðinni um meginlandið í vikunni og kom til Reykjavíkur í gærdag drekkhiaðinn vörum. Með skipinu nú voru liðlega 2000 tonn, sem er það mesta, sem flutt hefur verið með skipinu. Ennfremur voru með skipinu fjölmargir bílar. Ljósmynd mm. ói.k.m. Alþjóðlegur bænadagur kvenna Á MORGUN, föstudaginn 6. marz. er hinn alþjóðlegi bænadaKur kvenna og verða samkomur þá haldnar viða um landið. AlþjMlegur bænadagur kvenna er vaxinn úr iitium bænahópum upp i aiheimssamfélag og hafði um miðja 19. öld myndazt visir að bænahring. Árið 1887 báðu forystukonur ým- issa trúflokka hinnar kristnu kirkju um að einn dagur yrði ár hvert sérstaklega helgaður bæn fyrir öllu kristniboðsstarfi heima og erlendis. Þá var fyrsti föstudagur á föstunni valinn, en nú er bænadagurinn alltaf fyrsta föstudaginn í marz. Hreyfing- in hefur aðalstöðvar sínar í New York, en konur hinna ýmsu landa eru beðnar að velja yfirskrift og undirbúa guðsþjónustuna hverju sinni. Sömu meginatriðin eru þá notuð á samkomunum um heim allan. Að undanförnu hafa þær verið undirbúnar af konum í Kanada, Nýja Sjálandi, Ástralíu, Ameríku, Englandi, Indlandi, Þýzkalandi, Jap- an, Argentínu, Chile, Kóreu, Skot- landi, Tonga-eyjum, Ceylon, Afríku og fleiri löndum. Að þessu sinni kemur bænarefnið frá Indíana- konum í Bandarikjunum, en ein- kunnarorð dagsins eru: Jörðin heyrir Drottni til, Sálm. 24,1. I Reykjavík verður samkoma hald- in í Dómkirkjunni kl. 20:30 og eru allir velkomnir. Að undirbúningi bænadagsins á íslandi starfar nefnd skipuð konum úr Aðventkirkjunni, Elím, Fríkirkjunni, Hjálpræðishern- um, Hvítasunnusöfnuðinum, KFUK, Kaþólska söfnuðinum, Kristniboðs- félagi kvenna og Þjóðkirkjunni. Blönduvirkjun: „Langanir, þrár eða gróða- von einstakra manna eiga ekki að hafa úrslitaáhrif4 - segir Páll Pétursson um ályktun stjórnar kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra. „ÉG TEL þetta ekki vantraust á mig persónulega. Það er rétt að taka það fram, að þessir menn, sem að ályktuninni stóðu eru vinir mínir og velviljaðir flestir eða allir,“ sagði Páll Pétursson framsóknarmaður og 1. þing- maður Norðurlandskjördæmis vestra, er Mbl. ræddi við hann símleiðis til Kaupmannahafnar í gær, en þar situr hann þing Norðurlandaráðs. Mbl. bar undir hann fréttir og blaðaskrif um ályktun stjórnar kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í kjör- dæmi hans og við spurðum hann fyrst hvort hann liti á þetta sem vantraust af hendi samflokks- manna og kjósenda til hans sem þingmanns. „Sumir þessara vina minna hafa verið áhugamenn um virkj- un Blöndu í mörg ár og mér kemur afstaða þeirra ekki á óvart. Ég tek undir með þeim að ég vona að lausn finnist á málinu. Að vísu er þetta ekki í mínum höndum nú. . Það eru viðræður í gangi milli nefndar sveitarstjórnarmanna í viðkom- andi hreppum og RARIK, og þar eru úrvalsmenn að starfi, sem ég vona að finni farsæla lausn.“ Lumhra ekki á föllnum andstæðinRÍ — Hverja telur þú ástæður þess að flokksbræður þínir álykta á þennan hátt nú? „Ég vil ekki gera áhrif mín minni heldur en ástæða er til, en Finnur minn Torfi Stefánsson hefur haldið því fram, og margir trúað honum, að ég sé að stöðva þessa virkjun og geri það ein- samall. Ég er kannske stór og ógurlegur maður í augum Finns Torfa. En þannig stendur nú á, að m.a. fyrir minn tilverknað missti hann það lifibrauð, sem hann ætlaði að verða sér út um í síðustu kosningum. Ég lumbra ekki á föllnum andstæðingi og þess vegna hef ég síðan Finnur féll aldrei rekið þetta ofan í hann. Að vísu sá flokkurinn hans um að koma honum á launaskrá í dómsmálaráðuneyt- inu, sem frægt