Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 2
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 þessum heimi?" „Kinu sinni óskaði ég þess að hann dæi. Við hjónin fórum með hann á öðru ári til Sviss í rannsóknir. Þetta litla, sæta barn var svo fárveikt að ekki var til holdtætla utan á honum. I tvo mánuði baðaðist hann sólinni, þar til hann var farinn að blómstra, orðinn feitabolla! Hann elskar sólina! Við förum oft með hann til útlanda, því ef hann fer lengi á mis við sól, hjaðnar hann aftur niður. Eg fer einnig með hann á hverjum degi í sundlaugarnar. En í Sviss var hann settur í heilaiínurit sem sýndi skemmdir í heila. Svo fengum við upplýst að hann væri flogaveikur og þar að auki er barnið hreyfihamlað. Á meðan rannsóknirnar stóðu yfir vorum við hjónin send heim í hálfan mánuð, þar sem við urðum að bíða eftir prófessor sem var þá að gegna herskyldu. En í Sviss eru þeir sendir á hverju ári í her- skyldu. Þegar við komum aftur til Sviss var hann settur í meðhöndl- un sem innifól mikið af lyfjagjöf- um og óvissu um hvernig hann tæki þeim. Einn daginn fékk ég svo neyðarhringingu og mér var sagt að koma strax, því barnið mitt væri að deyja. En aftur lifði hann þetta af og þegar ég kom á sjúkrahúsið var hann orðinn algjörlega lamaður. Þetta var andverkunin af lyfjun- um. Ég sagði þá við manninn minn, að nú vonaði ég að elsku barnið mitt fengi að deyja. En með tímanum komst hann yfir þetta og ég hef aldrei séð glaðari konu en sjúkraliðann, sem kom honum til að kitla í iljarnar í fyrsta sinn. Henni var farið að þykja svo vænt um hann að hún hefur síðan heimsótt okkur oft til ísiands. Vignir óheppni Við köllum hann „Vigni óheppna", því það er líkt og óheppnin elti hann. T.d. er hann búinn að liggja 14 sinnum á Landakoti. Þegar hann var 9 ára fékk hann pláss á Víðivöllum, sem er dagvistarstofnun. Þar fékk hann að vera í eitt ár, en mér var síðan sagt að hann væri of gamall fyrir þessa stofnun." „Þetta hlýtur að taka allan þinn tíma og reyna mikið á þig and- lega.“ Lyngás, eins og maurar á þúfu „Ekki vorkenna mér,“ svaraði hún ákveðin. „Ég er hraust, svo stálhress! Það amar ekkert að mér, heldur syni mínum. Ég var lengi búin að ganga stofnana á milli í leit að kennslu fyrir Vigni. Hringdi þá í mig félagsmála- fulltrúi og bauð mér að fá heima- hjálp einu sinni í viku. „Þú getur þá skroppið í bæinn og fengið þér hárlagningu eða eitthvað," var viðkvæðið. Ég varð æfareið. Ég var ekki að biðja um frí, heldur kennslu handa drengnum. Þá var mér boðið að koma honum inn á Lyngás, en þangað vildi ég ekki að hann færi. Þar eru svo mikil þrengsli að börnin eru eins- og maurar á þúfu. Mér var boðið þetta til þess að „ég“ gæti losnað við hann. Þetta er hinn mesti misskilningur. Við foreldrar erum ekki að reyna að flýja undan ábyrgð okkar, heldur að reyna að tryggja einhverja kennslu handa börnum okkar. Ég nýt þess að vera heima og hef þá aðstöðu að geta helgað mig þessu barni, en ég vil að hann fái alla þá þjálfun sem hann getur tekið á móti.“ Sjúkrastörf eru furðulega lágt metin Vignir fær að vera í æfingadeild Kópavogshælis einn klukkutíma 5 daga vikunnar. Það er eina þjálf- unin sem hann fær. Hann byrjaði þar fyrir ári og hefur á þessum tíma verið skipt þrisvar um þjálf- ara. Eins og flestum ætti að detta í hug, þá er þetta mjög slæmt fyrir barn sem er lengi að aðlagast öðrum. Sjálfsagt er það ekki forráða- mönnum hælisins að kenna, að fólk tollir ekki í stöðunum og litið er yfirleitt um starfslið. Mér væri nær að halda að þeir sem ákveða kauptaxtann eigi stærstan þátt í þessu. Fólk sem vinnur við sjúkra- störf, sem þýðir mikið vaktaálag, ábyrgð, svo og andlegt og líkam- legt þrek, hefur lúsarlausn, þ.e.a.s. ef manneskjan er ekki orðinn menntaður læknir. Það sætir hinni mestu furðu að þessi ábyrgðarmiklu