Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 18

Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 Norrænt höfuðborg- armót í Stokkhólmi NORRÆNU félöKÍn efna til höf- uöborKarmóts i Stukkhólmi dag- ana 12. —14. júní nk. Efni ráð- stefnunnar er Stokkhólmur á dögum Rellmans. Allir félanar Norræna félagsins í Reykjavik eru velkomnir sem þátttakendur. Gert er ráð fyrir að um 100 manns taki í allt þátt í mótinu, um 20 þátttakendur frá hverju landi. Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað og húsnæði í Stokk- hólmi. Þátttökugjald er svo 300 sænsk- ar krónur. Þeir félagar Norræna félagsins sem eru á ferðinni og hafa áhuga á þessari dagskrá ættu að hafa samband við skrifstofu Norræna félagsins hið fyrsta. (Fréttatilkynning) Farið fram á 18—21% hækkun dagvistargjalda NÚ LIGGUR hjá mennta- málaráðuneytinu beiðni frá stjórnarnefnd dagvistunar í Iteykjavík, sem staðfest var í félagsmálaráði og samþykkt í borgarráði, um hakkun á dagvistargjöldum. Firmakeppni Sörla FIRMAKEPPNI hestamannafé- lagsins Sorla í Ilafnarfirði verður haldin þann 9. mai kl. 2 e.h.. með þátttöku 130 fyrirtækja. á velli félagsins við Kaldárselsveg. Þá verður haldið íþróttamót þann 24. maí. Gæðingakeppni og kapp- reiðar félagsins verða 29. og 30. maí. Sörlafélagar ætla að halda dag fatlaðra laugardaginn 23. mai kl. 3 e.h., með því að teyma undir fötluð- um á svæði félagsins við Kaldársels- veg. Samkvæmt hækkunarbeiðn- inni er farið fram á að leik- skólagjöld hækki úr 330 krón- um á mánuði í 400 krónur og er þar um að ræða um 21% hækkun. Þá er farið fram á að gjöld fyrir vistun á dagheimili hækki úr 550 krónum í 650, en þar er um að ræða rúmlega 18% hækkun. Samkvæmt upplýsingum Sveins Ragnarssonar félags- málastjóra er brýnt að afstaða til þessara hækkunarbeiðna verði tekin sem fyrst, því félagsmálastofnunin inn- heimtir gjöld í upphafi hvers mánaðar. Ekki hafði verið tekin af- staða til þessarar hækkunar- beiðnar þegar Mbl. hafði síð- ast spurnir af. Fyrsti formaður Kvenfélags Ilveragerðis i ræðustól en til hliðar við hana situr Pálína Snorradóttir. núverandi formaður félagsins. Kvenfélag Hveragerðis 30 ára: Gáfu 5000 krónur til kaupa á baðlyftutæki KVENFÉLAG Hveragerðis varð 30 ára í sl. mánuði en félagið var stofnað 4. marz 1951 af 12 konum í Hveragerði. Fyrsti formaðurinn var Elín Guðjónsdóttir og gegndi hún formennsku i 20 ár. Nú eru félagskonur 54. Heiðursfélagar eru Elin Guðjónsdóttir og Ingi- niaria Karlsdóttir. Kvenfélag Hveragerðis hefur lát- ið flest þau framfara- og menning- armál, sem á hverjum tíma hafa komið upp í þorpinu, til sín taka og eins hefur það unnið mikið að mannúðar- og líknarmálum. T.d. gengst félagið fyrir skemmtun fyrir eldri borgara á hverjum vetri. Það hefur rekið leikskóla fyrir yngstu borgarana í fjölda ára í eigin húsnæði, en síðustu árin hefur hreppsfélagið kostað rekstur hans. Félagsstarfið hefur verið öflugt í vetur og nefndir starfað af kappi. Margir góðir gestir hafa komið á fundi félagsins í vetur og flutt fræðsluerindi og svarað spurning- um. Leikhúsnefnd sér um leikhús- ferðir og eru 33 félagar með áskriftarkort í ár. Á fundi í marzmánuði var 30 ára afmælisins minnst með ýmsum hætti og bárust félaginu þá mörg heillaskeyti. Þær