Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 12

Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Veltir leggur niður réttingaverkstæðið: Segja verður upp átta starf smönnum VOLVO-umboðið Veltir hf. hefur ákveðið að leggja niður réttingar- og bilasprautuverkstæði sitt, sem það hefur rekið undanfarin ár. Ásgeir Gunnarsson forstjóri Veltis tjáði Mbl., að starfsmönnum verk- stæðisins. átta að tólu, hefði verið sagt upp og myndi starfseminni hætt í lok júni. Ástæða lokunar verkstæðisins er sú, að forráðamenn Veltis telja ekki lengur rekstrargrundvöll fyrir slíku verkstæði, að leyfðir taxtar standi vart undir nauðsynlegum rekstr- arkostnaði. Þá væri einnig óhag- stæðara að reka slíkt sérverkstæði, útibú, sem væri ekki í beinum tengslum við aðra starfsemi fyrir- tækisins. Ásgeir Gunnarsson sagði, að undanfarið hefði reksturinn ver- ið í nákvæmri athugun og hefðu starfsmenn þess fylgst náið með henni. Hefði nýlega verið tekin þessi ákvörðun og starfsmönnum og viðkomandi verkalýðsfélögum og yfirvöldum verið gert viðvart. Ásgeir Gunnarsson sagði, að fyrirtækið myndi veita starfs- mönnum aðstoð við útvegun á annarri vinnu, nokkrir hefðu þegar kannað aðra möguleika og a.m.k. einn væri kominn á eftirlaunaaldur. Ásgeir sagði, að á næstu vikum yrði athugað hvernig háttað yrði þjón- ustu Veltis við réttingar, smáverk yrðu e.t.v. tekin inn á almenna verkstæðið og hugsanlega yrði sam- ið við annað verkstæði um stærri verkefni. Arndís Björnsdóttir Fyrsta konan í framkv^emda- stjórn KÍ Á fulitrúaráðsfundi Kaup- mannasamtaka ísiands, sem hald- inn var i gær, var Arndis Björns- dóttir kjörin aðalmaður i fram- kvæmdastjórn samtakanna, ásamt þeim Ásgeiri S. Ásgeirssyni og Berði Péturssyni, sem voru endur- kjörnir. Fyrir í framkvæmdastjórninni eru formaður og varaformaður Kaupmannasamtakanna, þeir Gunnar Snorrason og Þorvaldur Guðmundsson. Varamenn í stjórn- ina voru kjörnir þeir Birkir Skarp- héðinsson, Gísli Blöndal og Ólafur Björnsson. Arndís Björnsdóttir er fyrsta konan, sem kjörin er í fram- kvæmdastjórn Kaupmannasam- taka íslands. Arndís rekur verzlun- ina Rosenthal í Reykjavík. Iðnaðarráðherra setur stjórn yfir Orkustofnun IÐNAÐARRÁÐHERRA, Hjör- leifur Guttormsson, hefur skipað 3ja manna stjórn yfir Orkustofn- un og sitja i henni borgarstjóri, Egill Skúli Ingibergsson, verk- fræðingur, formaður, Krist- mundur Halldórsson. deildar- stjóri, og Sveinbjörn Björnsson, eðlisfræðingur. í tilkynningu iðnaðarráðherra segir, að starfshópur hafi skilað áfangaskýrslu um endurbætur á skipulagi og stjórnsýslu á Orku- stofnun í desember sl. og hafi iðnaðarráðherra fallizt á tillögur meirihluta hans. Einnig hefur verið ákveðið, að framvegis skipt- ist Orkustofnun í stjórnsýsludeild, vatnsorkudeild, jarðhitadeild og orkubúskapardeild. Wyi*» Skrifborðsstolar margar gerðir Skóla- og skída- pokar Lampar hentugir skólafólki Myndlistarvörur í miklu úrvali Skjalatöskur Töfl og taf menn letUKI Skrif- möppur Bsekur Jarðlíkön Gjafavöruúrval Nú, sem endranær býöur Penninn upp á mikið úrval af gjafavörum: Pennasett, jarölíkön, töfl og töskur — og í verslun okkar í Hallarmúla fást skrifborðsstólar, lampar, myndlistarvörur auk úrvals íslenskra og erlendra bóka. Gjafavöruúrvalið er í Pennanum Hallarmúla 2 Hafnarstræti 18 Laugavegi 84 Hafnfirsk menningarvaka Það er jafnan mikið ánægju- efni er efnt er til menningar- daga utan höfuðborgarinnar og höfum við hér í blaðinu reynt að rækta þá viðleitni svo sem tök hafa verið á. En þetta vill verða skammgóður vermir, því að þrátt fyrir að uppákomurnar gefi miklar vonir, vilja þær lognast útaf í stað þess að verða árviss viðburður. Ég minnist sérstaklega glæsilegr- ar Vorvöku á Akureyri fyrir nokkrum árum, en þrátt fyrir góðar undirtektir hefur hún ekki verið endurvakin og myndlistin býr þar við