Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 22

Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 Kristján Karls- son fyrrv. banka- stjóri - Minning Fæddur 1. júní 1893. Dáinn 2. april 1981. Kristján var fæddur 1. júní 1893 á Akureyri og voru foreldrar hans hjónin Karl Kristjánsson, verzl- unarmaður og Guðný Jóhanns- dóttir. Árið 1907 gerðist hann starfs- maður i útibúi íslandsbanka á Akureyri, aðeins 14 ára gamall — og starfaði þar í 21 ár, lengst sem bókari og aðalfulltrúi útibúsins og staðgengill útibússtjórans þegar svo bar undir. Þegar bankastjórnin ákvað, árið 1922, að hefja starfrækslu útibús á Sigiufirði á sumrin, nokkru fyrir og fram yfir síldveiðitímann, þá var Kristjáni falið að stjórna því, en reikningslega taldist það hluti af Akureyrarútibúinu fyrstu árin. Við þessi störf sín í þessum tveimur athafnamiklu kaup- stöðum og sem einnig náðu til verulegs hluta viðskipta- og at- hafnalífs á Norður- og Norðaust- urlandi, aflaði Kristján sér stað- góðrar þekkingar á rekstri atvinnuveganna og dýrmætrar reynslu bankamannsins í viðskipt- um. Þegar Kristján hafði starfað í bankanum á Akureyri (og Siglu- firði) í 21 ár, var hann, árið 1928, kallaður til Reykjavíkur og skipaður bankastjóri aðalbank- ans, einn af þremur, en fyrir voru þeir Eggert Claessen hæstarétt- arlögmaður og Sigurður Eggertz fyrrv. forsætisráðherra. Því starfi gegndi hann þar til yfir þyrmdi og bankinn varð að fella niður störf í bili, í febrúar 1930, en hóf þau aftur sama ár (í apríl) undir öðru nafni — og annarri stjórn. Krist- ján tók sér aðdraganda þessarra atburða og einkum afstöðu stjórn- valda mjög nærri. Eftir þetta stundaði hann ýms viðskiptastörf, fyrst við fisksölu- samlög, sem hann ýtti undir að stofnuð væru og voru fyrirrennar- ar Sölusambands ísl. fiskframleið- enda. Einnig var hann nokkur ár framkvæmdastjóri Kol & Salt hf. en síðustu árin rak hann umboðs- verzlun fyrir innflutning trjávöru og fleira. Það var á unglingsárum Krist- jáns, að Ungmennafélagshreyfing- in festi rætur hér á landi og breiddist út. Reyndar stóð vagga hennar einmitt í fæðingarbæ hans, Akureyri, en þar stofnuðu forgöngumennirnir, Jóhannes Jós- efsson glímukappi og Þórhallur Bjarnason prentari, fyrsta félagið, í janúar 1906. Kristján hreifst af hugsjónum félagsins, ræktun lýðs og lands, og gerðist ötull félagsmaður þess, í stjórn um langt skeið og formaður um árabil. í einkalífi sínu var Kristján hamingjumaður. Hann kvæntist 18. maí 1926 Vilhelmínu Vilhelmsdóttur frá Siglufirði, dóttur hjónanna Vil- helms Jónssonar, verslunarmanns og Ólafar Barðadóttur. Frú Vilhelmína var glæsileg kona í sjón og raun. Mikill sam- hugur og ástríki var með þeim hjónunum, enda bæði heilsteypt að allri skapgerð, á allan hátt drenglunduð, trygglynd og miklir vinir vina sinna. Þau áttu og barnaláni að fagna. Þau eignuðust þrjú börn, sem öll eru búsett í Reykjavík: Ásta, eiginmaður hennar er Þorkell Magnússon útibússtjóri Lands- bankans, Karl, loftskeytamaður, kvæntur Heike Alpers og Axel, hæstaréttarlögmaður og aðallög- fræðingur Útvegsbankans, kvænt- ur Þórunni Guðnadóttur. Barnabörnin eru 11 og barna- barnabörnin 4. Kristján og Vilhelmína nutu samvista í 50 ár, en hún andaðist 2. júní 1976. Börn þeirra — og barnabörn — hafa öll sem eitt annast um og stutt föður sinn eftir því sem hann hefur þurft hin síðari ár t.d. vitjað hans á hverjum morgni. Hann hefur eftir atvikum haft sæmilega heilsu til hinstu stundar, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni 2. þ.m. Kynni okkar hjónanna við þessi merku sæmdarhjón hófust að nokkru áður en þau (og við) fluttu til Reykjavíkur — og nú kveðjum við Kristján og hugsum