Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 20
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981
ínsœldarlistar
ISLAND Stórar plötur
1 1 LAND OF GOLD...Goombay Dance Band
2 2 DOUBLEFANTASY .................
John Lennon / Yoko Ono
3 4 GREATEST HITS ...........Dr. Hook
4 5 SUN OF JAMAICA .. Goombay Dance Band
5 9 MAKING WAVES .............Nolans
6 8 REMAIN IN LIGHT .....Talking Heads
7 7 SANDINISTA ...............Clash
8 10 LADY ................Kenny Rogers
9 - LIFE IN THE BUSH OF GHOSTS .....
Brian Eno / David Byrne
10 - KINGS OFTHE WILD FRONTIER ......
Adam & The Ants
BRETLAND Stórar plötur
1 1 FACE VALUE ...............Phil Collins
2 2 DOUBLE FANTASY .....................
John Lennon / Yoko Ono
3 4 DIFFICULT TO CURE ..........Rainbow
4 5 VIENNA......................Ultravox
5 3 MOVING PICTURES ...............Rush
6 - THE JAZZ SINGER.........Neil Diamond
7 6 KINGS OFTHE WILD FRONTIER...........
Adam & The Ants
8 7 DANCE CRAZE ...................Ýmsir
9 - STRAY CATS ................Stray Cats
10 10 MAKING MOVIES.............Dire Straits
Litlar plötur
1 1 SHADDUP YOU FACE .........Joe Dolce
2 2 VIENNA......................Ultravox
3 4 I SURRENDER ................Rainbow
4 3 WOMAN ...................John Lennon
5 - ST VALENTINE DAY MASSACRE ..........
Motorhead / Girlschool
6 - JEALOUS GUY ..............Roxy Music
7 7 THE RETURN OF THE LOS PALMOS 7 .....
Madness
8 - DO THE HUCKLEBUCK .....Coast To Coast
9 - SOUTHERN FREEZE...............Freeze
10 6 OLDEST SWINGER IN TOWN .
Fred Wedlock
BANDARÍKIN Stórar plötur
1 1 Hl INFIDELITY ......REO Speedwagon
2 2 DOUBLE FANTASY ...................
John Lennon / Yoko Ono
3 3 THE JAZZ SINGER .......Neil Diamond
4 4 PARADISE THEATER .............Styx
5 5 ZENYATTA MONDATTA ..........Police
6 6 CRIMES OF PASSION .......Pat Benatar
7 7 AUTOAMERICAN ............. Blondie
8 8 GREATEST HITS..........Kenny Rogers
9 9 BACK TO BLACK ...............AC/DC
10 - CELEBRATE ............Kool & The Gang
Litlar plötur
1 1 I LOVE A RAINY NIGHT ..Eddie Rabbitt
2 2 9 TO 5 ................. Dolly Parton
3 3 WOMAN .................John Lennon
4 5 KEEP ON LOVING YOU .. REO Speedwagon
5 6 THE BEST OF TIMES ............Styx
6 4 CELEBRATION..........Kool & The Gang
7 - CRYING .................Don McLean
8 8 GIVING IT UP FOR YOUR LOVE ........
Delbert McClinton
9 10 THE WINNER TAKES IT ALL.......Abba
10 - HELLO AGAIN ...........Neil Diamond
Boomtown Rats er varla leng-
ur ein af „nýju hljómsveitun-
um“ frekar en Clash. Jam.
Police eða Elvis Costeilo & The
Attractions, en þessar hljóm-
sveitir hafa líklena notið hvað
mestrar velKenxni af breskum
(ok írskum) hljómsveitum sem
fóru að láta á sér bera ca. 1977.
Boomtown Rats hafa fengið
orð á sig fyrir það að vera trúðar
„nýbylgjunnar", nokkurs konar
Monkees!
Það má til sanns vegar færa
að ekki tekst þeim alltaf jafnvel
í tónlistartilraunum sínum, og
stundum nær húmorinn þeim
punkti að alvaran í „alvðrutext-
um“ Bob Geldofs verði dregin í
efa. Eins má segja um stefnu
Boomtown Rats. Stefnan er í
allar áttir og enga þó! Þetta er
ekki meint neikvætt því að þótt
margar tilraunir þeirra séu hálf
mislukkaðar, þá hafa þeir hitt
naglann vel og rétt á höfuðið
margoft og í ólíkum stílbrigðum.
í gegnum feril þeirra hefur þeim
verið líkt við fjölda listamanna,
eins og Bruce Springsteen, David
Bowie, Ray Davies og aðra sem
merkir þykja.
Á „Mondo Bongo" hafa þeir
fengið til liðs við sig upptöku-
stjórann Tony Visconti, hug-
myndaríkan og góðan, en Vis-
conti er þekktastur fyrir sam-
vinnu sína við David Bowie á
plötum hans. Hér kemur Vis-
conti ýmsum einkennum sínum,
fagurfræði- og hugmyndafræði-
legum á framfæri. Og eins og við
mátti búast vinna þeir mikið af
efninu á svipaöan hátt og Bowie,
þ.e. gera ekki bara það sem
viðurkennt er og öruggt, heldur
leitandi.
Því er ekki að neita að til að
byrja með olli þessi plata mér
vonbrigðum. Það var fátt á
henni sem ég vonaðist til að þeir
hreinræktuðu á næstu plötu á
eftir „Fine Art of Surfacing". í
staðinn voru ýmsar nýjar til-
raunir og samanburður við ýmsa
aðra en áður.
Yfir plötunni, í fyrsta sinn
sem ég tek eftir, svífa andar
upptökustaðarins. Það er ekki
annað að heyra en þeir hafi
notið þess að taka plötuna upp í
blíðviðri á Ibiza, Spáni. Boom-
town Rats hafa þegar fengið
sinn skerf af gagnrýni frá
bresku pressunni sem virðist enn
skella skollaeyrum við tónlist
þeirra.
Platan hefst á „salsa-lagi“,
„Mood Mambo" sem varð til upp
úr bassatakti, sem Geldof spann
svo orð utan um í „Beatniskum"
stíl og lagið er „fjör“ en textinn
auðvitað bull.
„Straight Up“ er eitt af nokkr-
um lögum í stíl Elvis Costello,
sem Geldof segist reyndar vilja
líkja eftir í lagasmíð, og telur
hann bestan í dag. Lagið er gott,
nokkuð „pínt“ og ætti að geta
gert það gott á lítilli plötu.
„Another Piece of Red“ er
uppáhaldslagið mitt á plötunni
ásamt „Elephants Graveyard".
Þjóðlagasöngvaraviðhorfið í
textasmíð hefur alltaf heillað
mig, að semja um það sem er að
gerast í kringum mann. Geldof
samdi þennan texta um „nýlend-
ur“ Bretlands er hann var stadd-
ur í New Zealand og heyrði
fréttir af Ian Smith þegar hann
varð að segja af sér í Rhódesíu,
öðru nýlendulandi. Og titill kem-
ur til af því að Breska heims-
veldið var alltaf rautt á kortinu í
bernskukennslu Geldofs; „Anot-
her piece of red left my Atlas
today". Og á milli má heyra brot
úr „Rule Britannia", „Britannia
rule the waves!"
„Elephants Graveyard" er
þrælgott lag, og má segja það í
sama stíl og „I Don’t Like
Mondays", og þess má geta að
umfjöllunarefni er jafn grimmt.
Geldofs samdi þetta lag eftir að
hafa séð heimildarmynd af
óeirðunum á Miami þar sem
tveir lögreglumenn voru sýknað-
ir af ákæru um morð þrátt fyrir
fjölda sjónarvotta! í textanum
eru margar línur sem verða
sterkar þegar þær eru komnar í
texta eins og: „You’re guilty till
proven guilty, isn’t that the
law?“ (Þú ert sekur þar til
fundinn sekur!. Er það ekki
lögmálið?) „Justice isn’t blind/
it just looks the other way.“
(Réttlætið er ekki blint, það bara
horfir í hina áttina). Magnað og
gott.
„Banana Republic" er aftur á
móti ekki jafn vel heppnað þó
því hafi vegnað vel á vinsælda-
listunum. Hér er Bowie líklega
fyrirmyndin í söngnum, en þrátt
fyrir reggae-taktinn missir það
einhvern veginn marks.
Tvö öðruvísi lög eru á plöt-
unni. „Fall Down“ sem Simon
Crowe, trommuleikarinn syngur
með mjúkri rödd í andstæðu við
hrjúfa rödd Geldofs. Lítið og
einfalt undirspil skreytir þetta
einfalda og blíða lag sem þó
virkar dálítið geðveikislegt inn-
an um annað á plötunni.
„Whitehall 1212“ er lag í
Shadows-stíl þar sem gítarleik-
ararnir fá að láta í sér heyra. Og
borið saman við útgáfur þeirra á
litlum plötum má alveg eins
búast við því að þeir komi öllum
að óvörum(!) með því að gefa
þetta lag út.
„Under Their Thumb" er Rats
útgáfan á „Under My Thumb“,
lagi Rolling Stones. Einungis
takturinn er framför, eða öllu
heldur jákvæð breyting, en til-
gangurinn með þessu lagi er
fremur óskiljanlegur.
í heildina er platan ein af
þessum sem vert er að hlusta á
af einbeitni, en um það hvort
hún sé fyrir hvern sem er efast
ég. Þeir vinna alltaf vel það sem
þeir gera, jafnvel þótt það sé
fengið að láni úr lögum frá
öðrum, eins og hugmyndir hér,
taktar þar og útsetningar ann-
ars staðar. Og sjarmi þeirra þarf
ekki að minnka þó Geldof virðist
líkja full mikið eftir Elvis Cost-
ello (í Straight Up/ Elephants
Graveyard/ Hurt Hurts), David
Bowie (Go Man Go/ Please Don’t
Go), Ray Davies (Another Piece
of Red).
hia
MONDO
BONGO
nýjasta
plata
Boomtown
Rats
tekin
fyrir