Morgunblaðið - 31.05.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ
„Ég hef alltaf haft mest gaman
af að spila rómantíska músík,"
sagði Selma Guðmundsdóttir, pí-
anóleikari á heimili sínu í Stokk-
hólmi um miðjan mánuðinn.
„Schumann hefur alltaf verið í
alveg sérstöku uppáhaldi hjá
mér.“
Selma, sem lauk einleikaraprófi
úr Tónlistarskólanum í Reykjavík
1972 og hefur verið með krökkum
og karli í Svíþjóð um fjögurra ára
skeið, er nú komin heim gagngert
til að halda tónleika á Kjarvals-
stöðum 1. júní. A efnisskránni eru
verk frá árunum 1821—1838, róm-
antísk verk eftir Chopin og
Schumann og ein af síðustu sónöt-
um Beethovens.
„Ég er með hálfgert samvizku-
bit af að hafa aðeins 19. aldar
tónverk á efnisskránni," sagði
Selma. „Það hefur myndazt mikið
bil milli áheyrenda og tónskálda
nú á dögum, og maður ætti að gera
sitt til að gera nútímatónlistina
aðgengilegri áheyrendum með því
að spila hana. Það er veruleg synd,
að fáir skuli hlusta á þessi nýju
verk nema tónskáldin sjálf og
þeirra nánustu samstarfsmenn og
kunningjar. — En ég geri átak í
þeim efnum seinna."
þegar skólinn hélt meiri háttar
tónleika þrisvar á ári, en ég tók
þetta ekki af neinni óskaplegri
alvöru. Andrúmsloftið í bænum
vegna framtaks Ragnars var bara
þannig, að maður var alltaf að
spila. Enda koma mjög margir af
íslenzkum pianistum einmitt frá
ísafirði.
Ég hefði líklega getað orðið
hvað sem var annað en píanóleik-
ari,“ sagði Selma. „Og það hefði
kannski reynst mér miklu auð-
veldara," bætir hún við og hlær.
Hún var 17 ára, þegar hún hóf
nám hjá Árna Kristjánssyni í
Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Áður hafði Ásgeir Beinteinsson
kennt henni þar í nokkur ár. „Árni
var alveg ofsalega „inspírerandi".
Maður kom dansandi út úr
kennslustundunum hjá honum, og
smám saman tók píanóleikurinn
yfir allt annað, sem ég var að
gera.“
Að einleikaraprófinu loknu sótti
Selma framhaldsnám hjá Árna í
eitt ár. „Hann er svo elskulegur,
að hann gefur sér tíma til að
hlusta á gamla nemendur, svo ég
fer alltaf og spila fyrir hann,
þegar ég er heima." Eftir píanó-
námskeið, sem prófessor Hans
Leygraf hélt i Reykjavík 1973,
Er komin
„Islenzk tónlistar-
menntun er frá upp-
hafi góð. Skólarnir
hafa samræmda
námsskrá, og börn
°g unglingar fá
strax góðan tíma
og hæfa kennara."
Selma við flygilinn á heimili sinu i Stokkhólmi.
15
£
-S'
J*
heim til að halda tónleika
Selma, sem er óvenju geðsleg
kona, lætur fullyrðingar þess efn-
is, að klassísk tónlist sé einhvers
konar yfirstéttartónlist, fara í
taugarnar á sér. „íslendingar eru
farnir að nota orðið alþýðutónlist
yfir alla aðra tónlist en klassíska.
En það er mikill misskilningur, að
sígild tónlist geti ekki höfðað til
allra. Afi minn var til dæmis
verkamaður og organisti í Grinda-
víkurkirkju. Hann átti 14 börn,
sem komust á legg, og hann
kenndi þeim öllum á hljóðfæri.
Það þótti sjálfsagður hlutur, að
þau nytu tónlistar og lærðu að
meta hana.“
Sjálf var Selma send í spilatíma
í Tónlistarskólanum á Isafirði ung
að árum. „Ég tel mig ákaflega
lánsama að hafa byrjað þar.
