Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 16

Morgunblaðið - 03.05.1981, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981 fWnrgMi Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöaistræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakið. Stórveldasláttur Bandaríkjanna Munurinn á áhrifamætti smáríkja og stórvelda í alþjóðastjórnmálum lýsir sér í ýmsu. Bandaríkin hefðu til dæmis aldrei getað orðið þeir brautryðjendur í hafréttar- málum, sem Island hefur verið á Norður-Atlantshafi. Það var ekki fyrr en Island og fleiri ríki við Norður-Atlantshaf höfðu ákveðið að taka upp 200 mílna lögsögu, sem hreyfing komst á málið hjá stórveldinu. ísland hefði hins vegar aldrei getað stöðvað framgang mála á hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna með sama hætti og Bandaríkjamenn hafa nú gert. Síðan 1973 hafa fulltrúar allra ríkja heims setið á rök- stólum um nýjan hafréttar- sáttmála. Náðst hefur sam- komulag um ýmsa grundvall- arþætti eftir óteljandi fundi, þar sem tekist hefur að sætta ólík sjónarmið og festa á blað reglur um hin flóknustu og viðkvæmustu mál. Svo gerist það við stjórnarskipti í Wash- ington, að ný stjórn Ronald Reagans tekur sér fyrir hend- ur að stofna þessu öllu í hættu með því að láta að því liggja, að í samkomulagsdrögunum séu ýmis ákvæði, er hún geti ekki sætt sig við. Þess var ekki vart í fréttum af forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum, að þar væri tekist á um ólík viðhorf fram- bjóðenda til nýs hafréttarsátt- mála. Þvert á móti höfðu flestir búist við því, að í svo viðamiklu máli sem þessu, myndi hin nýja stjórn taka við, þar sem frá var horfið. Eðlilegt var, að hún teldi sig þurfa tíma til að kynna sér einstök atriði í hinu viðamikla samkomulagi. Á hinn bóginn hefur hún flokkað það með öðrum málum og sagt, að ástæða sé til að fara ofan í saumana á hafréttarmálum til að kanna, hvort hinir „veik- geðja" erindrekar Jimmy Carters hafi staðið þar nægi- lega vel að verki. Einkenni lýðræðisins er einmitt, að meirihlutinn hafi slíkt í hendi sér, þegar hann er kominn til valda. Við beitingu valds síns mega menn þó ekki gleyma að vega og meta ólíka hagsmuni, svo virðist sem þjóðasamfé- lagið hafi hér orðið að víkja vegna óhóflegrar tortryggni. Og má þar minnast þess, að grunnurinn að hafréttarsátt- málanum var lagður í forseta- tíð Richard Nixons og Gerald Fords, flokksbræðra Ronald Reagans. Samhliða þeirri almennu endurskoðun, sem Bandaríkja- menn segjast vera að fram- kvæma, hafa þeir sett fram hugmyndir um breytingar á þeim ákvæðum samkomulags- draganna, sem snerta málm- vinnslu á hafsbotni. Raunar hafði Ronald Reagan gefið stórfyrirtækjum á því sviði til kynna fyrir kosningar, að hann myndi láta athuga stöðu þeirra samkvæmt drögunum að hafréttarsáttmála. Jafn- framt hefur gætt óánægju hjá hópi hægri sinnaðra banda- rískra þingmanna með reglur, er snerta siglingar herskipa á sundum og í landhelgi ríkja. Loks hafa Bandaríkjamenn sérstaklega nefnt ákvæðin um vísindarannsóknir í hafinu og það, sem þeim tengist. Á síðasta ári var ákveðið, að á þeim fundi hafréttarráð- stefnunnar, sem hefst í Genf í ágúst næstkomandi, yrði gengið endanlega frá sam- komulagi og greidd atkvæði um einstakar greinar, ef þörf krefði. Líkur eru á, að af þessu geti ekki orðið, að ekki hafi tekist að sannfæra hina nýju stjórnarherra