Morgunblaðið - 05.03.1981, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
+
Bróöir okkar,
JAKOB HERMANNSSON,
bátsmaöur,
andaöist í Osló, Noregi.
Jaröarförin hefur þegar fariö fram.
Fyrir hönd systkinanna,
Haraldur Hermannsson, Keflavík.
+
Móöir okkar, tengdamóðir og amma,
EDDA KVARAN,
Efstasundi 94,
sem lézt þann 21. febrúar, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 6. marz kl. 3.
Þórarinn Jónsson,
Ágúst Jónsson, Edda R. Erlendsdóttir,
Rafn Jónsson, Sigríöur Rafnsdóttir,
og barnabörn.
+
Utför móöur okkar,
INGIBJARGAR STEFANÍU GUÐMUNDSDOTTUR,
Bröttuhlíö 7, Hveragerði,
fer fram frá Hverageröiskirkju, laugardaginn 7. marz, kl. 11 fh.
F.h. vandamanna.
Anna Friöbjörnsdóttir,
Helga Frióbjörnsdóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓNA FINNBOGADÓTTIR,
Asvallagötu 61,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. marz, kl. 13.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Þökkum innilega vináttu og samúö vegna andláts og útfarar
SIGRUNAR STEFANÍU STEFÁNSDÓTTUR,
Langholtsvegi 183.
Ágúst A. Pélsson,
Stefén Ágústsson, Lilja Bjarnadóttir,
Pélmi Ágústsson, Guölaug Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og
jaröarför
ÞÓRHILDAR GUDMUNDSDÓTTUR,
áöur til heimilis aö Sörlaskjóli 13, Reykjavík.
Sigríöur Kjartansdóttir, Jónatan Kristleifsson,
Ágúst Kjartansson, löunn Kristinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn og systur hinnar létnu.
+
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför
SIGURVEIGAR ILLUGADÓTTUR.
Vandamenn.
Hólmfríður Krístjáns-
dóttir — Minning
Fædd 27. október 1901.
Dáin 24. febrúar 1981.
Hólmfríður Kristjánsdóttir
fæddist að Úlfsbæ í Bárðardal á
heimili föðursystur sinnar og
nöfnu. Foreldrar hennar voru
Rósa Helgadóttir og Kristján Sig-
urðsson. Faðir hennar og systur
hans fjórar önnuðust uppeldi
hennar. Dvaldist hún ýmist hjá
þeim að Úlfsbæ eða Ingjalds-
stöðum. Hún var svo lánsöm að
eiga föðursystur búsetta á Húsa-
vík, sem gerði henni kleift að
stunda barnaskólanám þar á vetr-
um. Amma mín var þá kennari á
Húsavík og urðu faðir minn og
Fríða þar skólasystkin.
Skömmu eftir fermingu fluttist
hún til Akureyrar. Átti hún þar
skjól hjá móðurfólki sínu, en vann
heimilisstörf á ýmsum góðum
heimilum. Til Reykjavíkur fluttist
hún árið 1923, og þar tók á móti
henni Sigríður föðursystir hennar,
sem rak þá veitingastofu í Templ-
arasundi 3. Stuttu eftir komu sína
til Reykjavíkur eignaðist Fríða
dóttur sína Kristjönu Þorkelsdótt-
ur og dvöldu þær mæðgur hjá
Sigríði, sem síðar annaðist uppeldi
Kristjönu að mestu.
Fríða vann ýmis störf, sem til
féllu, en lengst af vann hún við
hreingerningastörf hjá Ríkisút-
varpinu, eða um það bil 30 ár.
Frá því að ég fyrst man eftir
mér minnist ég Fríðu í heimsókn á
heimili foreldra minna. Fylgdi
henni æfinlega hressilegur and-
blær og brá hún oft á leik við
okkur systkinin. Væri eitthvað um
að vera í fjölskyldunni var hún
ætíð tilbúin að rétta fram hjálpar-
hönd. í fyrsta sinn, sem ég fékk að
fara norður í land, þá 12 ára
gömul, var það í fylgd með Fríðu,
en hún eyddi flestum sínum
sumarleyfum hjá ættingjum sín-
um á bernskuslóðunum, á Ingj-
aldsstöðum í Reykdælahreppi. Var
það mikið ævintýri fyrir telpu-
hnokka á þeim tíma, að fá að fara
í svona langt ferðalag og kynnast
sveitinni hennar. Þessi tengsl við
Fríðu héldust alla ævi og sést það
best á því, að þegar dóttir mín var
12 ára, fékk hún að fara sömu
ferðina með Fríðu og ég fór
forðum á sama aldri.
Vegna kynna minna af Fríðu, sá
ég í raun nú síðustu árin, hve
ömurlegt ástand öldrunarmála er
á íslandi. Átti hún þó dóttur og
tengdason, sem hlúðu að henni
eins og þau gátu og voru talsmenn
hennar, þegar á þurfti að halda,
svo hún var betur sett, en margt
einstætt gamalmennið í dag. Þrátt
fyrir heilsuleysi og margar
strangar sjúkrahúslegur, vildi hún
alla tíð standa á eigin fótum og
vera sjálfri sér nóg, enda tilheyrði
hún aldamótakynslóðinni, sem
gerði fyrst og fremst kröfur til
sjálfrar sín. Á meðan kraftar
leyfðu, vildi hún fá að vera í
íbúðinni sinni, sem henni hafði
tekist að eignast skuldlausa, með
mikilli vinnu verkakonunnar og
miklum sparnaði við sjálfa sig í
hvívetna. Henni hraus hugur við
að þurfa að vistast á stofnun og
verða þannig upp á samfélagið
komin.
