Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.04.1981, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Nokkrir þeirra sem erindi flytja á trúarvöku Lifs og lands ásamt nokkrum stjórnarmönnum samtakanna. F.v. Jón óttar Ragnarsson formaður, séra Gunnar Kristjánsson. Hannes Kristján Árnason og Björn Björnsson. Aftari röð f.v.: Þóra Kristjánsdóttir, Árni Bergmann og Björg Einarsdóttir. Ljósm. Rax Landssamtökin Lif og land: Borgarafundur um trú- mál í Norræna húsinu LANDSSAMTÖKIN Líf og land efna til borgarafundar um trúmál á morgun, laugardag. Fer fundurinn fram i Norræna húsinu og stendur frá kl. 9.00 til um 16.30. Verður þar m.a. fjallað um helztu trúarbrögð heims en þó einkum trúarbrögð á íslandi og stöðu þjóðkirkjunn- ar. Á blaðamannafundi sem stjórn Lifs og lands boðaði til kom fram aö þótt umhverfismál væru aðaláhugamál samtak- anna hefði að þessu sinni verið ákveðið að fjalla um trúmál — trúarbrögðin væru hluti af hinu félagslega umverfi okkar, mót- uðu umhverfið með margvís- legum hætti og siðast en ekki síst viðhorf okkar til umhverfis- ins og hvers annars. Borgarfundurinn verður með ráðstefnusniði og hefst með ávarpi Jóns Óttars Ragnarsson- ar, formanns Lífs og lands, en síðar verða flutt 29 erindi af jafnmörgum ræðumönnum sem öll fjalla um trúmál en frá mismunandi sjónarhornum. Fundurinn er tvískiptur og verð- ur hádegisverðarhlé frá kl. 12 til 13. Fundarstjóri fyrir hádegi verður séra Bernharður Guð- mundsson en þá verða flutt þessi erindi: Fornnorræn trúarbrögð; Jón Hnefill Aðalsteinsson, Kaþ- ólsk trú; Torfi Ólafsson, Gyð- ingatrú; Þórir Kr. Þórðarson, Múhameðstrú; Myako Þórðar- son, Austræn trúarbrögð; Skúli Magnússon, Kristinboð á ís- landi; Jónas Gíslason, menning- aráhrif kirkjunnar; Björn Þor- steinsson, Helgidagahald kirkj- unnar; Haraldur Ólafsson, Sértrúarhópar; Kristján Rób- ertsson, Trúarbragðafræðsla í skólum; Sigurður Pálsson, Kirkja og byggingalist; Hörður Bjarnason, Kirkja og leiklist; Eyvindur Erlendsson, Kirkja og myndlist; Líney Skúladóttir, Kirkja og tónlist; Jón Þórarins- dóttir, Kirkja og ritlist; Ólafur Halldórsson. Fundarstjóri eftir hádegi verður Sigurlaug Bjarnadóttir en þá verða flutt þessi erindi: Trú og list; Gunnar Kristjáns- son, Trú og vísindi; Páll Skúla- son, Trú og stjórnmál; Björn Björnsson, Kirkjulist fyrri alda; Þór Magnússon, Trú og mark- aðsskipulag; Guðmundur Magn- ússon, Trú og sósíalismi; Árni Bergmann, Trú og íslenzk þjóð- menning; Jón Sigurðsson, Kirkja og Alþingi; Gunnlaugur Stef- ánsson, Kirkja og heimsmálin; Gunnlaugur Jónsson, Kirkja og geðheilsa; Guðrún Jónsdóttir, Kirkja og konan; Dalla Þórðar- dóttir, Kirkja og ríki; Jón Ein- arsson, Endurnýjun kirkjunnar; Heimir Steinsson, Maður og trú; Sigurður A. Magnússon. Að loknum erindaflutningi verða pallborðsumræður, frá kl. 15.45—16.30, þar sem ræðumenn munu svara fyrirspurnum. öll erindin sem flutt verða hafa verið fjölrituð og verða þau fáanleg á fundinum. Fiskiðn — fagfélag fiskiðnaðarins: Sænskir áhugaleikarar sýna Tom Sawyer í Reykjavík og á Húsavík Á HÍISAVÍK verða haldnar tvær sýningar á leikritinu „Ævintýri Tom Sawyers“ eftir sögu Mark Twain, og verða þær laugardag- inn 11. april kl. 15.00 og kl. 17.00 i íþróttahúsi barnaskólans. Auk sýninganna tveggja á Húsavík verður ein sýning í Reykjavík í Norræna húsinu mánudaginn 13. apríl kl. 20.30. Meðan á dvölinni á Húsavík stend- ur mun leikurunum m.a. gefast tækifæri á að skoða bóndabæ í nágrenni Húsavíkur og í Reykja- vík er ætlunin að fara í leikhús, skoða Kjarvalsstaði, Leiklistar- skóla