jafnframt til Mínu heitinnar, með hjartan- legu þakklæti fyrir margar sam- verustundir og staðfasta vináttu þeirra og tryggð. Börnum þeirra, tengdabörnum og fjölskyldum þeirra, sendum við og börn okkar innilegar samúð- arkveðjur. Elías Halldórsson Kristján Karlsson var fæddur á Akureyri 1. júní 1893, sonur hjón- anna Guðnýjar Jóhannsdóttur og Karls Kristjánssonar, verslun- armanns. Hann lést að heimili sínu, Stigahlíð 4 hér í borg, hinn 2. þ.m. og var því tæpra 88 ára að aldri. Að Kristjáni stóðu traustir eyfirskir og þingeyskir stofnar. Kristján var aðeins ársgamall, þegar faðir hans féll frá, langt um aldur fram. Það kom því í hlut Guðnýjar einnar að ala upp syni þeirra. hjóna, þá Kristján og Jak- ob, sem var átta árum eldri. Með elju og dugnaði kom Guðný sonum sínum vel til manns og gaf þeim það vegarnesti, sem þeir bjuggu að alla ævi. Föðurbróðir þeirra bræðra var Magnús Kristjánsson, kaupmaður á Akureyri, síðar fjár- málaráðherra í stjórn Tryggva Þórhallssonar, sem mynduð var 28. ágúst 1927. Reyndist hann hinni ungu ekkju og sonum henn- ar haukur í horni, en ekki var mulið undir unglinga í þá daga og snemma urðu þeir að sjá sér farborða. Báðir voru þeir bræður miklir atgerfismenn og farnaðist vel. Guðný andaðist í góðri elli á heimili Jakobs sonar síns. Mjög kært var með þeim bræðrum og móður þeirra. Hér verður æviferill Kristjáns ekki rakinn, þar sem það hefur verið gert af öðrum. Ekki verður þó Kristjáns minnst án þess að láta þess getið, að hann átti því láni að fagna hinn 18. maí 1926 að eignast að lífsförunaut Vilhelm- ínu Vilhelmsdóttur Jónssonar verslunarmanns, ættaðra frá Siglufirði. Vilhelmína var mikil myndarkona, vel gefin og frábær húsmóðir. Hún lést fyrir fimm árum. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið, sem létu sér mjög annt um foreldra sína. Kristján Karlsson tilheyrði aldamótakynslóðinni, þeirri kyn- slóð, sem var innblásin af hug- sjónaeldi ungmennafélagshreyf- ingarinnar. Hann var að eðlisfari félagslyndur maður, ritfær og einarður og kunni vel að koma fyrir sig orði. Hann var vel menntaður í lifsins skóla, þótt ekki væri hann langskólagenginn, gæddur góðum gáfum og lifandi áhuga á þjóðfélagsmálum. Sá er þessar línur ritar kynntist Kristjáni fyrir um þrjátíu árum, er hann tengdist honum fjöl- skylduböndum, eignaðist vináttu hans oag tryggð og naut gestrisni hans og Vilhelmínu við ótal tæki- færi. Kristján sagði vel frá og var skemmtilegt að hlýða á hann rifja upp liðinn tíma. En hann hafði líka brennandi áhuga á nútíðinni og því sem var að gerast og e.t.v. er í þessu fólgin uppskriftin að því að halda sér ungum. Kristján var fremur lágur maður vexti, þéttur á velli, en léttur á sér og beinn í baki. Hann hélt andlegri og lík- amlegri reisn fram í andlátið og hvers skyldi maður frekar óska sér? Að leiðarlokum þakka ættingjar og vinir Kristjáni Karlssyni fyrir samfylgdina og órofa tryggð. Jón Finnsson Þegar ég, þann 2. þ.m., frétti að þann morgun hefði vinur minn, Kristján Karlsson, orðið bráð- kvaddur á heimili sínu, komu fram í hugann margar ljúfar minningar frá liðnum tímum, tengdar þeim hjónum Vilhelmínu og Kristjáni og fjölskyldu þeirra. Það var skömmu eftir 1930, að Kristján tók við forstjórastörfum hjá Kol og Salt í Reykjavík, þar sem faðir minn vann. Með þeim og fjölskyldum þeirra tókst fljótlega vinátta, sem entist ævilangt. Kristján var fæddur á Akureyri þann 1. júní 1893. Foreldrar hans voru Karl Kristjánsson, verzlun- armaður á Akureyri, og kona hans, Guðný Jóhannsdóttir. Hann ólst þar upp og dvaldi þar framan af ævi og alla tíð bundu hann traust bönd við Akureyri. Á æsku- árum hans var ungmennafélags- hreyfingin