Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
Davíð Krlirufsson. lektor, Jonna Louis-Jensen prófessor og ÁslauK Matthíasdóttir
Svane, sem sér um skrifstofuhaldió í Árnasafni, lögðu frá sér vinnu til að heilsa
upp á íslendinKa á ferð.
Hér má sjá múra JerikoborKar falla. Úr islenska handritinu Stjórn frá 14. öld.
Þessi mynd er af einu póstkortinu sem Árnasafn í Kaupmannahöfn Kefur út.
ísienzkt miðaldahandrit, sem inniheldur NjálssöKu. Eitt af
póstkortunum, sem Árnasafn hefur gefið út.
tófmnfe
rtfflfittt^fl
ttbffgtrru
töfffltfút
eeefl
> I tifjrtfot'&nettm ttofifeöttí pw ee
art4 (otnc vHtn petrn
nt^
)5r
\m
fttítjpffóTÍimt^ttrðtttír íttt-t| má
niHSttbot^ lertcfo crfrqö A^ofttmtt öbtttttír
gm atrtttflf |tt puöfeftatk ftottttttöftttfff
Handrit Ijósmyndað í Árnasafni í Kaupmannahöfn.
Þarna hittum við starfsfólk, vís-
indamenn, lektora við háskólann,
Ijósmyndara og sérhæft fólk í með-
ferð handrita. Á móti okkur tók
Peter Springbors, forstöðumaður
Árnasafns, svo og eftirmaður Jóns
Helgasonar í prófessorsstöðu, Jonna
Louis-Jensen, sem talar hreina ís-
lenzku. í hópi lektoranna sex eru
tveir íslendingar, þeir Davíð Erl-
ingsson og Eyvindur Eiríksson. Og
fleiri Islendingar eru þarna að
rannsóknastörfum. Við orðabókina,
sem síðar verður getið, vinna t.d.
sem stendur Jón Þór Jóhannsson og
Aldís Sigurðardóttir. Að ógleymd-
um prófessor Jóni Helgasyni, sem
var þarna á vappi með bókahillum,
sjálfum sér líkur. Kvaðst bara vera
að draugast, þegar ég hafði orð á því
að hann væri enn að vinna, kominn
yfir áttrætt. Og svaraði út úr, þegar
á hann var borið að hann væri að
vinna að útgáfu á síðasta bindi af
íslenzkum fornkvæðum. Sagðist
vera kominn með vatnsgraut í
heilastað og ekkert finna í þessum
bókahillum. Ekki væri hann fyrr
búinn að læra á þær geymslur, en
einhver væri búinn að umbylta öllu.
Við gengum um stofnunina í fylgd
þessara ágætu leiðsögumanna. Fór-
um um safn og í geymslur, þar sem
nýjustu tækni er beitt við varð-
veizlu. Komum þar sem unnið er að
því að Ijósmynda öll handritin áður
Tólf
binda
orða-
bók
yfir
ekki íslenzk í þetta skipti. En þarna
hefur af elju og hæfni verið gert við
handrit, sem voru á leið til Islands
og jafnvel handrit fyrir íslenzkar
stofnanir. Var okkur sagt að stofn-
unin hefði úr að spila til undirbún-
ings heimsendingar handritanna ‘/i
milljón danskra króna, sem er
nokkurn veginn sama upphæð í
íslenzkum nýkrónum og fer mestur
hlutinn í viðgerðir og ljósmyndun.
Svo sem samningar segja fyrir
um, eru teknar vandaðar ljósmyndir
af öllum íslenzkum handritum áður
en þau fara til íslands. Og því hægt
að vinna áfram með þau á báðum
stöðum. Hefur afhendingin sinn
stöðuga, örugga framgang. Nefnd
manna frá báðum löndum hittist
reglulega og gengur frá lista yfir
þau handrit, sem fara skuli í hvert
sinn. Af hálfu íslendinga eru í
nefndinni Jónas Kristjánsson og
Magnús Már Lárusson eða Ólafur
Halldórsson, en af hálfu Dana
Christen Westergaard Nielsen og
Ole Widding. Þessi nefnd kemur sér
saman um lista yfir næstu handrit
til afhendingar, leggur hann fram,
forsætisráðherra Dana undirritar
hann og Árnasafn fær fyrirmæli frá
menntamálaráðuneytinu um það
hvaða handrit skuli búa til brottfar-
ar. Þannig fara handritin í smá-
skömmtum, eftir því sem þau eru
tilbúin. Ávallt með skipi og aldrei
nema fá í einu. Frá því fyrstu
handritin fóru frá „Det arnam-
agnæanske institut" og Konunglega
bókasafninu í Kaupmannahöfn til
Stofnunar Árna Magnssonar á ís-
landi mun vera búið að senda um
830 handrit. Ekki kváðust menn vita
hve mörg þau handrit yrðu alls, sem
endanlega færu til íslands. Starfi
skiptanefndar er ekki lokið og í
afhendingarlögunum frá 1964, sem
danska þingið samþykkti, var
ákveðið. að afhenda þau handrit,
sem væru að efni til „islandsk
kultureje" eða íslenzk menningar-
eign. Svo nefndinni er ærinn vandi á
höndum um túlkun. En ekkert
liggur á, gott samstarf er við
íslendinga um málið, og tóm til að
ljósrita, gera við og ganga vel frá
því sem fer.
