Morgunblaðið - 31.05.1981, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ 1981
t
Móöir okkar,
SIGRÍÐUR HELGA JÓNSDÓTTIR
fré Villingaholti,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. júní kl. 15.
Kristrún Ágústsdóttir,
Sigríóur Brunés.
t
Útför móöur okkar og tengdamóöur,
GUDBJARGAR GISSURARDOTTUR,
Rauðarárstíg 5,
fer fram frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 1. júní kl. 15.00.
Jarösett veröur í Hafnarfjaröarkirkjugaröi.
Þeim, sem vildu minnast hlnnar látnu er bent á Hallgrímskirkju.
Guójón Vilinbergsson, Rannveig Ásgeirsdóttir,
Guófinnur Pétursson, Ása Ragnarsdóttir,
Kristrún Skúladóttir, Þórir Geírmundsson.
Sonur okkar og bróöir,
STEINAR ÓSKARSSON,
vélstjóri,
Langholtsvegi 172,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju þrlöjudaginn 2. júní kl.
15.00.
Ólöf Daníelsdóttir,
Óskar Halldórsson,
Dagfríöur Óskarsdóttir,
Hrafnhildur Óskarsdóttir.
t
Bálför fööur míns og fósturfööur,
STEFÁNS JÓNSSONAR
fré Brennistöóum,
Sólvallagötu 66, Rvk.,
fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl. 16.30.
Guðfríöur Stefénsdóttir,
Pélmi Eyþórsson.
t
Útför mannsins míns og fööur okkar,
ÁRNA E. BLANDONS,
sem lést 22. maí, fer fram frá Kópavogskirkju þriöjudaginn 2. júní
kl. 13.30.
Þorbjörg Blandon
og dætur.
Maðurinn minn,
JULIUS EVERT,
fyrrv. kaupmaöur,
Kaplaskjólsvegi 11, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju miövikudaginn 3. júní kl.
13.30.
Blóm vinsamlega afbeöin. Þeim sem vilja minnast hans er bent á
Styrktarfélag lamaöra og fatlaöra.
Þorbjörg Vigfúsdóttir.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar og tengdasonur,
ÁRNI PÉTURSSON,
(fæddur Ernst Michalik),
Sæviðarsundi 30,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunnl í Reykjavík, mánudaginn 1.
júní kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hans er
bent á líknarstofnanir.
Lilja Huld Sævars,
ína Karlotta Árnadóttir,
Svava Kristín Árnadóttir,
Svava Sigurbjörnsdóttir.
t
Hjartkær faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
ÁRNI JONATANSSON,
trésmiöur fré Akureyri,
Kötlufelli 3. Reykjavík,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júní kl.
13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeir sem vildu minnast hans láti
líknarstofnanir njóta þess.
Guörún Árnadóttir, Snorri Jónsson,
Guöný Emilía Árnadóttir, Nína Walters,
Hulda Yodice, John Yodice,
Óli Fossberg, Béra Guðmundsdóttir,
Reynír B. Skaftason, Jóhanna Cronin
og barnabarnabörn.
Minning:
Sigríður Helga Jóns-
dóttir frd Villingaholti
Mánudaginn 1. júní verður bál-
för hennar gerð frá Fossvogs-
kirkju.
Sigríður var faedd 10. apríl 1897,
að Villingaholti í Flóa, og voru
foreldrar hennar Kristrún, dóttir
Helga Eiríkssonar hreppstjóra í
Villingaholti, og Jón, sonur Gests
Guðmundssonar, í Vorsabæ í Flóa.
Kristrún og Jón voru bæði af
Bolholtsætt, fjórmenningar að
skyldleika. Kornung missti Sigríð-
ur móður sína. Faðir hennar
kvæntist nokkru síðar Kristrúnu
Gíslasdóttur, og gekk hún Sigríði í
móðurstað. Tveir urðu hálfbræður
hennar, Kristján og Gestur, sem
báðir urðu síðar bændur í Vill-
ingaholti, og er Gestur enn á lífi
og ennfremur Jón Gunnarsson,
uppeldisbróðir hennar.