á uppleið og eins og fleiri vormenn Islands tók Krist- ján virkan þátt í starfi hennar, var m.a. um skeið forseti Ung- mennafélagasambands íslands. Hann stundaði íþróttir, og tel ég að hann hafi verið mjög góður sundmaður. Faðir minn lærði aldrei sund, en þó voru þeir margir sunnudagsmorgnarnir, sem hann fór með Kristjáni og börnum hans í sundlaugarnar gömlu eða upp að Álafossi og fengum við systurnar þá oft að fara með. Það voru skemmtilegir tímar. Er Kristján lét af störfum hjá Kol og Salt fékkst hann við útgerð. Hefur það sjálfsagt gengið upp og ofan eins og títt var, en alltaf var sama reisnin yfir þeim hjónum, enda fjarri þeim að bera áhyggjur sínar á torg. Hann var í eðli sínu mjög lifandi maður, minnugur og fylgdist vel með öllu. Vinnusamur, og það svo, að hann vann fram á síðasta dag. Það var sannarlega gaman að spjalla við hann, og gaf hann sér jafnt tíma til að tala við okkur sem yngri vorum eins og sína jafnaldra. Hann sagði skemmtilega frá og var hafsjór af fróðleik, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og hélt fast við þær. I einkalífi sínu var Kristján gæfumaður. Kona hans, Vilhelm- ína Vilhelmsdóttir frá Siglufirði, átti þar ríkan þátt. Yfir heimili þeirra var mikill myndarbragur og þar ríkti íslenzk gestrisni. Man ég þar margar gleðistundir. Hús- móðirin var ekki allra, en með afbrigðum trygglynd og sannur vinur vina sinna. Nú eru þau bæði horfin af sjónarsviðinu. Eftir er minning um góða vini. Það er því með þakklæti og virðingu í huga að ég nú kveð Kristján minn. Börnum hans, Ástu, Karli, Axel og fjöl- skyldum þeirra sendi ég samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning þessa mæta manns. Kristján hafði mælt svo fyrir, að útför hans yrði gerð í kyrrþey og hefur hún farið fram. Sigfríður Nieljohníusdóttir + Maöurinn minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, FRIDRIK ÓSKAR SIGURDSSON, Kleppsvegí 74, veröur jarösunginn 15. apríl í Fossvogskirkju kl. 1.30. Una Indriðadóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, KRISTJÁN KARLSSON fró Akureyri, er látinn. Að ósk hins látna hefur útförin fariö fram í kyrrþey. Ásta, Karl, Axel. Sonur minn og bróöir okkar, ÓSKAR ÞÓR ÓSKARSSON, lést á Borgarspítalanum miövikudaginn 8. apríl. Óskar Árnason, María Óskarsdóttir, Gunnar Óskarsson. + Minningarathöfn um LILJU GUÐMUNDSDÓTTUR, Skúlagötu 80, veröur í Laugarneskirkju laugardaginn 11. apríl kl. 10.30. Jarösett veröur í Haukadal sama dag kl. 15.00. Vandamenn. + Móöir okkar, GYÐA RANNVEIG ALEXANDERSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 1. apríl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey. Börn, tengdabörn og barnabörn. + Eiginmaöur minn, JÓN B. BENEDIKTSSON, Skipholti 26, Rvík, andaöist í Borgarspítalanum miövikudaginn 8. apríl. Sigríður Björnsdóttir. + Útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR HALLBJÖRNSDÓTTUR fró Einarslóni, Þverholti 2, Keflavík, fer fram frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 11. apríl kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktarfélag sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraös. Guöbjörg Þorvaldsdóttir, Auðunn Guðmundsson, Þóra Steina Þórðardóttir, Geir Sædal Einarsson, Gunnar Sigurbjörn Auöunsson, Sigurlaug Anna Auöunsdóttir, Þorvaldur Helgi Auðunsson, Sigríður Ásta Geirsdóttir. + Maöurinn minn, faöir, sonur og bróöir, VALDIMAR PÁLSSON, Hjallalundi 17 K, Akureyri, veröur jarösunginn frá Akureyrarkirkju laugardaginn 11. apríl kl 13.30. Helga Jónatansdóttir, Ragnheiöur Valdimarsdóttir, Póll Vigfússon, Ragnheiöur Valdimarsdóttir, örn Pólsson, Baldur Pólsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.