norrænt mál
• 40 ára undirbún-
ingsstarf
Kannski vakti mesta athygli
okkar orðabókin mikla, sem þarna
er verið að vinna að. Raunar grunar
mig, að íslendingar hafi ekki gert
sér jafn títt um hana og efni standa
til, og margir vita ekki einu sinni
um tjlvist þessa merka verks. Á
tímabili, eftir að handritadeilunum
var lokið, voru uppi raddir í Dan-
mörku í þá veru að réttast væri að
íslendingar tækju við orðabókar-
vinnunni líka og fengju orðabók-
arspjöldin send með handritunum.
en sá kaleikur var frá okkur tekinn,
enda dýrt og mikið viðfangsefni.
Þetta er vísindaleg orðabók um
til siðaskipta
en þau fara til Islands, svo og önnur
handrit. Er þarna í Árnasafni
líklega komið eitt stærsta safn
ljósmynda af íslenzkum handritum,
sem nokkurs staðar er til. Auk
íslenzku handritanna úr Árnasafni
og handrita úr öðrum norrænum
söfnum, sænsk, rtorsk og dönsk,
hefur ljósmyndadeildin í Árnasafni
tekið að sér vinnu fyrir erlenda
háskóla, svo sem ljósritun á grísk-
um og latneskum miðaldatextum, á
indverskum textum á pálmalaufs-
handritum, á fornum landabréfum
o.fl. Er þar alltaf verið að gera
tilraunir með nýja tækni til að ná
sem mestu fram á handritunum. Við
sáum t.d. merka kvartzlampa og
tæki til myndunar og lestrar með
útfjólubláu ljósi, sem ég kann engin
skil á. Þetta gerir nú fært að vinna
með dýrmæt gömul handrit, án þess
að mikið mæði á þeim. Og mun
jafnvel stundum vera betur hægt að
lesa úr þeim þannig.
Þá var litið inn í viðgerðardeild-
ina, þar sem Birgitte Dall ræður
ríkjum, og var aðstoðarfólk hennar
að gera við skemmd miðaldahandrit
einhvers staðar utan úr heimi —
Danskir blaðamenn spurðu forseta vorn á hinum
fræga blaðamannafundi í Danmörku, hvernig
handritunum liði, þeim sem komin væru til Islands
og hvernig meðferðin á þeim væri. Við fimm
íslenzkir blaðamenn litum inn í „Det Arnamagnæ-
anske institut“ til að sjá hvernig fólk og handrit
hefðu það þar, þegar við vorum stödd í Kaupmanna-
höfn skömmu áður. Og sáum, að bæði eru handrit
þar vel geymd og mikið með þau unnið. En
Arnasafn flutti fyrir 3 árum úr Konunglega
bibliotekinu í miðborginni og í hinn nýja Kaup-
mannahafnarháskóla úti á Amager. Er það til húsa
við Njálsgötu og hefur góðar nútíma geymslur og
vinnuaðstöðu. Enda er þetta víðtæk rannsóknar-
stofnun og kennslustofnun með margháttaða starf-
semi, fyrir utan það hlutverk sem við einblínum
gjarnan á, að undirbúa og afhenda íslenzku
handritin. Þar er jafnan að störfum hópur fræði-
manna víðs vegar að úr heiminum — t.d. er þar nú
fólk frá Japan, Frakklandi og víðar — og vinnur að
rannsóknum og útgáfum á forníslenzku efni.
Litið inn á Árnasafn: