Morgunblaðið - 31.05.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. MAÍ1981
33
konar smiði í báðum mínum
ættum. Afabróðir minn á Norð-
firði var skósmiður og afi minn á
Seyðisfirði var bátasmiður. Hann
var leikinn með skaröxina, hjó oft
fundament undir vélar í skipum,
enda alltaf nefndur Sveinn báta-
smiður.
Það má því segja að hluti af
lífsstefnunni hafi verið að rækta
upp smíðahæfileikana og víst
beygðist krókurinn snemma. Ung-
ur drengur var ég í sveit hjá bónda
sem vildi að ég tæki við búinu
hans. Mér fannst það koma til
greina, en sagðist hins vegar ætla
að vera smiður, því þá yrði ég
aldrei atvinnulaus. Þá var það
munaður að hafa atvinnu og
maður ólst upp við það sjónarmið
á atvinnuleysisárunum á Seyðis-
firði.
Ég hugleiddi þó að taka við
búinu og næst því að láta slag
standa komst ég þegar ég sá að
með því móti gæti ég slegið þrjár
flugur í einu höggi, eignast býli,
konu og smíðatól. Þannig var að á
næsta bæ var bóndadóttir sem
mér leist vel á og pabbi hennar
átti smíðatól og þau langaði mig
mest í af þessu þrennu.
Það leiddi margt af sjálfu sér að
ég fór í smíðar, mér fannst það
strax viss líftrygging að smíða.
Pabbi hafði oft á orði um afa
bátasmið að honum hefði aldrei
Að loknu dagsverki unir athafna-
maöurinn sér í sínu horni við
skékborðiö og ekki er langt í
einhver af þeim tugum málverka
sem hann hefur safnað á heimili
sitt.
fallið verk úr hendi. Maður reyndi
því að stíla upp á það að tryggja
sig gegn þeim mikla vágesti sem
atvinnuleysið var og þau ár sem
maður átti í fátæktinni hafa
markað djúp spor í þann lífsstíl
sem maður hefur reynt að feta.“
Vörn gegn oki
fátæktarinnar
„Það var mjög þroskandi og gott
fyrir mig að starfa hjá Jóhanni
Ellerup á Seyðisfirði í tvö ár á
sínum tíma. Hann kenndi manni
að hafa hvern hlut á sínum stað og
stað fyrir hvern hlut. Reglusemi
og hirðusemi á hlutunum eru
ágætar dyggðir sem vantar ef til
vill of mikið í okkur íslendinga.
Nískan er andstygg en sparsemi
dyggð sagði Sigurður Skúlason við
okkur strákana í íslenskukennsl-
unni. Mér hefur löngum verið
hugstætt þar sem segir í Jóni
Trausta á þá leið eftir skoska
stálkóngium Andrew Carnegie
sem hetjusjóður Carnegie er
kenndur við: Auðæfi eru ekki
réttmæt nema þeim sé varið til að
skapa heill og hamingju sem
flestra manna og sá maður sem
deyr frá milljónum sínum óráð-
stöfuðum deyr í smán því hann
hefur brugðist hlutverki sínu. Það
ber að hjálpa þeim til frama sem
hafa áhuga á að hjálpa sér sjálfir.
Það hefur alltaf verið ásetning-
ur minn að verjast oki fátæktar-
innar. Það var ekki eftirsóknar-
verðasti skólinn að ganga í gegn
um en það var harður og góður
skóli að horfa upp á vandræði
íólks á Seyðisfirði á unglingsárun-
um, áhrifaríkt að alast upp við
ástand sem ungt fólk á íslandi í
dag trúir ekki og skilur ekki, en ég
held að slíkt herði mann til dáða.“
j Metnaðarmál að
hlutirnir gangi upp
„Stundum liggur í loftinu
spurning um metnað. Ég hef
aldrei verið metnaðargjarn mað-
ur, en hef þó metnað fyrir mitt fag
og mína framleiðslu. Metorð
freista mín ekki. Kosturinn er að
vera Islendingur og vilja gera
góða hluti, slíkt er engin hindrun
eins og sumir halda.
