Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
27
Veiðisókn og veiðiþol:
Fiskiskipastóll-
inn ekki of stór
- sagði sjávarútvegsráðherra
í cfri deild Alþingis i gær vóru fjögur mál á dagskrá. öll ten>?d
sjávarútvegi: heimild fyrir ríkisstjórnina að veita sjálfskuldarábyrKÓ
til kaupa á skuttogurum. IlaKkvæmni i endurnýjun skipastólsins.
greiðslutrygKÍnj?arsjóður fiskiskipa og efling aldurslagatrygginga
fiskiskipa. Tvö hin fyrri málin fengu umræðu og var visað til
þingnefndar. Nokkrar deilur urðu um frumvarp til laga um
hagkvæmni i endurnýjun skipastólsins.
Frumvörp Kjartans
Jóhannssonar
Kjartan Jóhannsson (A) mælti
fyrir tveimur frumvörpum. Hið
fyrra fól í sér að lög nr. 28/1972 um
heimild fyrir ríkisstjórn að veita
sjálfskuldarábyrgð á lánum til
kaupa á skuttogurum falli niður.
Tilgangur þessarar lagagreinar var
að örva togarakaup, sagði Kjartan.
Aðstæður eru nú gjörbreyttar. Því
er eðlilegt að Alþingi þurfi um að
fjalla, hvort ástæða er til að veita
slíka ábyrgð.
Síðara frumvarpið felur í sér að „á
hverju ári frá og með 1983 skuli
viðbætur og endurnýjun fiskiskipa
nema að hámarki 50% af meðaltali
úrfalls tveggja næstliðinna ára,
mældu í brúttórúmlestum. Úrfall
telst ef skip er afmáð af skipaskrá,
og viðbætur og endurnýjun teljast
nauðsynlega endurnýjun fiskiskipa-
stólsins i næstu framtíð. Spurningin
sé, hvern veg við nýtum fiskveiði-
landhelgi okkar sem bezt, hvort það
verði gert með stórum togurum eða
öðru vísi samansettum fiskveiði-
flota. Guðmundur gagnrýndi of
mikla aukningu of stórs togaraflota
en lagði áherzlu á hverskonar fram-
farir í veiðum og vinnslu í harðnandi
sölusamkeppni sjávarafurða. Þá
þyrfti að hlúa að því rekstrarformi,
sem verið hafi aflgjafi í íslenzkum
sjávarútvegi, þ.e. eignaraðild ein-
staklinga, skipstjóra og sjómanna,
en að því rekstrarformi væri nú hert
með margvíslegum hætti.
50%-reglan
fjarstæða
Steingrimur Hermannsson, sjáv-
arútvegsráðherra, sagði m.a. að ýmis
Bíðum átekta
Tómas Arnason, viðskiptaráð-
herra, tók í sama streng og sjávar-
útvegsráðherra. Rétt væri að bíða
með afgerandi ákvarðanir. Stutt
væri síðan fiskifræðingar hefðu
bundið tillögur sínar við 250 þúsund
lestir af þorski. Nú töluðu þeir um
400 þúsund lestir. Þannig væru
viðhorf að breytast. Þorskstofninn
væri að styrkjast. Brotthvarf er-
lendra veiðiflota af íslandsmiðum
væri mikilvægari ávinningur en
menn gerðu sér grein fyrir í fljótu
bragði. Hömlur í þessu efni væru og
ætíð varhugaverðar.
Víti landbúnaðarins
Kjartan Jóhannsson (A) sagði
veiðisókn ráða því hve ör uppbygg-
ing þorskstofnsins væri. Fyrri tillög-
ur fiskifræðinga væru miðaðar við
örari uppbyggingu í hámarksaf-
rakstur þorskstofnsins en þær síð-
ari. Ekki mætti rugla þessum tölum
saman nema vita um forsendur
þeirra: stefnumótun varðandi upp-
byggingu stofnsins. Kanadamenn
gengju varlega á sinn þorskstofn,
tækju ekki meira úr honum en svo
Sjávarútvegsráðherra ræðir málin við starfandi forseta efri deildar, borvald Garðar Kristjánsson.
nýsmíði fiskiskipa innanlands og
erlendis og kaup á fiskiskipum
erlendis frá. Opinberar lánastofnan-
ir og gjaldeyrisyfirvöld skulu — að
höfðu samráði sín í milli — sjá svo
um að veitt lánsloforð og gjaldeyris-
yfirfærslur séu innan ofangreindra
marka.“
Kjartan sagði frumvarp þetta
þjóna þeim tilgangi að miða stærð
fiskiskipastólsins við veiðiþol fiski-
stofna, þ.e. að stuðla að hagkvæmni
og hagnaði í útgerð, bæði fyrir
sjómenn, útvegsmenn og þjóðarbúið
í heild. Vaxandi samkeppni við aðrar
fiskveiðiþjóðir um helztu markaði
okkar knýi okkur til að stuðla að sem
minnstum kostnaði í veiðum og sem
mestri vöruvöndun í vinnslu, auk
þess sem uppbygging helztu nytja-
fiska okkar haldist í hendur við
hyggilega veiðisókn.