Sigurhanna Guð- mundsdóttir, formaður SSK og Ragnheiður Ingvarsdóttir gjald- keri, heimsóttu félagið á afmælinu og færðu því blóm. Pálína Snorra- dóttir þakkaði fyrir félagsins hönd og afhenti Sigurhönnu 5000 kr. sem renna eiga til kaupa á „baðlyftu- tæki“ í Sjúkrahús Suðurlands. Stjórn Kvenfélags Hveragerðis skipa: Pálína Snorradóttir formað- ur, Benný Sigurðardóttir, Ásta Guðmundsdóttir, Sigrún Helga- dóttir og Guðbjörg Jóna Sigurðar- dóttir. Á vegaslóð- um þingmanna Vestfirðinga Miáhúsum. fi. mai. Á SUMARDAGINN fyrsta fóru tveir ungir menn frá Reykhólunt, þeir Valdimar Jónsson og bórólf- ur Grimsson, á snjósleða að athuga snjóalög á Steingríms- fjarðar- og Kollafjarðarheiði. Er þetta í þriðja skipti, sem Valdi- mar kannar þessar heiðar. Hann sagði, að munur á snjóa- lögum á þessum heiðum væri geysimikill og gizkaði hann á, að meðalsnjódýptin á Steingríms- fjarðarheiði væri nú um 1,5 metr- ar. Þar sæist vart á dökkan díl. Hins vegar var snjór á Kollafjarð- arheiði mjög lítill og vegatroðn- ingar víða auðir, svo að leita varð að snjó til að komast leiðar sinnar á sleðunum. Valdimar sagði að lokum, að snjórinn hefði verið mun meiri á Steingrímsfjarðarheiði á hvítasunnu árið 1976. Til glöggvunar fyrir ókunnuga má geta þess, að þingmenn hafa valið Steingrímsfjarðarheiðina sem verðandi vetrarvegarstæði fyrir ísfirðinga, sem merkir í hugum kunnugra, að einangrun þeirra breytist ekki. — Svoinn Tvær sölur TVÖ ÍSLENZK fiskiskip lönduðu afla sínum erlendis í gær. Gull- berg VE seldi 148,9 lestir í Grims- by fyrir 1186,4 þúsund krónur, meðalverð á kíló 7,96 kr. Jón Vídalín seldi 159,7 lestir í Cux- haven fyrir 779,5 þúsund krónur, meðalverð á kíló 4,88 kr. Ásta Þorgrímsdóttir Minningarorö Fædd 3. febrúar 1909. Dáin 1. maí 1981. „ViA sjáum hvar sumar ronnur moÁ sól yfir dauóans haf or lyftir í eilifan aldinKaró þvi ollu sem Drottinn Raf.“ (MJoch.) Ásta er farin heim eftir langa og stranga sjúkdómslegu. Og nú er hún laus við þjáningar, þreytu og kvíða, sem hafa þjakað hana sl. 5'á ár. Þó sorg og söknuður sé okkur efst í huga, þá megum við ekki gleyma því, að hún hefur fengið þá hvíld, sem hún var farin að þrá svo mjög. Við fráfall góðrar vinkonu og félagssystur rifjast upp ótal margar minningar, ljúfar og góð- ar. Það fyrsta sem kemur mér í huga er sú einstaka tryggð hennar við þá sem henni voru kærir, og þau málefni sem hún tók ástfóstri við. Hún varð ung skáti og hafði starfað æ síðan, eða frá 1922. Auk þess var hún félagi í St. Georgs- gildi Reykjavíkur frá stofnun þess. Hún var hinn raunverulega sanni skáti, það geta allir borið um, sem þekktu hana. Hjá henni var aldrei nein hálfvelgja — hún hafði ákveðnar meiningar og fylgdi þeim eftir. Hennar skoðun var, að sannur skáti ætti að vera: sannorður, orðheldinn, tryggur, heiðarlegur, hjálpsamur, góður fé- lagi og sannur vinur. Þar var enginn millivegur. Skátalögin voru svona frá upphafi, þeim mátti enginn breyta. Skátaheitið kvað á um skylduna við Guð, ættjörðina og náungann, að því bar að stefna. Engu breyta. Skáta- hreyfingin var ekkert tízkufyrir- bæri, hún var lífsskoðun, lífsfyll- ing. Og hún fetaði ákveðin þessa skátagöngu og slakaði ekki á kröfunum. Hún var viðbúin til hinstu stundar. Eg