Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 23

Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 23 Sigurður Vilhjálms- son - Minningarorð Fæddur 1. apríl 1914. Dáinn 28. apríl 1981. Eftir langan og dimman vetur milli austfirzkra fjalla á fólk sér þann draum heitastan að fá að lifa hlýtt sumar, gjöfult til lands og sjávar. En þegar voraði þá barði dauðinn að dyrum. Sigurður Björgvin Vilhjálmsson á Neskaup- stað er látinn. Hann verður jarð- sunginn frá Norðfjarðarkirkju í dag. Ekki er þessi grein skrifuð af því að ég þekkti Sigga föðurbróður minn betur en aðrir. Siggi var hlédrægur og fáskiptinn og efast ég um að nokkur hafi vitað hvað í huga hans bjó. En ég á minningar um samverustundir með Sigga, stundir, sem lífguðu uppá tilveru mína og svo hefur einnig verið um þá er hann umgékkst meira. Siggi fæddist þann 1. apríl 1914 og var hann fjórði í röð ellefu systkina, en til viðbótar átti hann fjögur eldri hálfsystkin. Hann var sonur hjónanna Kristínar Árna- dóttur og Vilhjálms Stefánssonar, en þau bjuggu allan sinn búskap að Hátúni í Nesi í Norðfirði, nú Neskaupstað. Vilhjálmur afi minn var útvegsbóndi. í þessum aust- firzka bæ ólst Siggi upp og átti allan sinn starfsaldur, að undan- skyldum tveim árum er hann var við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. I bæjum sem þessum hafa íbúar alltaf átt allt sitt undir því sem sjórinn gaf í aðra hönd, og á sjó og við sjó starfaði Siggi alla tíð. Fyrst reri hann á bátum og togurum, um tíma við eigin út- gerð, en í 25 ár starfaði hann á netaverkstæði bróður síns, Frið- riks Vilhjálmssonar. Munu öll íslenzk síldarskip og seinna loðnu- skip hafa notið þjónustu þeirra. Þegar ég var barn þótti mér oft spennandi þegar frændfólk mitt kom í bæinn. Siggi var meðal þeirra. En fyrst held ég hafi kynnst Sigga á liðnum áratug þegar hann kom nokkur jól og dvaldi hjá foreldrum mínum. Tók ég snemma eftir því, að þar fór talnaþenkjandi maður. Var hann óþreytandi við lausnir á ýmis konar rökþrautum eins og mynda- gátum og krossgátum. En mesta ánægju fannst mér hann hafa af að spila bridge og ekki síður það spil er fáir kunna, l’hombre. Vor og sumur söðlaði hann um, fór í lax norður í Vopnafjörð, silung í Norðfjarðará eða reri á skektunni sinni og lagði fyrir rauðmaga í Norðfirði. í spilum fór Siggi ekki alltaf troðnar slóðir, virtist mér. Naudungaruppboð annað og síðasta sem auglýst var í 51., 54. og 57. tölublaði Lögbirtingablaösins 1979, á Auðbrekku 50 — hluta —, þinglýstri eign Jöfurs hf., fer fram á eigninni sjálfri miðvikudaginn 13. maí 1981 kl. 10.00. Bœjarfógetinn í Kópavogi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 107. og 111. tölublaöi Lögbirtingablaðsins 1979 og 5. tölublaöi 1978, á Fannborg 3 — hluta — þinglýstri eign Karls Davíðssonar, fer fram á eigninni sjálfri miðviku- daginn 13. maí 1981 kl. 10.30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU og svo var víst einnig í veiðiskapn- um. Ekki var árangur hans þó lakari en annarra. Frávik hans frá því sem almennt var talið rétt stafaði af því að hann taldi sína lausn skynsamiega miðað við að- stæður hverju sinni. Siggi kvæntist aldrei. Átti hann heimili hjá Þorbjörgu systur sinni og manni hennar Jóiii Einarssyni. Og enga afkomendur