Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 30

Morgunblaðið - 08.05.1981, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 'i Margir nú atvinnu- lausir ÝMSAR sviptinKar haía átt sér stað i málum fram- kvæmdastjóra ensku knatt- spyrnunnar að undanfornu. Aður hefur verið Kreint frá brottrekstri Dave Sextons frá Manchester Utd. En síðan hafa fleiri bæst í hóp atvinnu- lausra. John Neal var rekinn frá Middlesbrough i vikunni ok daginn áður hafði Gordon Lee fengið sömu meðferð hjá Everton. Uá var Stan Ander- son rekinn frá Bolton. I>ar með hefur sjö framkvæmda- stjórum verið sagt upp störf- um sínum i deildunum fjórum i Englandi siðustu dagana. öll félögin eiga það sameigin- legt, að hafa ekki náð þeim árangri sem forráðamenn þeirra höfðu gert sér vonir um. En fréttir af framkvæmda- stjórum hafa ekki allar verið á einn veg, fyrir skömmu undir- ritaði Alan Mullery nýjan 3 ára samning við Brighton og þó hefur félagið barist í bökk- um í 1. deild síðustu tvö keppnistímabilin. Stjörnu- hlaup FH FJÓRÐA Stjörnuhlaup FH verður haldið mánudaginn 11. mai á Kaplakrikavelli. Keppt verður i 2 milum i karlaflokki og 1000 m hlaupi í kvennaílokki. Hefjast hiaup- in kl. 19.30. Hlaupið er liður í keðju víðavangshlaupa þar sem Eyr- arbakkahlaupið féll niður vegna framkvæmdaleysis. Þetta er síðasta hlaupið og ræður úrslitum í karlaflokki. Fyrir hlaupið er Mikko Háme efstur, einu stigi á undan Ágústi Ásgeirssyni, en ef Ágúst sigrar í hlaupinu fer hann upp fyrir Mikko. Ennfremur er þetta keppni um bikara í Stjörnuhlaupinu en þar eru Mikko Háme og Gunnar Páll Jóakimsson jafn- ir, með 12 stig. En í kvenna- flokki er Guðrún Karlsdóttir efst. Reykjavíkurmeistarar Fylkis „Hvað er í bikarnum?" gætu piltarnir verið að hugsa eða segja á þessari mynd Emiliu. En mynd- in var tekin á Melavellinum i gærkvöldi, er Fylkismenn tóku við Reykjavíkurmeistaratitlinum i knattspyrnu, sem félagið vann í fyrsta skiptið i sögu sinni. Liðið tryggði sér endanlega sigur á mótinu með 3—1 sigri gegn Ármanni i fyrrakvöld. Aukastig- ið nægði til að skjótast fram úr Víkingi, sem hafnaði i öðru sæti. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGAAL (ALMgSiO,5) Seltuþoliö Fjölbreyttar stæröir og þykktir VINKILAL L lLL SIVALT AL FLATAL ÁLPRÓFÍLAR □izzjna Þessi vörpulegi hópur er ekkert annað en islenska landsliðið i kraftlyftingum, sem tekur þátt i EM i Parma á ltalíu um helgina. Margir þessara kappa komu við sögu í metaslættinum á meistara- móti íslands um síðustu helgi. Þó var mál manna. að þeir hefðu sparað kraftana til að eiga meira inni i Parma. Ljfam. Kmiiía. Valsmenn endurréðu Akbachev Handknattleiksdeild Vals hefur endurráðið Sovétmann- inn Boris Akbachev fyrir na'sta keppnistímabil. Ak- hachev sá um þjálfun karla- flokkanna á nýloknu keppnis- timabili og hann mun ýmist þjálfa þá flokka á ný, eða hafa yfirumsjón með þeim. Punktar úr ensku knatt- spyrnunni Ken Hibhitt, góðkunnur knattspyrnumaður hjá New- castle. og bróðir Ken Ilibbitt hjá Wolverhampton, heíur neyðst til að leggja skóna á hilluna. Hann meiddist i hné á keppnistimabiiinu og náði sér ekki á strik þrátt íyrir upp- skurð. Frank Grey, skoskur iands- liðsmaður hjá Nottingham Forest, hefur gengið til liðs við Leeds Utd. Leeds greiddi 300.000 sterlingspund fyrir Grey, sem var áður leikmaður með liðinu. Hann hefur verið hjá Forest tvö síðustu keppn- istímabilin. Ron Greenwood, landsliðs- einvaldur Englands, hefur gert ýmsar breytingar á landsliðs- hóp sínum fyrir komandi landsleiki gegn Skotum, Norður-írum og Wales-búum. Breytingarnar hefur hann einkum gert vegna þess að hann getur ekki valið leikmenn fpswich og Liverpool í hópinn vegna þátttöku þeirra í Evr- ópukeppnum. Þeir sem taka stöður fyrrgreindra leikmanna eru Garry Bailey og Garry Birtles (Manchester Utd.), Trevor Cherry (Leeds), Derek Statham (WBA), Alvin Martin (West Ham) og þeir Peter Withe og Denis Mortimer (Aston Villa). Aðrir í hópnum eru kunn nöfn, Shilton, Corrig- an, Anderson, Watson, San- som, Hoddle, Robson, Wilkins, Rix, Brooking, Coppell, Keeg- an, Francis, Woodcock og Barnes. Skoski einvaldurinn Jock Stein hefur einnig valið hóp sinn fyrir umrædda landsleiki. Hópinn skipa eftirtaldir leik- menn: Rough (Partick), Thomson (St. Mirren), Mc- Grain (Celtic), Stewart (West Ham), Grey (læeds), Dawson (Rangers), McQueen (Manch. Utd.), Narey (Dundee Utd), McLeish (Aberdeen), Miller (Aberdeen), Burns (Forest), Hartford (Everton), Burns (Celtic), Provan (Celtic), Archibald (Tottenham), Jor- dan (Manch. Utd.), Sturrock (Dundee Utd.), Robertson (Forest) og Graham (Leeds). I Asta nældi þrenn verðlaun Borgartúni31 sími27222 Reykjavíkurmótið í borðtennis var haldið mánudaginn 4. og þriðjudaginn 5. mai. Sigurvegar- ar i einstokum flokkum urðu sem hér segir: Einliðaleikur unglinga yngri en 13 ára: Hörður Pálmason, Víkingi. Einliðaleikur unglinga 13—15 ára: Bergur Konráðsson, Víkingi. Einliðaleikur unglinga 15—17 ára: Einar Einarsson, Víkingi. Stúlknaflokkur: Gróa Sigurðar- dóttir, KR. Einliðaleikur Öld- unga: Jóhann Örn Sigurjónsson, Erninum. Tvíliðaleikur öldunga: Jóhann Örn Sigurjónsson, Ernin- um, Þórður Þorvarðarson, Ernin- um. Tvíliðaleikur karla: Hjálm- týr Hafsteinsson, KR, Tómas Guð- jónsson, KR. Einliðaleikur karla: Tómas Guðjónsson, KR. Einliða- leikur kvenna: Ásta Urbancic, Erninum. Tvíliðaleikur kvenna: Ásta Urbancic, Erninum, Guð- björg Stefánsdóttir, Fram. Tvenndarleikur: Ásta Urbancic, Erninum, Tómas Guðjónsson, KR. Tvíliðalcikur unglinga 15—17 ára: Elías Magnússon, Erninum, Haukur Stefánsson, Víkingi. Tví- liðaleikur unglinga yngri cn 15 ára: Bergur Konráðsson, Víkingi, Andri Marteinsson, Víkingi. r, i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.