Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 11
I
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
11
Niegel Gifford. tilbúinn i slag-
inn i einum klettavegsnum.
„Ég þurfti auðvitað ekki að
hugsa mig um tvisvar, því það
hafði verið draumur minn að
komast aftur til íslands, og reynd-
ar er ég ákveðinn í að heimsækja
landið aftur á næsta ári,“ sagði
Niegel Gifford ennfremur.
Þá spurði ég Gifford um helstu
fjallgönguafrek hans í gegnum
tíðina. — „Ég hef í raun alltaf
verið með mikla fjallabakteríu og
ég fór snemma að leita til fjalla.
Ég byrjaði auðvitað heima í Bret-
landi og þar hef ég klifið flestar
helstu leiðir. Síðar meir fór hugur-
inn að leita víðar og nærtækast
var að halda í Alpana. Ég hef
verið þar svo tugum skiptir og
klifið mjög víða,“ sagði Gifford.
Þá kom það fram hjá Gifford, að
hann hefur gert mjög víðreist um
heiminn síðustu 5—6 árin. hann
kleif Mount Everest, hæsta fjall
heims, árið 1976 og Nupste, eitt
hæsta fjall heims í nágrenni
Everest árið þar á undan. Þá kleif
Gifford einn síns liðs hæsta fjall
Norður-Ameríku, Mt. McKinley
fyrir þremur árum og sagði Gif-
Hef alltaf geng-
ið með mikla
fjallabakteríu
- segir Niegel Gifford, hinn kunni fjalla-
maður, í samtali við Mbl., en hann er hér
á landi í boði íslenzka Alpaklúbbsins
MIKINN hvalrekai hefur rekið á
fjörur íslenskra fjallgöngu-
manna, en það er hinn heims-
kunni fjaligöngumaður Niegel
Gifford. sem hingað er kominn i
boði Islenzka Alpaklúbbsins.
Hann mun i kvöld halda fyrirlest-
ur og sýna litskyggnur úr ferðum
sínum um Norður-Ameríku und-
anfarin ár, þ.á m. frá „soloferð"
sinni á Mt. McKinley, hæsta fjall
álfunnar.
Ég spjallaði stuttlega við Gif-
ford í vikunni og spurði hann fyrst
hver væri kveikjan að því að hann
kæmi hingað til lands. — „Ég var
hér á ferð í fyrra með enskum
blaðamönnum, sem voru að kynna
sér land og þjóð. Ég kynntist
mörgum góðum mönnum, þar á
meðal Helga vini mínum í Skáta-
búðinni, sem ennfremur er einn
frammámanna í íslenzka Alpa-
klúbbnum. Hann hafði svo sam-
band við mig fyrir nokkru og
spurði hvort ég hefði ekki áhuga á
að heimsækja Island öðru sinni og
halda þá fyrirlestur fyrir íslenzka
Alpaklúbbinn," sagði Niegel Gif-
ford.
Geðhjálp styð-
ur aukna mennt-
un fangavarða
LAUGARDAGINN 7. mars 1981
boðaði félagið Geðhjálp og félags-
samtökin Vernd til hringborðs-
umræðna um málefni geðsjúkra
afbrotamanna. Þangað var boðið
38 valinkunnum mönnum. í um-
ræðunum komu m.a. fram
áhyggjur fangavarða yfir því, hve
litla fræðslu þau fengju um með-
höndlun á slikum mönnum, sem
þurfa mjög oft að sæta þeirri
meðferð að gista fangageymslur
og fangelsi, segir frétt frá stjórn
Geðhjálpar.