störf skuli vera svona lágt metin. Enginn staður fyrir fjölfötluð börn á íslandi Þeir sem eignast fjölfötluð börn geta átt von á því að fá litla sem enga þjálfun fyrir þau, því á Islandi er engin staður til fyrir fjölfötluð börn. Siðmenning okkar er það lítið þroskuð að Vignir og hans líkar verða ætíð útundan. Foreldrar Vignis eru virkir meðlimir Foreldrasamtaka barna með sérþarfir, sem hafa barist hart fyrir rétti þessara barna og komið mörgu góðu til leiðar. Einu sinni kom þessi félagsskapur af stað skóia fyrir fjölfatiaða í iitlu húsi við Fossvogsveg. Fluttist hann síðan í Heyrnleysingjaskól- ann en lagðist niður ári seinna, þar sem ekki fannst nægilegur stuðningur borgaryfirvalda. Fyrir 5 árum fór hann síðan aftur af stað í Kjarvalshúsi, sem nú er Greiningarstöð ríkisins. „Þegar Greiningarstöðin var fyrst opnuð, stóð mikil kynning fyrir dyrum," sagði Marlaug. „Þarna var opið fyrir alla og námskeið fyrir foreldra, sérfræð- ingar sem héldu fyrirlestra um hvað væri hægt að gera og hvaða möguleikar væru fyrir fatlaða. Þarna opnaðist hurð fyrir foreldra og fyrir innan hana mátti sjá alla þessa möguleika, sem hvergi voru fyrir hendi, þar sem þeim er ekki sinnt hér á landi. Auðvitað urðu þetta vonbrigði. Það var svipað og að opna Gullna hliðið og segja „Sjáðu hvað er til“, skella svo hliðinu beint á nefið á manni. Stundum er gott að vera fávís. Að vita um þessa möguleika, en geta ekki notið þeirra, er hræðileg tilfinning. Hvers eiga þessi börn að gjalda? Það eru allir hæfir til kennslu, en ekki nema fáir sem fá að njóta hennar." Hrædd við fram- tíðina „Ertu ekki hrædd við framtíð- ina, þegar hann fer að eldast og þið hjónin?" „Svo sannarlega er ég það. Einmitt þess vegna erum við að hamast við að byggja einhverja undirstöðu fyrir þessi börn. Fyrir tveimur árum ýttu Foreldrasam- tökin í gegn lögum sem tryggja foreldrum laun fyrir að vera heima með þessum börnum. Ég er á móti stofnunum sem slíkum og tel það vera ábyrgð þeirra foreldra sem það geta, að vera heima með börnin sín. En ég get samt ekki tryggt að ég sé alltaf fyrir hendi. Ég gæti þess vegna dáið á morgun. Við verðum að eiga stofnanir eins og Kópavogshæli, en þær verða bara að vera svo góðar að þær geti tryggt börnunum vellíðan. Við verðum að vinna að því að bæta þessar stofnanir." Fólk horfir framhjá okkur „Er horft mikið á ykkur þegar þið eruð úti meðal almennings?" „Nei, það er einmitt ekki horft á okkur, heldur framhjá okkur og það ieiðist mér alveg hræðilega. Ég hef mjög gaman af því, þegar einn og einn kemur og spyr um hagi Vignis. Það væri eflaust þægilegast fyrir almenning að þessi börn séu lokuð inná Kópavogshæli eða ann- arsstaðar, þar sem fólk þarf ekki að horfa á þau. Best væri, að ég sleppti því að taka hann með mér í strætó eða banka, þar sem hann er að reka upp öskur eða ég að snýta honum. Að sjá svona börn vekur oftast ónotatilfinningar hjá öðrum. Einu sinni gekk lítil sjö ára stúlka upp að mér og spurði hvað væri að honum. Spurningunni sem kom á eftir gleymi ég aldrei: „Af hverju ferðu með hann út?“ Það hafa margar umræður skapast af þessari spurningu. Hvaðan kom hún? Af heimilinu, eitthvað sem hún hefur heyrt? Nei, ég leyfi mér að halda að þetta hafi bara verið óskhyggja hennar. Ég held við séum öll svona." Það ætti að sameina öll foreldrafélög „Nú er ár fatlaðra. Heldur þú ekki að eitthvað verði gert fyrir fjölfötluð börn?“ „Ég hef ekki enn heyrt Alpha- nefndina minnast á fjölfötluð börn, en ég vona að úr rætist það sem eftir er af árinu. Það átti að vinna að nýjum lögum í byrjun ársins, þar sem allir fatlaðir eru undir einum hatti, en Foreldra- samtökunum fannst þetta ekki tímabært." „Hvers vegna ekki?