Stjórnun um
fjárfestingarsjóði
Guðmundur Karlsson (S) sagðist
líta á þetta frumvarp sem jákvætt
innlegg í tímabæra umræðu um
sjávarútvegsstefnu. Sín skoðun væri
hinsvegar sú að ná megi þeim
markmiðum, sem frumvarpið stefnir
að, með stjórnun um fjárfestingar-
sjóði og úreldingarsjóð fiskiskipa,
sem auðveldi útvegsaðilum að leggja
gömul og óhagkvæm skip til hliðar.
Búa þurfi mun betur að innlendri
skipasmíði en nú er gert, sagði
Guðmundur, auka á samkeppnis-
hæfni hennar, m.a. með því að létta
á tollum og aðflutningsgjöldum,
þann veg að innlendur skipasmíða-
iðnaður geti því sem næst annast
ákvæði í frumvarpi Kjartans Jó-
hannssonar væru orðrétt upp úr
bókunum nefndar, sem hann hefði
skipað til að rannsaka þessi mál öll.
Sú nefnd hefði þó ekki skilað niður-
stöðum enn, né væri samstöðu náð í
henni um einstök efnisatriði. Hann
taldi 50%-regluna fjarstæðu, m.a. af
þeim sökum, að menn mundu halda
um of í úrelt skip, ef enginn kostur
væri á endurnýjun, og myndi það
koma niður á hvorutveggja: öryggis-
atriðum og hagkvæmni. Hann sagði
núverandi skipastól vera hæfilegan,
hann mætti þó ekki stækka. Eftir-
tektarvert væri að árið 1976 hefðu
25—30% þorskaflans verið 3ja ára
fiskur eða yngri en nú væri þetta
hlutfall nálægt 5%. Sitt mat væri að
fiskiskipastóllinn væri ekki of stór,
ef byggða- og atvinnusjónarmið
væru tekin með í myndina, þegar til
nokkurs tíma væri litið.
Smíði smærri skipa
Eyjólfur Konráð Jónsson (S)
fjallaði einkum um innlendan skipa-
smíðaiðnað, sér í lagi smíði smærri
fiskiskipa, sem ekki nytu eðlilegrar
lánafyrirgreiðslu hjá Fiskveiðasjóði.
Nefndi hann sem dæmi skipasmíða-
stöð Guðmundar Lárussonar á
Skagaströnd, sem byggð hefði verið
upp af dugnaði og fyrirhyggju, og
skilað fyrirmyndar framleiðslu lít-
illa veiðiskipa, en verið settur stóll-
inn fyrir dyrnar í lánakerfinu.
Spurði hann ráðherra um, hvað liði
athugun á lánafyrirgreiðslum til
slíkra stöðva. Ráðherra kvaðst hafa
knúið á dyr Fiskveiðasjóðs um þetta
efni.
að hann þyldi 2—3 ár þar sem klak
mistækist. Þó ættu þeir ekki eins
mikið í húfi og við, hvað þennan
sjávarútveg varðaði. Er það meining
okkar, spurði Kjartan, að koma
sjávarútveginum i sama vandræða-
básinn og landbúnaðinum?
Frumvörpunum var báðum vísað
til annarrar umræðu og sjávarút-
vegsnefndar.
Nýr þingmaður
TRYGGVI Gunnarsson, skipstjóri
Vopnafirði, hefur tekið sæti á
Alþingi sem varamaður Sverris
Hermannssonar, vegna fjarveru
þess síðarnefnda erlendis. Tryggvi
er fyrsti varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Austfjarðakjör-
dæmi.
Þingfréttir i stuttu máli
Úrelt lög feUd niður
Verður Bakkusi úthýst
úr veizlum ríkisstjórnar?
Sjómannafrádráttur
Sighvatur Björgvinsson (A)
mælti i gær fyrir þingsályktun.
sem hann flytur ásamt Pétri
Sigurðssyni (S), þess efnis. að
sjómannafrádráttur til skatts
skuli miðast við ráðningartíma en
ekki lögskráningardaga. Ilér er
um einfalda leiðréttingu að ra>ða.
sem sjómenn hafa óskað eftir,
segja flutningsmenn.
