Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 9 Sæmdur finnskri orðu FORSETI Finnlands hefur sæmt SÍKurjón Guójónsson fv. prófast riddarakrossi fyrsta sti({s finnsku oróunnar. Hvítu Rósinni. Sendiherra Finnlands, Lars Lindeman, afhenti orðuna við at- höfn í Norræna húsinu þann 11. apríl sl. Viö athöfnina nefndi hann sér- staklega hina miklu þýðingu sem Sigurjón Guðjónsson hefur haft fyrir menningartengsl Finnlands og íslands. Sigurjón Guðjónsson hefur verið mjög virkur félagi í Finnlandsvina- félaginu Suomi í áratugi og í stjórn þess um árabil. 1NNLEN-T Föngulegur hópur nemenda í norska blaðamannaskólanum er staddur hér á landi um þessar mundir ásamt kennurum, en einn þeirra er Sigurjón Jóhannsson, blaðamaður, sem er lektor við skólann. Er hann lengst til hægri á myndinni, en alls eru 40 manns í norska hópnum. Myndin var tekin við norska sendiráðið í Reykjavík, en undanfarna daga hafa Norðmennirnir kynnt sér ýmis málefni er varða land Og þjóð. Ljósmynd Mbl. Emilía. Verðandi norskir blaðamenn i heimsókn Góður afli Brettings frá Vopnafirði Vopnafirði. 7. maí. GÓÐUR afli hefur verið hjá skut- togaranum Brettingi hér eftir áramótin. og nú var hann að landa hér 165 tonnum eftir 5 sólarhringa veiðiferð. Siðasti túr Brettings var einnig góður. en þá kom skipið með tæplega 160 tonn að landi. Alls hefur Brettingur aflað um 1550 tonnum frá áramót- um. sem er mun betra en á sama tíma í fyrra er hann hafði iandað um 1000 tonnum. Afli tveggja báta er hér hafa veitt á línu og net hefur hins vegar verið iélegur. Það eru Ritan, sem aflað hefur um 300 tonn frá áramótum, og Þerna, sem veitt hefur um 250 tonn. Er það minna en á sama tíma í fyrra. Rita er nú að búa sig undir trollveiðar. Gráslepþuveiðar hafa gengið fremur illa hér. Alls stunda sjö bátar veiðarnar, og hefur aflahæsti báturinn fengið um 78 tunnur. Kalt er hér í veðri um þessar mundir, og lítt tekið að vora. Héla er á jörð, og skaflar enn ekki horfnir að fullu, þar sem mikill snjór var í vetur. — Fréttaritari. Lyklakippur / / Póstsendum. Verzlunin Laugavegi29, símar 24320 — 24321 — 24322. Samvinnuskólinn Bifröst: Pláss fyrir 39 nýja nem- endur en 210 sóttu um Samvinnuskólanum að Bifrost var slitið 1. mai sl.. en það er árlegur skólaslitadagur skólans. í ra-ðu skólastjóra. Ilauks Ingi- hergssonar. kom fram að alls hefðu 210 manns sótt um skóla- vist íyrir sl. ár, en aðeins var unnt að taka inn 39 nemendur vegna rúmleysis á heimavist. I vetur stunduðu 77 nemendur nám að Bifröst og þar af 38 i 2. bekk og útskrifuðust þeir allir með Samvinnuskólapróf. Hæstu einkunn á lokaprófi í 2. bekk hlaut Elvar Eyvindsson frá Skið- hakka. Vestur-Landeyjum. Rang- árvallasýslu. 8.83. Onnur varð Geirfinna Óladóttir frá Klettstíu. Norðurárdal. hlaut einkunnina 8.79 og þriðja varð Guðrún Guð- mundsdóttir frá ísafirði með ein- kunnina 8.75. í 1. bekk náðu allir nemendur tilskilinni framhaldseinkunn. Þar varð hæst Svava Björg Kristjáns- dóttur frá Ketilsstöðum á Tjörnesi með einkunnina 9,21. Annar varð Þórður Viðarsson frá Húsavík, hlaut einkunnina 8,96 og þriðja varð Kristrún Arnardóttur úr Vestmannaeyjum með einkunnina 8,79. Fyrir hönd 10 ára nemenda flutti Björg Jónsdóttur skólanum og nemendum hans árnaðaróskir og kveðjur auk þess sem 10 ára nemendur færðu skólanum Skarðsbók að gjöf. Þá flutti Hermann Þorsteinsson ávarp fyrir hönd 40 ára nemenda Samvinnuskólans og færði skólan- um að gjöf auk árnaðaróska pen- ingaupphæð sem renna má til eflingar sjónvarpsstúdíói skólans. Vigdís Pálsdóttir, formaður Nem- endasambands Samvinnuskólans, flutti kveðjur og veitti Þóru Þóris- dóttur frá Drangsnesi „Félags- málastyttuna" fyrir frábær störf að félagsmálum við skólann. „Bók- færslubikarinn" hlaut Rósa Njáls- dóttir úr Grundarfirði og „Sam- vinnustyttuna" hlaut Geirfinna Óladóttir, Norðurárdal. Auk skólanefndar heimsóttu á þriðja hundrað gestir skólann og þáðu kaffiveitingar að skólaslitum loknum. Auk hins venjubundna skóla- halds stendur Samvinnuskólinn fyrir öflugu námskeiðahaldi. A skólaárinu hafa nú þegar verið haldin 52 námskeið með 784 þátt- takendum, en í heild hafa um 4 þúsund manns sótt á einn eða annan hátt námskeið skólans, segir í frétt frá skólanum. Mokafli í apríl hjá bátum og togurum frá Eskifirði Eskifirði. fi. maí. MOKAFLI hefur verið hér sem víða annars staðar undanfarnar vikur og hafa bæði togarar og netabátar ausið fiskinum á land. Hólmanesið er að landa 210 tonnum í dag eftir stutta veiði- ferð. Af netabátum landaði t.d. Votabergið tvisvar síðustu viku, 54 lestum í annað skiptið og 110 lestum í hitt skiptið. Netabátar héðan draga tvisvar —■ þrisvar sinnum í túr. Eitthvað hefur nú dregið úr afla þeirra, Sæljón og Vöttur landa hvor um 40 lestum í dag. Jón Kjartansson hafði fengið 900 tonn af kolmunna við Færeyj- ar í gær og er búist við að hann komi inn á morgun til að landa. — Ævar BANKASTRÆTI 7 AÐALSTRÆTI4 EFNI: Bómull og acrylblanda LITIR: Ljósblátt, dökkblátt, rautt, vínrautt, Ijósgrátt STAKIR BOLIR: verð kr. 151,- STAKAR BUXUR: verð kr. 114,- •HDMIl LAUGAVEGI 47,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.