Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 31

Morgunblaðið - 08.05.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1981 31 hann hefði verið í liðinu á sunnu- daKÍnn ef meiðsli þessi hefðu ekki komið til,“ sat?ði þjálfari Vaalerenjíen, Leif Eriksen, í sam- tali við Morjíunblaðið. Islendingurinn var í æfingarleik með unglingaliði Vaalerengen er óhappið átti sér stað, Kristinn, sem lék mjög vel, komst einn að marki andstæðingana, en mark- vörðurinn kom glannalega út á móti honum með þeim afleiðing- um sem að framan greinir. Leif Eriksen sagði ennfremur; „Við Kristinn brotnaði - er sæti í aðalliðinu blasti við Frá Jan Eric Laurc. fróttamanni Mbl. í Osló. EKKERT var til fyrirstöðu að Kristinn Björnsson. hinn mark- sækni islenski framherji, myndi leika sinn fyrsta leik með aðalliði Vaalcrengen og þar mcð sinn fyrsta leik í norsku 1. deildar- keppninni í knattspyrnu á sunnudaginn. En þvi miður fyrir Kristin, verður Vaalerengen að standa sig án hans. Kristinn varð nefnilega fyrir því óhappi i leik með unglingaliði félagsins fyrir skömmu að brotna á fæti og verður hann af þeim sokum frá í minnst mánuð. „Þetta er virki- lega leiðinlegt fyrir Kristin, leikum með þremur framlínu- mönnum og þeir sem leikið hafa til þessa hafa staðið sig svo vel, að Kristinn hefur þurft að bíða eftir tækifæri sínu. En einn þeirra var rekinn af leikvelli í síðasta leik okkar og tekur út leikbann á sunnudaginn. Það var því ekkert til fyrirstöðu að Kristinn fengi tækifæri og ef hann hefði leikið eins vel og hann getur best, hefði ekki verið auðvelt fyrir Norð- manninn að vinna aftur sæti sitt í liðinu." Vaalerengen hefur forystuna í norsku deildinni eftir tvær um- ferðir, hefur unnið fyrstu leiki sína mjög sannfærandi. Pressuleikur í knatt- spyrnu á mánudaginn PRESSULEIKUR í knattspyrnu fer fram á Kaplakrikavelli í Ilafnarfirði á mánudagskvöldið og hefst hann klukkan 20.00. Guðni Kjartansson landsliðs- þjálfari hefur valið landsliðshóp sinn og skipa hann eftirtaldir leikmenn: Þorsteinn Bjarnason ÍBK, Bjarni Sigurðsson IA, Marteinn Geirsson, Trausti Haraldsson, Pétur Ormslev, allir úr Fram, Þorgrímur Þráinsson Val, Valþór Sigþórsson, Ómar Jóhannsson, Sigurlás Þorleifsson, allir frá ÍBV, Lárus Guðmundsson, Ómar Torfa- son, báðir Víkingi, Sæbjörn Guð- mundsson KR og þeir Sigurður Halldórsson, Kristján Olgeirsson og Árni Sveinsson frá Akranesi. Iþróttafréttamenn velja lið sitt úr hópi eftirtalinna leikmanna; Guðmundur Baldursson Fram, Guðmundur Ásgeirsson UBK, Ottó Guðmundsson, Börkur Ingv- arsson, báðir KR, Ólafur Björns- son, Helgi Bentsson, Jón Einars- son, allir frá UBK, Sigurður Lár- usson, Jón Alfreðsson, Gunnar Jónsson, allir IA, Magnús Þor- valdsson, Heimir Karlsson, báðir Víkingi, Viðar Halldórsson FH, Sævar Jónsson og Dýri Guð- mundsson Val. Nánar verður greint frá leiknum í blaðinu á morgun. Grikkir og Vestur-Þjóð- verjar hafa forystuna GRIKKLAND og Vestur-Þýska- land höfðu forystuna hvort I sinum riðli siðast er fréttist til B-kcppninnar í körfuknattleik sem fram hefur farið siðustu dagana í Tyrklandi. Eftir fjórar umferðir hafa Grikkirnir enn fullt hús stiga i