í Washington um að þeim sé óhætt að ganga frá samkomulaginu, þótt starfsmenn Jimmy Carters hafi komið þar nærri. Nú kann það að vera, að ástæðan fyrir kúvendingu Bandaríkjastjórn- ar í afstöðunni til haf- réttarráðstefnunnar sé aðeins liður í almennri sviðsetningu á alþjóðavettvangi, sem sanna eigi öðrum þjóðum, að ástæðu- laust sé að umgangast Banda- ríkin nema með fullri virð- ingu. Strax eftir að nýja stjórnin tók við völdum sagð- ist hún ætla að endurskoða nýgerðan samning við írans- stjórn um frelsun gíslanna. Að fimm vikum liðnum féll það mál í ljúfa löð án nokkurra breytinga á samkomulaginu. Sama kann að verða uppi á teningnum varðandi hafrétt- arsáttmálann. Slíkur stórveldasláttur er ónauðsynlegur fyrir Bandarík- in. Hann er til þess eins fallinn að vekja á þeim tor- tryggni og er vatn á myllu þeirra afla um heim allan, sem vilja hlut þeirra sem minnst- an. Valdamenn án skilnings á umhverfi sínu láta sjaldan gott af sér leiða og ná hvorki verðugum vinsældum né öðl- ast eðlilega virðingu. Handan járntjaldsins Fæstum er það ljósara en þeim, sem á dagblöðum starfa, að heimsfréttir eru ekki bara fréttaskeyti. Þessi staðreynd verður áleitin, þeg- ar menn kynnast verkum listamanna handan járn- tjaldsins. Leikrit eftir tvo þeirra Vatslav Havel og Pavel Kohout frá Téókkslóvakíu eru nú sýnd í Þjóðleikhúsinu. Þar er því lýst, þegar friðsæld almennra þegna hins þrúgandi kerfis er rofin af kynnum við andófsmenn. Saman fara spaugileg og dapurleg mann- leg átök, um leið og skyggnst er inn í það andrúm, sem í þessum þjóðfélögum ríkir. Einmitt slík kynni segja oft meira en upptalning stað- reynda í fréttum um hinar raunverulegu hræringar undir ráðstjórninni. Menn hætta að meta kosti lýðræðisins, þegar þeir taka það sem sjálfsagðan hlut og nenna ekki að leggja sig eftir fræðslu um ömurlegt hlutskipti leiksoppa einræðis- herranna. Rey ki avíkurbréf Laugardagur 2. maí' Tveir braut- rydjendur víkja Á aðalfundi Flugleiða í fyrri viku hurfu tveir menn úr stjórn félagsins, sem um langan aldur hafa helgað krafta sína flugmál- um. Bergur Gíslason stórkaup- maður var fyrst kjörinn í stjórn Flugfélags íslands 1940 og hefur því í 41 ár verið í forystusveit þeirra manna, sem stjórnað hafa rekstri félagsins. Bergur sótti flugmálaáhugann til föðurhúsa í þess orðs fyllstu merkingu, því að faðir hans Garðar Gíslason stór- kaupmaður var einn af frumherj- um farþegaflugs hér á landi og stofnaði raunar elsta félagið með nafninu Flugfélag íslands með Halldóri Jónssyni frá Eiðum og fleirum á árinu 1919, sama ár og farþegaflug hófst á meginlandi Evrópu. Alfreð Elíasson var í hópi þeirra þriggja flugmanna, sem létu af störfum hjá kanadíska flughernum í desember 1943 og sneru heim til Islands til að stofna hér flugfélag. Loftleiðir voru stofnaðir í mars 1944 og stunduðu síðan samkeppni við Flugfélag íslands bæði innanlands og utan þar til í ársbyrjun 1952. Um mitt það ár ■ hófu Loftleiðamenn svo flug til New York og gripu til þess ráðs í upphafi árs 1953 að bjóða lægri fargjöld en aðrir yfir Atl- antshaf. Áræði og dugnaður stofn- endanna og þeirra, sem sóttu fram með þeim á alþjóðavettvangi, er einn ævintýralegasti þátturinn í íslenskri athafnasögu. Þeir Alfreð Elíasson og Bergur Gíslason voru í stjórnum flugfé- laganna tveggja, þegar samkomu- lag náðist milli þeirra um samein- ingu að frumkvæði