Morgunblaðið - 31.05.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 31.05.1981, Síða 31
leg vinnutæki. Þeir Þorsteinn yngri og Guðmundur urðu smiðir góðir og gæddir tæknilegum skiln- ingi, og þurfti fátt að sækja í þvi efni út fyrir heimilið. Þessi þrjú börn fóru öll að heiman til framhaldsnáms, en Guðmundur einn stundaði lang- skólanám, varð stúdent frá Laug- arvatni vorið 1959, og rúmu ári síðar varð hann nemandi í þýzkum háskóla. En ekki man ég föður hans glaðari en þegar hann tjáði mér, að Guðmundur ætlaði að hætta námi og mundi í fyllingu tímans fús til að búa félagsbúi með Þorsteini, bróður sínum, á Skálpastöðum. Þorsteini bónda hafði ekki síður en öðrum tekizt að sigrast á þeim erfiðleikum, sem mæðiveikin ill- ræmda hafði í för með sér og hafði komið upp allstórum og mjög vænlegum hópi sauðfjár af vest- firzkum stofni, en svo var það, að annar sauðfjársjúkdómur, sem kallaður hefur verið garnaveiki, kom upp í fé hans. Var síðan ákveðið að basla ekki við sein- dræga og vafasama lækningu á fénu, heldur var það allt fellt á næsta hausti. Og með óiikindum fljótt var svo byggt nýtízkulegt fjós handa mjög stórum kúahóp. Þegar Guðmundur kvæntist, var innréttuð handa hans fjölskyldu íbúð upp á lofti í hinu stóra gamla húsi, og þá er Þorsteinn yngri þurfti á fjölskylduíbúð að halda, reisti hann snoturt timburhús skammt frá því gamla, en gömlu hjónin bjuggu og búa ein sem áður í íbúðinni frá 1949. En fleira hefur verið byggt og bætt á Skálpa- stöðum, og get ég ekki látið hjá líða að minnast á það, að í hittiðfyrra byggðu bræðurnir stórt og gott áhalda- og smíðahús. Er þar svo unnið við flest sem bilar af hinum mörgu tækjum og annað, sem gera þarf við eða smíða að nýju og er það ærið fátt, sem þeir Skálpastaðamenn þurfa að leita með til annarra. Verður slíkt ekki metið til fjár í fljótum hasti. Gömlu hjónin eru enn vel hress eftir aldri og erfiði áratuganna, og auðvitað sýsla þau ávallt sitthvað sér til skemmtunar. Þorsteinn er slyngur veiðimaður og hefur yndi af að bregða sér með stöng niður að hinni fögru elfu við túnfótinn. Þá á hann enn góða hesta og bregður sér á bak við og við, en mikið iðkar hann lestur bóka og þá einkum ljóða, og vissulega hefur hann unnið nýja sigra á vettvangi ferskeytlunnar, síðan létt hefur verið af honum áratuga erfiðum skyldum. Kona hans neyt- ir og nokkuð listfengi sinnar í ljóði og litum, en flíkar því lítt. Nú eru þau og frjáls að því að bregða sér drjúgar stundir að heiman, og hafa þau heimsótt dóttur, barna- börn og tengdafólk á hinu sænska Eylandi. Báðum þykir þeim sem áður gott að fagna gestum, og í dag verða þeir margir, sem aka í hlað á Skálpastöðum. I því framansagða hygg ég, að fram komi beint og ekki síður óbeint nokkuð skýr lýsing á Þor- steini Guðmundssyni, hrepps- stjóra og bónda á Skálpastöðum, en þó kýs ég nú að bæta þar nokkru við. Þróttmikill áhugi og sívökul ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981 3 1 umhyggja fyrir því, sem til heilla horfir og Þorsteinn hefur taiið sig bera ábyrgð á, sem bónd, fjöl- skyldufaðir og þjóðfélagsborgari hefur verið honum harðsækinn hvati til sífellds framtaks og margvíslegra framkvæmda, enda metur hann mikils alla þá, sem trútt og ósleitilega hafa unnið, í hvaða stétt og stöðu, sem þeir eru. En dusilmennska, ábyrgðarleysi og skortur á þori til skyldustarfa hafa verið og eru eitur í hans beinum. Hann er viðkvæmur til- finningamaður, sem kann vel að meta margvíslega fegurð, þó að hann beri ekki tilfinningavæmni yzta klæða síns innra manns. Þótt hann sé alvörumaður, kann hann vel að meta skop og glettni, og þá ekki sízt, þegar það birtist í hinni hugljúfu ferskeytlu. Fleira mætti hér enn víkja að, svo sem hinni sjálfsögðu gestrisni, sem er þeim Skálpastaðahjónum sameiginleg. En ég læt þessu máli mínu lokið með því að geta þess, að Þorsteinn er vinum sínum trölltryggur, og megum við gömlu hjónin á Mýr- um, vissulega þakka Þorsteini og Þórunni húsfreyju af heilum hug aldarfjórðungs vináttu og óska þeim og þeirra skylduliði varan- legra heilla í framtíðinni. Mýrum i Reykholtsdal, Guðmundur Gíslason Ilagalín. Sumarsýning Asgríms- saf ns opnuð ÁRLEG sumarsýning Ásgrims- safns opnar i dag. sunnuda.;inn 31. maí. Verða sýnd verk frá ýmsum timabilum á listferli Ásgrims Jónssonar. Á neðri hæð Ásgrímssafns þar sem heimili hans var, eru nær eingöngu sýndar vatnslitamynd- ir og á vinnustofunni á efri hæðinni eru til sýnis olíu- og vatnslitamyndir, flestar lands- lagsmyndir frá ýmsum stöðum á landinu, en einnig uppstillingar. Þá eru einnig sýndar nokkrar þjóðsagnamyndir. Lítið upplýs- ingarit með æviágripi Ásgríms á ensku, dönsku, þýsku og íslensku er látið gestum safnsins í té endurgjaldslaust. Ásgrímssafn að Bergstaðastræti 74 verður opið alla daga nema laugardaga í júní, júlí og ágúst kl. 13:30 til 16 og er aðgangur ókeypis. Seltjarnarnes Höfum í einkasölu mjög glæsilega sérhæö á Seltjarnarnesi. Hæöin er 170 ferm. og skiptist í stofur, 3 svefnherb., húsbóndaherb., eldhús, baö- herb., gestasnyrtingu og búr. 28 ferm. flísalagöar sólsvalir. Einnig fylgir botnplata undir bílskúr. Falleg frágengin lóö. Fasteignasalan Hátún, Nóatúni 17. Símar 21870 og 20998. Heimasími 53803. Ibúð Vesturbær Til leigu 2ja—3ja herbergja íbúö á besta staö í vesturbæ. Leigist meö öllum húsbúnaöi. Leigutími júní-sept. Nöfn og heimilisföng ásamt upplýsingum ieggist inn á augld. Mbl. merkt: „Sumaríbúð — 9598“. RIFANDI ROKK Hljómsveitin Gillan er nú í fylkingarbrjósti breska þungarokksins. ★ Gagnrýnendur bresku pressunn- ar hafa útnefnt „Future Shock“ eina bestu rokkplötu þessa árs. ★ Þú munt komast aö sömu niöurstööu þegar þú skrúfar „Future Shock“ í botn, því bárujárniö mun bókstaflega rifna af þakinu. Heildsala — Dreifing. Símar 85742 og 85055. itsÍAorhf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.