Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 10

Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 Iðjuhús við Kópavogshæli Suðvestur-hlið hins nýja iðjuhúss. IleilbrÍKðisráðherra. Svavar Gestsson. tók á lauKardag siðast- liðinn skóflustunKU að svo- nefndu iðjuhúsi við KópavoKs- hælið, en byKKÍnK iðjuhúss hefur lenKÍ verið á döfinni. Húsið verður reist með útveKKjaeininK- um frá BerKÍðjunni. vinnustofu Kleppsspitalans. ok þar með er að minnsta kosti G vistmönnum útveKuð vinna í allt að fjóra mánuði. Stefnt er að því, að Kera húsið fokhelt á þessu ári. í kjallara hins nýja iðjuhúss verður eldhús, matsalur og geymslur, en á hæðinni vinnustof- ur til iðjuþjálfunar, og mun öll aðstaða vistmanna Kópavogshæl- is til þjálfunar gerbreytast með tilkomu þessa húss. Samkvæmt kostnaðaráætlunum nemur kostn- aður við húsið 3.950 þúsundum króna, en fjárveitingar frá Styrktarsjóði öryrkja og þroska- heftra til hússins á þessu ári, og síðasta, nema um 1.900 þúsundum króna. Starfsemi Kópavogshælis hófst í desember 1952 og hefur síðan aukist jafnt og þétt, og fjármagn- aði Styrktarsjóður vangefinna byggingar stofnunarinnar. I frétt frá Ríkisspítölum segir, að við- horf til vangefinna hafi breyst mjög á seinni árum og að nú sé stefnt að því að veita sem flestum vangefnum þjónustu utan stofn- ana, og þess vegna er fyrirhuguð fækkun vistmanna á Kópavogs- hælinu, en jafnframt sé að því stefnt að auka þjálfun og meðferð vistmanna og bæta aðstöðu til hjúkrunar. í því skyni er byggt iðjuhús við Kópavogshælið, en iðjuþjálfun við hælið sækja að jafnaði 90 vist- menn, og sú starfsemi er nú til húsa í starfsmannahúsi og skrifstofubyggingu. Forstöðumaður Kópavogshælis- ins er Björn Gestsson. Þeir sem „hannað“ hafa hið nýja hús eru eftirtaldir: Arkitektar: Teikni- stofan hf., burðarþol: Verkfræði- stofa Braga og Eyvindar, lagnir: Verkfræðistofa Rafns Jenssonar og rafmagn: Verkfræðistofa Jó- hanns Indriðasonar. Svavar Gestsson tekur skóflu stunguna að fyrirhuguðu iðju- húsi við Kópavogshælið. Ljósm. Mbl. Kristján. V M Enn fréttist ekkprt af skýrslunni um Alverið og „hækkun í hafi“ Stjórn Landssambands kartöflubænda. Á myndinni eru frá vinstri: Eiríkur Sigfússon. Magnús Sigurðsson, formaður, og Yngvi Markús- son. Stofna Landssam- band kartöflubænda LANDSSAMBAND kartöflu- bænda var stofnað þann 1. mai siðastliðinn og að stofnuninni standa félög kartöflubænda á Suðurlandi og í Eyjafirði, sam- kvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk hjá Yngva Mark- ússyni á Oddsparti i Þykkvabæ, en hann á sæti i stjórninni. Yngvi sagði að hann ætti von á að Hornfirðingar mynduðu með sér félag og gengju í Landssam- bandið og einnig kvaðst hann telja að stofnuð yrði einhverskonar deild á Vesturlandi. í stjórninni eiga sæti þrír menn. Formaður er Magnús Sigurðsson, en aðrir í stjórn eru Eiríkur Sigfús8on og Yngvi Markússon. Yngvi sagði að stjórnin hefði ekki enn komið saman til að forma aðgerðir, en væntanlega yrði fund- ur haldinn á næstunni. Markmiðið með stofnun sambandsins sagði Yngvi vera að ná betri stjórnun á kartöflumálum, en bændur væru óhressir með þau. Sagði hann að kartöflubændur vildu sjálfir fá þar stjórnunaraðild. ENN FRÉTTIST ekkert af könn- un þeirri sem endurskoðunarfyr- irtækið Cooper og Lybrandt í London er að vinna fyrir iðnaðar- ráðuneytið, um meinta „hækkun i hafi“ á súrálsförmum sem fluttir hafa verið frá Ástraliu til ís- lands. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagði i samtali við Morgunblaðið i gær, að hann vissi ekki hvenær skýrsla fyrir- tækisins bærist, málið væri flókið og yfirgripsmikið, ok nauðsyn- legt hefði verið að hafa samband við marga aðila. Meðal annars hefði verið haft samband við Aiusuisse oftar en einu sinni. Hjörleifur Guttormsson óskaði hins vegar eftir að fá að gera athugasemdir við ummæli sem höfð eru eftir Emanuel R. Meyer, stjórnarformanni Svissneska ál- félagsins, í Morgunblaðinu í gær. Meyer lét umrædd ummæli falla á aðalfundi félagsins nýlega. Hjör- leifur sagði það ekki koma sér á óvart að Meyer sendi sér tóninn á þennan hátt, og talaði um pólitísk- an lit á málinu. — Okkar eina pólitík er íslenskir hagsmunir, sagði iðnaðarráðherra. Hitt sagði Hjörleifur hins vegar lakara, að