Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 17 eða með öðrum orðum allir þeir mörgu einstaklingar þjóðfélags- ins, sem reyna að hafa ofan af fyrri sér og sínum með eigin rekstri. Nú á að refsa þeim með því að svipta þá möguleikum til samskonar frádráttar og þeir hafa, sem eingöngu lifa af iauna- tekjum. Skattstofan þeirra til tekjuskatta, verður 11,1% hærri. Alþýðubanda- lagið ræður Þessi breytta regla er rökstudd með því að nú sé felld niður heimild til að áætla mönnum með sjálfstæðan at- að smáatymnurekendum Ríkisstjórnin hefur enn lagt fram nýtt frumvarp til breyt- inga á skattalögum, sem bíður afgreiðslu Alþingis. Reiknað hafði verið með að frumvarp þetta yrði afgreitt í vikunni sem leið, en það var látið víkja fyrir frv. um efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar, sem tók megin hlutann af tíma Alþingis í síð- ustu viku. Hægt og sígandi hert að einkarekstri Eitt af aðaleinkennum þessa frumvarps er það, að enn er hert að atvinnurekstri í landinu. I enn einu málinu kemur það glöggt fram að í þessari ríkis- stjórn ræður stefna Alþýðu- bandalagins og aðrir ráðherrar láta sér það lynda, þótt hægt og sigandi sé verið að herða að einkarekstrinum og koma hon- um á kné. Hingað til hefur aðalumræða hér í blaðinu um þetta skatta- frumvarp snúist um breyttar fyrningarreglur, þ.e. afturvirka skerðingu á fyrningarfrádrætti úr 18% í rúmlega 10%. Hinsveg- ar er annað mikilvægt atriði í þessu frumvarpi, sem minna hefur verið rætt um, en vert er að vekja athygli á. Samkvæmt núgildandi skatta- lögum geta framteljendur valið á milii þess, hvort þeir dragi 10% frá tekjum sínum áður en skattur er lagður á eða hvort þeir njóti ákveðinna frádráttar- liða, t.d. vaxta vegna íbúðaröfl- unar, lífeyrissjóðsgjalda o.fl. Meginþorri skattgreiðenda not- færir sér vafalaust 10% regiuna. 10% frádráttar- reglan afnumin í einkarekstri Samkvæmt skattaiagafrum- varpi ríkisstjórnarinnar er nú ráð fyrir því gert að 10% frádráttarheimildin verði af- numin hjá einstaklingum, sem stunda atvinnurekstur fyrir eig- in reikning. Ef þetta verður að lögum verða stórir hópar sviptir þessum möguleika til frádráttar. Afleiðing af þessari breytingu hlýtur af verða sú að skattstofn til tekjuskatts hjá mönnum með eigin atvinnurekstur eða sjálf- stæða starfsemi, sem hafa bein- ar tekjur af rekstrinum, verða 11,1% hærri en ella, ef þeir njóta áfram 10% frádráttarreglunnar. Hvaða hópar manna eru þetta, sem hér um ræðir. Nefna má nokkur dæmi: Leigubifreiða- stjórar, vörubílstjórar, iðnað- armenn, smákaupmenn, vinnu- vélageigendur, hreingerninga- menn, smáiðnrekendur, læknar, lögfræðingar, verkfræðingar — vinnurekstur tekjur, sem mikið var notuð á síðasta ári. Það eru engin rök í þessu máli og mjög óeðlilegt að meðhöndla „launa- tekjur" og „atvinnutekjur" ein- staklinga mismunandi á þennan hátt. Það hvetur menn með sjálfstæða starfsemi til að stofna gervifélög í formi hlutafé- laga og sameignarfélaga, en stofnun félaga í þeim eina til- gangi er ekki fýsileg. Meginatriði þessa máls er þó það pólitíska viðhorf, sem birtist í þessu frumvarpi — að reyna alls staðar þar sem mögulegt er að höggva í þá, sem reyna að standa á eigin fótum með ein- hverskonar rekstur, þótt í smáu sé. Þessu ákvæði frumvarpsins verður að reyna að fá hnekkt á Alþingi, en því miður er reynsla stjórnarandstöðunnar slík, að lítið tillit er til hennar tekið. Alþýðubandalagið skal fá að ráða. VtmKflsmK— •*fR0tflC.W«,6cWA' W' Ljosm. Kristján Einarsson. Svavars og Steingríms, að Svavar sagðist „að sinni" fyrir sitt leyti ekki hafa neinu við svar dr. Gunnars að bæta. Stjórnarand- stæðingar voru að sjálfsögðu ekki ánægðir með þessi losaralegu svör, en ráðherrunum var ekki þokað. Steingrímur Hermannsson sá þó ástæðu til að segja: „Ég vil láta það koma skýrt fram, að Framsóknarflokkurinn stendur heils hugar að baki Ólafi Jóhann- essyni í þeim ákvörðunum sem hann hefur tekið í utanríkismál- um.