Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 7

Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 Z7 Umsjénarmgður Gísli Jónsson 103. þáttur Myndir og líkingar eru drjúgur hluti máls okkar og til mikillar prýði, þegar at- hygli er hvöss og tjáningar- geta rík. Sí og æ notum við orð og orðasambönd í óeigin- legri eða yfirfærðri merkingu, eins og það er kallað. Börn hafa myndskyn ekki síður en fullorðnir, cg er þess skemmst að minnast, að þau fundu upp orðið hrútastýri, svo sem greint var frá hér í þættinum. Ég sé sífellt fleiri reiðhjól með stýri, þar sem sú nafngift á fullkomlega við. Gísli Konráðsson á Akur- eyri hefur sagt mér sögu af svipaðri nafngjöf. A vegum eru oft hæðir sem illa sést yfir. Þær eru nú löngum í daglegu tali nefndar blind- hæðir. Það orð þykir okkur Hákoni Bjarnasyni í Reykja- vík ekki nógu gott, og hann hefur fyrr í bréfi til mín lagt til að slíkar hæðir væru nefndar hvörf. Kostir þess orðs eru augljósir. Það er stutt, og við þessar hæðir hverfur mönnum sýn til þess sem fyrir handan er. Málvísi forfeðra okkar hefur fundið margt hvarfið í landslagi, og beri menn saman íslenska orðið Hvarf, heiti á syðsta hluta Grænlands, og dönsku nafngiftina Kap Farvel. Gallinn við orðið hvarf í sömu merkingu og blindhæð er einungis sá, að það hefur fengið aðra merkingu í sam- bandi við vegi. Það er tekið að merkja holu eða dæld í veginum, þá sem einkum kemur, þegar klaka leysir og aurbleyta verður. Alkunna er hvernig reynt hefur verið að koma í veg fyrir árekstra, þar sem hvörf (blindhæðir) eru á vegum. Veginum hefur verið skipt í akreinar, og örvar vísa til réttrar áttar. Og nú er aftur komið að nafna mínum Konráðssyni, eða öllu heldur börnum hans. Þegar þau sáu þessa tvískiptu vegarspotta á hæðum framundan, var þeim ljós líking, og þau kölluðu fyrirbærið axlabönd. Þessi nýmerking er enn betri, þeg- ar þess er gætt að hæð í iandslagi er ósjaldan nefnd öxl. En úr því að talið hefur borist að orðinu vegur, mætti nánar að því hyggja, uppruna þess og frummerk- ingu. Naumast fer hjá því, að vegur sé skylt sögninni að vega. Hún beygðist í mjög fornu máli eins og liggja; vega — vá — vágum — veginn. Seinna breyttist á-ið í 2. og 3. kennimynd. Svo hefur mér verið kennt, að frummerking þessarar sagn- ar sé að hefja, lyfta upp, en síðar að sannprófa þunga einhvers með þeim hætti. Hvers vegna sögnin fær merkinguna að drepa er ann- að mál. Eftir þessu ætti vegur að hafa þýtt einhvers konar hækkun eða lyftingu, Og skilst mér að það standist dóm heilbrigðrar skynsemi. Kemur nú og til óeiginleg eða yfirfærð merking. Vegur þýðir ekki aðeins braut að fara eftir, heldur einnig sæmd og virðing. Menn geta komist til vegs og valda. Sölvi klofi Húnþjófsson sagði við Arnvið konung á Sunn- mæri: „Það þótti föður mínum vegur, að deyja í konungdómi með sæmd, heldur en gerast undirmaður annars konungs á gamals aldri; hygg ég að þér muni og svo þykkja og öðrum þeim, er nokkurir eru borði og kappsmenn vilja vera.