kynntist henni í gegnum skátastarfið fyrir um það bil 50 árum. Allan þennan tíma hefur ekki skugga borið á vináttu okkar, og svo veit ég er um fleiri, sem hún hefur tekið tryggð við. Og hún hefur sannarlega átt mörg hand- tökin og sporin fyrir þennan félagsskap. Óll sín beztu ár helg- aði hún sig skátastarfinu í öllum frítímum sínum og vel það. Eiginmaður hennar, Erlendur Jóhannsson, eða Elli eins og við vinir þeirra hjóna köllum hann er einnig skáti og gildisbróðir. Hann hefur verið alveg einstakur í öllum hennar veikindum, svo er einnig um synina og Ástu tengdadóttur hennar, sem hefði ekki getað verið henni betri þó hún hefði verið hennar eigin dóttir. Ásta og Erlendur eignuðust 3 syni, Jóhann, búsettan í Banda- ríkjunum, Höskuld, búsettan í Reykjavík, kvæntan Ástu Kröyer, og Kjartan, búsettan í Reykjavík, ókvæntan. Barnabörnin eru 5. Nú er Ásta komin heim, eins og við skátar segjum um þá sem látnir eru, og við biðjum Guð að blessa heimkomu hennar. Þessum fáu kveðjuorðum fylgja hlýjar kveðjur og hugheilar þakk- ir frá skátasystrunum í Félagi eldri kvenskáta — frá gildisvinun- um í St. Georgs-gildi Reykjavíkur, einnig frá öllum gildisvinum sem kynntust henni. Eg og mín fjöl- skylda flytjum henni innilegar þakkir fyrir trygga vináttu og biðjum henni blessunar Drottins. Oll vottum við eiginmanni hennar, sonum, tengdadóttur og barnabörnum og öðrum ástvinum innilegustu samúð. Á henni sannaðist kjörorð skáta: Vcrtu viðbúin og kjörorð St. Georgs: Eitt sinn skáti. Avallt skáti. Þannig fór hún heim, meira að starfa Guðs um geim. Blessuð sé minning hennar. Hrefna Tynes. í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Ástu Þorgrímsdóttur, Kleppsvegi 6, en hún lést 1. maí siðastliðinn. Hvar á að grípa niður, þegar minnst er hálfrar aldar samfylgd- ar? Oft var setinn Svarfaðardalur í litla súðarherberginu í Grjóta- götu 5 og þar glímt við að ráða angalíur lífsgátunnar, minna mátti það ekki vera. Þar voru endrum og sinnum, auk okkar Erlendar, skólabræður mínir, séra Árelíus og Gunnar Ólafsson, síðar skólastjóri á Neskaupstað. En prýði hópsins var Ásta, unga og bráðfalleg, körsk og lífsglöð, er lét ekki deigan síga í skoðanaskipt- um, svo að jafnvel Árelíus með sína miklu mælsku varð að hopa í viðræðu við hana. Ásta var hlát- urmild, svo að samkoman var ætíð laus við lunta. Sjaldan verður mér litið svo í eina hillu í bókaskáp mínum, að ekki rifjist upp atvik frá aðfanga- dagskvöldinu 1931. Þegar ég kom heim lá pakki á borðinu, en hans átti ég ekki von. Líkt var Ástu að sjá til þess að vesalingur minn færi ekki í jólaköttinn. Þegar umbúðunum hafði verið svipt utan af, kom í ljós stór og dýr bók, nýlega út komin. Vafalaust hafa þau kaup ekki verið Ástu þrauta- laus, en svo rík var höfðingslund hennar, bæði þá og síðar, að hún sást stundum ekki fyrir. Sú kom tíð, að ég þurfti æði oft að líta í þessa bók, gat ekki án hennar verið. En hver var Ásta og hvernig lágu leiðir okkar saman? Haustið 1928 fluttist Erlendur Jóhanns- son, æskufélagi minn úr Stykkis- hólmi, til Reykjavíkur og byrjaði þar nám í húsgagnasmíði. Sam- tímis og ég settist fyrir fullt og fast að syðra, sem var úthall alþingishátíðarsumars 1930, urð- um við sambýlismenn og stóð svo í fjögur