Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 1
Sunnudagur
22. marz 1981
Bls. 49—80
Eflir módurástina
Ég minntist á þetta við Mar-
laugu og lét þá spurningu flakka,
hvort sú raun að eignast svona
barn gæti ef til vill þroskað
móðurástina.
„Eflaust eflir þetta margt í
manni. Þegar dætur mínar voru
ungar sá ég oft blindan dreng í
nágrenninu. Það var eins og eitt-
hvað kallaði mig til hjálpar, þegar
ég mætti honum. Vangeta fatlaðra
barna er svo yfirþyrmandi. Að
einhverju leyti finnst mér sem
þessi drengur hafi átt þátt í því að
byggja mig upp.
Ég átti tvær yndislegar dætur
fyrir og góðan, hjálpsaman mann,
þess vegna gæti aðstaða mín verið
mikiu verri. Imyndaðu þér bara ef
ég á tvítugsaldri væri að eiga
þetta fyrsta barn og ætti kannski
hin tvö á eftir. Maður gæti ekki
hugsað það til enda. Dætur mínar
hafa verið á þeim aldri að geta
hjálpað. Ég hef líka verið það
æeíte
Marlaug og Vignir
Lilja K. Möller:
„EINU SINNIÓSKAÐIÉG
ÞESS AÐ HANN DÆI...“
Hvað skyldu margir, sem eiga hraust og heilbrigð börn, leiða hugann að
því, að allir eiga ekki því láni að fagna? — Ari fatlaðra er meðal annars ætlað
að minna okkur á þetta. — Hvað gerum við eða getum gert fyrir þessa þegna
þjóðfélagsins? — t>ví verður ekki svarað hér, en í meðfylgjandi grein er
aðeins skyggnst á bak við „tjaldið“. — Fyrirsögn greinarinnar, „óheppnasta
barn á íslandi“, er ekki nema hálfur sannleikur, því hvað skyldu mörg börn á
Islandi njóta jafnmikillar hlýju, umhyggju og ástar sem það, sem hér er
greint frá?
„Hvort viltu strák eða stelpu?"
„Mér er sama hvort það verður,
bara að barnið sé heilbrigt."
Meginþorri allra ófrískra
kvenna svarar þessari almennu
spurningu á svipaðan hátt. Og
allar sem ég hef þekkt hafa
samtímis gengið með vott af ótta.
Hvað ef það verður ekki heilbrigt?
Ekki fýsir mig að mála dökkar
myndir inní tilveru þína, en stað-
reyndin er samt sú, að þetta getur
alltaf gerst. Það getur alltaf
komið fyrir þig eða kannski barnið
þitt. Og hvað þá?
Hann er 14 ára en
lítur út sem 8 ára
Það upplifir enginn þessa raun
á sama hátt. Kringumstæður, um-
hverfi, þitt eigið uppeldi og hugar-
ástand er undirstaðan í þeirri
þraut að ala fatlað barn. Til þess
að varpa ljósi á þessa spurningu,
fór ég inní eitt svona umhverfi og
heimsótti barn, sem er ef til vilí
það óheppnasta hér á landi.
Marlaug Einarsdóttir tók á móti
mér á heimili sínu og bauð mér
beint inní leikherbergi sonarins,
Vignis Þórssonar. I fallegu, sól-
ríku herbergi lá lítill drengur á
dýnu og velti sér erginn fram og
aftur.
„Hann er með tannpínu og
nýkominn úr aðgerð, þar sem
skorið var í liðaböndin á fótunum.
Það strekktist of mikið á lið-
böndunum og nú þarf hann að
ganga í spelkum í tvö ár,“ útskýrði
Marlaug. „Þú hittir nokkuð illa á
hann núna. Venjulega er hann
mikið hressari, hoppandi út um
allt húsið." Litli kroppurinn leit út
fyrir að vera 8 ára, en var í raun
14 ára og örlítill skegghýjungur
kominn í ljós. Marlaug reisti hann
upp til hálfs og sýndi mér augun. í
þeim voru augasteinar svipaðir
pínulitlum perlum.
