Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.05.1981, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 13 Rússneski drenKurinn Seyðisfirði á sínum tíma og asnað- ist einu sinni til að segja Olafi, að sala Moggans hefði dregist nokkuð saman í plássinu, og hann símaði það strax suður bölvaður. Eitthvert sinn hitti ég í strætis- vagni aldraðan mann, sem ég þekkti nokkuð, og spurði hann náttúrulega strax um Ólaf Frið- riksson. — Hvort ég viti eitthvað um hann, ansaði sá gamli. Ég var nú sektaður fyrir það helvíti um 100 krónur austur á Seyðisfirði. Svo sagði hann mér söguna. Hann var viðstaddur í Suðurgöt- unni, og sagði að „helvítis kelling- in„ hefði bitið og slegið og látið öllum illum látum. Nokkrum dög- um seinna fer hann austur á Eskifjörð, að heimsækja foreldra sína, og verður þá reikað inn í búð. Þar byrja menn að spyrja hann tíðinda að sunnan, og maðurinn fer í grandaleysi sínu að lýsa Suður- götubardaganum og er ekki að skafa utan af hlutunum. Svo sér hann að það fer að síga brúnin á innanbúðarmanninum, en hann klárar sína frásögn og hugsar ekki meira um það. Um kvöldið er setið fyrir honum og hann barinn eins og harðfiskur. Maðurinn kærði auðvitað árásina, en þá var sýslu- maður, Magnús Gíslason, mikill sæmdarmaður, og hann gerði sér lítið fyrir og dæmdi manninn í 100 króna sekt fyrir að smána Ólaf Friðriksson. Þetta er svo furðuleg saga, að ég fór að athuga málið, en þá voru nú bækurnar sem ég þurfti einhvers- staðar í herbergi austur á Eiðum, svo ég fæ ekki úr þessu skorið strax. En ég rengi ekki manninn, því hann er þekktur að öðru en fleipri. Þannig hef ég verið að safna að mér miklum fróðleik um Suður- götuslaginn og rússneska drenginn og um leið upplýsingar um Ölaf Friðriksson og hans ævi. Og nú hef ég hert róðurinn, því það fer hver að verða síðastur. Þetta er samt orðið nokkuð kaldranalegt, því maður stendur sig að því að hugsa: Ja, þessi má nú fara, ég er búinn að tala við hann og: Mikið djöfull var að missa hann þennan. Allir sem geta veitt Pétri Pét- urssyni einhverjar upplýsingar um atburðina í Suðurgötu, Ólaf Frið- riksson, og piltinn Nathan, eru því hér með beðnir að snúa sér til mannsins. J.F.Á. Elín Guðmundsdóttir og Þóra K. Johansen. Aukatónleikar Tónleikanefnd- ar Háskólans á morgun AUKATÓNLEIKAR á vegum Tónleikanefndar Iláskólans verða haldnir í forsal Þjóðminjasafnsins við Ilringhraut á morgun, laugar- dag. kl. 17.00. Flytjendur verða Þóra K. Johansen og Elln Guð- mundsdóttir semballeikarar og flytja þær tónverk fyrir tvo semb- ala og einnig einleiksverk fyrir sembal. tónverki. Flutt verða verk fyrir tvo sembala eftir Johann Christian Bach, Wilhelm Friedemann Bach, Francois Couperin og Þorkel Sigur- björnsson. Sónata Couperins er útsetning á hljómsveitarverki en hin tónverkin eru samin fyrir sembala. Einnig verða flutt ein- leiksverk fyrir sembal eftir An- toine Forqueray og Domenico Scar- Skógræktarfélag Reykjavikur: Seldi 323 þúsund plöntur í fyrra AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 29. april sl. I skýrslu framkvæmdastjóra kom fram. að umsvif félagsins vaxa hröðum skrefum og eru fra'ðsla og upplýsingar þar ofar- lega á blaði. Seldar voru alls 323 þús. plöntur en það er veruleg aukning. Félagið stóð að því að undirhúa dag trésins í Reykjavik. Þá voru gróðursettar 34 þús. plönt- ur. Skógræktarfélagið gaf öllum níu ára börnum eina birkiplöntu sl. vor. Þetta vakti ánægju og athygli. Skógræktarstöðin í Fossvogi hefur fengið viðbótarland, 5,7 ha. við Fossvogsveg. Félagið sá um gróður- setningu og umhirðu í Óskjuhlíð, Rauðavatnsstöð, Breiðholtshverfi, Elliðaárhólma, en aðalstarfið á þessu sviði er þó á Heiðmörk. Þar voru gróðursettar 78 þús. plöntur og unnið að girðingum, vegagerð, kortagerð, veðurathugunum o.fl. Fram kom að hagur félagsins stendur með miklum blóma. Að skýrslum loknum flutti Reynir Vil- hjálmsson fróðlegt erindi með myndum um gróður í þéttbýli og notagildi garða. I aðalstjórn Skógræktarfélagsins eru nú: Jón Birgir Jónsson, form., Lárus Blöndal Guðmundsson, Bjarni K. Bjarnason, Björn Ófeigs- son, Þorvaldur Þorvaldsson. Fram- kvæmdastjóri er Vilhjálmur Sig- tryggsson. Ákveðið er að laugardaginn-9. maí verði haldinn fræðslufundur í Skógræktarstöðinni í Fossvogi. Þar verður sýnd gróðursetning, grisjun, klipping o.fl. Verður plöntusalan opin þennan dag. Peysuföt í ljósum sumarlitum frá Van Gils. Köflóttir eða yrjóttir jakkar, munstruð vesti og einlitar buxur. Bankastræti 7 og Aðalstræti 4 vörukynning SS á áleggi í SS búóinni Glæsibæ í dag kl 2-7 Komið og bragðið á

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.