Námsmannafrádráttur
Friðrik Sóphússon (S) mælti
fyrir frumvarpi, sem hann flytur
ásamt Halldóri Blöndal (S) og
Matthíasi Á Mathiesen (S), þess
efnis, að nýtist námsmanni eða
maka hans ekki námsfrádráttur
þá skal honum heimilt að draga
íjárha'ð, er svarar hinum ónýtta
námsírádrætti, frá tekjum næstu
5 árin eftir að námi lýkur. Enn-
fremur skal heimilt að draga frá
sem vaxtagjöld vexti og gjald-
fallnar verðbætur af námslánum
sem veitt eru með heimild í lögum
um námslán og námsstyrki. Frið-
rik sagði í framsogu að nám væri
tegund fjárfestingar. sem hag-
kva’mt væri að ýta undir.
Eftirstöðvar
í launaumslaRÍ
Albert Guðmundsson (S) og
Guðmundur J. Guðmundsson
(Ahl) hafa flutt frumvarp til laga
sem kveður svo á að launagreið-
endur megi aldrei seilast svo
djúpt i launaumslog fólks í þágu
skattheimtunnar að nemi meira
en 75% „heildarlaunagreiðsina
hverju sinni“.
Bakkusi úthýst
hjá stjórnvöldum?
Tiu þingmenn úr öllum flokk-
um (Jón Helgason. Salome Þor-
kelsdóttir. Karvel Pálmason, Stef-
án Valgeirsson, Pétur Sigurðsson.
Haraldur ólafsson. Árni Gunn-
arsson. Ólafur Þ. Þórðarson og
Alexander Stefánsson) hafa flutt
tillögu til þingsályktunar. þess
efnis. að „Alþingi skori á ríkis-
stjórnina að hætta vinveitingum i
veizlum sinum".
Lagahreinsun.
Árlegt lagasafn.
Benedikt Gröndal og Sighvatur
Björgvinsson. þingmenn Alþýðu-
flokks, hafa flutt tillngu til þings-
ályktunar, þess efnis, að skipuð
skuli laganefnd er geri skrá yfir
lög. sem þegar hafa gengt hlut-
verki sinu og hafa ekki lengur
raunhæfa þýðingu. Rikisstjórn
leggi síðan frumvörp fyrir Al-
þingi um að fella þau niður, svo
timanlega að það megi verða áður
en næsta lagasafn verði gefið út.
Jafnframt skal gefin út árlega
skrá yfir ný lög, breytt lög og
brottfallin. og verði þeim skipað i
bálka á sama hátt og i lagasafni
með efnisyfirliti og skrá um
atriðisorð.
Innlondur lyfjaiðnaður
Guðmundur G. Þórarinsson,
Páll Pétursson, Jóhann Ein-
varðsson. Davíð Aðalsteinsson og
Jón Helgason. þingmenn Fram-
sóknarflokks, hafa flutt þings-
ályktunartillögu um eflingu inn-
lends lyfjaiðnaðar. m.a. að Lyfja-
verzlun ríkisins verði efld og
kerfisbundið hafin framleiðsla
innlendra lyfja í stað lyfja sem
flutt eru inn og hagkvæmt væri
að framleiða hér. Lyfjanend verði
gefin fyrirmæli um að skráning
innlendra sérlyfja gangi fyrir
erlendum. Rikisspitölum og öðr-
um opinberum stofnunum verði
gefin „fyrirmæli um að kaupa
innlend lyf i stað eriendra þar
sem gæði og verð eru samberi-
leg“. „Sjúkrasamlög taki ekki
þátt í kostnaði við erlend sérlyf ef
innlend lyf eru samha'ríleg að
verði og ga'ðum." Ýmis fleiri
ákvæði eru i tillögunni.
ÞýðinKarsjóður
Guðrún Ilelgadóttir (Abl) flyt-
ur frumvarp til laga um þýð-
ingarsjóð. sem „styrkja skuli út-
gáfu vandaðra erlendra bók-
mennta á íslenzku máli“. Tekjur
sjóðsins skulu vera „framlag úr
rikissjóði samkvæmt fjárlögum
hvers árs, þö aldrei lægri en 500
þúsund krónur á verðlagi ársins
1981“.
Rannsóknir á
háhitasva'ðum
Guðmundur G. Þórarinsson og
fleiri þingmenn Framsóknar-
flokks flytja tillögu. sem felur i
sér, cf samþykkt verður. að ríkis-
stjúrnin láti gera „heildaráætlun
um og framkvæma rannsóknir á
háhitasvæðum landsins, þannig
að virkjunarstaðir á tveim háhita-
svæðum verði á verkhönnunar-
stigi að fimm árum liðnum og
fimm háhitasvæðum að tíu árum
liðnum".
Blöndu- eða Fljótsdalsvirkjun?
Pálmi Jónsson. landbúnaðarráðherra og Hjörleifur Guttormsson.
iðnaðarráðherra. Þröngt mega sáttir sitja, segir máltækið.