Fæddist blindur
„Hann fæddist með svo mikinn
bjúg að augun voru alveg lokuð.
Þremur vikum seinna var þeim
þrýst upp og kom þá í ljós að hann
var blindur," sagði hún um leið og
Vignir rétti út hendurnar og
klappaði mér á lærin, kíminn á
svip. *
„Ég gerði mér ekki ljóst í byrjun
að hann væri andlega vanheill eða
hreyfihamlaður. Hann var svo
failegt barn. Ég átti hann á
Fæðingarheimilinu, en strax dag-
inn eftir var hann fluttur frá mér
á Landspítalann. Það var hræðileg
tilfinning, en annars er allur þessi
tími mjög óljós. Að hann væri
svona mikið fatlaður kom í ljós
smátt og smátt.
Það var ekkert að hjá mér á
meðan ég gekk með hann, nema
hvað hann fór illa í móðurkviði og
legvatnið var mikið. Þegar að
fæðingunni kom, héldu allir að
hann væri að deyja. Allt var
komið á síðasta snúning og hann
var að því kominn að drukkna í
vatninu.
Eins árs og
aðeins 5 kíló
í fyrstu varð að gefa honum að
borða með teskeið, því hann var
með klofinn góm. Þá var hann
einnig, og er reyndar ennþá, með
magakrampa og tolldi ekkert í
honum. Hann var alveg að tærast
upp þegar við komum heim af
spítalanum. Ég fikraði mig þá
áfram og tókst loks að kenna
honum að kyngja með því að æfa
hann í að sjúga snuð. Ég gaf
honum þá hunang að borða og
stend á því fastar en fótunum að
það hafi haldið í honum lifi.
Fyrsta árið fór ég með hann
þrisvar í viku í skoðun og hann
léttist sjfellt. Á þessum tíma var
hann einnig tekinn í gómaðgerð og
var næstum dáinn úr lungnabólgu.
En hann lifði það af, eins og svo
margt annað sem eftir átti að
koma, litli snáðinn minn,“ sagði
Marlaug og kleip gamansöm í
kinnarnar á Vigni, sem tók atlot-
inu með brosi og reyndi að klípa
til baka. Það flaug í huga minn að
það hafi ekki verið hunangið,
heldur sú gífurlega samstaða
þeirra mæðgina, sem gerði hann
þetta hamingjusaman í þessum
undarlega heimi hans.
heppin að hafa sama lækninn i
gegnum tíðina. Ég hefði sennilega
aldrei komist í gegnum þetta, ef
Sævar Halldórsson hefði ekki ver-
ið svona hjálpsamur og skilnings-
ríkur.
Hvers á barnið
að gjalda?
En hjá mér hafa öll börn verið
velkomin og ef nokkur á tilveru-
rétt fyrir mér, þá er það barn sem
er mállaust, blint og gersamlega
ósjálfbjarga."
En nú var komin harka í
málróminn: „Ég hef alla tíð haft
andstyggð á fólki sem telur börn
óvelkomin. Hvers á barnið að
gjalda? Á mínurn uppvaxtarárum
var sérlega mikið um þetta. Þegar
konur komu saman yfir kaffiboll-
unum, var ekki um annað talað en
barnseignir, ekki um annað rætt
en: Ertu ófrísk, ertu hrædd?
Stöðug þungun og veik börn voru
þeirra áhyggjumál daginn út og
inn. Að horfa upp á þetta hefur
orðið til þess að móta minar
skoðanir í dag. Hjá mér skulu öll
börn eiga tilverurétt."
Óskaði þess að hann
fengi að deyja
„En hefurðu aldrei hugsað til
þess að Vignir fengi að hverfa frá
SJÁ NÆSTU SÍÐU