dapur- legri kjör en hún verðskuldar. Blinda er því miður algengari hjá þeim, sem hafa fulla og heilbrigða sjón en hinum raun- verulega blindu, — því að til hvers er að hafa augu og nýta þau ekki? Sjá ekkert og upplifa ræða. Ein mynd þótti mér bera af á sýningunni fyrir sterka heild og var það myndin „Hert- ir þorskhausar", koma hér fram bestu eiginleikar Stefáns sem málara og hér er hann persónulegri en í flestum hinna myndanna þar sem Andrew Wyeth er jafnan nálægur. Aðr- ar myndir er athygli mína vöktu sérstaklega fyrir fáguð vinnubrögð voru „Bjart veður" (1), „Stampar í sól“ (2) og „Rétt“ (10). Gunnlaugur Stefán kemur fram sem ljóðrænn real- isti en það er langt í það að hann geti nefnst „súperrealisti" líkt og sumir hafa gert í fjölmiðlum. Þessa sýningu ættu fæstir að láta fram hjá sér fara auk þess sem það er fjarska notalegt að koma í þetta hús. í Iðnskólanum er viðamesta sýningin, en þar sýnir Eiríkur ekkert með sjóninni, misþyrma skilningarvitinu. — I Hafnar- firði stendur nú yfir „menning- arvaka" og lýkur henni á laug- ardag. Þar spilar fólk á hljóð- færi, aðrir þenja raddböndin og enn aðrir sýna myndverk og verður lítillega fjallað um þann þátt hér. Svo við byrjum á æskunni, þá halda fimm ungmenni sýningu í húsakynnum Æskulýðsráðs og eru það þau Gestur F. Guðmundsson, (f. 1956) er nam í málaradeild Myndlista- og handíðaskóla íslands (MHÍ), Guðmundur ómar Svavarsson (f. 1957) er sl. ár hefur stundað nám hjá Bjarna Jónssyni, list- málara. Jón Þór Gislason (f. 1957), hann stundar nám í MHÍ og lýkur bar námi í vor. Krist- bergur O. Pétursson (f. 1962), hann stundar einnig nám í MHÍ og er á öðru ári í grafík og svo Svava Björg Einarsdóttir (f. 1961), en hún er á fyrsta ári í MHÍ. Þetta er vafalítið allt hæfi- leikafólk, og mætti ýmislegt um það segja hér, en þar sem sumir stunda ennþá nám við MHÍ, er afar erfitt fyrir mig að gera upp á milli þeirra vegna þess að auðvelt væri að ásaka mig fyrir hlutdrægni. Eg vil nú samt fullyrða að þau betur skóluðu bera af á sýningunni og því meir sem þau eru lengra á veg komin, — en öll eru þau ennþá ómótuð og langur og strangur gangur framundan ef að úrskerandi árangur á að nást. En það er ómaksins vert að skoða sýning- una og fylgjast frá upphafi með þessum nýgræðlingi í Hafn- firskri myndlist. — í húsi Bjarna riddara Sívertssen hanga uppi nokkrar myndir eftir Gunnlaug Stefán Gislason, — það er merkasti viðburðurinn hvað myndlistina áhrærir á þessari menningar- vöku enda um sjóaðan og viður- kenndan myndlistarmann að Mlyndlisl eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Árni Sigtryggsson 58 olíu- myndir og 10 vatnslitamyndir. Eiríkur hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð og að sögn helgað sig myndlistinni og hélt síðast einkasýningu í Hafnar- firði árið 1978. Hér er það myndvarpan sem blómstrar í öllu sínu veldi ásamt því að það glittir í sterk áhrif frá Guðmundi Erró í nær hverri einustu olíumynd. Eirík- ur ofhleður myndir sínar að því leyti, að hann veldur ennþá ekki þeirri tækni, að samræma ótal einingar í skipulega heild líkt og t.d. Erró. Myndir Eiríks eru margar hverjar með erótísku ívafi, en sú erótík er hvorki hnitmiðuð né sannfærandi. Augljóst er að hér er mynd- varpan frekar þröskuldur á vegi listamannsins en opin leið til fyllri tjáningar. Myndir þær sem Eiríkur hefur gert með höndunum einum, sýna að hann á langt í land til að meistra myndræna tækni, þær eru frek- ar klúðurslega unnar og máski er hér fundin ástæðan til ofnotkunar myndvörpunnar. Eiríkur mætti að ósekju temja sér þá ögun sem felst í því að hnitmiða og þaulvinna hverja hugmynd. Að öllu samanlögðu er ávinn- ingur að því að skoða þessar sýningar og vonandi verður hér um að ræða árvissan viðburð um langa framtíð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.