varð, svo ég er víst e.t.v. óþarflega viðkvæmur." — Telur þú að hann eigi einhvern hlut í tilkomu þessarar ályktunar? „Hann vill hafa uppþotið sem mest þarna, telur að hann hagn- ist á því. Hann myndi áreiðan- lega telja sér gagn í að sprengja allt samkomulag." — Hvert er þitt álit á þessum virkjunarmálum? „Mergurinn málsins er sá, að ég hef ekki þessa ákvörðun í mínum höndum. Ég átti þátt í því að koma af stað samninga- viðræðum. Samkomulag er auð- vitað það, þegar báðir slaka til og gefa eftir, en ekki að annar gefist upp og hinn fái allt sem hann heimtar. Ég tel rétt að nota vatn Blöndu til raforku- framsleiðslu. Ég vil hins vegar koma í veg fyrir að ónauðsynlega miklu landi sé eytt. Menn hafa misjafnt verðmætamat. Ég met ísland mikils. Ég tel mig ekki hafa umboð eða leyfi frá sam- vizku minni eða eftirkomendum til að eyða verulegu landsvæði að óþörfu. Ég viðurkenni að okkur vanta miðlunarlón. Þetta er mitt sjónarmið. Það er að vísu ekki sjónarmið allra. Sumir meta Island ekki svo mikið, segja t.d. að hverjir tíu ferkílómetrar af Islandi gætu verið jafngildi eins togara." Eru þeir borjfunarmenn? — Hver eru andsvör þín við yfirlýsingum flokksbræðra þinna fyrir norðan, þeirra sem eru hvað heitastir út.í þig. skv. fréttum í Tímanum? Páll Pétursson „Ég spyr menn í alvöru, hvort þeir séu borgunarmenn fyrir þetta land, þ.e.a.s. geta þeir búið til land eins og það sem þeir eyðileggja og í sama náttúrulega ástandi. Þeir sem treysta sér til að búa til Galtarárflóa, Sand- árstokka, Kólkuflóa, Ullarflóa, Langaflóa eða þá flæmið norður af Helgufelli, ættu að gefa sig fram. Ég hefði gaman af að kynnast svoieiðis mönnum. Hvað það varðar, hvort ég sé á móti Blönduvirkjun, þá stend ég alveg nákvæmlega við það sem ég sagði fyrir síðustu kosningar, að það væri óvitaskapur að nota ekki þetta vatn, en það yrði að reyna að gera það búmannlega." — Telur þú að þú eigir skoðanabræður fyrir norðan? „I þeim sveitum sem hér um ræðir liggur minn pólitíski bak- fiskur. Ég kippi mér ekki upp við það þó einhverjir verði óánægðir með mig. Það gengur svona í pólitík." — Verður Blönduvirkjun ekki næsta virkjun landsmanna, ef þú fengir einn að ráða? „Ég vona að viðunandi lausn finnist og ég veit að það þarf ekki að eyðileggja alla þessa 60 ferkílómetra af Islandi og þó er hægt að reisa Blönduvirkjun. Hvar hún verður í röð virkjana er ekki tímabært að fullyrða á þessu stigi málsins og langanir, þrár eða gróðavon einstakra manna eiga ekki að hafa úrslita- áhrif á það, heldur dómgreind þeirra. Hins vegar stendur Blanda mjög framarlega í röð- inni, þar sem unnt er með henni að bæta úr hinum verkfræðilegu mistökum sem hafa verið gerð við lónamyndun á Þjórsár- og Tungnársvæðinu. Austurlands- virkjun er hins vegar of stór til að vera toppstöð fyrir þær.“ Hlakka til að hitta vini mína — Hræðist þú ekki að missa þingsætið? „Nei. Það þýðir ekkert að vera hræddur við umbjóðendur sína vegna þess að þeir hafa það í hendi sinni, t.a.m. kjördæmis- stjórnin, hvort menn verða í framboði lengur eða skemur. Ég fæst ekki til að gera það sem mér þykir rangt, jafnvel þó þingsætið sé í húfi.“ — Tíminn segir, að raddir séu uppi um það fyrir norðan að sumir séu jafnvel farnir að hafa orð á því, hvort ekki megi framlengja fundi Norðurlanda- ráðs. Hvað viltu segja um það? „Mér líður að vísu ágætlega hér í Kaupmannahöfn og nóg er hér að starfa. Ég kem væntan- lega heim laust fyrir helgina og ég þoli vart við því ég hlakka svo til að hitta vini mina, — einnig fyrir norðan," sagði Páll í lok viðtalsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.