Morgunblaðið - 05.03.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 05.03.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981 frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... frá borgarstjórn ... frá Davíð Oddsson í umræðum um mál fóstra: Óveður utan dagskrár: Guðrún Helgadóttir Sjöfn SÍKurbjörnsdóttir Birgir ísl. Gunnarsson Alþýðubandalagið telur sig eiga í höggi við samstarfsflokkana í borgarstiórn Á fundi borgarstjórnar sem hald- inn var fyrir nokkru urðu talsverð- ar umræður um málefni fóstra. Davíð Oddsson borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins hóf umræðurnar og sagði mál fóstra hafa verið mjög á döfinni undanfarið. Sagði hann að það hefði komið glöggt fram að engin samstaða væri innan meiri- hlutans um hvernig ieysa ætti málið. Hingað til hefði alltaf verið farið með launamál af ábyrgðartil- finningu, því þetta væru viðkvæm mál og vandasöm. Hins vegar hefði það gerst nú að undanförnu, að meirihlutinn, það er að segja aðilar innan hans, væri með sífelld yfir- boð og væri engin samstaða innan hans. Því næst vitnaði Davíð í tillögur sem lagðar voru fram í borgarráði. Þar hlaut tillaga Kristjáns Benediktssonar og Sjafn- ar Sigurbjörnsdóttur ekki nægan stuðning, aðeins tvö atkvæði, á sama fundi hlaut tillaga í málinu frá Sigurjóni Péturssyni sömu ör- lög, þ.e. ekki stuðning. Sjálfstæð- ismenn sátu hjá við þessar at- kvæðagreiðslur og létu bóka að meirihlutinn hefði enga heilstæða stefnu í kjarasamningum sem snerta fóstrur. Davíð Oddsson sagði það afar sérkennilegt að fylgjast með vinnu- brögðum meirihlutans í þessu máli, því öll yfirboð kæmu úr hans eigin herbúðum en ekki frá minnihlutan- um, eins og yfirleitt tíðkaðist. Þá sagði Davíð að það væru engar stjórnunarlegar forsendur hjá meirihlutanum, það væri ljóst að hann hefði engin tök á málinu. Þá sagði Davíð að þeir Albert Guð- mundsson, borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, hefðu á fundi borgarráðs þar sem málið var tekið fyrir, og skýrt er frá hér að ofan, ekki treyst sér til að standa að samþykkt tillagnanna frá aðilum innan meirihlutans. Því hefðu þeir setið hjá. Hins vegar væri það fullljóst að meirihlutinn væri á engan hátt fær um að leysa þetta mál, enda væri engin samstaða innan meirihlutans. Lágmark að tala við fóstrur Næst tók til máls Guðrún Helga- dóttir (Abl). Hún sagöi það nýja stefnu í rekstri borgar, ef minni- hlutinn ætlaði að sitja hjá við afgreiðslu mála, nái meirihlutinn ekki samstöðu um aðgerðir. Guðrún sagði að innan meirihlutans kynnu að vera skiptar skoðanir um máls- meðferðina, en hún sagði að það væri skoðun Alþýðubandalagsins að laun fóstra væru of lág. Hún sagði að það þjónaði engum tilgangi að samþykkja að uppsagnartími fóstra yrði þrengdur um 3 mánuði, því slíkt næði aðeins til þeirra sem fastráðnar væru, en þær væru aðeins 20 af 141 fóstru. Hinar myndu hætta eftir sem áður. Þá sagði Guðrún að það væri lágmark að borgin talaði við fóstrurnar, en það hefði formaður launamála- nefndar ekki gert. Málið í flækju Næstur talaði Albert Guð- mundsson (S). Hann rifjaði upp fóstrumálið og sagði að það mál hefði átt að vera sama túnaðarmál innan launamálanefndar eins og öll önnur mál sem þar væru rædd. Þá sagði Albert að það hefði mátt skilja af máli Sigurjóns Pétursson- ar þegar hann ræddi þessi mál á sínum tíma að það væri einhverjum öðrum að kenna að fóstrur fengju ekki úrlausn sinna mála. Albert sagði að það þýddi ekki að vera að skamma minnihlutann vegna þessa máls, ekki gætu sjálfstæðismenn komið vitinu fyrir meirihlutann á þeirra eigin fundum, þó slíkt væri ef til vill mögulegt á sameiginlegum fundum. Þá sagði Albert að sjálf- stæðismenn í borgarráði hefðu ekki talið það neina lausn að vísa fóstrumálinu til borgarstjórnar, eins og Sigurjón hefði viljað. Þá sagði Albert að meirihlutinn ætti • • „Omurlegur hráskinnsleikur Alþýðubanda- lagsins, einkum Guðrúnar Helga- dóttur,“ segir Sjöfn Sigur- björnsdóttir bara að biðja sjálfstæðismenn um að leysa málin, gæti meirihlutinn ekki gert það sjálfur. Hann sagði Davið Oddsson meirihlutann vera búinn að klúðra þessu máli, það væri komið í flækju. Erindi borist frá öðrum hópum Næstur tók til máls Kristján Benediktsson (F). Kristján sagði að fóstrum hefði ekki tekist að rétta sinn hlut í síðustu kjarasamning- um, en hinsvegar kvaðst