Morgunblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981
COSPER
I>að er þó gleðileKt aó unxi maóurinn skuli hafa áhuKa á
einhverju öðru en peninKunum mínum!
I’að er vissara að hrinKja á
sjúkrabíl!
HÖGNI HREKKVlSI
Verða bækur í
þjóðarbókhlöðunni?
Jónas Ólaísson skrifar:
„Nú þegar Þjóðarbókhlaðan
fyrirhugaða er að rísa af grunni
er rétt að velta fyrir sér spurn-
ingunni hér að ofan. Hún er
reyndar nokkuð færð í stílinn því
víst er að margar bækur verða í
Þjóðarbókhlöðunni. En hversu
margar? Tilefni spurningarinnar
er þetta: Svo er að skilja að með
nýrri tækni geti bókasöfn látið
duga að geyma eitt eintak af
hverri bók. Lánþegi notar eins
konar síma til að biðja um bókina
og fær mynd hennar fram á skjá
heima hjá sér. Ekki er einu sinni
víst að eintakið á safninu verði
alvörubók úr pappír, en það er
aukaatriði. Afleiðingar þessarar
nýju tækni snerta ýmsa.
aði breytast, en þeim fækkar ekki
endilega. Höfundur bókar þarf
kannski einungis vélritara og
myndlistarmann til þess að búa
til eina eintakið sem gert er af
bókinni. Þannig hljóta miklu
fleiri að geta gefið út sínar bækur
en nú.
Greiðslur til höfunda og ann-
arra sem vinna að bókum breyt-
ast. í stað ágóða af sölu bóka í
stykkjatali koma leigugjöld fyrir
aðgang að efni. Útgáfufyrirtæki
haida sjálfsagt áfram að auglýsa
einstök verk og sjá kannski um
innheimtu leigugjalda meðan þau
eru ný. Löggjafinn fær einnig að
hugsa ráð sitt um vernd höfund-
arréttar og fleira við þessar
breyttu aðstæður.
Uppfinningamenn verða svo að
útvega hentugan skjá sem ekki er
alltof mikið af snúrum aftan í og
er til dæmis liprari að bylta sér
með uppi í rúmi heldur en stóra
sjónvarpið í stofunni.
Fleiri atriði má vafalaust telja,
en hér verður látið staðar numið
og aðrir sem áhuga hafa á málinu
eru beðnir að bæta um. í lokin er
þó rétt að benda á, að það sem
hér hefur verið sagt um bækur
gildir einnig að nokkru leyti um
kvikmyndir og hljómplötur sem
almenningsbókasöfn hafa víða
bætt á verkefnaskrána í seinni
tíð.“
Skipuleggjendur bókasafna
þurfa að gera ráð fyrir útbúnaði
til mikilla boðsendinga um línur
innan húss og út úr húsi. Kannski
má minnka geymslurými undir
bækur og bæta í staðinn vinnu-
aðstöðu gesta. Afgreiðsla verður
með öðru móti þegar hætt er að
bera bækur í stykkjatali milli
húsa.
Fjöldaframleiðsla bóka snar-
minnkar. Ekki þarf lengur að
eyða hálfum skógi í framleiðslu
eins reyfara því að textinn getur
skilað sér jafngóður á skjá,
þyngdarlaus eins og besta sjón-
varpsmynd. Verkefni í prentiðn-
Ennum
grænan
sjó
Hafsteinn Blandon skrifar 28.
febrúar:
„Gísli Jóhannsson ritar pistil í
Velvakanda 27.2. og hyggst hrekja
skoðanir undirritaðs varðandi hent-
ug stjórntæki fyrir hitakerfi.
I grein þessari svífur Gísli segl-
um þöndum út á grænan sjó óljósra
fullyrðinga, sem sumar hverjar eru
beinlínis á misskilningi byggðar, og
því nauðsynlegt að leiðrétta.
Áhrif breytileifs
mismunarþrýstings
Gísli talar um sveiflukennda
starfsemi sjálfvirkra ofnhitastilla
og stillir upp dæmi um 100%
aukningu á vatnsrennsli ef mis-
munarþrýstingur eykst úr 1 metra
á 4 metra vatnssúlu.
Þetta er að sjálfsögðu fjarstæða
ef um er að ræða hitakerfi með
sjálfvirkum ofnlokum og virðist
Gísli eitthvað hafa misskilið hvern-
ig slíkir lokar vinna. Til að bæta úr
þessu vil ég benda honum á að lesa
fróðlega grein í Danfoss Journalen
nr. 4 1979, en í því riti er á blaðsíðu
8 gerð grein fyrir niðurstöðum
rannsókna, sem Danfoss-verk-
smiðjurnar létu gera á áhrifum
þeim, sem sveiflur í mismunar-
þrýstingi hafa á nákvæmni hita-
stýringar með sjálfvirkum ofnlok-
um. Niðurstöður þeirra rannsókna
eru þær að breytist mismunar-
þrýstingur um 1 metra vatnssúlu þá
megi reikna með hitastigsbreytingu
um það bil 0,1°C og er það auðvelt
reikningsdæmi að sýna fram á að
vatnsrennsli muni ekki aukast um
100% við slíka smábreytingu.