Fangavarðarstarfið er áreiðan-
lega vanþakklátt starf að ýmsu
leyti og oft hætt við því, að það sé
ekki nægilega metið að verðleikum í
augum almennings, segir í frétt-
inni. En þetta starf er ekki síður
nauðsynlegt en önnur störf í þjóð-
félaginu og mjög mikið undir því
komið, að það sé ó góðum og
traustum höndum og starfsmenn-
irnir hafi færi á að búa sig sem best
til starfsins. Því fagnar Geðhjálp
framkominni þingsályktunartillögu
er varðar aukna menntun fanga-
varða. Tillagan er flutt af Helga
Seljan, Salóme Þorkelsdóttur, Jóni
Helgasyni, Jóhönnu Sigurðardóttur
og Friðrik Sóphussyni.
ford að ferðin hefði tekið liðlega
fimm daga. Undir venjulegum
kringumstæðum eru fjallgöngu-
menn á bilinu 10—20 daga að klífa
fjalla, því mjög nauðsynlegt er að
aðlagast þunna loftinu. — Varstu
ekkert var við hina illræmdu
fjallaveiki í þessari ferð? — „Ég
slapp alveg við hana, nema hvað
hún gerði lítilsháttar vart við sig á
niðurleiðinni," sagði Gifford.
Gifford sagði aðspurður, að
hann myndi koma víða við í
fyrirlestri sínum, en það helzta
væru myndir frá McKinley-ferð
hans og klifurferðum hans um
helztu klettaklifursvæði Banda-
ríkjanna, sem eru einhver þau
þekktustu í heimi.
Niegel Gifford, er útgefandi
tímaritsins „Mountain Year“, auk
þess sem hann skrifar greinar í
mörg útivistarrit. — „Mestur tím-
inn fer þó í fjallaferðir víða um
heiminn," sagði Niegel Gifford, að
síðustu.
Fyrirlestur Giffords hjá ís-
lenzka Alpaklúbbnum verður í
ráðstefnusal Hótels Loftleiða og
hefst klukkan 20.00 í kvöld.
Stofnað félag stjórnenda framhaldsskóla
FÉLAG stjórnenda fram-
haldsskóla var stofnað hinn 6.
april sl. Formaður var kjörinn
Ingvar Ásmundsson skólastjóri
en aðrir í stjórn eru Sveinn
Ingvarsson konrektor og Krist-
ján Thorlacíus áfangastjóri.
Varamenn í stjórn voru kjörnir
skólameistararnir Kristinn
Kristmundsson og Tryggvi
Gíslason.
Rétt til að ganga í félagið hafa
rektorar, skólameistarar og
skólastjórar, konrektorar, og að-
stoðarskólameistarar, aðstoðar-
skólastjórar, áfangastjórar og
yfirkennarar og aðrir sem eru
fastráðnir til stjórnunarstarfa í
framhaldsskólum.
Hlutverk félagsins er: Að
vinna að bættum kjörum félags-
manna sinna og gæta hagsmuna
þeirra, að vinna að umbótum í
málefnum framhaldsskólanna og
að efla kynni félagsmanna.
^ ^—— ' ----- Það er ósvikið „SL~rjör“
_________ ásólarkvöldunum, stuttog smellin
skemmtiatriði, hnitmiðuð og vönduð ferða-
kynning og síðan dúndrandi fjör á dansgólfinu, þar
sem nægur tími gefst til þess að skemmta sér eins og
hvern lystir.
Sólarkvöldin - vönduð og vel heppnuð
skemmtun við allra hæfi
Kynnir Magnús Axelsson - Stjórnandi Sigurður Haraldsson
Dansað til kl. 01 - Húsið opnað kl. 19
Boröapantanir í síma 20221 e. kl. 16 í dag /f'~7
Samvinnuferdir-Landsýn (y-
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
SQ
The GlobeStudy
CentreFor English
ÁMORGUN
KYNNINGARFUNDUR
um enskunám í Englandi
veröur haldin í Ráðstefnusal Hótel Loftleiöa laugaraginn 11. apríl kl. 14.
Skólastjóri GSCE, Mr. Steve Davis, mætir á fundinn. Sýndar verða
litmyndir af starfsemi skólans. Fyrri nemendur velkomnir.
Umboðsmaöur og farastjóri GSCE, Böðvar Friðriksson, símar 41630 og 41930.