“ „Jú, það er vegna þeirrar al- mennu hugsunar að aðskilja þroskahefta og fatlaða. I fyrstu hétum við „Foreldrafélag fjölfatl- aðra“, en breyttum svo nafninu í því skyni að opna það fyrir fleirum. Allir þessir hópar ættu í rauninni að vinna saman í svona litlu þjóðfélagi, en það gera þeir ekki. Við höfum gert margítrekað- ar tilraunir til að sameina öll foreldrafélög, fatlaðra, lamaðra, þroskaheftra, fjölfatlaðra, blindra og heyrnarskertra. Þessir hópar eiga svo margt sameiginiegt og gætu gert mikið gagn sem ein heild, í stað þess að berjast hver í sínu horni. Hver étur sína köku I byrjun voru þetta öflug sam- tök, þar sem foreldrar komu saman og sýndu samstöðu. En eftir að börnin þeirra voru komin inná einhverja stofnun eða farin að fá hjálp að einhverju leyti, minnkaði oft áhugann fyrir For- eldrafélaginu. I þessum stofnun- um myndast oft einhver foreldra- félög og finnst þá fólki að það þurfi ekki á félaginu að halda. Mér finnst þetta einkennileg afstaða. Foreldrum sem eiga blind börn en að öðru leyti heilbrigð, finnst oft sem þeir eigi enga samleið með okkur. Sú hugsun að aðskilja allar þessar tegundir af fötlun er yfirráðandi í þessum félögum. Það er eins og svo margt annað í þjóðfélaginu. Hver og einn hugsar einungis um sína köku.“ Verka- lýðsfélag Borgar- ness 50 ára SUNNUDAGINN 22. mars voru liðin 50 ár frá því, að 39 verkamenn í Borgarnesi boð- uðu til fundar og stofnuðu Verkalýðsfélag Borgarness. Guðjón Benediktsson úr Reykjavik var fenginn til að aðstoða við stofnun félags- ins. í fyrstu stjórn félagsins áttu sæti: formaður: Daníel Eyjólfsson, ritari: Guðmund- ur Sigurðsson, gjaldkeri: Karl L. Björnsson, fjármála- ritari: Friðrik Þorvaldsson, varaformaður: Einar F. Jónsson. Á öðrum fundi félagsins var samþykktur kauptaxti fyrir það og undirskrifuðu vinnuveitendur hann þegar í stað að tveimur undanskild- um, en þeir voru síðar knúðir til þess. Félagið hefur oft náð góðum árangri í kjara- málum. Verkalýðsfélag Borgarness gekk þegar í Al- þýðusamband Islands. Á fyrstu árum félagsins voru atvinnuúrbætur oft á dagskrá og margar raunhæf- ar ályktanir í atvinnumálum samþykktar. Fram til ársins 1976 náði félagið aðeins til Borgarness, en þá var félagssvæðið stækkað og nær nú yfir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu (norðan Skarðsheiðar). Félagsmenn eru um 500. Hin síðari ár hefur verið leitast við að gera starfsem- ina fjölbreyttari. Haldin hafa verið 10 fræðslunám- skeið í samvinnu við MFA og hefur fræðslustarfið eflt fé- lagið mikið. Síðan 1976 hefur komið út fréttabréf á vegum félagsins, sem nefnt er Félagsfréttir. Vinnan, blað ASÍ er keypt og sent á hvert heimili félags- manna. Árlega eru farnar skemmtiferðir á vegum fé- lagsins og njóta mikilla vin- sælda. Félagið á eitt orlofshús í Ölfusborgum. Starfræktur er öflugur Sjúkrasjóður sem styrkir félagsmenn í veikind- um og gegnir fjölþættara hlutverki. Félagið á, ásamt 3 öðrum stéttarfélögum, félagsheim- ilið Snorrabúð og þar fara fram fundir og þar er skrifstofa félagsins. Stjórn félagsins árið 1981 er þannig skipuð: formaður: Jón Agnar Eggertsson, rit- ari: Karl Á. Ólafsson, gjald- keri: Agnar Ólafsson, fjár- málaritari: Berghildur Reyn- isdóttir, varaformaður: Bald- ur Jónsson, meðstjórnendur: Sigrún D. Elíasdóttir og Ólöf Svava Halldórsdóttir. Afmælisins var minnst með fagnaði í Hótel Borg- arnesi laugardaginn 21. mars. Á sunnudaginn var opnuð í Snorrabúð sýning á myndum og munum sem tengjast verkafólki í Borg- arfirði. í undirbúningi er vandað afmælisrit í tilefni af 50 ára afmælinu. f KAUPMENN-VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUNNAR Epli rauö — Epli grœn — Epli dönsk — Appelsínur Blóðappelsínur — Sítrónur — Grapealdin — Pomelos Vínber græn — Vínber blá — Perur — Melónur Plómur — Nektarínur — Jaröarber ný — Avocado Kiwi — Bananar EGGERT KRISTJAIMSSON HF ■, sími 85300 H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.