Seinna meir hef ég gert mér grein
fyrir, hversu merkilegt og mikil-
vægt starf Ragnar H. Ragnar
hefur unnið á Isafirði. Hann og
kona hans gerðu heimili sitt að
miðpunkti tónlistar í bænum, og
nánaaí á hverjum sunnudegi voru
haldnir tónleikar neii7!2 ^ þe™-
Ég man eftir að hafa verio
klifrandi uppá einhverjar senur,
varð Selma nemandi hans. Hún
var í Salzburg í Austurríki, þar
sem Leygraf býr, í hálft ár og
flutti síðan með börn (tvo stráka)
og bú í eitt ár til Hannover, en
Leygraf kennir einnig þar.
„Leygraf kenndi manni að vinna
mjög sjálfstætt. Hann kenndi í
eina viku, en síðan vann maður
einn i þrjár og undirbjó sífellt
hálfgerða tónleika, sem maður
hélt fyrir hann.
Hann kenndi manni að hugsa
um það, sem maður var að gera, og
spurði, hvers vegna maður spilaði
tónverk á einn hátt en ekki annan.
Hans kennsluaðferð byggir upp
sjálfstraust hjá nemendum og
hentaði mér mjög vel.“
Selma fór til Hannover á
DAAD-styrk, sem er styrkur, sem
þýzka ríkið veitir, og hlaut hann
annað ár til. Það kom hins vegar
manni hennar Árna Tómasi Ragn-
arssyni, sem þá var í læknisfræði
við Háskóla íslands, ekki mjög vel
að vra í Hannover. Selma ákvað
því að búa í Reykjavík, en fljúga í
tíma Leygrafs einu sinni í mánuði.
t>að var eina leiðin fyrir mig til
áð vera m^ fjölskyldunniog
stunda námið,“ sagði Selma. „En
þetta var alveg ferlegt. Ég er svo
flughrædd og var sífellt að kveðja
mína nánustu í síðasta sinn eða
nýsloppinn úr bráðum lífsháska."
Næsta ár var hún heima, kenndi
hálfa kennslu og undirbjó tón-
leika, sem hún hélt hjá Tónlistar-
félagi Reykjavíkur 1977. „Það var
enginn stórskandall — og gekk
bara vei.“ En skömmu seinna var
öllu pakkað niður og farið fyrst til
Stykkishólms og svo til Stokk-
hólms, þar sem Árni hóf fram-
haldsnám í læknisfræði.
„Ég hefði aldrei valið að fara til
Svíþjóðar til að stunda þar fram-
haldsnám sjálf. Mér finnst ísland
standa mjög vel í samanburði vjð
hinar Norðurlandaþjóðirnar hvað
músíkkennslu snertir, jafnvel þótt
skólarnir þar kalli sig háskóla.
íslenzk tónlistarmenntun er frá
upphafi góð. Skólarnir hafa sam-
ræmda námsskrá, og börn og
unglingar fá strax góðan tíma og
hæfa kennara.
í Stokkhólmi fá börnin ekki
nema 10 mínútur á viku fyrsta
árið og 15 mínútur annað árið með
músíkkennara. Ég var næstum
búin að ráða mig fyrsta árið, sem
við vorum hér, til að kenna 5 tíma
á viku. Á þessum tíma átti ég að
rúlla 15 nemendum í gegn hjá mér
og mátti kenna þeim hvað, sem ég
vildi. Mér finnast einhver lág-
marksgæði verða að vera sett á
kennslu, þótt fleiri nemendur
komist ef til vill að á þennan hátt.
En það hiýtur að skaða músiklífið
á hærri stigum, þegar grunnurinn
er svona."