Jón, faðir Sigríðar, var mikill
hugvitsmaður og völundur í hönd-
um. Einna þekktastur var hann
fyrir spunavélar sínar, en hann
smíðaði 100 slíkar, sem dreifðust
um allt land og ennfremur til
útlanda.
Sigríður hleypti heimdraganum
haustið 1918, en þá fór hún til
Reykjavíkur og settist í 1. bekk
Kvennaskólans. Þar var þá sem í
öðrum skólum höfuðstaðarins,
stopul kennsla sökum spönsku
veikinnar og skorts á eldsneyti.
Frekar varð ekki úr námi hjá
Sigríði, enda settist hún brátt í
festar og giftist 4. desember 1919
Agústi Guðjónssyni, sjómanni, í
Reykjavik. Þau eignuðust tvær
dætur Kristrúnu, konu Magnúsar
Kjartanssonar fyrrv. ráðherra, og
Sigríði, sem búsett er í Kaup-
mannahöfn og gift Jean Brunés
verkfræðingi. Ágúst og Sigríður
slitu samvistum vorið 1937 og
fluttist hún þá til Kaupmanna-
hafnar og dæturnar til hennar ári
síðar og bjuggu með móður sinni
þar til þær giftust. Lengi átti
Sigríður heima á Álandsgötu 24,
en heim fluttist hún 1979 og þá
farin að heilsu. Fyrsta kastið var
hún á heimili Kristrúnar og
Magnúsar, en síðast löngum í
Hátúni lOb, þar sem hún naut
frábærrar umönnunar þar til hún
lést 22. maí síðastliðinn. Af þess-
ari nöktu atvikaröð, sem nánast er
í annálsstíl, verður lítt ráðið, hver
Sigríður Jónsdóttir frá Vilíinga-
holti var.
í einni svipan leita á hugann
minningar frá heimsóknum á
Þórsgötu, Álandsgötu og þá ekki
síður frá samfylgd um sólbjarta
sumardaga upp hávaðana að efsta
tingi Hengils og annarra fjalla
t
Eiginmaöur minn, faölr, stjúpfaöir og tengdafaölr okkar,
HALFDAN EIRIKSSON,
fyrrverandi kaupmaður,
Vesturgötu 54 a,
lést 28. maí.
Margrét G. Björnsdóttir
Hildur Hélfdanardóttir,
Hadda Hélfdanardóttir,
Jakob Hálfdanarson
Jón Hálfdanarson,
Guómundur Karl Sveinsson,
Karl Karlsson,
GunnarJóhannesson,
Margrét Sveinsdóttir,
Kristín Steinsdóttir,
Ólöf Ragnarsdóttir.
t
Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför
AÐALBJARGAR JONSDÓTTUR,
f.v. símritara,
Kaplaskjólsvegi 55.
Guórún Alfonsdóttir, Jenný Stefénsdóttir,
Jón Alfonsson, Eyrún Eyjólfsdóttir
og börnin.
t
Þökkum af alhug alla þá samúö og vináttu, er okkur var auösýnd
viö andlát og útför bróöur okkar,
ÁRNA SIGURDSSONAR.
Sérstakar þakkir til Oddfellowbræöra og Knattspyrnufélags
Akureyrar.
Svava Síguróardóttir,
Jóna Guöbjörg Siguröardóttir,
Marfríóur Siguröardóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför sonar
míns,
BIRGIS KRISTJÁNS HAUKSSONAR.
Guö blessi ykkur öll.
Mélfríöur Þóróardóttir.
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug
og samúö viö andlát og jaröarför eiginmanns míns, fööur okkar,
tengdafööur og afa,
PÁLS JÓHANNESAR ÞORSTEINSSONAR,
Brekkugötu 13, Ólafsfirói.
Guö blessi ykkur.
Júliana Jóhannsdóttir,
Jóhann Skúli Pélsson,
Birgitta Pélsdóttir,
Sígursteinn Pélsson,
Hreinn Pélsson,
Kristín Pélsdóttir,
og barnabörn.