íslands og heimsækja Jón Guðmundsson og skoða leikbrúður hans. Þetta er hópur áhugaleikara frá Svíþjóð, „Sodertálje Teaterama- törer“, en þeir hafa í tilefni norræna málaársins hlotið styrk frá Norræna áhugaleiklistarráðinu (Nordiska amatörteaterrádet) til gestaleiks á Húsavík. í leikflokknum eru 18 manns, og er um helmingur þeirra börn og unglingar, en auk þess eru með í förinni 2 menn sem munu skrifa um ferðina og taka myndir, auk þess sem þeir munu gera menningardagskrá um ísland. Frá æfingu Sodertalje Teateramatörer á leikritinu „Ævintýri Tom Sawyers“. Fyrirlestur í HI: Efnahagskreppan og viðbrögð verkalýðshreyfingarinar Kynningarfundur um rekstr- arráðgjöf og tölvuþjónustur FISKIÐN, fagfélag fiskiðnaðar- ins, gengst fyrir kynningu á rekstrarráðgjöf og tölvuþjónustu fyrir fiskiðnað i ráðstefnusal Hót- els Loftleiða í dag og hefst hún kl. 9.15. Þessi kynning er sérstaklega ætluð stjórnendum fiskvinnslufyr- irtækja, en er þó öllum opin sem áhuga hafa. Hefur Fiskiðn fengið fyrirtækið Rekstrartækni sf. til að leggja til megin hluta efnis á kynningunni. Verður m.a. fjallað um bónus í frystingu, saltfisk og skreiðarverk- un og ýmsar nýjungar tengdar því. Einnig verður sérstaklega fjallað um fræðslustarfsemi fyrir starfs fólk fiskvinnslufyrirtækja. Ýmsar nýjungar við tölvuþjón ustu verða kynntar, s.s. tölvuunnií gallaeftirlitskerfi í frystihúsum framlegðar útreikninga fyrir fisk veiðar og aflabókhaid fyrir veiði skip og birgðabókhald fyrir frysti- hús. Einnig verður flutt erindi unr tölvunotkun í fiskiðnaöi í nútíð of framtíð. Að kynningunni lokinni verðí pallborðsumræður um ráðgjafar- og tölvuþjónustu og hlutverk þjón- ustufyrirtækja. Kynningarfundin um lýkur um kl. 17.10. PRÓFESSOR Mandel við Frjálsa háskólann í Br-ssel flytur opinberan fyrirlestur á vcgum félagsvísindadeildar Iláskóla íslands, laugardag- inn 11. apríl kl. 14.00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um einanagsKreppuna og vionrogt verkalýðshreyfingarinnar. Prófessor Mandel er víð kunnur fræðimaður, einkum i sviði marxískrar hagfræði o$ hefur gefið út fjölda bóka oj haldið fyrirlestra víða unr heim, segir í frétt frá Háskóls íslands. Bergmálstónleikar á Suðurlandi BERGMÁL, samhland bland- aðra kóra á Suðurlandi, held- ur tónlcika í Árnesi 10. apríl nk. og í Njálsbúð 11. april. Sambandið var stofnað sl. haust og samanstendur af fjórum kórum í héraðinu, Árneskór, Flúðakór, Samkór Rangæinga og Samkór Selfoss. Kórarnir munu syngja 3—4 lög hver og síðan nokkur lög sameiginlega, þar á meðal lag eftir Sigurð Ágústsson frá Birtingaholti, sem hann samdi sérstaklega í tilefni þessara tónleika. Verk Vésteins Lúðvíkssonar sýnt á Seyðisfirði LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar er nú að æfa af kappi verk Vésteins Lúðvíkssonar „Stalín er ekki hér“ undir stjórn G. Margrétar Óskarsdóttur. Leik- endur eru sex talsins en alls starfa að uppsetningunni um fjórtán manns. ólafía Þórunn Stefánsdóttir og Guðmundur Rúnar Lúðvíksson í hlutverkum sinum. Ráðgert er að frumsýna leik- ritið um eða eftir páskana. Formaður Leikfélags Seyðis- fjarðar er Emil Emilsson. VIÐTALSTIMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstaaöisflokkaina veröa til viötals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá kl. 14.00 til 10.00. Er þar tefcið á möti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boöiö aö notfssra aár viötalstfma þeasa. Laugardaginn 11. apríl veröa til viö- tals Páll Gíslason og Hilmar Guö- laugsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.