Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.05.1981, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. MAÍ 1981 Guðni Þórðarson skrifar um sjávarútvegsmál: íslenskur kavíar grásleppuhrogna vinsæll veislumatur víða um heim íslendingar leggja til yfir 70% af heimsframleidslu grásleppu- hrogna. Fjögur erlend fyrirtæki ráöa yfir mestum hluta neytenda- framleiöslunnar og kalla „danskan“ og „þýskan“ kavíar. íslend- ingar ráða sjálfir aðeins yfir innan við 10% neytendaframleiðslunn- ar úr sínu eigin hráefni. Ekki verður það með sanni sagt um grásleppuna, að hún sé „fagur fiskur úr sjó“. I fegurðarsam- keppni fiskanna myndi grásleppan hljóta litla hylli við hliðina á fögrum fiskum, eins og síldinni, silfri hafsins, eða laxinum hinum konungborna og tigna fiski, þegar hann fer gljáfagur um straum- harðar árnar, nýkominn úr lang- ferðum sínum, um djúpa ála úthafanna. Engu að síður er það þó svo, að afurðir grásleppunnar, þessa „ljóta andarunga" meðal fiskanna við Islandsstrendur, þykja herra- mannsmatur á veisluborðum víða um heim við hliðina á laxinum og síldinni. Þá er búið að breyta grásleppuhrognunum í gómsætan kavíar með einfaldri verksmiðju- vinnslu, þar sem hrognin eru lituð og þau bragðbætt með kryddsós- um. Kavíar og kampavín hefir löng- um þótt ómissandi liður í öllum meiriháttar veislum, sem átt hafa að standa undir nafni. Með hverju árinu sem líður, hefur styrju- hrognakavíar stöðugt orðið sjaldgæfari og verð hans hækkað í samræmi við það. Sá hinn heims- frægi og eftirsótti styrjuhrogn- akavíar (Beluga) fæst úr fiski sem veiddur er í Kaspíahafinu. Talið er að gengið hafi verið mjög nærri þeim stofni vegna hinnar miklu eftirsóknar og háa verðs á heims- markaði. Eru það aðallega tvær þjóðir, íranir og Rússar sem framleitt hafa þennan kavíar. Er hann fenginn úr fremur smávöxn- um styrjuhrognum og kavíarinn sjálfur seldur í litlum glerkrukk- um eða dósum, enda er verðið hátt þegar hann er fáanlegur. Þannig er búðaverð á slíkum kavíar, til dæmis í Frakklandi, á síðasta ári um hálfa milljón íslenskra gkróna kílóið. Vegna minnkandi framboðs og hins háa verðs á styrjuhrogna- kavíar, hefir grásleppuhrognakav- íarinn átt ört vaxandi vinsældum að fagna, sem fyrsti og besti kosturinn í kavíarvali, að styrju- hrognakavíar frágengnum. Vax- andi velmegun fólks víða um heim eykur stöðugt eftirspurn og sölu á kavíar, sem enn sem fyrr þykir ómissandi í viðhafnarveislum og þegar fólk vill gera sér dagamun við ýmiskonar tækifæri. Þá er komið að þætti okkar Islendinga í kavíarmálum. Varð- andi þetta verðmæta og eftirsótta hráefni, hafa Islendingar sér- stöðu, sem þeir eiga ekki í neinni annarri framleiðslugrein. íslend- ingar framleiða nefnilega. 