Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 flfafgtlttlllflfetíÞ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Söguleg úrslit í efri deild Atkvæðagreiðslan í efri deild Alþingis á miðvikudaginn um heimild til lántöku vegna byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli endurspeglar alvarlega upplausn innan stuðningsmannaliðs ríkisstjórnarinnar. Utanríkisráðherra lendir bæði í andstöðu við samráðherra og eigin flokksbræður. Framsóknarþingmenn í efri deild aðrir en utanríkisráðherra greiddu atkvæði á þann veg, að afstaða þeirra brýtur í bága við ályktun miðstjórnar flokks þeirra, sem samþykkt var um síðustu helgi. Telja þeir framsóknarmenn, sem greiddu atkvæði með sjónarmiðum kommún- ista en á móti Ólafi Jóhannessyni, að afstaða þeirra sé í samræmi við vilja meirihluta hins almenna flokksmanns? Eða er flugstöðvarmálið liður í togstreitu innan Framsóknarflokksins, þar sem þingflokkurinn er annarrar skoðunar en miðstjórnin? Eða vilja framsóknarþingmenn sýna Ólafi Jóhannessyni lítilsvirðingu af öðrum ástæðum en þeim, sem liggja fyrir í flugstöðvarmálinu — er verið að svipta hann tignarheitinu „ókrýndur foringi" flokksins, sem Steingrími Hermannssyni hefur ávallt verið í nöp við? Eftir atkvæðagreiðsluna í efri deild vakna þessar spurningar og raunar margar fleiri um ástandið innan Framsóknar- flokksins undir formennsku Steingríms Hermannssonar. Vitað er, að þingflokksformaður framsóknarmanna, Páll Pétursson, telur til póli- tisks fóstbræðralags við afturhaldsöflin í Alþýðubandalaginu. Hann og fleiri skoðanabræður hans harma það vafalaust ekki, að Tómas Arnason, viðskiptaráðherra, skyldi ekki vera á fundi í efri deild, þegar hin sögulega atkvæðagreiðsla fór fram. Raunar er það enn til að staðfesta pólitíska lausung viðskiptaráðherra, að í orði telur hann eðlilegt að afla þegar á þessu ári fjár til flugstöðvarinnar, en þegar á reynir ákveður hann að dveljast utan þings í stað þess að fylgja skoðun sinni fram til sigurs. Er Tómas Árnason með hringlandahætti sínum persónugervingur þess vinguls, sem Framsóknarflokkurinn er í íslenskum stjórnmálum? í ríkisstjórnum allra fullvalda og sjálfstæðra ríkja er litið þannig á, að utanríkisráðherra gangi næst forsætisráðherra að völdum og virðingu, — þessir tveir ráðherrar myndi ásamt fjármálaráðherra möndulinn í sérhverri ríkisstjórn. Um utanríkisráðherrann, störf hans og stefnu, þarf að ríkja eining. Að öðrum kosti getur hann ekki gegnt skyldum sínum út á við. Erlendir viðmælendur utanríkisráðherra þurfa að geta sannfærst um myndugleika hans og trausta stöðu heima fyrir. Milli forsætisráðherra og utanríkisráðherra þarf að ríkja trúnaður og eðlilegir stjórnarhættir krefjast þess, að þessir tveir menn veiti hvor öðrum gagnkvæman stuðning. Innan núverandi ríkisstjórnar er slíkur trúnaður ails ekki fyrir hendi. í tveimur lykilmálum hefur dr. Gunnar Thoroddsen tekið afstöðu á móti Ólafi Jóhannessyni en með kommúnistum, þ.e. í Helguvikurmálinu svonefnda og nú í flugstöðvar- málinu. Ágreiningurinn milli þeirra tveggja manna, sem hafa mestum skyldum að gegna fyrir þjóðina út á við, er orðinn svo augljós, að hann hlýtur að hafa neikvæð áhrif fyrir land og þjóð meðal stjórnvalda og ráðamanna þeirra ríkja, sem hafa mest samskipti við Island. Á þeim óvissu tímum, sem í alþjóðamálum eru, getur þessi þverbrestur innan ríkisstjórnarinnar haft hinar alvarlegustu afleiðingar, þegar mest á reynir. Viðbrögð forsætisráðherra dr. Gunnars Thoroddsen við spurningu blaðamanns Morgunblaðsins um þetta efni sýna, að ráðherrann gerir sér grein fyrir þeirri erfiðu stöðu, sem myndast hefur að þessu ieyti innan ríkisstjórnarinnar og út á við gagnvart öðrum þjóðum. Ráðherrann er viðskotaillur vegna þess að hann er gjörsamlega ráðalaus í sjálfheldunni. Sé litið á atkvæðagreiðsluna í efri deild á miðvikudaginn í ljósi þeirrar stöðu, sem skapaðist innan Sjálfstæðisflokksins við myndun núverandi stjórnar, er umhugsunarvert, að samstarfið milli Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar er miklu nánara en milli dr. Gunnars Thoroddsen og Ólafs Jóhannessonar. Þessi samstaða Geirs og Ólafs kemur fram í hverju málinu á eftir öðru og í sjálfu sér myndast með henni nauðsynlegt mótvægi við upplausnina og þverbrestina innan ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum. Það