Meyer hefði í hótunum við íslend- inga, og talaði um að veðjað hefði verið á skakkan hest varðandi fjárfestingu á íslandi. Sagði Hjörleifur hann ekki þurfa að hafa í hótunum við íslendinga, væri það ósk Meyers gætu íslend- ingar sjálfir tekið að sér rekstur Álversins, einir eða í samvinnu við erlenda aðila aðra. Ekki vildi Hjörleifur segja hvort þetta væri skoðun ríkisstjórnarinnar, þótt hann teldi það líklegt. Þá sagði ráðherra það „broslegt gort“ hjá Meyer, er hann segði íslendinga ekki hafa átt kost á lánafyrir- greiðslum til byggingar raforku- vera án fulltingis Svisslendinga. „Hafi þetta nokkurn tíma verið svo, þá er það það ekki lengur," sagði Hjörleifur. Margt fleira sagði Hjörleifur að ástæða væri til að gera athuga- semdir við í ræðu Meyers. Hann léti þó að sinni nægja að upplýsa, að rangt væri, sem Meyer segði, að Alusuisse hefði alltaf fylgt reglum um „transfer pricing" og „arms length standard". í þessu sam- bandi sagðist Hjörleifur vilja vitna til niðurstöðu skýrslu er unnin hafi verið sumarið 1975 af Cooper og Lybrandt, um Álverið árið 1974. í niðurstöðunum sagði Hjörleifur að segði svo, í íslenskri þýðingu: „Eins og bent er á í 72. grein, er það álit okkar að verðið sem Isal greiddi árið 1974 fyrir súrál sé hærra en það verð sem hægt hefði verið að búast við í viðskiptum óskyldra aðila. I samræmi við það er það skoðun okkar að útreikn- ingur á nettóhagnaði ísals það ár, sem lauk 31. desember 1974, sé ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í 27.04 grein aðalsamningsins. Þar af leiðandi teljum við að skattinneignarkraf- an, eins og hún hefur verið lögð fram af Alusuisse, hafi ekki verið réttlætt. Okkar skoðun er sú að kröfuna eigi að endurskoða á grundvelli þess hagnaðar, sem orðið hefði, ef verðið sem ísal greiddi hefði verið eins og tíðkað- ist í viðskiptum óskyldra aðila." Þessi niðurstaða sagði Hjörleif- ur að talaði sínu máli, hvað sem fullyrðingum Meyers JJði. Hjör- leifur neitaði hins vegar að láta blaðamanni Morgunblaðsins upp aðra þætti þessarar skýrslu og vildi ekki að Morgunblaðið fengi hana í heild. Sagði hann að það mál mætti athuga síðar, er spurt var hvort óeðlilegt væri að biðja um skýrsluna, í stað þess að fá „matreidda" úr henni valda kafla af iðnaðarráðherra. ÞESSA mynd tók ljósmyndari Mbl. Emilia á litilli sýningu Námsflokka Kópavogs á verkum nemenda sinna i trésmiði si. vetur, sem var haldin siðastliðinn laugardag i Kársnesskóla. Smiðakennari Námsflokkanna. Þórarinn Þórarinsson, hafði veg og vanda af sýningunni, en mikil ásókn var i smiðanámskeið hans, sem og önnur þau námskeið sem Námsflokkar Kópavogs buðu uppá i vetur. Rúmlega 700 nemendur stunduðu nám i Námsflokkunum i vetur og komust færri að en viidu. Námsflokkar Kópavogs bjóða upp á mjög fjölbreytt nám, eins og t.d. skrúðgarðyrkju, skrautskrift, bilaviðgerðir, nýsilfursmiði, saumaskap og margt fleira. Hvöt ef nir til vorferðar um hverfi Reykjavíkur Davíð Oddsson flytur ávarp Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins verða leiðsögumenn i ferð Hvatar, félags sjálfstæðis- kvenna i Reykjavik. um Rcykja- vík á sunnudaginn. Ilvöt hefur um langt skeiö haft vorferð af þessu tagi á starfsskrá sinni, og að þessu sinni varð ferð um Reykjavík fyrir valinu. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu Valhöll við Háaleit- isbraut klukkan 13, í langferðabíl- um. Ekið verður inn með Sundum, um Elliðavog, hring um Breiðholt- ið, á Öskjuhlíð, um Miðbæinn og út í Örfirisey. Þar verður áð í frystihúsinu Isbirninum og vinnu- salirnir skoðaðir og veitingar þegnar. Þar mun Davíð Oddsson borgarfulltrúi og formaður borg- arstjórnarflokks sjálfstæðis- manna ávarpa ferðafólkið. Til baka verður síðan ekið um Ægisíðu, Háskólahverfið og Hlíð- arnar, og endað við Valhöll. Áætl- aður komutími þangað er um klukkan 17. Þátttaka er öllum Davíð Oddsson formaður borgar- stjórnarflokks sjálfsta ðismanna. heimil, og tilkynnist fyrir klukkan 12 á hádegi á morgun, laugardag- inn 9. maí, í síma 82900 eða 82779. Fargjald er krónur 50, en ókeypis fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd fullorðinna. Fararstjóri er Ragn- hildur Pálsdóttur. (FróttatilkynnlnK)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.