Selma hélt einleikstónleika í
Gávle fyrsta árið, sem hún var í
Svíþjóð. Hún vann við undirleik
hjá Tónlistarskóla sænska út-
varpsins, en þar komast bara
góðir nemendur á píanó, fiðlu og
selló að. Hún sótti nokkra tíma
hjá Jose Ribera, sem er gamall
nemandi Hans Leygrafs og kennir
við skólann, auk þess hefur hún
lesið tónlistarfræði við Stokk-
hólmsháskóla.
„En annars lagðist ég í barn-
eignir og vesældóm, eins og ein-
hver sagði, skömmu eftir að við
komum hingað. Ég vildi hafa
einhvern tíma með stráknum og
lagði tónleikahald á hilluna um
sinn. Ég æfði mig auðvitað alltaf
— píanóleikur er að sumu leyti
hálfgerð íþrótt, og fingrunum
verður alltaf að halda í formi. En
svo átti ég við meiðsli á hönd að
stríða, svo að þetta hlé varð lengra
en ég hafði hugsað mér.
Það er alltaf erfitt, þegar verður
of langt hlé milli þess, sem maður
kemur fram,“ sagði Selma. „Ein-
leikarar þurfa ekki að þjást af
neinum „stórstjörnukomplexum“,
þótt þeir vilji koma fram og miðla
músíkinni til þeirra, sem vilja
hlusta. Það er jú það, sem þeir
stefna að með sínu námi, þótt
langflestir vinni fyrir sér með
kennslu og undirlei’k. Sumir
spyrja stundum, hvort ég geti ekki
fengið vinnu hjá sinfóníunni. Þeir
halda líklega, að sinfóníuhljóm-
sveitir séu settar saman af 10
fiðlum, 5 píanóum og nokkrum
lúðrum.
Það hefði verið gaman — og
verður gaman eftir eitt ár — að
vera heima og taka þátt í íslenzku
tónlistarlífi. Islenzkir tónlistar-
menn hafa skapað sér sjálfir mjög
gott andrúmsloft. Og það sem
meira er: fólk kemur og hlustar."
ab.
Hafnarfjörður
Til tölu m.a.
Arnarhraun
3ja til 4ra herb. íbúö á jaröhæö
í þríbýlishúsi. Verö kr. 450 þús.
Kaldakinn
3ja herb. íbúö á neöri hæö í
tvíbýlishúsi. Verö kr. 400 til 420
þús.
Alfaskeið
2ja herb. ibúö á jaröhæö í
fjölbýlishúsi. Verð 340 þús.
Ölduslóð
2ja til 3ja herb. íbúð í neöri hæö
í tvíbýlishúsi á fallegri hornlóð.
Verð kr. 340 til 350 þús.
Smyrlahraun
3ja herb. íbúö á jaröhæö í
fjórbýlishúsi. Bílskúr. Allt sér.
Verö k.'. 45? ?!! 500 þús.
Hringbraut
6 herb. íbúö á hæð og í risi á
hornlóð ofan viö Hamarinn.
Verð kr. 550 þús.
Sléttahraun
4ra herb. íbúð á 1. hæö í
fjölbýlishúsi. Bílskúrsréttindi.
Verð kr. 460 til 480 þús.
Árnl Gunnlaugsson. hrl.
Austurgötu 10,
HafnarfirÖi, sími 50764
Leyssr sfteí^C Y?ndann
í mínnsfa baðhérberginu
Flest baöherbergi og salerni eru í minna lagi fyrir steypiböð, og
þrengsli koma tíðum í veg fyrir uppsetningu sturtuklefa.
En nýju Huppe-sturtuklefarnir leysa þennan þrengslavanda.
I Feir opnast á horni meö tveimur stórum rennihurðum, sem hafa
I vatnsþétta segullokun, niður og upp úr.
| Þess vegna kemst hann fyrir á ótrúlega litlum gólffleti. Einnig
! eru til einstakar rennihurðir. Hringið — skrifið — komið og við
f veitum allar nánari upplýsingar um stærð, gerð og verð fljótt og
I örugglega.
Ávölefrihom
Vatnsþétt segullokun
Kúlulegur
$ Kaupfélag Árnesinga