Morgunblaðið - 10.04.1981, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
5
Foreldrasamtökin lýsa stuðningi við f óstrur
FORELDRASAMTÖK barna á dag-
heimilum og leikskólum i Reykjavik
efndu til fundar meó blaðamönnum
fyrir nokkru, ok kynntu þar hvernig
ástatt er i dagvistarmálum i höfuð-
borginni. Eins og kunnugt er hafa
fóstrur í Reykjavik hótað verkfaili
frá og með 1. mai næstkomandi
gangi borgaryfirvöld ekki að kröf-
um þeirra og við það mundu rúm-
lega 3000 börn missa dagvistarpláss
sin, og svo og svo margir foreldrar
verða þá nauðbeygðir til að taka sér
fri frá vinnu.
Frá fundi forsvarsmanna Foreldrasamtakanna með blaðamönnum: Þórdis
Gunnarsdóttir, Elin Edda Árnadóttir, Magnús M. Norðdahl, Hildur J.
Agnarsdóttir og Nanna Heiðarsdóttir. Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.
í frétt Foreldrasamtakanna segir
meðal annars svo: „Kominn er tími til
þess að fólk geri sér grein fyrir því að
dagheimili og leikskólar þjóna sí-
auknu hlutverki í nútíma þjóðfélagi.
Hlutverki sínu sem uppeldisstaður
þjóna þau ekki nema þau hafi á hæfu
og menntuðu starfsfólki að skipa.
Foreldrasamtök barna á dagheimil-
um og leikskólum í Reykjavík skora
því á borgaryfirvöld að ganga þegar
til samninga við fóstrur svo ekki komi
til lokunar heimilanna 1. maí næst-
komandi."
Þá taka Foreldrasamtökin dæmi
um afleiðingar þess, skelli á verkfall,
og segir þar svo: „Ef einni deild
dagheimilis verður lokað, þar sem eru
18 börn og ein fóstra, þá þýðir það að
25 foreldrar missa dagvistarpláss
fyrir börn sín (miðað vð að 60%
foreldra séu einstæðir). Átján for-
eldrar þyrftu því að taka sér frí frá
vinnu og vera heima með börnum
sínum. Við þetta tapast 144 vinnu-
stundir á dag í atvinnulífintr. Fyrir
alla Reykjavík þýðir þetta 34.184
vinnustundir. Miðað við 25 kr. og 45
aura meðal verkamannakaup, þá ger-
ir það 879.982 króna tap á dag. Viku
lokun þýðir allt að fjórðungstap í
launum hvers einstaklings á mánuði.
Það getur gert útaf við fjárhag
efnalítils fólks, en það nýtur helst
dagvistarþjónustu borgarinnar. Til að
kóróna ástandið getur komið til þess
að foreldrum verði sagt upp á vinnu-
stöðum sínum."
Þá segir ennfremur í frétt For-
eldrasamtakanna: „Það er eðlileg og
sjálfsögð krafa að fóstrum verði
tryggð sú starfsaðstaða og þau launa-
kjör að þær fáist í þau störf sem nú
vantar í og mun vanta í í náinni
framtíð. Ör skipti eru á fóstrum á
flestum dagvistarheimilum af sömu
ástæðum og háir það öllu innra starfi
heimilanna. Það ástand er óþolandi
og til mikils tjóns fyrir börn okkar.
Við krefjumst þess að tryggt sé að
menntaðir starfskraftar fáist á dag-
heimili og leikskóla."
Foreldrasamtökum barna á dag-
heimilum og leikskólum í Reykjavík
voru stofnuð í maímánuði 1980. Þá
voru í samtökunum fulltrúar 9 dag-
heimila og leikskóla í borginni, en nú
eru fulltrúar frá 28 heimilum í
samtökunum, og geisluðu forsvars-
menn Foreldrasamtakanna af ánægju
á blaðamannafundinum vegna þess-
arar fjölgunar. Foreldrasamtökin
eiga frá ársbyrjun 1981 fulltrúa í
stjórnarnefnd dagvistarstofnana í
Reykjavík. í frétt samtakanna segir
svo um helstu markmið þeirra:
„Helstu markmið Foreldrasamtak-
anna eru meðal annars, að taka
virkan þátt í umræðum og ákvörðun-
um um dagvistarmálefni, efla for-
eldrasamstarf, auka dagvistarrými,
auka skilning atvinnurekenda og ann-
arra á sveigjanlegum vinnutíma, og
stuðla að bættri starfsaðstöðu og
launakjörum starfsfólks á dagheimil-
um og leikskólum."
Líttu við
Þessir gámar
voru fullir af
nýjum glæsilegum
sumarvörum sem
allar eru komnar
^ í verzlanir
v okkar.
^RKARNABÆR
Laugavegi 66 — Glæsibæ — Austurstræti 22
Sími frá skiptiboröi 85055
Það borgar
sig að
líta við
Það er ekki víst að sumarið
sé komið en sundfötin
eru komin í
Austurstræti 22,
2. hæö. Sími 85055.