Kristján telja að fóstrur ættu rétt á því að hækka í launastiganum. Hann sagði að þegar samið var um sérkjör við starfsmenn borgarinnar hefði launamálanefnd sett sér þann ramma að launaflokkabreytingar yrðu um 500 talsins og þar hefðu fóstrur fengið 1. launaflokks hækk- un. Albert Guðmundsson Kristján kvað óheppilegt að ræða um launamál innan borgarstjórnar, ekki væri vaninn að gera það. Slíkt myndi leiða það af sér að erfitt myndi reynast að leysa málin. Þá sagði hann að erindi hefðu borist frá öðrum starfshópum þess efnis að ef mál fóstra yrði tekið upp þá myndu þeir grípa til sinna ráða. Kristján sagði að allt þetta mál væri flókið og viðkvæmt. Ber keim af sýndarmennsku Næstur talaði Birgir ísl. Gunn- arsson (S). Hann sagði í ræðu sinni að hann hefði átt sæti í borgar- stjórn frá 1962 og alltaf hefðu launamál verið erfið og viðkvæm. Kristján Benediktsson Stjórnvöld íhugi hvernig hægt sé að aðstoða þá er harðast urðu úti — segir Magnús L. Sveinsson Adda Bára Sigfúsdóttir Ólafur B. Thors Á borgarstjórnarfundi sem haldinn var fyrir skömmu, tók Magnús L. Sveinsson, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins til máls utan dagskrár. Magn- ús gerði þá nýafstaðið óveður að umtalsefni og sagði: „Eg leyfi mér að kveða mér hljóðs utan dagskrár vegna þess tjóns sem fjöldi Reykvíkinga varð fyrir í fárviðrinu sl. mánudagskvöld og þriðju- dagsnótt. Þetta er í annað sinn á átta árum sem landsmenn verða fyrir gífurlegu tjóni af völdum fárviðris og það er vitað að þetta tjón hefur bitn- að á fjölda Reykvíkinga, ein- staklingum og fyrirtækjum, sem eru misjafnlega í stakk búnir til að taka á sig þær byrðar sem tjónið leiddi af sér. Enda þótt einhverjir hafi verið tryggðir fyrir hluta af því tjóni sem þeir urðu fyrir, er næsta víst, að meginhluti þeirra sem fyrir tjóni varð, var ekki tryggður fyrir slíkum áföllum. I lögum um Bjarg- ráðasjóð segir að hlutverk sjóðsins sé „að veita einstakl- ingum, fyrirtækjum og sveit- arfélögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiriháttar tjón á fasteignum og lausafé af völd- um náttúruhamfara, svo sem óveðurs". Nú er það upplýst að þrátt fyrir þessi lagafyrirmæli um verkefni Bjargráðasjóðs, er hann algerlega févana og hef- ur meira að segja þurft að taka bráðabirgðalán til að mæta nauðsynlegum greiðslum á síð- ustu vikum, samkvæmt því sem segir í ályktum stjórnar sjóðsins. Viðlagatrygging íslands, sem er skyldutrygging á öllum fasteignum og hefur það hlut- verk að tryggja gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, nær hins vegar ekki til tjóns af völdum fárviðris. Engu að síð- ur er slíkur veðurofsi, sem nú gekk yfir landið ekkert annað en náttúruhamfarir í hugum fólks. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd, að við- lagatrygging bætir ekki tjón sem af slíku fárviðri hlýst að óbreyttum lögum. Sú spurning hlýtur því að vakna, að feng- inni biturri reynslu, hvort ekki sé nauðsynlegt að breyta ákvæðum þessara laga, þannig að þau tryggi tjón, sem verður af völdum fárviðris. Hvað sem því líður, verður ekki hjá því komist, að stjórn- völd íhugi á hvern hátt hægt er að koma til móts við og aðstoða það fólk sem harðast hefur orðið úti af völdum veðurofsans sem nú gekk yfir landið. Félagsmálaráðherra hefur fjallað um þessi mál og sagði m.a. í viðtali við Dagblaðið: „Meginatriðið er að átta sig á því hve tjónið er mikið, það stendur næst sveitarfélögun- um að gera það og þau myndu síðan senda skýrslur til ráðu- neytisins." Ég vil því leyfa mér að flytja eftirfarandi tillögu og vona að afbrigði verði samþykkt og hún tekin á dagskrá," sagði Magnús L. Sveinsson. Tillaga Magnúsar er svo- hljóðandi: — Borgarstjórn samþykkir að safna upplýsingum um það tjón sem Reykvíkingar urðu fyrir í fárviðrinu sem gekk yfir landið sl. mánudagskvöld og þriðjudagsnótt. Safnað skal sem gleggstum upplýsingum um tjónið, ann- ars vegar á fasteignum og hins vegar á lausamunum. Vitað er að fjöldi fólks hefur orðið fyrir mjög miklu tjóni og samkvæmt fréttum má gera ráð fyrir að heildartjónið skipti milljörðum g.króna. Það er því viðbúið að gera þurfi sérstakar ráðstafanir til að létta undir með þeim, sem orðið hafa fyrir tilfinnanlegu tjóni. Borgarstjórn lýsir stuðningi við ályktun stjórnar Bjarg- ráðasjóðs sl. þriðjudag, þar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.