Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 23

Morgunblaðið - 10.04.1981, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 23 Hjónaminning: Kristján Eyfjörð Guðmundsson og Jóhanna Steindórsdóttir Kristján Eyíjörð Fæddur 26. júni 1904. Dáinn 3. apríl 1981. Jóhanna Fædd 12. ágúst 1907. Dáin 15. nóv. 1980. Löngum hefur þótt fagurt við Breiðafjörðinn um Jónsmessuleyt- ið. Miðnaetursólin merlar hafið í djúpri kyrrð sumarnæturinnar. Um það leyti árs fæddist í Ólafs- vík sveinn sá sem hér verður farið nokkrum fátæklegum kveðjuorð- um um, Kristján Eyfjörð Guð- mundsson. Foreldrar hans voru hjónin Guðmundur Guðmundsson og Ágústína Matthíasdóttir og á eftir Kristjáni fæddust þeim börn- in Ásgerður og Halldór. Á meðan fjölskyldan var öll lífs og samein- uð, bjó hún lengst af að Vindási í Grundarfirði og í fimm ár eftir að Guðmundur féll frá bjó Ágústína þar áfram með börnin. Árið 1920 flytur hún svo með þau að Kvía- bryggju. Þá vöndust börn því ung að taka til hendinni til gagns, og þá ekki síður þegar faðirinn var burtkallaður frá þeim í ómegð. En sveinninn ungi — og þó elztur sinna alsystkina — horfði fránum sjónum út á djúpið. Þaðan átti hann eftir að draga mikla björg í bú og vera jafnvígur á tilhögun alla, hvort sem var í ljúfu leiði eða barningi upp að brimlendingu. Einhvern tíma hefur leiðin legið til Stykkishólms, því að þaðan var sú er fór Kristjáni til fylgdar gegnum lífið. I upphafi var minnst á fegurð Breiðafjarðar. Jóhanna hafði alla tíð næmt fegurðarskyn og var sem hún samgleddist jafnan syngjandi spörfugli, já, og jafnvel blómi sem hafði mátt til að breiða úr sér upp úr kaldri klettasprungu. Foreldrar Jóhönnu voru þau Steinþór Magnússon frá Elliðaey og Diljá Magnúsdóttir, ættuð frá Lykkju á Kjalarnesi. Jóhanna og Kristján giftust 1928 og bjuggu um eins árs skeið í Stykkishólmi, þar sem þeim fædd- ist fyrsta barnið: Klara. Þaðan flytja þau að Kvíabryggju í Eyr- arsveit og þar fæddist þeirra annað barn, Guðmundur Skúli. Til Hafnarfjarðar fara þau síðan 1931 og bjuggu þar eftir það, lengst af við Merkurgötu. Þar urðu þau fyrir þeirri sorg að missa unga- barn, Halldór Eyfjörð, en hin eru á lífi, bæði þau áðurnefndu og þau sem síðar fæddust, Rakel og Stein- þór Diljar. Kristján var fyrst og fremst sjómaðurinn. Hann sigldi sem vélstjóri öll stríðsárin og hér er merking orðsins að sigla að sjálf- sögðu sú, að fara sjóveg til út- landa. Þá leyndist lífshætta víðs- vegar og mun þá margri sjó- mannskonunni hafa liðið heit bæn frá hjarta, um að hver slík för fengi farsæian endi, að heimilis- faðirinn kæmi heill heim úr hverri vá og voða. Árið 1952 missti Kristján heils- una að því marki að hann fór ekki á sjó að ráði eftir það. Þó var langt frá því að hann settist í helgan stein, heldur stundaði ýmis störf í landi og kom sér þá vel fjölhæfni hans. Já, Kristján stóð fyrir sínu, hvort sem var í vélarrúmi eða á dekki, eða að blanda geði við þjóðkunna menn á fundum síldar- útvegsnefndar, þar sem hann átti sæti í allmörg ár. Hann vann að hagsmunum sjómanna og á hon- um mæddu oft einna mest hátíða- höld sjómannadagsins í Hafnar- firði. Svo margt sem kallaði að hjá þeim hjónum um mesta annaskeið ævinnar, mun ekki hafa verið mikill tími aflögu að leita inn á svið ljóðagyðjunnar. Bæðu munu þau þó hafa ort eitthvað á yngri árum, en flíkuðu því lítt. En árið 1958 gekk Kristján í Kvæða- mannafélag Hafnarfjarðar og kona hans árið 1961. Er þar skemmst af að segja, að alla tíð síðan, meðan þeim entist heilsa og líf, voru þau meðal virkustu félaga þar í sveit á þessum vettvangi og kváðu iðulega við raust frumsamið efni. Ekki voru þau heldur lengi að varpa fram vísu í sumarferðalög- um félagsins. Þetta voru því já- kvæðar gagnvirkanir, þau efldu félagið og vera þeirra þar virtist greiða götu þeirra í túni Braga, svo að eftir þessi hjón, sem að ekki vildu vamm sitt vita, liggja nú ljóð, þar sem víða er farið á slíkum kostum að unun er að lesa, eða á að hlýða. Við biðjum Guð að styrkja afkomendur og ástvini þessara hjóna í sorg þeirra og á þessum eina félagsfundi sem eftir er fyrir sumarhléið, skulum við kveða snjallar breiðfirzkar formanna- vísur. Farið í friði, vinir og félagar. Magnús Jónsson + Þakka auðsýnda samúö viö andlát og útför foreldra minna, LILJU GUORUNAR JAKOBSDÓTTUR Ofl ARNA SIGURÐSSONAR, Bólstaöarhlíö 33. Jakob Siguröur Árnaaon. t Hjartkær dóttir mín, systir og mágkona, MARGRÉT KARLSDÓTTIR, Granaskjóli 27, lést í Landspítalanum 8. apríl. Kristjana Baldvinsdóttir, Sigríður Karlsdóttir, Júlí Sæberg, Kristjana Sæberg, Karl Sæberg, Grétar Karlsson, Elísabet Björnsdóttir, Haraldur Karlsson, Ingibjörg Arnadóttir, Hreiöar Karlsson, Elín Gestsdóttir. EKKIBARA ÓDÝRARI HELDUR ISKA RETRI GREIÐSLUKJÖR Á litsjónvarpstœkjum ITT Litsjónvarpstæki eru þekkt fyrir gæði og góða endingu. Ekkert hefur breyst, nema að nú geturðu fengið eitt af bestu litsjónvörpunum frá Vestur-Þýska- landi, á sérstöku gjafverði, og á sérstökum greiðslukjörum sem allir ráða við. Komdu í heimsókn á Bræðraborgarstíg 1, og kynntu þér hvort tveggja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.