70— 75% af öllum þeim grásleppu- hrognum sem falla til á heims- markaöi, og gætu þess vegna að verulegum hluta ráðið verðlagi og markaðsstjórn í heiminum, varð- andi grásleppuhrogn og grá- sleppuhrognakavíar. Ástandið er hins vegar þannig, að erlendir aðilar annast þessi heimsviðskipti og markaðsstjórn fyrir Islendinga, kaupa hráefnið af Islendingum og ráða mestj um verðið. Þar sem fullvinnslan og markaðstökin um heimsbyggðina eru svo til alveg í höndum nokkurra stórra fyrir- tækja í Þýskalandi og Danmörku, sem ekki eru þó fleiri en svo að hægt er að telja þau á fingrum annarrar handar. Markaðshugmyndum og kynn- ingu íslenskra grásleppuhrogna á Guðni Þórðarson. heimsmarkaði er hægt að lýsa á talsvert dæmigerðan hátt, með því að segja frá atviki er átti sér stað í Rio de Janeiro á síðasta ári. Við erum stödd í heimsókn hjá einu stærsta, elsta og þekktasta heild- sölu- og innflutningsfyrirtæki milljónaborgarinnar. Þetta fyrir- tæki hefir að sérgrein verslun með valin matvæli og vín, sem berast þangað að frá þeim heimshlutum, þar sem hægt er að fá það besta sem framleitt er í hverri grein. í þetta fyrirtæki koma á degi hverj- um tugir kaupmanna, sem reka sérverslanir með flest það eftir- sóttasta og oft það dýrasta, sem hægt er að fá af matvælum, víni og áfengum drykkjum víðs vegar að úr heiminum. Eigandi stór- verslunar við eina af aðalgötum miðborgarinnar skammt frá þjóð- leikhúsinu í Rio, er þarna sjálfur kominn að gera innkaupin, þar sem stórhátíðir fara í hönd. Eftir að hafa valið nokkra kassa af völdum skoskum whisky-teg- undum, frönskum kampavínum og koniaki, dýrum borðvínum, og kryddaðri síld I glerkrukkum frá Svíþjóð (líklegast úr íslensku hrá- efni) þá er röðin komin að kavíar. Þeir eru hættir að versla með þann íranska úr Kaspíahafinu, styrjuhrognakavíarinn, og hafa nokkur undanfarin ár valið þýskan og danskan grásleppu- hrognakavíar sem fluttur er inn í 50—100 gr. glerkrukkum, í skrautlegum umbúðum. Virðist hann hafa líkað svo vel, að hann er að heita má kominn alls staðar í staðinn fyrir styrjuhrognakavíar- inn, sem bæði var orðinn svo til ófáanlegur og dýrari en gullið í Brasilíu, eins og kaupmaðurinn orðaði það. Nú stóð þannig á, að hvorki var til „danish caviar" eða „deutscher kaviar“,og óvíst hvenær sending væri væntanleg, þar sem hinar dönsku og þýsku verksmiðjur sögðu framleiðslu stöðvaða í bili, þar til hráefni bærist þeim að nýju á næstu grásleppuvertíð. Þeir vcru sem sagt búnir að framleiða og selja þjóðum heims öll íslensku grásleppuhrognin, sem þeir höfðu keypt frá íslandi í tunnum og sett í danskar og þýskar glerkrukkur og kallað síðan „danish" og „de- utscher" kaviar. En þær þýsku og dönsku verksmiðjur er þarna seldu venjulega til Brasilíu eru báðar meðal stærstu kaupenda á grásleppuhrognum frá íslandi. Kaupa árlega nokkrar þúsundir tunna. Þeir kvarta jafnan sáran yfir okrinu hjá íslenskum fram- leiðendum, sem með eftirgangs- munum fengu þá til að greiða sem svarar 33 cent fyrir grásleppu- hrogn sem fara í 100 gr glas, sem síðan er selt út úr búð t.d. í Rio de Janeiro fyrir 1000 cent eða 10 dollara. Verður þá að hafa í huga að iiðlega helmingur þessa verðs eru aðflutningstollar og þarlend verslunarálagning. Þegar fólki í fjarlægum heims- hlutum er á það bent, að flestar hinar þýsku og dönsku glerkrukk- ur geymi grásleppuhrogn, sem fengin eru frá íslandi, sem leggi til 70—75% af heimsframleiðslu