Istanbul-riðlin- um. Þjoðverjarnir hafa 6 stig að fjórum leikjum loknum i Izmir- riðlinum. Úrslit síðustu leikja urðu á þá leið, að Grikkland sigraði Belgíu 90—78, Tyrkland vann Ungverja- land naumlega, 78—77, England lagði Finnland að velli 91—80, Portúgal sigraði Búlgaríu 78—73, Vestur-Þýskaland sigraði Svíþjóð 75—49 og loks sigraði Holland Rúmeníu 84—80. Þrjú efstu liðin úr hvorum riðli leika síðan nokk- urs konar lokakeppni til að skera úr um hvaða fjögur lið taka þátt í A-keppninni í Tékkóslóvakíu í næsta mánuði. Lokakeppnin fer fram í Istanbul. Góö ferð hjá fimleikastúlkunum EINS OG fram hefur komið í fréttum fóru 6 stúlkur til keppni á Norðurlandameistaramót kvenna i fimleikum, sem haldið var i Rovaniemi, Finnlandi, dag- ana 2.-‘-3. maí sl. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskar stúlkur taka þátt í slíku móti og var það því mikil og góð reynsla fyrir þær að vera með. Keppnin var skemmtileg báða dagana og nokkuð hörð þótt and- rúmsloftið væri mjög rólegt og þægilegt. Mesta keppnin var tví- mælalaust milli norsku og sænsku stúlknanna, en þær fyrrnefndu sigruðu, bæði í flokkakeppni og einstaklingskeppni. Fyrri dag keppninnar var einnig talsverð keppni milli dönsku og íslensku stúlknanna í einstökum greinum. Islensku stúlkurnar voru frá tveimur félögum, íþróttafélaginu Gerplu, Kópavogi, og Fimleikafé- laginu Björk, Hafnarfirði. Þjálfar- ar beggja félaganna, Margrét Bjarnadóttir og Karólína Valtýs- dóttir, voru með stúlkunum svo og fararstjóri FSÍ, Birna Björnsdótt- ir. Lokastaðan á mótinu varð þessi: Samtals hestur tvíslá jafnvæKÍKNláKÚlfæfinK 1. Noreuur 101.55 24.75 25.50 25.60 25.70 2. SvíþjóA 101.20 25.05 25.95 24.30 25.90 3. Finnland 98.50 24.05 24.70 25.00 24.75 4. Danmórk 90.05 23.10 21.80 21.35 23.80 5. Island 84.25 21.95 19.95 21.45 20.90 Hættir Aston Villa við íslandsferð? SVO GÆTI farið, að ekkert verði úr fyrirhugaðri keppnis- ferð ensku knattspyrnumeistar- anna Aston Villa hingað til lands siðar i þcssum mánuði. Fram kom fyrir nokkru. að liðið va*ri væntanlegt hingað til lands milli 21. — 23. maí og var ætlunin að tefla islenska lands- liðinu fram gegn því á Laugar- dalsvellinum. „Það er rétt, það hefur komið afturkippur í málið," sagði Helgi Daníelsson hjá KSÍ í samtali við Morgunblaðið í gær. Helgi sagði ennfremur: „Villa ætlaði í keppnisferð um þetta leyti og var ætlunin að leika einn leik í Noregi og annan á Islandi. Síðan gerðist það fyrir stuttu, að leiknum í Noregi var aflýst. Þar sem forráðamenn Villa vilja ekki leika minna en tvo leiki í slíkri ferð, er ljóst, að af henni getur ekki orðið nema annar leikur bjóðist. Sá leikur yrði að vera erlendis, því hér heima er ekki grundvöllur fyrir tveimur leikj- um. Þetta er því í deiglunni og getur brugðið til beggja vona.“ — KK- Það væri fengur fyrir islensKa knattspyrnuaðdáendur að fá að sjá Gordon Cowans og félaga hans hjá Villa á Laugardalsvell- inum. Austurstræti 22 Sími frá skiptiborði 85055 C Herrar, þið sem viljið fylgjast með — sumctirið eir komið og viö höfum búiö okkur undir þaö meö fullri búö af sumarfötum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.