Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. MARZ 1981 55 Úr islenzku laKahandriti, Heynesbók, sem er i Árnasafni í Höfn. Á myndatextanum seKÍr: Hér ligK ég drukkinn/Hér sit ég sofandi og dauðadrukkinn/Nú get ég ekki drukkiö meira. íslenzkt mái hið forna, allt frá upphafi ritaðs máls um 1150 og fram að prentöld um 1540 og úr norsku máli til 1370, þegar norskan fór verulega að víkja frá fornmálinu norræna. Þetta verk hófst fyrir 40 árum eða 1939, og hefur nú verið gerð áætlun til menntamálaráðu- neytis Dana um útgáfu á orðabók- inni í 12 bindum á tímabilinu frá 1982 til 1998. Aftur er kominn skriður á málið undir forustu dr. Björn Hagströms, sem síðan haustið 1978 hefur verið vísindalegur aðal- ritstjóri „Den Arnamagnæanske Kommissions Ordbog", eins og orða- bókin er kölluð. Tók við því starfi af dr. Ole Widding. Síðan 1976 hefur orðabókin verið til húsa í Árna- stofnun á Amager, og er þar farið að undirbúa útgáfu. I 40 ár hefur verið unnið að orðtöku og til orðið mikið magn af orðaseðlum. Þarna munu nú vera komnir um 900 þúsund orðaseðlar, stafrófsraðaðir í 60—70 þúsund uppsláttarorð. Mátti sjá þetta safn í 75 skúffum í stálskápum þarna í Árnasafni. Verð ég að segja, að við urðum agndofa og hálf skömmustu- leg yfir því hve lítt þekkt þetta merka verk er á íslandi. Dr. Björn Hagström var þarna staddur og veitti okkur svör. Hann sagði m.a. að þeim orðabókar- mönnum væri nokkur vandi á hönd- um að velja það tungumál, sem orðabókin verður á. Þegar í upphafi voru ræddar áætlanir og aðferðir við útgáfu verksins, var ákveðið að þýðingar og skýringar skyldu vera á ensku. Þá hafði Stefán Einarsson í Baltimore verið skipaður aðalrit- stjóri, en heimsstyrjöldin hindraði hann í að koma til Danmerkur, svo að fjórir aðrir ritstjórar unnu að orðabókinni í hlutastarfi til 1946. í reynd hafa allar athugasemdir og raunar allt verkið verið unnið á dönsku. Vegna þessa var gerð könn- un meðal fræðimanna víðsvegar um heim og í framhaldi af því er hallast að því að hafa orðabókina mestalia á Norðurlandamáli og þá helst dönsku, en hafa svo með orðalykla á ensku. Fjórir áratugir virðast kannski langur tími til að safna efni í orðabók. En ef 40 ár eru 9000 vinnudagar, segir dr. Hagström, og orðabókin hefur að meðaltali aukist um 100 orðaseðla á dag síðan 1939, þá gefur það góða hugmynd um framvindu verksins. Og nú stendur fyrir dyrum að breyta þessum 900 þúsund orðaseðlum í 12 500-síðna bindi. Reiknast honum svo til að það taki 18—19 ár. Með fjórum ritstjór- um í fullu starfi og öðru starfsfólki ætti að vera hægt að vinna úr þessum 900 þúsund orðaseðlum á 16 árum og síðan þarf 3 ár í prófarka- lestur og útgáfustörf. Þetta er ekkert smáverkefni. En dr. Björn Hagström segir það ekkert óvenju- legt að vísindalegar orðabækur taki tíma. Orðabókin yfir danskt mál tók 40 ár, stóru þýzku orðabókinni, sem byrjað var á 1850, var lokið 1960, eftir meira en 100 ár og Sænska akademían tók ákvörðun um útgáfu orðabókar yfir sænskt mál 1786, fyrsta heftið kom út 1893 og það síðasta kemur varla á þrykk fyrr en eftir árið 2000. í þessu ljósi verðum við að líta á vinnuna við „Den arnamagnæanske Kommissions Ordbog", segir hann. Þarna hafa verið orðteknar ákaf- lega umfangsmiklar bókmenntir. Ekki er aðeins um að ræða hinar frægu íslendingasögur, svo sem Njálssögu, Egils sögu Skallagríms- sonar, Gunnlaugs sögu Ormstungu, Gísla sögu Súrssonar, Laxdælasögu o.s.frv., heldur er þar t.d. líka ríkulegt magn af kristilegum (kaþ- ólskum) og vísindalegum bókmennt- um frá þessum öldum, eða fram til 1540. Þarna eigum við semsagt von í orðabók yfir allt, sem talað var hér og ritað á þessum tíma, sem geyma mun íslenzka fornmáliö, þótt við Texti og ljós- myndir E.Pá. kunnum að fjarlægjast það og gleyma orðum í tímans rás. Þessi orðabók nær aftur að siðaskiptum, en síðan tekur við orðabók Háskóla íslands, sem unnið er að í Árnrgarði í Reykjavík. Og ætti þá vel að vera séð fyrir þessum þætti íslenzks máls. Þessi heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahöfn varð okkur ís- lenzku blaðamönnunum ákaflega fróðleg og gaman að hitta þar starfsfólk, sem lagði frá sér vinnu og gaf sér tima til að heilsa upp á okkur og sýna okkur. Það var gaman að sjá — og þakkarvert — að í Danmörku er hópur fólks, sem hefur búið sig undir að gera það aö ævistarfi sínu að gefa út íslenzk handrit og mikla orðabók um ís- lenzkt fornaldarmál, sem er þá viðbót við það sem unnið verður hér. Viðstaðan í Árnasafni í Kaup- mannahöfn var stutt og því skortir þekkingu og upplýsingar til að segja nánar frá þessari merku stofnun. - E.Pá. Fréttamenn útvarps, Þóra Kristin Jónsdóttir og Hallgrimur Thorsteinsson. ræóa við dr. Bjorn Hagstrom, ritstjóra norrænu orðabókarinnar og Jón Helgason prófessor og konu hans Agnete Loth. Fenrisúlfur og Yggdrasill. Úr ungu Snorra-Eddu handriti í Árnasafni. Það er frá 1680. Furu & grenipanell. Gólfparkett — Gólfborö — Furulistar — Loftaplötur — Furuhúsgögn — Loftabitar — Haröviöarklæöningar — Inni- og eldhúshuröir Plast og spónalagöar spónaplötur HARÐVIÐARVAL HF Skemmuvegi 40 Kópavogi 74111.^ Verð aðeins kr. 6.100.- með flugi, gistingu, hálfu fæði, rútuferðum og fararstjórn. Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SÍMAR 27077 & 28899 6 dagar í Dublin og 8 daga ferð um marga þekktustu golfvelli Irlands. Fyrsta flokks hótelgisting og örugg farar- stjórn Kjartans L. Pálssonar. Drauma.— x GOLF á Irlandi 17. apríl - 1. maí EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.