“ Önnur upp- ljóstrun rádherra Nú hefðu þessar umræður um leynisamkomulagið líklega logn- ast út af við svo búið eða haldið áfram án þess að nokkur botn fengist í þær, ef sjálfur formaður Alþýðubandalagsins Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, hefði ekki tekið af skarið og lýst því yfir á prenti, að samkomulagið væri til. í Fréttabréfi fram- kvæmdastjórnar Alþýðubanda- lagsins sagði Svavar Gestsson: „En aðalatriðið í þessu máli öllu er auðvitað það að þegar núver- andi ríkisstjórn var mynduð náði Alþýðubandalagið ekki fram sín- um stefnumiðum að því er varðar herstöðina. Þess vegna var og á að vera ríkjandi á milli stjórnar- flokkanna drengskaparsamkomu- lag um „status quo“ eða óbreytt ástand í herstöðinni. Það þýðir vitaskuld ekki það að unnt sé að koma í veg fyrir að bandaríska hernámsliðið lagfæri þau mann- virki sem það er með þarna suðurfrá eða eindurnýi tæki að einhverjum hætti, en þetta drengskaparsamkomulag er í raun og veru meginforsenda stjórnar- innar. Þegar ríkisstjórnin var mynduð var undirritað samkomu- lag milli flokkanna þar sem kemur fram að ef „ágreiningsmál komi upp í ríkisstjórninni hafi hver stjórnaraðili neitunarvald ef hann vill beita því“. Hér er um að ræða algerlega afdráttarlaust ákvæði þannig að staða okkar í þessum efnum á að vera nægilega sterk til þess að koma í veg fyrir það að bandaríska hernum líðist að auka hernaðarumsvif á Keflavíkur- flugvelli". Svavar Gestsson lýsir þarna því, sem hann telur „meginforsendu stjórnarinnar", að kommúnistar hafi neitunarvald um hvaðeina en þó sérstaklega varnir þjóðarinnar. Það er einkennandi fyrir allt stjórnarsamstarfið, hvernig að uppljóstrun um þetta meginatriði er staðið. Samstarfsmenn komm- únista þegja þunnu hljóði en sýna í verki, að þeir eru reiðubúnir til að sætta sig við ofurvaid minni- hlutans. í leynisamkomulaginu hefur vafalaust falist, að með það skyldi farið sem hernaðarleynd- armál, enda eru tröllin sjaldan fús til að vísa leiðina á fjöregg sitt, fyrr en í óefni er komið. Upp- ljóstrun Svavars sýnir jafnframt, að óánægja meðal liðsmanna hans er orðin svo megn, að hann verður að grípa til örþrifaráða til að friða flokkinn. 1 nýju ljósi Með hliðsjón af uppljóstrun Svavars Gestssonar er nauðsyn- Jegt að skoða þær yfirlýsingar, sem dr. Gunnar Thoroddsen og Steingrímur Hermannsson gáfu á Alþingi 24. febrúar í nýju ljósi. Forsætisráðherra sagði, að ríkis- stjórnin leitaðist við að ná sam- komulagi um þau mál þar sem skoðanir eru skiptar og menn kynni að greina á. I þessum orðum ráðherrans felst í raun og veru, þegar hann flytur þau yfir komm- únistum, að hann fallist á kröfu þeirra um neitunarvald. Ráðherr- ann hrósaði sér af því, að vel hefði tekist á því röska ári, sem liðið var frá stjórnarmyndun að ná sam- stöðu að skapi kommúnista og bætti við „það eru engin teikn á lofti um að þar verði breyting á veðurfari". Þegar Ólafur Jóhannesson ljóstraði því upp í Tímanum 12. febrúar, að til væri leynisam- komulag, sem hann teldi ekki binda sig, var hann að brjótast út úr herkví, sem kommúnistar