þessarar eftirsóttu vöru, verða margir undrandi og vantrúaðir. Aldrei er getið um það í hinum skrautprentuðu umbúðum að framleitt sé úr íslenskum grá- sleppuhrognum. Það er helst ekki fyrr en búið er að borða kavíar upp úr íslenskri krukku, að kaup- maðurinn og sérfræðingurinn sannfærast. Niðurstaðan og sam- eiginleg skoðun allra verður þá venjulegast sú, að eðlilegast sé að þessi gómsæta vara hljóti að vera best, þegar hún er framleidd i upprunalandinu, eða erlendis und- ir umsjón og stjórn upprunalands- ins, og þá að sjálfsögðu undir sínu rétta nafni „íslenskur kavíar". Eftir því sem næst verður kom- ist, var heildarframieiðsla íslend- inga á grásleppuhrognum árið 1980 um 19 þúsund tunnur, þar af voru fluttar út sem hráefni um 17 þúsund tunnur, en í kringum 2 þúsund tunnur unnar hér, eða kannske tæplega það hjá þremur íslenskum verksmiðjum, Arctic á Akranesi, sem er lang stærsti framleiðandi á kavíar hérlendis. Hin fyrirtækin er framleitt hafa kavíar úr íslenskum grásleppu- hrognum að einhverju magni eru Vignir Jónsson á Akranesi og Niðursuðuverksmiðja K.J. á Akur- eyri. Fleiri aðilar munu eiga vélar til þessarar framleiðslu en nota þær ekki. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir um heildarframleiðslu- magn siðasta árs, en fluttar voru út um 17 þúsund tunnur og fyrir þann útflutning fengust um 2.390 milljónir gamalla króna. Af þessu sést að Islendingar vinna sjálfir kavíar ekki nema úr um það bil einum tíunda hluta þess hráefnis sem til féll á síðasta ári. Það er eftirtektarvert að megin- hluti hráefnisins fer til fárra stórra framleiðenda í Danmörku og Þýskalandi. Þannig kaupir ein þýsk verksmiðja Christiansen í Hamborg um 4 þúsund tunnur til þess að vinna úr „deutscher kav- iar“ eða helmingi meira hráefni en allar íslenskar kavíarverksmiðjur nota samanlagt. Tvær stórar danskar verksmiðjur Marina og Limfjord keyptu á síðasta ári, 1980, um sex þúsund tunnur af þeim 17 þúsund sem fluttar voru út frá íslandi. Tvær aðrar verk- smiðjur í Þýskalandi og Fredricks og Anglo Scandia munu hafa keypt um 3 þúsund tunnur. Þannig kaupa tvær danskar verksmiðjur og þrjár þýskar um 13 þúsund af þeim 17 þúsund tunnum sem fluttar voru út árið 1980. Afgang- inn keyptu ein verksmiðja í Bandaríkjunum um 1400 tunnur, verksmiðjur í Frakklandi svipað magn og 20—40 tunnur fóru til Svíþjóðar, Belgiu og Bretlands, hvors lands, til lítilla framleið- enda. Hlutdeild Islendinga í heims- framleiðslu grásleppuhrogna árið 1980 var sem hér segir, eftir því sem næst verður komist. Island framleiddi eins og áður er sagt um 19 þúsund tunnur, Kanadamenn um 4.500 tunnur, Grænlendingar um 2.500 tunnur og Norðmenn um 1.500 tunnur. Loks framleiddu Danir af eigin veiði um 1000 tunnur. Heimsframleiðsla grá- sleppuhrogna var því á síðasta ári, eftir því sem nú verður næst komist, í kringum 28.500 tunnur. Grásleppuveiði íslendinga og grásleppuhrognaframleiðsla hefir verið töluvert breytileg frá ári til árs. Engar ábyggilegar tölur liggja fyrir um heildarveiðina nema hvað skýrslur greina ná- kvæmlega frá útflutningsmagni. Þannig er hér um að ræða grófar tölur, sem þó geta aldrei verið langt frá nákvæmni. 