Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.05.1981, Blaðsíða 32
Síminná OOflQQ afgretóslunni er OOUOO fltargitst&Iafeft FÖSTUDAGUR 8. MAÍ1981 Korchnoi um fjölskyldumál sin: „Þakklátur fyrir orð Friðriks44 ÞAÐ ER ekkert nýtt að frétta af mínum málum ok fjolskyldu minn- ar, en éu er þakklátur Friðriki Ólafssyni, forseta FIDE, fyrir orð hans í Reykjavik fyrir skommu, þar sem hann seuir að FIDE verði að Krípa til sinna ráða ef mái fjöl- skyldu minnar verði ekki leyst fyrir heimsmeistaraeinvíuið." saxði Vict- or Korchnoi i samtali við Mbl. i Kser, en hann var þá staddur i Sviss. Korchnoi taldi það málstað sínum mjöK til framdráttar að FIDE hygRSt beita áhrifum sínum til þess að jafnræði verði meðal keppendanna í heimsmeistaraeinvíginu, en Friðrik Ólafsson ræddi þau mál mjög ítar- lega við sovézka ráðamenn á ferða- lagi í Moskvu fyrir skömmu. Bensín hækkar um 90 aura: 62 aurar renna beint í ríkissjóð Á FUNDI Verðlagsráðs í fyrradag var samþykkt 90 aura hækkun á bensíni, úr 5,95 í 6,85 krónur lítrinn. eða 15,7%. 45 aura hækkun er til komin vegna beiðni oliufélag- anna og 45 aurar vegna ákvörðunar fjármálaráðherra að hækka vega- Kjald, sem innheimt er i bensin- verði. Alls renna um 62 aurar af þessari 90 aura hækkun beint i rikissjóð, eða 65%. Samkvæmt heimildum Mbl. var afgreiðsla Verðlagsráðs á einstökum verðhækkanabeiðnum eftirfarandi: Brauðverð, meðalhækkun 6%, sigti- brauð 15,7%. Kvikmyndahúsin fengu 8,57% hækkun, Flugleiðir 12%, niðursuðuvörur 8%, steypa 18%, farmgjöld skipafélaga og vöruaf- greiðslna 12%, olíufarmgjöld innan- lands 14%, sérleyfisbifreiðir 20%, farmgjöld vöruflutningabifreiða 14%, vinnuvélar 19% og saltfiskur 18%. Enn ósamið við fóstrur SAMNINGAR tókust ekki í gærkvöldi milli fóstra hjá ríkisstofnunum og fulltrúa fjármálaráðuneytisins. Lauk fundi um klukkan 22 í gærkvöldi án þess að sam- komulag tækist, en samninga- fundurinn hófst klukkan níu árdegis í gær. Að sögn Mörtu Sigurðardóttur, talsmanns fóstranna, miðaði nokkuð í samkomulagsátt á fundinum, þó ekki sé útséð um hvenær deilan leysist. Nýr samningafundur hefur ekki verið boðaður. Ríkisstjórnin fjallaði ekki um afgreiðslu Verðlagsráðs i gær: Forsætisráðherrahjónin dr. Gunnar Thoroddsen og írú Vala, komu 1 gærmorgun í opinbera heimsókn til Svíþjóðar. Myndin var tekin við komuna á Arlanda-flugvoll við Stokkhólm. Thorbjörn Fálldin forsætisráðherra Sviþjóðar og Solveig kona hans, tóku á móti islenzku forsætisráðherrahjónunum. Sjá nánar um heimsókn- Ína a miðopnu blaðsins. Símamynd: Loftur Ásgeirsson. Koma verðhækkan- ir inn í vísitöluna? Einn af forystu- mönnum Greenpeace dvaldist hérlendis EINN AF forystumönnum Green- peace-samtakanna. David McTag- arth. hélt frá ísiandi til Lundúna siðdegis í gær eftir að hafa dvalið hérlendis i nokkra daga. Hann bjó á Hótel Loftleiðum meðan hann var hérlendis, en þar stendur yfir þessa dagana ráðstefna Alþjóða hvalveiði- ráðsins um stofnsáttmála ráðsins. MorKunblaðið náði tali af McTag- arth skömmu áður en hann hélt af landi brott í gær, en hann varðist þá allra frétta ok vildi ekki ræða erindi sitt hingað til lands. Eins og fram hefur komið i frétt- um óttast menn, að Greenpeace- samtökin beini aðgerðum sínum að íslandi og hvalveiðum hér við land í sumar. I fyrrasumar heyrðist lítið frá þessum samtökum, en sumarið 1978 voru samtökin hér með skip sitt, Rainbow Warrior, og failið hefur dómur, sem bannar tilteknar aðgerð- ir skipverja gegn hvalveiðum íslend- inga á miðunum vestan við landið. Á rikisstjórnarfundi i gær- morgun var ekki tekin afstaða til hinna tuttugu verðhækkana á ýmsum liðum vöru og þjónustu er afgreiddar voru samhljóða i Verðlagsráði i fyrradag. Tómas Árnason viöskiptaráöherra sagði i samtali við Morgunblaöið i gær, að hann vildi ekkert um það segja, hvort rikisstjórnin myndi staðfesta verðhækkanirnar áður en til vfsitölurútreiknings kem- ur. Tómas sagði einnig, að nýsam- þykkt lög um aðhald í efnahags- málum, heimiluðu viðskiptaráð- herra að staðfesta verðhækkanir undir þeim mörkum er ríkisstjórn- in setti til viðmiðunar fyrir næstu þrjá mánuði. Nú sagðist Tómas hins vegar ekki hafa heimild til að staðfesta eitt né neitt, enda