Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
Hafnfírsk menningarvaka 4.—11. apríl:
Sýning Eiríks Árna
MYNDLISTARSÝNING Eiríks
Árna SigtryífKsonar að Reykjavík-
urvegi 66 er einn þátturinn í
Hafnfirsku menningarvðkunni er
nú stendur yfir. Hófst sýningin þ.
4. apríl en stendur til 12. april —
einum degi lengur en menningar-
vakan. Á sýningunni eru 58 olíu-
málverk og 10 vatnslitamyndir. Er
sýningin opin frá kl. 17—22 virka
daga en frá kl. 14—22 um helgar.
„Ég lærði í Ásmundarsal, hjá
Valtý Péturssyni og Hring Jóhann-
essyni," sagði Eiríkur Árni í samtali
við Morgunblaðið, „lærði meðferð
olíulita hjá Valtý en módelteikningu
hjá Hring. Svo lauk ég líka teikni-
kennslunámskeiði í Myndlistarskól-
anum 1962 og hef kennt meira og
minna síðan. Þá hef ég verið hjá
einkakennurum í Svíþjóð — en þar
hef ég dvalið talsvert undanfarin ár.
Ég er reyndar tónmenntakennari að
mennt og stjórnaði m.a. Karlakórn-
um Þresti í fimm ár — en það er nú
önnur saga.
Þeir hringdu í mig til Sviþjóðar
og fóru fram á að ég héldi sýningu
hér á menningarvökunni. Þessar
myndir sem ég sýni hér eru flestar í
svokölluðum „avant garde-stíl“ —
ég hef alltaf verið hrifinn af þessari
myndgerð sem byggir á fantasíunni
— að gefa hugmyndafluginu lausan
tauminn. Það má segja að þetta séu
mínar eigin hugmyndir um lífið og
tilveruna í nútímanum — það er
bæði gaman og alvara i þessu.
Ég sýndi fyrst sem unglingsræfill
á Mokkakaffi 1961 en síðan ekki
aftur fyrr en í Keflavík 1971. Alls
hef ég haldið átta einkasýningar og
einu sinni tekið þátt í haustsýningu
FÍM.
Ég er mjög ánægður með fram-
gang þessarar sýningar — aðsókn
hefur verið góð og síður en svo vera
að draga úr henni,“ sagði Eiríkur
Árni að lokum.
Eiríkur Árni við eitt verkanna á sýningunni.
[,jósm. Emilta.
ALLTER
ÞÁ ÞRENNT ER
Varanleg vegagerÓ
VerÓtrygging
\bn umvinning
Nú er hafin sala verðtryggöra
happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs
í 1. flokki 1981, vegna fram-
kvæmda við Norðurveg og Aust-
urveg.
Þeir sem kaupa slík bréf stuðla
að varanlegri vegagerð. - Þeir
verðtryggja fé sitt, þar sem bréfin
verða endurgreidd að aðeins fimm
árum liðnum með fullum verðbót-
um — og þeir gerast þátttakendur í
happdrætti þegar dregið verður
um alls 933 vinninga, að fjárhæð
750 þúsund krónur.
Allir vinningar eru nú dregnir
út í einu lagi hinn 1. júní n. k. og
eru vinningar sem hér segir:
1 vinningur á kr. 150.000 = kr. 150.000
2 aukavinningar á kr. 20.000 = kr. 40.000
10 vinningar á kr. 10.000 = kr. 100.000
920 vinningar á kr. 500 = kr. 460.000
933 vinningar samtals kr. 750.000
Bréfin eru skattfrjáls og undan-
þegin framtalsskyldu — þau kosta
100 krónur og fást í bönkum og
sparisjóðum um allt land.
Sérprentaðir útboðsskilmálar
liggja frammi hjá söluaðilum.
VEKÐTRYGGT f
HAPPDRÆTTTSLÁN
‘ RÍKISSJÖÐS
SKUIDABRÉF 1981-l.FL.
ErniTUNDRAÐ KRONUR *
Vitítölu mAnaóariega skv. heimikí i 39. gr iaga
nr. 13 frí 10 april 1979. Skulöabréf [xrtta fymist
i tiuárum fra gjakidaga og veráur ekki innleyst
aðþeim tímaliánum. Falli hapfxiraettísvinniny-
ur i skuidabréi þetta, skal hans vítjað innan
fjögurta ára frá útdrætti. elia veráur bann eign
tfitlssjoðs, Siá nánar bins vegar greirtd kjor og
skiiméta
■
A>'A"d.(
> V
Æht
í
V/isO'
SEÐLABANKI ISLANDS
Fermingar
Ferming og altarisganga i Stór-
ólfshvolskirkju, pálmasunnudag
12. april kl. 10.30 f.h.
Prestur: Séra Stefán Lárusson.
Guðmundur J. Sigurgeirsson,
Hvolsvegi 30, Hvolsvelli.
Hilmar Stefánsson,
Stóragerði 2A, Hvolsvelli.
Hrafn Arnason,
Hvolsvegi 21, Hvólsvelli.
Kristinn Sigursteinsson,
Túngötu 5, Hvolsvelli.
Snorri Sævarsson,
Nýbýlavegi 36 Hvolsvelli.
Sæmundur Bjarnason,
Þinghóli, Hvolhreppi.
Ferming og altarisganga í Stór-
ólfshvolskirkju, pálmasunnudag
12. april kl. 14.
Prestur: Séra Stefán Lárusson.
Guðni Sv. Theodórsson,
Litlagerði 9, Hvolsvelli.
Ómar J. Árnason,
Götu, Hvolhreppi.
Elín R. Sigurðardóttir,
Litlagerði 17, Hvolsvelli.
Margrét B. Guðnadóttir,
Vallarbraut 12, Hvolsvelli.
Unnur Óskarsdóttir,
Norðurgarði 6, Hvolsvelli.
Þórunn Óskarsdóttir,
Norðurgarði 6, Hvolsvelli.
Ferming í Hábæjarkirkju,
Þykkvabæ, sunnudaginn 12. april
klukkan 10.30.
Prestur séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir. Fermd verða:
María Pálsdóttir,
Hávarðarkoti.
Magnús S. Ágústsson,
Brekku.
Óskar Garðarsson,
Húnakoti.
Steindór Gunnarsson,
Vatnskoti.
Sævar Óli Ólafsson,
Háfi.
Ferming i Árbæjarkirkju, Hoita-
hreppi, sunnudaginn 12. april
klukkan 2.
Prestur séra Auður Eir Vilhjálms-
dóttir. Fermd verða:
Kolbrún Björnsdóttir,
Snjallsteinshöfða, Landmanna-
hreppi.
Ketill Gíslason,
Meiri-Tungu, Hoitahreppi.
Konráð K. Sigurðsson,
Lækjarbraut 5, Rauðalæk.
Kökubasar
í Hlíðaskóla
FORELDRAFÉLAG Hlíða-
skóla i Reykjavík efnir árlega
til kökuhasars laugardaginn
fyrir pálmasunnudag. Verður
kökubasarinn í ár kí. 2 næst-
komandi laugardag i skólan-
um, þar sem verða á boðstól-
um kökur og annað góðmeti.
í þetta sinn er basarinn til
ágóða fyrir litasjónvarpstæki,
sem Foreldrafélagið ætlar að
gefa skólanum, og tengist
myndsegulbandstæki, sem það
hefur þegar gefið. En með því
móti má taka upp ákveðna
þætti í skólanum og sýna í
sambandi við kennslu.