Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ1981 23 Hann varði titilinn oftar en nokk- ur annar eða í 25 skipti. Oftar en þeir átta meistarar samanlagt sem áttu eftir að taka við honum. Rotaði Schmeling í fyrstu lotu Árið 1938 keppti Louis aðeins þrisvar. Ein af þessum keppnum var á móti þeim manni sem hafði sigrað hann og rotað árið 1936, Þjóðverjanum Max Schmeling. Keppni þeirra fór fram 22. júní 1938 á „Yankee Stadium". Engin keppni Joe Louis fyrr né síðar vakti jafnmikla athygli. Max Schmeling var ofurmenni í augum Þjóðverja og sjálfur Adolf Hitler hafði lýst því yfir að það yrði Schmeling létt verk að fást við negra. Þeir væru óæðri kyn- stofn. En keppni þeirra fór eins og Joe Louis hafði lofað. Frá því að bjallan gall í fyrstu lotu var um algjöra einstefnu að ræða. Hin þungu og markvissu högg Joe Louis hröktu Schmeling strax út að köðlunum og hann varð að taka mörg þung högg. Hann átti ekkert svar við hinni stórkostlegu leiftur- sókn sem Louis hafði í frammi. Á aðeins 2 mínútum og 4 sekúndum tókst Louis að gera út um keppnina með því að senda Schmeling í gólfið með miklu vinstri handar rothöggi. Á þessum tveimur mínútum var Schmeling sleginn þrisvar í gólfið. Hægri, vinstri, bang, bang, bang. „Scmel- ing hangir í köðlunum eins og sjómaður í líflínu," sagði einn íþróttafréttamaðurinn sem lýsti þessum eftirminnilega hnefaleika- kappleik. Eftir sigur Louis brutust út mikil fagnaðarlæti. Ekki síst í fátækrahverfum stórborganna þar sem svertingjar dönsuðu um göturnar alla nóttina. Þetta var mikill sigur fyrir svarta kynstofn- inn. Gífurlegar tekjur Aðgangseyririnn í keppni þeirra nam meira en einni milljón doll- ara. Það er talið að á ferli Louis sem hnefaleikara hafi umboðs- menn hans náð að raka saman 4,6 milljónum dollara. En aðeins lítill hluti þessara tekna kom í hlut meistarans eða um 800 þúsund dollara. Louis þótti ákaflega örlát- ur á fé sitt. Fyrir vikið var hann ávallt stórskuldugur því að ekki var það oft sem vinir hans endur- greiddu það sem þeir fengu lánað. Enda hrjáði auraleysi hann lengst af og skattayfirvöld gáfu honum engan frið. Joe Louis í einni af síðustu keppni sinni gegn Ezzard Charles árið 1950. Louis tapaöi og varð aö þola mörg slæm högg. Louis mætti á eins margar hnefaleikakeppnir eins og hann gat hin síöari ár. Hér sést kapp- inn koma á eina keppnina. Honum var jafnan vel fagnað og vakti athyglí hvar sem hann kom. Hann getur hlaupið en ekki falið sig Ein af meiri háttar hnefaleika- keppnum Louis var árið 1941 er hann mætti Billy Conn. Conn var mjög fljótur og eldsnöggur hnefa- leikakappi og á mikilli uppleið er hann mætti Louis. Fyrir keppnina álitu fréttamenn að keppni þeirra yrði hörð og jöfn en Conn myndi hafa það á snerpu sinni. Louis var á öðru máli. Hann sagði: Billy Conn getur hlaupið hratt í hringn- um en hann getur ekki falið sig þar. Þetta var ein af erfiðustu keppnum Louis. En í lok 13. lotu tókst heimsmeistaranum loks að rota Billy Conn. Árið 1941 gekk Joe Louis í herinn. Hann ferðaðist mikið á stríðsárunum og sýndi hnefaleika. Ekki færri en tvær milljónir hermanna sáu hann keppa alls 96 sinnum á hinum ýmsu stöðum. Alls staðar var honum vel fagnað. Síðasta keppni Louis var 25. júní 1948 gegn Jersy Joe Walcott. Louis sigraði með rothöggi í 11. lotu. Louis tilkynnti að hann væri hættur hnefaleikum 1. mars 1949. En svo reyndist þó ekki vera. Peningaleysi rak hann af stað á nýjan leik. 9. sept. 1950 keppti hann aftur og þá við Ezzard Charles í New York. Louis tapaði í 15. lotu. Ferill hans í hringnum endaði svo endanlega 23. okt. 1951 er Rocky Marciano rotaði hann í 8. lotu. Stórkostlegur persónuleiki Joe Louis lést 66 ára gamall á sjúkrahúsi í Las Vegas. Hann fór ferða sinna í hjólastól síðustu æviárin. Hjartamein ásamt öðrum kvillum var banamein hans. Joe Louis var meira en hnefa- leikari. Hann var stórkostlegur persónuleiki. Á árunum 1934 fram til ársins 1951 var hann stolt svarta kynstofnsins í Bandaríkj- unum. Þegar hann keppti fylgdust allir með honum. Hann átti marga vini. Þjóðverjinn Schmeling sagði er hann frétti lát hans: „Joe var stórkostlegur hnefa- leikari og persónuleiki. Hann var sá besti um dagana. Hann var leiðarljós og tákn bandarískra blökkumanna. Hans líkar skjóta aðeins upp kollinum einu sinni á öld.“ Louis var jarðsettur í Arling- ton-grafreitnum að skipun Reag- ans forseta Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem fylgdu honum var Muhammed Ali. Hann sagði með tárin í augunum við útförina: „Joe Louis var ávallt fyrirmynd mín. Hann var og verður ávallt sá besti.“ Samantekt — ÞR Vorum að íá nokkrar gerðir ai leðursóia- settum írá Laier í Brasilíu. Sérstaklega talleg og vönduð vara. Húsgagnasýning sunnudag kl. 2-5. ^^Íllfilfe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.