hefði ríkisstjórnin enn ekki sett þessi mörk. Líklega yrði það þó gert á næstunni. Þá sagði Tómas einnig að ekki hefði legið fyrir á ríkisstjórnar- fundinum í gær hver vísitöluáhrif þessar hækkanir hefðu. Að því leyti hefði því einnig skort á að ríkisstjórnin gæti afgreitt málið. Næsta ríkisstjórnarfund sagöi Tómas verða þriðjudaginn 12. maí, en hann vildi ekki segja til um hvort þá væri orðið of seint að koma hækkunum, ef samþykktar yrðu, inn í vísitöluna 1. júní. Þorsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að allar hækkanir þær er Verðlagsráð af- greiddi í fyrradag, væru innan þeirra marka, að 40%-verðbólgu- markið á þessu ári náist. Sumar ákvarðanirnar sagði hann beinlín- is teknar nú, til að þær verði minni síðar á árinu, og væru þær skref i þá átt að draga verðhækkanir ekki eins og oft hefði brunnið við. Þorsteinn sagðist telja Verðlags- ráð hafa fjallað um málið af mikilli skynsemi á þessum fyrsta fundi eftir að ný lög um efna- hagsmál voru sett, og með tilliti til þess að þarna væri um hófsamar hækkanir að ræða sagðist hann reikna með að ríkisstjórnin stað- festi þær. Morgunblaðið reyndi í gær, ítrekað en árangurslaust, að fá álit forvígismanna launþega á frestun ríkisstjórnarinnar á málinu. Sjá viðtöl á bls. 3. Einstæð aðgerð með ágræðslu afhöggvinnar handar: „Stórkostlegt að geta hreyft fínguma og finna titringinn44 „ÞAÐ VAR stórkostlegt að geta hreyft fingurna og finna titringinn í þeim. en ég varð mjög undrandi þegar ég vaknaði eftir svæfinguna og sá puttana á mér, því mér hafði verið sagt þegar ég kom á Borgarspítalann að þar yrði aðeins stúfur," sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir, 16 ára stúlka úr Keflavík. 1 samtali við MorKunblað- ið á BorKarspitalanum í gærkvöldi, en hæKri hönd hennar hafði kubhast af í hausinKarvéi í fiskvinnsluhúsi í SandKerði þar sem hún hefur unnið í vetur. og hékk höndin aöeins á hluta af þumaifinKri. „Það má teljast kraftaverk ef þetta heppnast," sagði Ragnhild- ur, „liturinn á fingrunum og hitinn bendir til þess að þetta sé í lagi og maður býður bara og vonar. Eg er svo þakklát Rögn- valdi lækni og öllu starfsfólkinu hér og samstarfsmönnum mínum hjá Miðnesi í Sandgerði sem brugðu svo skjótt við. Jú, ég hef reynt að hreyfa alla fingurna og get það, þetta er engin vitleysa, Rögnvaldur læknir og pabbi og mamma sáu það.“ Ragnhildur kvaðst hafa verið í aðgerðinni í Sandgerði í vetur, en þetta var annar dagurinn hennar á stóru hausingarvélinni og þurfti hún að standa uppi á fiskkassa til þess að ná eðlilega að hnífnum. Skyndilega rann hún til á kassan- unr og festist í járninu sem dregur fiskinn að hnífnum og öryggis- hemillinn, sem notaður er til að stöðva vélina á augabragði, var fyrir neðan fiskkassann, þannig að hún náði honum ekki. „Eg er svo stutt í annan endann," sagði hún, „en ég kippti hendinni þegar að mér og sá hvernig hún var þegar ég stökk niður af togarakassanum, hún hékk við þumalputtann. Allt starfsfólkið hjálpaði ti! við að koma mér sem fyrst og best á sjúkrahús, Bergur og Rósa verk- stjórar, hringdu á sjúkrabíl og ungur strákur, Einar Benedikts- son, stöðvaði blóðrennslið og batt um höndina til bráðabirgða og hann fylgdi mér síðan til Reykja- víkur í sjúkrabílnum. Ég bið fyrir kveðjur til allra hér og suður með sjó sem hafa hugsað hlýtt til mín. Ef þetta tekst og unnt verður að þjálfa höndina upp, á löngum tíma ugglaust, þá mun ég fara aftur í fiskinn í Sandgerði, mér líkar svo vel þar og er með fólkinu í huganum." Blaðamaðurinn þakkaði Ragn- hildi spjallið um þessa einstæðu aðgerð og kvaðst vonast til þess að geta heilsað henni næst þegar þau hittust. „Ég get nú heilsað með vinstri, skátakveðjunni," svaraði hún um hæl og rétti fram vinstri höndina og blaðamaðurinn snar- aði þeirri vinstri fram og heilsaði með krók á litla fingri að skáta sið. „Ég ætla að reyna að komast á landsmótið fyrir norðan í sumar," sagði Ragnhildur og hló við, „mað- ur er nú ekki skáti fyrir ekki neitt,“ en hún er skátaforingi. Ragnhildur á Borgarspítalanum í gærkvöldi með hægri höndina bundna upp, en hún reiknaði með að þar yrði aðeins stúfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.