ríkisvaldsins. Frá því samkomulagi var gengið í júlí 1973 en fyrsti aðalfundur hins nýja félags Flugleiða hf. var haldinn 10. júní 1976 og voru þeir Bergur og Alfreð þá kjörnir þar í stjórn. Saga þeirra tveggja og uppruni sameinar vel drifkraftana í sókn íslendinga í flugmálum. Annars vegar er hugsjónamaður úr verslunarstétt og hins vegar hugsjónamaður úr röðum flug- manna. Án þess að sameina við- skiptavit og hæfni flugáhafna hefði íslenska flugævintýrið aldrei orðið. Eins og málum er nú háttað, er unnt að líta um öxl og segja sem svo, að þeir Alfreð Elíasson og Bergur Gíslason hafi verið þátt- takendur í íslenska flugævintýr- inu, á meðan það var skemmtileg- ast. Vonandi eiga þeir sjálfir um langa lífdaga eftir að orna sér við góðar minningar úr starfi sínu. Þeir hurfu úr stjórn Flugleiða hf. á tímamótum. Báðir hefðu þeir getað setið þar lengur, ef þeir hefðu kosið, en með ákvörðunum sínum um að draga sig í hlé lögðu þeir enn sitt af mörkum: í sæti Bergs kom fulltrúi ríkisvaldsins svo að fullnægt væri skilyrðum þess fyrir fjárhagslegri fyrir- greiðslu og við sæti Alfreðs tók kona hans, málsvari þeirra hlut- hafa, sem krafist hafa róttækr- astra breytinga á rekstri Flugleiða hf. Enn um leyni- samninginn Umræður um leynisamkomu- lagið svonefnda hófust að frum- kvæði Ólafs Jóhannessonar, utan- ríkisráðherra, þegar hann sagði í viðtali við Tímann 12. febrúar, að hann hefði að vísu ekki „tekið neinn þátt í gerð núverandi mál- efnasamnings. En sér hafi heldur ekki verið skýrt frá því að gerður hafi verið neinn leynisamningur um þetta atriði (þ.e. sérstöðu Alþýðubandalagsins, varnarmál eða varnarliðsframkvæmdir innsk.). Alþýðubandalagið gæti því ekki kennt sér um, ef þeim fyndist þeir eitthvað hafa verið hlunnfarnir í þessu sambandi." Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi 24. febrúar og lagði tvær spurningar fyrir forsætisráðherra, formann Framsóknarflokksins og formann Alþýðubandalagsins: „1. Var gert samkomulag, skriflegt eða munn- legt, við myndun núverandi rikis- stjórnar eða síðar um að fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli eða í þágu varnarliðsins yrðu ekki leyfðar nema með samþykki allra aðila er að ríkisstjórninni standa? 2. Eru til reglur, sem ríkisstjórnin eða ráðherrar hafa sett sér og ekki hafa verið birtar, um að ríkis- stjórnin taki enga ákvörðun í meiri háttar málum nema allir stjórnarliðar samþykki?" Forsætisráðherra dr. Gunnar Thoroddsen svaraði á þessa leið samkvæmt því sem segir í Alþing- istiðindum: „Frá því er ríkis- stjórnin var mynduð hefur hún kostað kapps um að eiga sem best samstarf í öllum greinum. Hún leitast við að ná samkomulagi um þau mál þar sem skoðanir eru skiptar og menn kann að greina á. Það hefur vel tekist á því röska ári sem stjórnin hefur starfað og það eru engin teikn á lofti um að þar verði breyting á veðurfari. Um vinnubrögð og vinnulag innan rikisstjórnar við afgreiðslu mála tel ég ekki ástæðu til að ræða hér frekar." Þegar forsætisráðherra hafði mælt þessi orð spruttu þeir á fætur samstarfsmenn hans Sva- var Gestsson og Steingrímur Her- mannsson og sögðu eina setningu: „Ég vísa til svars hæstvirts for- sætisráðherra og hef engu við það að bæta.“ Með hliðsjón af því, sem síðar gerðist, er þó athygli vert, að sá munur var á svörum þeirra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.