Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 Gerum fötluðum kleift að taka virkari þátt í safnaðarlífinu. Brjótum hlekkina. H ver talar ? Guðspjöll þessa sunnudags (Lúk. 11, 14-28, Jóh. 8, 42-51 og Lúk. 4, 31—37) fjalla öll, hvert með sínum hætti um tengslin milii persónu Jesú og orða hans. Stundum finnst manni umræða um Jesú snúast á þann veg að „nútímamaður- inn“, hinn tækniþróaði og menntaði nútímamaður, hafi þá sérstöðu í mannkynssögunni að geta ekki trúað öllu því sem sagt er um Jesú í guðspjöllun- um. Það er mikill misskilning- ur. Uppblásinn mennta- og skynsemishroki hefur alltaf verið fyrir hendi. Þeir sem stóðu augliti til auglitis við Jesú, hlustuðu á hann, horfðu á hann vinna miskunnarverk o.s.frv. voru engu fúsari en samtíðarmenn okkar til að fall- ast á að hér færi sá sem valdið hefði. Þá eins og nú var reynt að finna skýringar á áhrifa- valdi hans, þá eins og nú var honum aifarið hafnað, þá eins og nú voru þeir sem létu sér sitthvað vel líka í boðskap hans en höfnuðu öðru og þá eins og nú var hópur fólks sem laut honum sem Drottni. Predikun Jesú þótti ekki við hæfi. Ekki svo að skilja að menn gerðu í sjálfu sér athuga- semdir við kærleiksboðskapinn. Nei, það var fyrst og fremst það að Jesús sagðist tala í umboði Guðs. Hann tók sér vald sem samtíðarmönnum hans líkaði ekki. Jesús sagðist hafa vald sitt frá Guði og fullyrti að predikun hans væri sannleikur, sannleikurinn um Guð og sann- leikurinn um manninn. Þetta fyllti mælinn og olli því að andstæðingar hans leituðust við að ráða hann af dögum. Það þykir aöalsmerki að „leita sannleikans", það þykir hins vegar ýmist hroki eða heimska að segjast hafa fundið sann- leikann. Jesús Kristur sagðist tala sannleikann — vera sann- leikurinn. Og við þá sem ekki tóku á móti þessum sannleika og lutu honum sagði hann: Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki, vegna þess að þér eruð ekki af Guði. Guðspjöll dagsins sýna okkur einnig inn í heim þess orðs sem Jesús flytur. Orð hans gefa líf, hrekja hið illa á braut, flytja ríki Guðs inn í mannlega til- veru. „Ef ég rek illu andana út með fulltingi Guðs, þá er guðs- ríki komið yfir yður.“ Alvaran í orðum Jesú felst í því, að hún krefur þann sem heyrir um andsvar, afstöðu. Svo er enn í dag. í sjónvarpsþætti í liðinni viku var talsvert rætt um það að fólk skildi ekki ræður prest- anna. Ekki skal gert lítið úr því að þörf sé á einfaldri og skýrri framsetningu. Þar geta prestar og predikarar lært af Jesú sjálfum. Hitt er einnig vert að hafa í huga að predikunin, sem á að vera Guðs orð til safnaðar- ins, þarf einnig að einkennast af því að þar mæti áheyrandinn Jesú með þeim hætti að hann komist ekki hjá að taka afstöðu til hans. Sú afstaða sem Jesús gleðst yfir er ekki upphafin hrifning, heldur að menn beygi sig undir drottinvald hans, lúti honum og vilja hans. Svarið sem Jesús gaf konunni sem sagði: „Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylkt- ir“, sýnir þetta glöggt. Jesús svaraði: „Já, en sælir eru þeir sem heyra Guðs orð og varð- veita það.“ Alþjóðlegt ár fatlaðra: „Fullkomin þátttaka og jafnrétti“ „Aldrei á ævinni hef ég mætt samfélagi, sem býður mig velkominn með eins mikl- um innileik og hlýju og kirkj- an.“ Þetta var vitnisburður hryfihamlaðs manns, en hve margir gætu tekið undir orð hans? Fagnaðarerindið brýnir fyrir okkur að hjálpa, líkna og lækna þá, sem fatlaðir eru, og í andanna rás hafa þúsundir kristinna manna helgað líf sitt þjónustunni við þá, sem vegna fötlunar hafa einangr- ast frá mannlegu samfélagi. Þeir hafa oft orðið að brjótast gegn um ókleifa múra kær- leiksleysis og fordóma þjóðfé- lagsins. En orðin, sem vitnað var til hér í upphafi, eru þó flestum kristnum söfnuðum til blygðunar. Hin sára staðreynd er sú, að þótt kirkjan hafi á margvís- legan hátt stutt fatlaða og lagt drjúgan skerf af mörkum til að opna augu manna fyrir rétti þeirra og þörfum, þá vantar mikið á, að fötluðum sé mögulegt að taka eðlilegan þátt í guðsþjónustulífi og safnaðarstarfi. Andsvar okkar við kærleika Guðs felst í því, hvort við tökum á móti öðrum eins og þar ætti Krist- ur í hlut. Getum við ekki með sanni