átti hann. En samt var hann „yngdur upp“. Á páskadagsmorgni var skírður í Norðfjarðarkirkju lítill drengur, nafnið var Sigurður Friðrik. Hann er dóttursonur Jóns og Þorbjarg- ar. Siggi kunni vel að meta þetta. Á liðnum árum hafði Siggi kennt sér hjartameins. Eftir veik- indi stóð hánn jafnan upp aftur og hóf störf að nýju. Honum leiddist aðgerðarleysi. Og kallið kom þar sem hann var við vinnu sína á netaverkstæðinu. Var hann flutt- ur á sjúkrahús, en þar andaðist hann innan stundar. Þann dag voru liðin 104 ár frá fæðingardegi föður hans, Vilhjálms í Hátúni. Eg vil þakka forsjóninni fyrir að hafa átt Sigurð Vilhjálmsson að föðurbróður og fengið að kynn- ast honum. Við sem kynntumst honum munum sakna hans, megi hann hvíla í guðs friði. Vilhjálmur Bjarnason Til viðskiptamanna sparisjóða UM SKULDBREYTINGU LAUSASKULDA HÚSBYGGJENDA OG IBÚÐAKAUPENDA f FÖST LÁN. I framhaldi af fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar hefur stjórn Sambands ísl. sparisjóða mælt með því við sparisjóðina, að þeir gefi viðskiptavinum sínum sem fengiö hafa lán hjá sparisjóði vegna húsbyggingar eða íbúðarkaupa á undanförnum þremur árum, kost á að sameina þau í eitt lán, sem yrði til allt að 8 ára. Þau heildarlán sem sparisjóðirnir breyta á þennan hátt, nema þó aldrei meira en 10% af heildarútlánum hvers sparisjóös, miðað við 31.12.1980. SKILYRÐI FYRIR SKULDBREYTINGU A. að umsækjandi hafi fengið lán hjá Húsnæðisstofnun rlkisins á árunum 1978, 1979og 1980 eða verið lánshæfur á þessum árum, samkvæmt núgildandi reglum stofnunarinnar. B. að umsækjandi eigi aðeins eina íbúð eöa íbúðarhús, byggt eða keypt á þessum árum til eigin afnota. C. að umsækjandi hafi fengið lán hjá sparisjóði til íbúðakaupa eða byggingar og skuldi 31.12.1980 vegna slíkra lána 20.000 nýkrónur eða meira, enda hafi lánin upphaflega verið veitt til skemmri tíma en fjögurra ára og eigi að greiðast upp á næstu þremur árum eða skemmri tíma. Undanskilin skulu skammtímalán veitt vegna væntanlegra húsnæðislána, lífeyrissjóðslána eða annarra tímasettra greiðslna. LÁIMSKJÖR Lánstími 8 ár, eða skemmri tími samkvæmt ósk lántakanda. Lánin bundin lánskjaravísitölu með 21/2% vöxtum og veitt gegn fasteignaveði. Veðsetning eignar skal ekki nema hærra hlutfalli en 65% af brunabótamati. Lánsfjárhæð skal ekki nema hærri upphæöen 100.000 krónum og endurgreiðast með ársfjórðungslegum afborgunum lánstímabilið. UMSÓKNIR Umsókn um skuldbreytingarlán skal umsækjandi skila á sérstökum eyöublöðum í þann sparisjóð, þar sem hann hefur aðalviðskipti sín. Skal þar skrá öll þau skammtímalán, sem óskað er að breytt sé, ( hvaða sparisjóði sem þau lán eru. Auk umsóknar skal umsækjandi skila veðbókar- og brunabótamatsvottorði eignar sinnar, sem veðsetja á til tryggingar láninu. Sá sparisjóður, þar sem hæsta skuld umsækjanda er, veitir lániö og gerir upp lán við aðra sparisjóði. Sé umsækjandi í vanskilum með önnur lán, skal hann gera þau upp áður en skuldbreyting fer fram. UMSÓKNARFRESTUR Frestur til að skila umsóknum er til 31. mal n.k. Lánveitingar munu fara fram jafnóðum og unniö hefur verið úr umsóknum og ekki síðar en 31. júlí n.k. SAMBAND (SLENSKRA SPARISJÖÐA verðlækkun áöliog gosdrykkjum HF.ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.