vildu loka hann inni í einmitt með vísan til slíks samkomulags. Stuðnings- yfirlýsing Steingríms Hermanns- sonar við Ólaf Jóhannesson á Alþingi 24. febrúar var „taktísk- ur“ leikur af hans hálfu, því að Steingrími var Ijóst, að hann yrði að halda friðinn innan flokks síns fram yfir aðalfund miðstjórnar hans, sem haldinn var fyrstu helgina í apríl. Á þeim fundi fékk Ólafur Jóhannesson samþykkta yfirlýsingu um nýja flugstöð á Keflavíkurflugvelli til að storka kommúnistum. Þar segir: „Aðal- fundur miðstjórnar 1981 lýsir því eindregnum stuðningi við bygg- ingu nýrrar flugstöðvar á Kefla- víkurflugvelli." í sömu viku og þessi yfirlýsing var birt gengu framsóknarþing- menn bæði á móti henni og Ólafi Jóhannessyni á Alþingi, þegar þeir höfnuðu því, að í lánsfjárlög- um 1981 væri heimiluð lántaka til að hefja byggingu nýrrar flug- stöðvar. Með þeirri afgreiðslu sannaðist tvennt: Stuðningsyfir- lýsing Steingríms Hermannssonar við Ólaf Jóhannesson 24. febrúar er marklaus. Breyting hefur orðið á veðurfari innan ríkisstjórnar- innar, svo að notað sé líkingamál dr. Gunnars Thoroddsens, því að ekki tókst að ná samkomulagi um mál, þar sem menn hafa ólík sjónarmið. Hættuleg þróun Sé litið yfir aðalatriðin í um- ræðunum um leynisamkomulagið, kemur í ljós, að þróunin í ríkis- stjórnarsamstarfinu er hættuleg. Óhreinlyndið gagnvart þingheimi, sem leitast er við að leiða í villu með takmörkuðum upplýsingum, lýsir ekki góðri samvisku hjá stjórnarherrunum. Valdabaráttan innan Framsóknarflokksins milli Steingríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar, hins „ókrýnda foringja", gerir þing- menn flokksins að leiksoppum kommúnista. Skorturinn á sam- stöðu milli forsætisráðherra og utanríkisráðherra veikir þjóðina út á við og veldur því, að fulltrúar erlendra ríkja velkjast í vafa um það, hver tali fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar í alþjóðamálum. í samtali við sjónvarpsmann sagði dr. Gunnar Thoroddsen, að utan- ríkisráðherra talaði ekki fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í flug- stöðvarmálinu. Kommúnistar ganga á lagið og eftir því sem niðurlæging samstarfsmanna þeirra verður meiri, þeim mun frekari verða þeir. Eins og flugstöðvarmálið hefur þróast blasir svo við þverstæða, sem sýnir best vingulshátt fram- sóknarmanna á Alþingi. Komið er í veg fyrir, að ráðist verði í þá einu byggingu á Keflavíkurflugvelli, sem íslendingar hafa bein not af og stuðlar að því að greina á milli almennrar starfsemi á vellinum og hernaðarlegrar. Af 65 milljón dollara kostnaði við bygginguna hafa Bandaríkjamenn skuldbund- ið sig til að greiða 45. Með því að gera utanríkisráðherra ómerkan í málinu er tekin sú áhætta, að Bandaríkjamenn falli frá greiðslu- loforðum sínum. Þá fyrst gleddust kommúnistar en myndu líklega í lýðskrumi sínu hrópa hæst um „svik“ Bandaríkjamanna. Hins vegar verður í sumar hafist handa um smíði þriggja flugskýla á Keflavíkurflugvelli yfir orrustu- þotur varnarliðsins og ráðist verð- ur í hönnun nýrra olíumannvirkja fyrir varnarliðið í Helguvík. Hvenær neyða kommúnistar Ólaf Jóhannesson til að segja af sér með því að beita neitunarvaldi sínu gegn þessum framkvæmdum? Vitað er, að forsætisráðherra stendur með þeim í afstöðunni til framkvæmda í Helguvík og Steingrími Hermannssyni og Tómasi Árnasyni munar ekki um að bregðast Ólafi Jóhannessyni öðru sinni — um Ingvar Gislason þarf ekki að ræða, hann er bara með hugann við Búlgaríu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.