Lokaorð dönsku vísindamann-
anna um þetta eru eftirfarandi:
„Under normale forhold vil diff-
erenstrykket í sádanne anlæg ligge
mellen 0,05 og 0,3 bar (svarar til
0,5—3 metra vatnssúlu), hvorfor
ændringer under drift ikke vil have
nogen betydning for regulerings-
nojagtigheden."
Þessa setningu er velkomið að
þýða fyrir Gísla yfir á ísienzka
tungu ef þörf krefur.
Hæfileg mörk mis-
munarþrýstings
Algeng gerð sjálfvirkra ofnloka
er gefin upp fyrir hámarksmismun-
Hafsteinn Blandon
arþrýsting 6 metra vatnssúlu. Af
fræðiritum má ráða að heppilegast
sé að halda þrýstingnum á hilinu
0,5—3 metra vatnssúlu fyrir al-
gengustu tegundir hitakerfa og
kemur það vel heim við reynslu
undirritaðs af slíkum kerfum.
í Morgunblaðsgrein Gísla vitnar
hann í örstutt samtal okkar í
Iðnaðarmannahúsinu varðandi
nákvæmni á stillingu þrýstiminnk-
ara. Hér er um hugtakarugling að
ræða því ekkert var rætt um
nákvæmni þrýstiminnkarans. Ég
gaf Gísla upplýsingar um stillisvið
ákveðins þrýstiminnkap og einnar
gerðar slaufuloka, og gat þéss að
með því að nota þessi tvö tæki
saman væri lágmarksstilling á mis-
munarþrýstingi 5 metrar. Er ég
svaraði Gísla láðist mér að vísu að
geta þess að við algeng skilyrði á
íslenzkum hitaveitukerfum, þar
sem inntaksþrýstingur fer ekki yfir
10 bar, er auðvelt að stilla mismun-
arþrýstinginn á 1—2 metra vatns-
súlu með sömu tækjum, talan 5
metrar var miöuð við 16 bar
inntaksþrýsting, en sá þrýstingur
svarar til hámarksþrýstiþols um-
rædds loka.
Ég benti Gísla þó á það í sama
samtali, að með því að nota slaufu-
loka með hærra stillisviði, sem
einnig er seldur á íslenzkum mark-
aði, væri auðvelt að stilla á lágan
mismunarþrýsting undir öllum
kringumstæðum, en þessa lætur
hann ógetið í grein sinni.
Um kostnaðarsamanburð
Til að menn átti sig á hverju
verið er að sækjast eftir með því að
nota stjórntæki af sem einfaldastri
gerð fylgir hér kostnaðarsaman-
burður á stjórntækjum fyrir meðal-
stórt einbýlishús miðað við verðlag
í febrúar 1981.
A) þrýstijafnari u.þ.b. kr. 960.-
tilheyr. slaufuloki u.þ.b.kr. 960.-
Alls kr. 1920,-
B) þrýstiminnkari u.þ.b. kr. 390-
tilheyrandi þindarstýrður
slaufuloki u.þ.b. kr. 360.-
Alls kr. 750.-
Sparnaðurinn á einni hústeng-
ingu er tæpar tólf hundruð krónur,
og geta menn leikið sér að því að
reikna út hversu mikið sparist
þegar tengja á hundruð eða jafnvel
þúsundir húsa við nýjar hitaveitur,
eins og nú á sér stað.
Um reglugerð
Á fyrirlestri Gísla í Iðnaðar-
mannahúsinu kom fram staðhæfing
um að í bígerð væri að setja inn í
reglugerð Hitaveitu Reykjavíkur
ákvæði um að þrýstijafnara skyldi
krafist á öll hitakerfi í Reykjavík.
Ekki treysti ég mér til að andmæla
þessu þá, þar sem ég hafði enga
hugmynd um fyrirætlanir Hitaveit-
unnar í reglugerðarmálum.
Hins vegar hef ég nú spurt
yfirverkfræðing Hitaveitunnar um
þetta, og tjáði hann mér að Hita-
veitan leyfði notkun bæði þrýsti-
jafnara og þrýstiminnkara á ein-
föld hitakerfi og engar breytingar
væru í bígerð þar að lútandi."