“ (Egils saga, III. kafli.) Af vegur í yfirfærðri merkingu koma svo samsetn- ingar eins og vegsauki, veg- semd, vegsmunir = heiður og vegskarð = álitshnekkir. Hins vegar mundum við skilja samsetninguna veg- arskarð í eiginlegri merkingu. Rætur orða eru misfrjóar eins og ættir manna. Rót orðsins vegur er einstaklega frjósöm og hefur tímgast með prýði. Af þriðju kenni- mynd sagnarinnar að vega, vágum, myndaðist orðið vág- ur sem nú er eftir lögum málsins orðið vogur. Upp- haflega merkti það sjór eða alda, nú fremur vík eða flói, og eimir þó eftir af gömlu merkingunni. Þetta er sjálf- sögðu vegna lyftingar þeirr- ar sem verður í öldugangi. Þá gat gröftur eða vilsa í holdi heitið vágur og síðar vogur, vegna bólgunnar sem fylgir, og sumir halda að vogrís = graftarbóla (einkum á augn- loki) hafi einhvern tíma ver- ið vogris. Áhald til að vega heitir að sjálfsögðu vog, flutnings- tækið, sem menn hafa lyft einhverju upp á eða fer eftir vegi, heitir vagn, svo og veglátur maður. Ljóst ætti að vera orðið af þessu spjalli hvers vegna hvíla unga- barnsins heitir vagga, svo og athöfnin sem felst í sögn þeirri sem hljómar eins. Sleði heitir vaga, og steng- ur, sem gegna sama hlut- verki og vagnkjálkar, heita vögur. Þegar menn vaga í spori, minnir það á hreyf- ingu vogsins = öldunnar. Einu sinni missti Benedikt Gröndal út úr sér í náttúru- fræðitíma í Lærða skólanum að mörgæsin vagaði og kjag- aði eins og landshöfðingja- frúin. Vagl hefur breytilega merkingu. Það kann að tákna raft á milli mæniása eða stuttan bjálka undir sperru- kverk, og það kemur einnig fyrir um skemmd í auga, upphaflega víst bólgu. Þegar bær heitir Vaglir, ættum við eftir allt þetta að geta haft einhverja hugmynd um landslagið. Þess hefur áður verið getið í þættinum, hversu mörg ágæt lýsingarorð hafi verið mynduð með svokölluðu i-hljóðvarpi af 3. kennimynd sterkra sagna, einkum eftir tilteknum röðum þeirra. Sögnin að vega er engin undantekning að þessu leyti. Af vágum er myndað að réttum hætti lýsingarorðið vægur, sem birtist í ýmsum samsetningum, eins og þung- vægur, léttvægur, lítilvægur, mikilvægur og uppvægur. En vægur ósamsett = hlífinn mun myndað af vægja sem er náfrænka móðursagnar- innar að vega. Enn skulu hér talin nokkur frændyrði, sem ekki eru eins algeng, svo sem vægilegur = mildur, væging sem bæði merkir hlífð og ígerð, væginn = mildur, væg- lyndur = þolinmóður og vægsi (beygist eins og elli) = hlífð. Nærri má svo geta hvort orðið veggur og allt, sem af því er dregið, sé ekki af sama stofni og sögnin að vega. Forfeðrum okkar var tamt a$ setja sér Mikael erkiengil fyrir sjónir með vogarskálar. Hann vá (vigtaði) misgerðir manna og góðverk, áður en dómurinn mikli var kveðinn upp og mönnum skipt í útvalda og fordæmda. Arnór jarlaskáld Þórðarson kvað með hrynhendum hætti: Mikkjáll vetcr hvat misnjrtrt þykkir. mannvitsfróðr uk allt ið KÚða. TyKtfi skiptir siðan seKKjum srtlarhjálms á dæmistúli. GENGI VERDBREFA 7. JÚNÍ 1981 VERÐTRYGGD SPARISKÍRTEINI Kaupgengi pr. kr. 100.