ár. Erlendur hafði ekki verið lengi í Reykjavík, þegar hann gerðist skáti, og er nú með þeim elstu í þeirra hópi, enda haldið óslitið tryggð við þann félagsskap í röska hálfa öld. En hann átti annað og meira erindi í hóp skáta en að tileinka sér boðorðið að vera viðbúinn. Ásta hafði verið ein af stofnendum Kvenskátafélags Reykjavíkur. Kynni þeirra byrjuðu á leiðum skáta og hrökk brátt sem af tinnu neisti á milli þeirra og varð af varðeldur, sem enst hefur vel og lengi. — Vitaskuld fór ekki hjá því, að égyrði skjótt kunnur Ástu, enda hún tíður gestur hjá okkur allan tímann, sem þau sátu í festum. Ásta var Reykjavíkurbarn, fædd 3. febrúar 1909. Foreldrar hennar voru Sigurbjörg Illuga- dóttir og Þorgrímur Jónsson. Ung- ur var hann á skútum, en lærði síðar múraraiðn. Hús reisti hann sér við Laugaveg 151, og þar voru æskustöðvar Ástu og systkina hennar, en þau voru fimm, þrjár systur og tveir bræður, og að auki ein fóstursystir. Annar bróðirinn er látinn fyrir alllöngu. Þorgrími kynntist ég. Hann var einkar hugþekkur maður, sem lét lítið yfir sér. Oft mun honum, sem fleirum á þeirri tíð, hafa reynst þungur róður að sjá sínu fjöl- menna heimili farborða og sökum þess var aldrei auður þar í garði. — Ásta var þrjá vetur í Kvenna- skóla Reykjavíkur, en lærði síðan hatta- og skermagerð og starfaði við þá iðn þangað til þau Erlendur stofnuðu heimili um mitt sumar 1934, en hann hafði þá fyrir nokkru lokið sveinsprófi í sinni iðn. Búskap byrjuðu þau á Öldugötu 16 og bjuggu þar í 12 ár. Hjá þeim var lengi eftirsóknarverður griða- staður ungs fólks, sem allt var skátar, að mér undanskildum. Góðgerðir voru ekki skornar við nögl. Margt var sér til gamans gert, en á öllu var skátabragur. Ekki eru allir lífs, sem þar voru, og með Ástu hverfur motor prim- us þessa gestaboðs, minningin um það ornar vafalaust fleirum en mér, þótt langt sé um liðið síðan því lauk. Börn Ástu og Erlendar eru þrír synir: Jóhann flugvirki, búsettur í Bandaríkjunum, Höskuldur toll- vörður og Kjartan vélstjóri. Hösk- uldur er kvæntur Ástu Kröyer og eiga þau tvo syni. Ásta tók snemma mikla tryggð við æskustöðvar Erlendar og tengdafólk sitt þar vestra. Er mér í minni, hve kært var með tengda- mæðgunum. Sagðist Anna, móðir Erlendar, ekki eiga nógu sterk orð til að blessa Ástu sína. En víða mátti á sjá, að Ásta var trölltrygg og sparaði ekki að rétta hlut vina sinna, ef henni fannst á þá halla. Ekki brást hún hugsjón skáta, og gætti þess alla tíð jafnt í orði sem verki. Eftir að drengir þeirra hjóna voru á legg komnir byrjaði Asta að vinna utan heimilis, fyrst við verslunarstörf, en síðan hjá Ríkis- útgáfu námsbóka, uns heilsan bilaði 1975 og varð ekki aftur heimt. Allur var tími þessi þrot- laus barátta við sjúkdóm, sem ekki varð við ráðið. Kjarkur henn- ar var óbilandi öll þessi þrautaár. Erlendur gekk heldur ekki heill til skógar. Byrðar sínar báru þau saman með stakri prýði, tóku þeim sem væru þær óumflýjan- legar og höfðu fá orð um. — Með brottför Ástu Þorgrímsdóttur lýk- ur langri samfylgd, sem hefur verið okkur Helgu kær og við þökkum af alhug um leið og við sendum Erlendi, sonunum og öðr- um hennar nánustu hlýjar samúð- arkveðjur. Lúðvík Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.