Morgunblaðið - 10.04.1981, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981
29
Heyrðum ekki
eina óánægjurödd
Björn Thors skrifar:
„Vegna stóryrða „Rimini-fara“
og skamma í garð ferðaskrifstof-
unnar Samvinnuferða, langar mig
aðeins að skýra frá eigin reynslu,
sem var allt önnur. Það skal þó
tekið fram að ég skil þennan
ferðalang, sem var svo óheppinn
að lenda í fyrstu vorferðinni til
Rimini. Það voraði seint á Ítalíu
eins og annarsstaðar í Evrópu í
fyrra, og undirbúningi undir mót-
töku ferðamanna seinkaði því öll-
um til ama, sem þangað fóru
snemma.
Jafnan reiðubúið
til aðstoðar
Við hjónin héldum með Sam-
vinnuferðum til Rimini í ágúst.
Höfum við áður ferðast með mörg-
um ferðaskrifstofum, innlendum
og erlendum, og jafnan látið í
okkur heyra ef eitthvað hefur á
bjátað. Þess gerðist ekki þörf í
Rimini, þvi öll þjónusta og af-
greiðsla ferðaskrifstofunnar var
til fyrirmyndar. Starfsfólkið syðra
var jafnan reiðubúið til aðstoðar
og fyrirgreiðslu, enda úrvalslið.
Sem dæmi vil ég aðeins nefna eitt
atriði. Stjúpdóttir mín var um
þessar mundir stödd á Filippseyj-
um, og var okkur mikið í mun að
fá fréttir af henni. Tímamunur er
mikill, svo erfitt var að ná sam-
bandi nema að næturlagi. Stóð þá
ekki á fulltrúum Samvinnuferða
að aðstoða okkur, halda skrifstofu
opinni og starfsfólki á þönum
langt fram á nótt.
Um þetta leyti voru nokkrir.
tugir Islendinga i Rimini, og var
samgangur allnokkur, svo sem í
sameiginlegum ferðum um Ítalíu.
Ég get með ánægju staðhæft að
þær þrjár vikur sem við dvöld-
umst þarna syðra heyrðum við
ekki eina óánægjurödd. Allir voru
glaðir og ánægðir með ferðina."
Barnavagnar og
strætisvagnar
Eiríkur Ásgeirsson skrifar:
„Af tilefni opins bréfs „nokk-
urra foreldra", sem nýlega
birtist i dagblöðum um erfið-
leika við flutning á barnavögn-
um og kerrum með vögnum
SVR þykir rétt að koma á
framfæri leiðréttingum og
skýringum.
Fyrir þremur árum voru
lagfæringar gerðar á vögnum
SVR að þessu leyti. Færð voru
stög við súlu í miðju afturdyra,
eins langt aftur og unnt var, án
þess að skerða aðgengni eða
öryggi annarra farþega, sér-
staklega þeirra, sem hreyfi-
lamaðir eru. Fremra bilið í
dyrunum var því breikkað, sem
þessari færslu nam, og raunar
nægjanlega mikið til þess að
auðvelt sé um flutning á barna-
kerrum og kerruvögnum. Um
flutning á stórum barnavögn-
um með strætisvögnum er ekki
að ræða án þess að aðskilja
rúm frá hjólagrind, líkt og gert
er, þegar flutningar af þessu
tagi eiga sér stað með fólksbíl-
um.
Eins og fram hefur komið,
verður hér auðveldara um vik í
nýju vögnunum, m.a. vegna
staðsetningar útgöngudyra.
Þessir vagnar eru nú teknir í
notkun hver af öðrum — á 45
daga fresti. — Verða þeir
orðnir 10 talsins um næstu
áramót, eða um helmingur þess
vagnafjölda, sem ákveðið hefur
verið að kaupa.
En sjón er sögu ríkari. Að-
standendum umrædds opins
bréfs er því boðið í heimsókn í
bækistöðvar SVR á Kirkju-
sandi til þess að kynna sér
útfærslu og búnað hinna ýmsu
gerða yfirbygginga á gömlum
og nýjum strætisvögnum."
Þessir hringdu. . .
Þorri sjón-
varpsáhorf-
enda bæði sár
og reiður
Jón á Akureyri hringdi og
sagði: — Við erum hér tveir
sárreiðir Jónar og vildum
beina þeirri spurningu til þess
aðila sem ræður tilhögun
Helgistundar í sjónvarpinu,
hver tilgangur þess þáttar sé.
Er hann sá að flytja lands-
mönnum evangelískan kristinn
boðskap eða er þátturinn vett-
vangur vafasamra tískufyrir-
bæra, svo að ekki sé meira
sagt? Tilefni fyrirspurnarinnar
er „helgistund" síðastliðinn
sunnudag. Fullyrða má að al'.ur
þorri sjónvarpsáhorfenda var
bæði sár og reiður, þegar í stól
þessarar stærstu kirkju þjóð-
arinnar steig fulltrúi einhvers
konar hugræktarhóps (Inn-
hverf íhugun?) og flutti þar
boðskap sinn. Sá boðskapur
átti sannarlega ekkert skylt við
kristna trú og mætti miklu
fremur búast við að í umrædd-
um þætti væri varað við slíkum
„sértrúarsöfnuði" sem hér var
á ferðinni. Eða mega sjón-
varpsnotendur e.t.v. eiga von á
því, að samtökum marx-lenín-
ista verði falið að sjá um
helgistundina í maí? En í fullri
alvöru er þess eindregið farið á
leit, að sunnudagsþættirnir í
apríl verði ekki nefndir helgi-
stund í dagskránni. Með hlið-
sjón af þættinum síðastliðinn
sunnudag verðskulda þeir eng-
an veginn svo virðulegt heiti.
Þökk fyrir
gott boð
Dóra Guðrún, kennari í
Öskjuhlíðarskóla hringdi og
sagði: — Mig langar aðeins til
að koma á framfæri þakklæti
krakkanna í Öskjuhlíðarskóla
fyrir höfðinglegt boð veitinga-
staðarins Tomma-hamborgara
við Grensásveg. Forráðamenn
hans buðu öllum Öskjuhlíð-
arskólanum að koma í heim-
sókn í sín vistlegu húsakynni
og veittu rausnarlega í mat og
drykk. Krakkarnir höfðu af-
skaplega gaman af ferðinni og
voru þakklát fyrir þetta góða
boð.
03^ SIG6A V/öGA fi \iLVERAW
Bjóðum stoltir
PENTAX
MX, MV, ME, ME Super
og loksins PENTAX LX.
Greiðslukjör
Landsins mesta
úrval
myndavörum
af Ijós- ma
ör.ri /Wtíft
Verslið hjá fag-
manninum
LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F.
LAUGAVEGI178
REYKJAVIK
SIMI 8581 1
4i
Odýrt í HOTSL
hadeginu
Alla daga vikunnar bjóðum við
hádegisverð á aðeins 56 kr.
Ódýrt en gott.
Ný sending
Angora alpahúfur
Hattabúð Reykjavíkur
FURA
Kynningarverð á furubaðinnréttingum
í stuttan tíma.
kajmar
innréttingar hf.
SKEIFAN «. REYKJAVIK SÍMI 82011.