- VERÐTRYGGÐ HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS: RÍKISSJÓÐS Kaupgangi 1969 1. 1970 1. 1970 2. flokkur flokkur flokkur 6.497,51 5.953,09 4.338,86 A 1972 pr. kr. 100.- 2.193,89 1971 1. flokkur 3.922,37 Ð — 1973 1.806,92 1972 1. flokkur 3.402,51 c — 1973 1.544,10 1972 2. flokkur 2.905,07 D — 1974 1.315.21 1973 1. flokkur A 2.160,48 E — 1974 905,67 1973 2. flokkur 1.990,05 F — 1974 905,67 1974 1. flokkur 1.373,85 G — 1975 606,55 1975 1. flokkur 1.123,37 H — 1976 579,83 1975 2. flokkur 846,05 I — 1976 443,96 1976 1. flokkur 801,53 J — 1977 414,45 1976 ?. flokkur 1977 1. flokkur 1977 2. flokkur 1978 1. flokkur 1978 2. flokkur 1979 1. flokkur 1979 2. flokkur 1980 1. flokkur 1980 2. flokkur 1981 1. flokkur 649,84 603.50 505.56 411,98 325,17 274,96 213,35 165,55 130.57 114,94 Maðalávöxtun aparitkirtaina umfram varö- tryggingu ar 3,5—8%. Sölutimi ar 1—3 VEÐSKULDABRÉF MEÐ LÁNSKJARAVÍSITÖLU: upgengi m.v. nafnvexti Áyöxtun 2V»% (HLV) umfram 1 afb./ári 2 afb./ári verötr. 1 ár 97,62 98,23 5% 2 ár 96,49 97,10 5% 3 ár 95,39 96,00 5% 4 ár 94,32 94,94 5% 5 ár 92,04 92,75 5Vi% 6 ár 89,47 90,28 6% 7 ár 86,68 87,57 6V*% 8 ár 83,70 84,67 7% 9 ár 80,58 81,63 7%% 10 ár 77,38 78.48 8% 15 ár 69,47 70.53 8'/4% Ofanskráö gengi er m.v. 4% ávöxtun p.á. umfram verðtryggingu auk vinn- ingsvonar. Happdrættisbréfin eru gef- in út á handhafa. HLUTABRÉF Tollvöru- Kauptilboö geymtlan hf. ótkast Skaljungur hf. Sölutilboö Fjárfeatingarf. Sölutilboö íalanda hf. óakaat. VEÐSKULDABRÉF ÓVERÐTRYGGÐ: Kaupgengi m.v. nafnvexti 12% ,14% ie% 18% 20% (HLV) 40% 1 ár 65 ' 66 67 69 70 82 2ár 54 56 57 59 60 77 3ár 46 48 49 51 53 72 4 ár 40 42 43 45 47 69 5 ár 35 37 39 41 43 66 TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOÐSSÖLU MáMITIMMNUG ifUMU VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. Iðnaöarbankahúsinu. Sími 28566. Opiö alta virka daga tré kl. 9.30—16. Öllum þeim sem glöddu mig á áttatíu ára afmaeli mínu með gjöfum, blómum og skeyt- um, þakka ég afalhug. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Þórðardóttir, Túngötu 30. Massívar furuhurðir Einnig spónlagðar og málaðar innihurðir í miklu úrvali. Útihurðir sem ekki vindast og halda hitanum inni og þjófunum úti. Vönduö vara viö vœgu veröi n BÚSTOFN Aöalstræti 9, (Miðbæjarmarkaðnum) Símar 29977 og 29979. STUÐNINGUR VT717AT? 1 DÖDGE ARIES JL* Bandarísk tólksbiircið, sjálfskipt, árgerð 1981, Verðmaeti um 150 þús.kr Q BIFREIÐ AÐ EIGIN VAU tvrir 100 þúsund krónur Q BIFREIÐ AÐ EIGIN VAU ER OKKARVÖFN %J>m fvrir 80 þúsund krónur. 4 BEFREIÐ AÐ EIGIN VAU <Am • fvrir 70 þúsund krónur. DKEGIÐ17. JÚNI K _10 SCHAUFF REIDHJOL _ * Hver vinningur: Tvö tíu gira hjól, verðmæti um 5 þús.kr. HAPPDRÆTTI KRABBAMEINSFÉIAGSINS TÓLF SKATIT RJ AI SIR VINNINGAR AÐ VERÐMTTI UM 440 ÞÚS.KR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.