Guörún Lúövíksdóttir,
Pélmi Sighvatsson,
Jóhanna Tómasdóttir,
Arna Antonsdóttir,
Kristinn Ásmundsson
nærlendis. En einu gildir, hvort ég
nefni fleiri eða færri staði, þar
sem við Sigríður hittumst eða
áttum samleið, ávallt var létt yfir
henni, svipurinn mildur og hlýr,
og hafði hún þó stundum í fangið.
Vitaskuld mundi hún taka sem
gamanmál, ef hún vissi mig gefa
sér einkunnir. Ekki er þó hægt að
láta þess ógetið, að hún var kona
fögur, aldin sem ung, og svo
dæmalaust hagvirk, að allt lék í
höndum hennar, kunni að gera
mikið og fallegt úr litlu, að henni
brást aldrei háttvísi, hvernig sem
viðraði, og komst blessunarlega
hjá að láta andstreymi smækka
sig. Ef til vill mundi hún, þegar
hér væri komið, segja eins og ein
kynsystir hennar á fyrri tíð: „Ekki
nú meira, Svartur minn“.
Jafnskjótt og Sigríður var sest
að í Kaupmannahöfn, fékk hún
atvinnu við sauma, enda kom hún
í þeirri grein þrautæfð að að
heiman. Framan af vann hún hjá
öðrum, en lengst af var hún
sjálfra sín við það starf og hafði
jafnan yfrið nóg að gera, enda í
senn fljótvirk, velvirk og mjög
listfeng. Var hennar fag fyrst og
fremst kjóiasaumur. Oftar en í
eitt sinn, er ég var hjá henni
staddur, barst mér til eyran lof-
legur vitnisburður viðskiptavina
hennar, það léki ekki allar eftir
handbragðið hennar Sigríðar.
Steffen heitir dóttursonur Sig-
ríðar, nú fulltíða maður, en ungur
var hann mikið með ömmu sinni,
sem skemmti honum með sögum,
svo að snáðinn vissi jafnvel deili á
fleiru úr heimi íslenskra ævintýra
og þjóðsagna en jafnaldrar hans
hér á landi. Þannig flutti hún
Sigríður frá Villingaholti ísland
að heiman. Það gerði hún reyndar
einnig með daglegri framkomu
sinni og af henni mátti heima-
þjóðin vera vel sæmd.
Mér er ekki grunlaust að landar,
sumir lítt vanir veraldarvolki,
hafi stundum knúið dyra á
Álandsgötu og ekki farið erindis-
leysu. Ef haft var á orði við
Sigríði, að hún hefði mikið fyrir að
ráða fram úr vandræðum, ansaði
hún því einu, að sími væri á
heimilinu. En svo sjálfsagt sem
henni þótti að liggja ekki á liði
sínu, þegar til hennar var leitað,
var hún ætíð laus yfir tilætlunar-
semi. Hún lét ávallt lítið fara fyrir
sér, sagðist vera númerslaus í
tilverunni, en það þýddi ekki sama
og að hún væri skoðana- og
afskiptalaus. Tamt var henni að
milda misbresti samferðarmanna,
færði alltaf lakara á betri veg.
Sigríður og dætur hennar
þurftu mjög á því að halda að vera
einhuga og samstiga í hinu nýja
landnámi sínu til þess að sjá sér
vel farborða til frambúðar. Sam-
band þeirra mæðgna var alla tíð
kærleiksríkt og svo var einnig
farið um sambúð Sigríðar við
tengdasynina og barnabörnin,
Ólöfðu og Steffen. En vafalaust
reyndu fleiri en venslafólk hennar,
hve hún var brjóstgóð.
Við, sem þrásinnis sóttum Sig-
ríði heim á Álandsgötu, minnumst
með hlýrri þökk, hversu henni
tókst að gera þær stundir svo
eftirminnilegar, að þær gleymast
ekki. Þótt eigi væri vítt til veggja í
híbýlum hennar í Danmörku,
rúmaðist þar þó ávallt í anda allt
Island, slík var rækt Sigríðar frá
Villingaholti við arfinn að
heiman. Lúðvik Kristjánsson