Það hefur hins vegar verið mér
metnaðarmál á löngum ferli í
viðskiptum að hjálpa þeim sem
hefur þurft á því að halda, því það
rætist alltaf úr fyrir húsbyggjand-
anum um síðir. Ég hef haft
ánægju af því að létta undir um
stundarsakir og aldrei, hvorki fyrr
né síðar, hef ég þurft að standa í
útistöðum til þess að fá minn hlut.
Minn metnaður hefur verið að láta
hlutina ganga upp. Á því byggist
þróunin í að skapa atvinnufyrir-
tæki. Það er stefnt að sigri í skák,
sigri í lífinu. Menn harðna í eldi
uppbyggingarinnar, en heppnin
þarf oft að fylgja harðfylgninni
eftir. Átökin eru oft mikil í
uppbyggingarstarfinu og enginn
fer áfallalaust í gegn og maður
getur verið þakklátur fyrir að
takast kannski það sem tveimur
smiðum af hverjum hundrað
tekst. En það þarf heppni til, eins
og áhöfninni á fiskibátnum þótt
valinn maður sé í hverju rúmi.
Þetta byggist á því að vera
samtaka og starfa vel saman og þá
býður maður heppninni heim. Áð
sumu leyti er maður í stöðu
þjálfarans hjá handboltaliði, því
eftir höfðinu dansa limirnir. Með
samstilltu átaki gengur þetta upp
þegar hver maður er á réttum stað
og kann sitt hlutverk. En það er
ekki síður mikilvægt að mannin-
um semji vel við hlutverkið og það
er mikilvægt að halda uppi góðum
anda á vinnustað, vera jafn þeim
sem leysa verkefnin af hendi, einn
af hópnum. Þá fæst skemmtilegur
andi á vinnustaðnum."
Sóð yfir hluta af húaakynnum
Smíöastofunnar.
Frá Flensborgarskóla
Flensborgarskóli er framhaldsskóli sem starfar eftir
Námsvísi fjölbrautaskóla. í skólanum geta nemendur
stundaö nám á eftirtöldum námsbrautum:
1. Eölisfræöibraut (EÐ)
2. Félagsfræöibraut (FÉ)
3. Fiskvinnslubraut (F1+F2)
4. Fjölmiðlabraut (FJ)
5. Heilsugæslubraut (H2+H4)
6. íþróttabraut (I2+I4)
7. Matvælatæknibraut (MT)
8. Málabraut (MÁ)
9. Náttúrufræðabraut (NÁ)
10. Tónlistarbraut (TÓ)
11. Tæknabraut (TB)
12. Tæknibraut (Tl)
13. Tæknifræöibraut (TÆ)
14. Uppeldisbraut (U2+U4)
15. Viöskiptabraut (V2+V4)
Umsóknarfrestur um skólavist á haustönn 1981
rennur út 5. júní nk.
Skólameistari.
Sundlaugar úr áli eöa stáli, meö plastpoka er auövelt
aö koma fyrir og ódýr framkvæmd.
Sundlaug er samkomustaður fjölskyldunnar og
vinanna. Sund er heilsurækt.
Útvegum allt til sundlauga. Hreinsitæki, ryksugur,
forhitara, yfirbreiöslur, stiga, klór duft eöa töflur,
plastpoka í gömlu eöa nýju steinsteyptu laugina.
Leitiö upplýsinga.
/
S^geiiööon h.f.
Suðurlandsbraut 16 105 Reykjavík.
Trésmióir —
Húsbyggjendur
Spónaplöturnar og krossviöinn, sem þiö kaupiö hjá
okkur getiö þiö sagað niöur í plötusöginni okkar og
þaö er ókeypis þjónusta.
Spónaplötur í 10
mismunandi þykkt-
um og 8 mismun-
andi stæröum.
U
'~B\igejtnáicivöruv&rzl
BJÖRNINN?
Skúlatúni 4. Sími 25150. Reykjavík
Nýtið
hitaveituna
Sundlaug í bakgarðinn, í kjallarann, fyrir félags
heimiliö eða bæjarfélagið.