Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 5 Hótel Isaf jörður: Sigurður Stefánsson ráðinn hótelstjóri IsafirAi, 7. mai. SIGURÐUR Stcfánsson hefur verið ráðinn hótelstjóri við Hótel fsafjörð. Tekur hann við starfi sinu eftir um það bil tvo mánuði. Til þess tíma hefur Anna Á. Innólfsdóttir viðskiptafræðingur tekið að sér að veita rekstrinum forstöðu. Kristín Karlsdóttir á ísafirði hefur tekið að sér að annast bókanir gesta á hótelið og á heima- vist menntaskólans, sem rekin verður sem útibú frá hótelinu. Sigurður Stefánsson er fæddur í Reykjavík árið 1950. Hann brautskráðist frá Verzlunarskóla íslands vorið 1969. Síðan hefur hann starfað hjá Happdrætti Há- skóla íslands, Heildverzlun Sveins Björnssonar í Reykjavík og hjá Reykjalundi í Mosfellssveit, þar sem hann var aðalbókari. Hann ílutti til ísafjarðar um áramótin 1979 til 1980, og hefur starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Guð- mundar E. Kjartanssonar síðan. Þá hefur hann verið ritstjóri Vestur- lands frá haustinu 1980. Reiknað er með að hótelið taki til starfa 17. júní næstkomandi. - Úlíar. Einar Olgeirsson hótelstjóri á Esju EINAR Olgeirsson hefur verið ráðinn hótelstjóri Ilótel Esju og tekur hann til starfa á næstunni, en Steindór Ólafsson sem verið hefur hótelstjóri um árahil hefur verið ráðinn til starfa hjá Cargolux í Luxem- borg. Einar Olgeirsson starfaði í 10 ár á Hótel Esju, lengst sem aðstoðarhótelstjóri, síðan var hann 5 ár hótelstjóri á Hótel Húsavík og sl. tvö ár hefur hann verið starfsmannastjóri á Hótel Sögu. í samtali við Mbl. sagði Einar að sér þætti spennandi að taka við Esju og mál legðust vel í sig. Leiðrétting MORGUNBLAÐIÐ tók of djúpt í árinni er það sagði í frétt blaðsins í gær, að utanríkismálanefnd Al- þingis hefði samþykkt drög að samkomulagi við Norðmenn um nýtingu hafsbotnsins milli Islands og Jan Mayen. Hið rétta er, að í Einar Olgeirsson frétt, sem Morgunblaðið vísaði til, er haft eftir Geir Hallgrímssyni, að utanríkismálanefndin hefði rætt málið og tekið sáttatillögunni vel, en enn þá ætti eftir að ræða einstök atriði. Morgunblaðið biður nemendur norska blaðamannaháskólans, sem var blandað inn í þetta mál, afsök- unar á þessum mistökum. Iletjur lialsi iis Við óskum sjómönnum til hamingju með mikla aflavertíð Karnabær býður ykkur 15% afslátt af fötum, á 15 ára afmælisári til 12. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.