Við, sem erum á miðjum aldri í
dag, hljótum flest okkar að gera
okkur grein fyrir þeirri ósegjan-
legu seiglu, sem aldamótakynslóð-
in varð að sýna, til þess að við
mættum taka við því Islandi, sem
við eigum í dag. Okkur ber skylda
til að sýna þakklæti okkar í verki,
með því að búa þannig að öldruð-
um, að það sé ekki fyrirkvíðanlegt
að verða gamall, heldur gæti það
jafnvel orðið tilhlökkunarefni.
Nú kveð ég og fjölskylda mín
Fríðu með söknuði, en jafnframt
þakklæti og virðingu. Dóttur
hennar, tengdasyni og öðrum
ástvinum sendum við innilegustu
samúðarkveðj ur.
Guð blessi minningu hennar.
Hildur Hálfdánardóttir
+
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför,
eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa,
ÞORKELS ÁRMANNS ÞÓRÐARSONAR,
fulltrúa,
Álftamýri 24.
Sérstakar þakkir til Oddfellowreglunnar og samstarfsfólks hins
látna.
Ólöf Kristjénsdóttir,
Gunnar Þorkelsson, Jóna Sigurbjartsdóttir.
og sonardætur.
+ Innilegar þakkir þeim er sýndu okkur samúö og vináttu viö fráfall eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, BALDVINS EINARSSONAR. Kristín Pétursdóttir, Halldóra Baldvinsdóttir, Valdimar Bergstaö, Sigrún K. Baldvinsdóttir, Francis M. Douglas, og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vináttu viö andlát og útför mannsins míns, SKÚLA LÍNBERG FRIDRIKSSONAR, húsasmföameistara, Mosgeröi 16. Svanfríóur Hjartardóttir.
Lokað í dag
frá kl. 12—4 vegna jaröarfarar Hólmfríöar Krist-
jánsdóttur.
Einar J. Skúlason,
Hverfisgötu 89.
+
viö fráfall
Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug
eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa,
JOHANNS JÓHANNESSONAR,
Lagarési 2, Egilsstööum.
Ragnhildur Ketilsdóttir,
börn, tengdasynir og barnabörn.
Margar eru þær konurnar (og
jafnvel karlar líka), sem ganga
með vatnsfötu, ryksugu og bón-
kúst um skrifstofur og vinnustaði
borgarinnar síðdegis eftir að al-
mennum vinnutíma lýkur og þrífa
að ryki og rusli. Slíkt þrýtur víst
aldrei, þar sem umgangur og
umsýsla er einhver. Þeir, sem
hætta vinnu sinni á stundinni,
vita lítið af þessari hreinsunar-
sveit, nema hvað þeir verða þess
þægilega varir að morgni, að allt
er komið í annað og betra horf.
Ekki get ég sagt að ég hafi fyllt
þann flokk, enda varð ég æði oft
var við hreingerningakonurnar
hjá útvarpinu. Því miður kynntist
ég þeim ekki að marki, nema helzt
einni. Og nú er það einmitt þessi
kona, sem hefur endað lífsgöngu
sína á 80. aldursári.
Hólmfríður Kristjánsdóttir var
þingeyskra ætta og bar þess
merki, að hún hafði alizt upp í
menningarlegu umhverfi. Hún var
t.d. bókelsk mjög, átti sjálf nokk-
urt safn góðra bóka og las mikið
lánsbækur. Oft fékk hún t.d.
bækur að láni í safni útvarpsins
og annarsstaðar. Þá var hún vel að
sér til handanna, t.d. bæði til
saumaskapar og matreiðslu — og
bakari var hún það vel metinn, að
kökurnar hennar og flatbrauðið
voru söluvara í búðum og á
matstöðum. Gestrisin var hún í
bezta lagi.
Hólmfríður vann við ræstingu
hjá útvarpinu nær 30 ár en hætti
um sjötugsaldur, enda var henni
þá farið að vera nokkuð örðugt um
gang. Mjög var hún félagslynd,
var t.d. langoftast í sumarferða-
lögum útvarpsfólks, svo og á
öðrum samkomum. Var hún oft
glöð í bragði — og víst var
hláturinn hennar hressandi fyrir
nærstadda.
Vel undi hún sér á jólaskemmt-
unum barnanna í útvarpssal, en
þar hafði hún þann starfa um
langt árabil að úthluta börnunum
eplum og sælgætispokum um leið
og skemmtun lauk.
Fyrir nærfellt 20 árum, þegar
Hólmfríður átti sextugsafmæli,
setti ég saman svolítið stef. Ég er
að hugsa um að setja hér undir
lokin helming jieirra hcndinga:
Þakka ég, HAImfriAur, þjónustuvorkin,
um þau eru marxvlHleK sannindamerkin.
Og aldrei verAur aA elllfu vegiA
allt þaA ryk, aem var burtu þvegiA
i fjórtán ár undan fótum mlnum.
t'-K fullþakkaA get ekki hóndum þinum,
þvi án þln væri ég eflaust dauAur
og yfir mér grasi vaxiA hauAur.
Þótt svo fari nú að ég standi yfir
moldum Hólmfríðar vinkonu
minnar, verður sú tilfinningaríka
sæmdarkona áfram í minni mér
og okkur fleirum, sem kynntumst
henni.
Loks flyt ég dóttur Hólmfríðar
og tengdasyni samúðarkveðju
okkar hjónanna.
Baldur Pálmason
Birting
afmœlis- og
minningar-
greina.
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ckki vera i sendibréfs-
formi. Þess skal einnig getið,
af marggefnu tilefni, að frum-
ort ljóð um hinn látna eru
ekki birt á minningarorðasið-
um Morgunblaðsins. Handrit
þurfa að vera vélrituð og með
góðu linubili.