sagt, að sá sess, sem við gefum fötluðum sé mæli- kvarði á það hvort söfnuður okkar og samfélag sé í raun og veru samfélag Krists? „Öðrum bjargaði hann, sjálfum sér getur hann ekki bjargað!" hrópuðu óvinir Krists yfir honum krossfest- um. Á hverri síðu guðspjall- anna sjáum við hvernig Jesús bjargar fólki úr neyð, læknar sjúka, reisir lamaða, gefur blindum sýn og mállausum mál og daufum heyrn. Aldrei fékk neinn þeirra mörgu, sem leituðu hjálpar hans, að heyra að þjáning þeirra væri vilji Guðs, sem þeir ættu að undir- gangast. Þvert á móti gengur Jesús til atlögu við allt það, sem fjötrar, og þjáir menn. Vald sitt og mátt notaði hann þó aldrei sjálfum sér til fram- dráttar. Hann var kominn til að þjóna og gefa líf sitt til lausnargjalds. Síðan sendi hann lærisveina sína út til að halda verki sínu áfram. Þeir áttu að lækna og líkna. Þeir áttu að leysa viðjar og lækna mein, en sjálfum var þeim ekki heitið nema ofsóknum, fangelsunum, jafnvel dauða, og endurspeglun þjáningar Krists í lífi sínu. Þetta er kjarninn í boðskap krossins. Spurningin um það hvort kirkjan sé sönn köllun sinni í heiminum, er sett á oddinn er við gætum að því hvern hlut fatlaðir, þroskaheftir, sjúkir og öryrkjar eiga í lífi kirkj- unnar. Er krosstáknið á kirkjuturnunum, ölturum og í tilbeiðslunni aðeins innan- tómt tákn, meðan líf okkar miðast við þá sem eru frískir, heilir, sterkir? Á undanförnum árum hefur alkirkjuráðið lagt mikla áherslu á málefni fatlaðra og hvatt kirkjurnar innan sinna vébanda til að vinna með öllum tiltækum ráðum að því, að tryggja jafnrétti þeirra og fulla þátttöku í lífi þjóðfélags- ins og kirkjunnar. Allt of algengt er að litið sé á fatlaða sem viðfangsefni, sem krefjist athygli okkar og þjónustu, en ekki jafningja í samfélaginu, jafningja í fjölskyldu mann- anna, limi á líkama Krists. Fötlun er alþjóðlegt vanda- mál, sem mjög fer í vöxt. Slys og sjúkdómar valda miklum skaða meðal barna og fullorð- inna. Stórfelldar þjóðfélags- byltingar, erfðagallar og fæðuskortur valda örorku milljóna. Staðreyndirnar tala sínu máli: — Slys, sérstaklega í heima- húsum, henda 20 milljónir manna á ári, þar af bíða 110 þúsund varanlegan skaða. — Umferðarslys. Meir en 20 milljónir manna slasast á strætum og þjóðvegum ár- lega, og fjölmargir þeirra verða öryrkjar. — Sjúkdómar alls konar valda margháttuðum valdamálum. í heiminum eru 20 milljónir holds- veikra. Hörgulsjúkdómar dæma milljónir manna í þróunarlöndunum til lífs við örkuml. Árlega missa 250 þúsund börn sjónina vegna fjörefnaskorts. Hjarta- og æðasjúkdómar skerða starfsorku og lífs- gæði milljóna í auðugri heimshlutum. — Geðsjúkdómar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur sýnt fram á, að einn af hverjum 10 munu ein- hvern tíma á ævinni eiga við geðræna sjúkdóma að stríða. Geðsjúklingar nýta fjórðung allra sjúkrarúma í heiminum. — Blinda. I heiminum eru milli 10 og 15 milljónir blindra. — Heyrnarskerðing hrjáir einar 70 milljónir manna. Alþjóðaár fatlaðra — Köllun og krafa Hvernig getur kærleikur Krists vakið með okkur vilja til að meta og vinna gegn þeim orsökum, sem þannig skerða líf og heill svo margra meðbræðra okkar og systra? Hvernig getur kirkjan verið opin fyrir þeim vitnisburði, sem hinn krossfesti og upp- risni frelsari ber okkur í þeim? Málefni fatlaðra er köllun og krafa til kirkju Krists, guðfræði hennar, predikunar, tilbeiðslu, safnaðarlífs og fræðslu, og daglegs lífs og hátta allra þeirra, sem kristn- ir vilja vera. Málefni fatlaðra leggja líka skyldur á herðar líknarþjónustu kirkjunnar, því fatlaðir þurfa hjálp og liðsinni annarra manna á fjölmörgum sviðum. En þá verðum við að minnast þess, að þeir eru meðbræður en ekki viðfangsefni, jafningjar, en ekki þiggjendur, bræður og systur, sem eru líka sköpuð í Guðs mynd, eins og við og allir menn. Biblíulestur vikuna 22.-28. mars. Sunnudagur 22. mars Mánudagur 23. mars. Þriðjudagur 24. mars. Miðvikudagur 25. mars Fimmtudagur 26. mars Föstudagur 27. mars Laugardagur 28. mars 28 Luk. 11, 14- I. Pét. 1, 13 Mark. 6, 7-13 Lúk. 22, 24 Lúk. 4, 38—44 I. Kor. 4, 9—16 Jesaja 49, 1—6 21 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.