er engin tilviljun sem ræður samstöðu formanns utanríkismálanefndar Alþingis og utanríkisráð- herra, heldur markviss viðleitni ráðherrans. Ólafur Jóhannesson gerir sér grein fyrir því, að í ráðherrastörfum getur hann ekki komið neinu góðu til leiðar, ef hann er undir það settur að eltast við duttlunga kommúnista. Hann velur því þann skynsamlega kost að eiga samstarf við þá menn, sem vilja halda þannig á málstað íslands, að ekki skapist bil milli utanríkisstefnu þjóðarinnar og þeirra viðhorfa, sem ráða í vinveittum nágrannaríkjum. Fáir hefðu að óreyndu búist við því, að seta sjálfstæðismanna í núverandi ríkisstjórn væri svo dýru verði keypt, að þeir teldu sér ekki einu sinni fært að framfylgja stefnu Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálum. Hvað sem stjórnarsinnar segja, munu kommúnistar leggja úrslitin í efri deild á miðvikudag út sem sigur fyrir þjóðhættuleg sjónarmið sín í uatnríkismálum. Loftmynd þessa tók Tómas Helgason yfir Heklu i gærdag. „Breytir engu um okkar áætlanir44 - segir Páll Ólafsson, staðarverkfræð- ingur við Hrauneyjafossvirkjun „Næturvaktmaðurinn okkar varð fyrst var við drunur og læti rétt fyrir klukkan þrjú í fyrrinótt, þegar hann var á eftirlitsferð um svæðið,“ sagði Páll Ólafsson, staðarverkfræð- ingur við Hrauneyjafossvirkj- un, í samtali við Mbi. Páll sagði, að lítilsháttar öskufall hefði verið í nótt eftir að gosið byrjaði, en síðan hefði það rénað þar til undir hádegis- bilið, þegar einhver kippur kom í gosið og vindátt snérist að nýju. „Annars hefur þetta verið svo ósköp lítið, að það hefur ekki gert neinn grikk. Starf- semin hefur gengið sinn vana- gang. Því á ég ekki von á að þetta „gos“ komi til með að breyta nokkru um okkar áætl- anir,“ sagði Páll ennfremur. Á leið blaðamanna Morgun- blaðsins um sveitina í nágrenni Heklu, kom það berlega í ljós, að fólk kippti sér ekkert upp við þessi umbrot, enda kannski ekki von, þar sem mjög sjaldan sást að einhverju marki til fjallsins. Nokkuð öskufall var i byggðum i nágrenni Heklu i gærdag, eins og þessar myndir, sem teknar voru við Hrauneyjafossvirkjun bera glöggt með sér. Ljósmyndir Mbl. Kristján. Forsetinn og biskupinn 1 Þjóðlífsþætti FORSETI íslands, Vigdís Finn- bogadóttir og biskupinn yfir ís- landi, Sigurbjörn Einarsson munu koma fram i Þjóðiifsþætti sjónvarpsins á páskadag. Auk þeirra munu nokkrir alþingis- menn koma þar fram og fara með visur og syngja. Að sögn Valdimars Leifssonar, dagskrárgerðarmanns munu for- setinn og biskupinn ræða um markverða atburði vetrarins og um hvað páskarnir snúast og hvaða áhrif þeir hafa á mannfólk- ið. ALþingismennirnir Karvél Pálmason og Helgi Seljan munu syngja fyrir áhorfendur og þeir Halldór Blöndal og Páll Pétursson fara með ýmis konar kveðskap. Skipaútgerðin kannar mögu leika á sölu Heklu og Esju SKIPAÚTGERÐ rikisins kannar nú mögulega sölu á strandferða- skipum sínum Heklu og Esju og hefur ákveðinn skipamiðlari verið beðinn að kanna þá möguleika. Enn hefur þó ekki verið farið fram á söluheimild. Að sögn Guðmundar Einarsson- ar, forstjóra Skipaútgerðar ríkisins er það ekki áhugamál að selja skipin strax, heldur er verið að kanna möguleika á sölu, með það í huga að innan nokkurra ára muni koma að því að selja þurfi bæði skipin vegna aldurs. Hann sagði þó, að ef hagstætt tilboð fengist, kæmi fyllilega til greina að selja annað skipið nú þegar. „Okkur þykir hagstæðara að kanna þessa mögu- leika nú, nokkru áður en kemur að því að selja þurfi skipin og teljum að með því séu möguleikar á hagstæðari tilboðum. Nú stendur til smíði nýs skips og við höfum gert tillögur um smiði þriggja skipa, en hvað verður úr því, veltur Á ÞESSARI vertíð hafa borizt á land á Stokkseyri 2.459 tonn af fiski, en á sama tíma i fyrra höfðu borizt hér á land 1.919 tonn, þannig að afli nú er um 540 tonnum meiri en á sama tima i fyrra. á afgreiðslu lánsfjáráætlunar, en það er ljóst, að innan skamms verðum við að auka flutningsgetu okkar," sagði Guðmundur. Þrír aflahæstu bátarnir eru Njörður með 595 tonn, Árni Magn- ússon með 594 tonn og Fróði með 550 tonn. Togarinn Bjarni Herjólfsson hef- ur aðeins lagt á land hér 91 tonn frá áramótum. Fréttaritari Stokkseyri: 540 tonnum meiri afli á land kominn en í fyrra Stokk.Koyri. 10. april.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.