1980 — 19.000 tunnur 1979 — 14.000 tunnur 1978 — 15.000 tunnur 1977 — 17.000 tunnur 1976 — 22.000 tunnur 1975 — 19.000 tunnur. Ymsar ástæður valda breyti- legum aflabrögðum grásleppu- veiðanna, eins og annars sjávar- fangs. Mikilvæg veiðisvæði fyrir Norðurlandi og Austurlandi eru viðkvæm og langvarandi ótíð til sjósóknar. Veiðar þessar eru yfir- leitt stundaðar á litlum bátum, flestum opnum. Netin liggja á grunnsævi, gjarnan nærri klett- óttum ströndum, þangað sem grásleppan leitar til að hrygna með vorinu og snemma sumars. íslenskar vísindastofnanir hafa gert talsvert umfangsmiklar rannsóknir varðandi lifnaðar- hætti hrognkelsanna. Gerðar hafa verið athyglisverðar vísindatil- raunir um vinnslu og geymslu grásleppuhrogna, meðal annars með frystingu þeirra í stað söltun- ar, eða blandaða aðferð söltunar og frystingar. Er ekki kunnugt um að slíkar tilraunir hafi verið gerðar hjá hinum smærri fram- leiðsluþjóðum grásleppuhrogna. Tilraunir þessar og rannsóknir sem eru mismunandi langt komn- ar í vinnslu, eru um margt mjög athyglisverðar, þó ekki sé rúm til að segja nánar frá þeim hér í þessari grein. Tilraunir um geymslu og flutning grásleppu- hrogna til kavíarvinnslu, þar sem hrognin eru lituð, söltuð, en aðal- lega treyst á frystinguna til varð- veislu vörunnar, geta til dæmis haft afgerandi áhrif á samkeppn- isaðstöðu fyrir Islendinga, þegar að því kemur að íslendingar vilja sjálfir taka í auknum mæli í eigin hendur kavíarframleiðslu í stærstu neyslulöndunum, þar sem fullunnin varan er hátolluð, en hráefnið flutt inn með vægum aðflutningsgjöldum. í ýmsum löndum eru til dæmis mörgum sinnum hærri tollar á hráefninu ef það er saltað með miklu salt- magni til geymslu, en ef það er flutt inn fryst. Um slíkt gilda breytilegar reglur eftir löndum og heimshlutum og hinum ýmsu markaðs- og tollabandalagssvæð- um heims. Segja má, að íslendingar séu algjörlega háðir erlendum aðilum varðandi verðlagningu, vinnslu og markað grásleppuhrognanna, þar sem svo lítið af kavíarframleiðslu og fullvinnslu, neytendamarkað- arins er í þeirra höndum. Sjálf- sagt er hér að finna aðalástæðuna fyrir því, að verðlag á grásleppu- hrognum hefir yfirleitt ekki hækkað að útflutningsverðmæti, ár frá ári, í hlutfalli við flestar aðrar sjávarafurðir, enda þótt hinn fullunni kaviar úr íslensku hrognunum sé víða seldur á ótrú- lega háu verði. Vissulega er það staðreynd, að Þjóðverjar og Danir urðu fyrstir til að ná tökum á kavíarfram- leiðslu úr grásleppuhrognum með þeim ágætum og vinsældum sem dæmin sanna. Áf þeim hafa ís- lendingar síðan lært að framleiða lostætið úr sínu eigin hráefni. Sú er raunar reynsla okkar um ýmsar aðrar ljúffengar óg vinsælar neysluvörur úr íslenskum sjávar- afla. Þær dönsku og þýsku verk- smiðjur, sem framleiða kavíar fyrir heimsbyggðina úr íslenskum grásleppuhrognum, hafa heldur Sýnishorn af lokum frá erlendum framleiðendum á íslenskum kavíar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.