Morgunblaðið - 10.04.1981, Side 31

Morgunblaðið - 10.04.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1981 31 w >— Þorbergur klifrar upp á axlirnar á Björgrvin Björjfvinssyni, en báðir eru sterkir og hvoruKur gaí sig. Ljósm. Emilia. Próttur tryggði sér Evrópusæti - er liöiö sigraöi HK í undan- úrslitum bikarkeppninnar í gær ÞRÓTTUR tryggði sér Evrópu- sæti í handknattleik fyrir næsta keppnistimabil, er liöið sigraði HK frá Kópavogi í undanúrslit- um bikarkeppninar. Liðið leikur því til úrslita gegn Vikingi, sem lagði Fram að velli i gærkvöldi. Úrslit leiksins breyta engu um það, hvort liðið hreppir sæti i Evrópukeppni bikarhafa, Viking- ur er þegar íslandsmeistari og keppir í meistarakeppninni. Það fór þvi aldrei svo, að Þróttur kæmist ekki i Evrópukeppni. Lokatölur leiksins urðu 15—11, en staðan í hálfleik var 7—6 fyrir Þrótt. Eftir fríska byrjun, 4—0, hjá Þrótti jafnaðist leikur þessi mjög og var hann í járnum allan fyrri hálfleik. En er Þróttur komst í 13—8 snemma í síðari hálfleik, voru úrslitin ráðin. Þetta var þófkenndur leikur og bæði liðin sýndu slakan sóknarleik. Mark- verðirnir, Einar Þorvarðarson hjá HK og Sigurður Ragnarsson hjá Þrótti, voru bestu menn vallarins. Þeir vörðu m.a. tvö víti hvor. Mörk Þróttar: Páll Ölafsson 8, Ólafur H. Jónsson og Sigurður Sveinsson 3 hvor og Jón Viðar Jónsson eitt mark. Mörk HK: Sigurður Sveinsson 5, Hilmar Sigurgíslason 2, Ragnar Ólafsson 2, Bergsveinn Þórarins- son og Kristinn Ólafsson eitt mark hvor. SS/—gg. Páll ólafsson skoraði 8 mörk. ísrael sigraði ISRAEL sigraði Rúmeniu i vin- áttulandsleik i knattspyrnu i Tel Aviv í fyrrakvöld. Moshe Sinai og Shlomo Mizrahi skoruðu mörk liðsins, en Sandu mark Rúmeniu. Ul-landsliðið valið NORÐURLANDAMÓT unglinga 18 ára og yngri i handknattleik verður haldið í Svibjóð 24 — 26 apríl næstkomandi. Island verð- ur meöal þátttökuliða og hefur islenska liðið verið valið. Það skipa eftirtaldir leikmenn: Hallur Magnússon Víkingi, Gísli Felix Bjarnason KR og Haraldur Ragnarsson FH mark- verðir, Óskar Þorsteinsson Vík- ingi, Einar Magnússon Víkingi, Hermann Björnsson Fram, Hinrik Ólafsson Fram, Björgvin Guð- mundsson FH, Óttar Matthísen FH, Guðmundur Albertsson KR, Aðalsteinn Jónsson UBK, Ásgeir Ásgeirsson Val, Geir Sveinsson Val og Jakob Sigurðsson Val. Þjálfarar liðsins eru Þorsteinn Jóhannesson og Gústaf Björnsson. -8K- Stórgóðir taktar i fyrri hálfleiknum en yfirburðir Víkings síðan algerir LEIÐIN var greið fyrir íslands- meistara Vikings í úrslitaleikn- um i bikarkeppninni i hand- knattleik, en liðið gersigraði Frarn i undanúrslitunum i gær- kvöldi. Lokatölur leiksins urðu 27 — 19, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13—8, einnig fyrir Viking. Leikur þessi bauð upp á góð tilþrif i fyrri hálfleik, en i þeim siðari var einstefnan slik, að skemmtanagildi leiksins sökk eins og steinn. Sem fyrr segir, var áhorfendum boðið upp á stórgóð tilþrif á köflum í fyrri hálfleik og var þá gæðastimpill á báðum liðum, Fram ekki síður en Víkingi. Vík- ingarnir byrjuðu ívið betur, kom- ust í 3—1, en eftir að Framarar höfðu jafnað í 3—3, var jafnt á öllum tölum upp í 6—6. Árni og Þorbergur skoruðu tvö mörk í röð fyrir Víking, 8—6, en Theodór svaraði með giæsilegu marki, 8— 7. En síðustu sjö mínúturnar skiptu sköpum í leiknum, Vík- ingarnir nýttu sér þá veilur sem farnar voru að birtast í Fram- liðinu, þeir skoruðu fimm af sex síðustu mörkum fyrri hálfleiksins og staðan var því 13—8 í leikhléi. í síðari hálfleik munaði lengst af 4—6 mörkum. Víkingar léku um tíma aðeins fjórir vegna brott- rekstra, en Fram tókst ekki að færa sér það i nyt. Það var af og frá, að Víkingar hafi verið með unninn leik í höndunum, þannig munaði aðeins fjórum mörkum, 18—14, er 17 mínútur voru eftir og fimm mörkum fimm mínútum síðar. En allur leikur Framara fór úr skorðum og Víkingarnir nýttu sér það að sjálfsögðu og segja má, að getumunur liðanna hafi skinið í gegn í síðari hálfleik. Munurinn jókst smám saman, loks stóð 27-19. Víkings-liðið lék vel sem heild að þessu sinni sem oftar, enginn skar sig í raun úr. Þó var Kristján Sigmundsson mjög góður, einkum er á leikinn leið, Ólafur Jónsson var góður framan af, en Páll sótti sig er á leið. Steinar og Árni voru jafnastir og Óskar Þorsteinsson lék vel lokakaflann. Hjá Fram var Atli mjög góður þrátt fyrir stranga gæslu. Theodór átti mjög góðan fyrri hálfleik en dalaði er á leikinn leið, og Sigurður mark- vörður Þórarinsson varði oft ágætlega. Mörk Fram: Hannes Leifsson 4, 2 víti, Atli Hilmarsson 4, Björgvin Björgvinsson og Theodór Guð- finnsson 3 hvor, Erlendur Davíðs- son 2, Jón Árni Rúnarsson, Her- mann Björnsson og Björn Eiríks- son eitt hver. Mörk Víkings: Þorbergur Aðal- steinsson 6, Páll Björgvinsson 5, Ólafur Jónsson 4, Árni Indriðason 4, 2 víti, Steinar Birgisson og Guðmundur Guðmundsson 3 hvor og Óskar Þorsteinsson 2 mörk. —gg. Virum sigraöi DANSKA handknattleiksliðið Virum sigraði Ilauka 24—22 i íþróttahúsinu i Hafnarfirði i gærkvöldi. Var leikurinn fjörug- ur og oft ágætlega leikinn. í hálfleik var staðan 13—8 fyrir Virum. Var þetta fyrsti leikurinn af fjórum sem danska liðið leikur hér á landi, sá næsti er á Akureyri á morgun og mætir liðið þá KA. — gg. Kynningarfundur um málefni þroskaheftra Ár fatlaðra er tækifæri, sem ekki má láta ónotað til að vekja athygli á málefnum fatlaðra. Junior Chamber í Reykjavík hefur ákveðið að efna til fundar á Kjarvalsstöðum í Reykjavík, um málefni þroskaheftra, föstudaginn 10. apríl nk. kl. 20.00. Borgarstjórinn í Reykjavík, hr. Egill Skúli Ingibergsson hefur sýnt þessu máli sérstakan velvilja, með því að eftirláta okkur Kjarvalsstaði til þessa fundar. DAGSKRÁ: 1. Fundur settur af Andrési B. Sigurðssyni, landsforseta J.C. ísland. 2. Ávarp: Friðjón Þórðarson, dómsmálaráðherra. 3. Atvinnumál þroskaheftra: Egill Skúli Ingibergsson, borgarstjórinn í Rvík. 4. Uppbygging þjónustustofnana: Eggert Jóhannesson. 5. Menntunarmál þroskaheftra: Magnús Magnússon, sérkennari. 6. Pallborðsumræður. Fundarstjóri: Ásgeir Gunnarsson. Er það sérstök ósk okkar, að þér sjáið yður fært að vera gestur okkar á þessum fundi. jk> Mroskahjálp J.C. DAGS-NEFNDIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.