Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 10

Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ 1981 Otúdentar Það er stundum sagt að stúdentsprófið sé orðið svo algengt nú til dags, að óþarfi sé að veita því eftirtekt lengur þegar hvítu kollarnir birtast á vorin. En þó að langskóla- fólkið sé ekki framar sérstök stétt sem skylt er að taka ofan fyrir á götum úti, þá er þó engu að^ síður stúdentsprófið merkur áfangi í lífi unga fólksins. Áfangi sem gefur því fyrirheit og búið er að stefna að svo lengi. teknir tali Blaðamaður og Ijósmyndari Morgunblaðsins fóru á stúfana til þess að kynna sér viðhorf og framtíðarsýn nokkurra nýstúdenta frá hinum ýmsu skólum höfuðborgarsvæðisins. ÞorbjörK Jóhanna Gunnarsdóttir Nei veistu prófin voru bara alveg ágæt, þó að auðvitað læðist alltaf erfið próf innanum, sagði Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir stúdína frá Verzlunarskóla íslands, þegar blm. Morgunblaðsins hitti hana að máli fyrir skömmu og spurði hvort prófin hefðu verið erfið. — Mætti herða kröfurnar til stúdentsprófsins eða finnst þér að einhverju mætti breyta í sambandi við stúdentsprófið? — Persónulega finnst mér að kröfurnar ætti frekar að herða en minnka og í rauninni finnst mér fjarstæðukennt að tala um að minnka kröfurnar. Stúdentsprófið á fullan rétt á sér og er nauðsynleg menntun undir frekara framhalds- nám. Yfirleitt var ég nú bara ánægð með kennslufyrirkomulagið og sé Hildur María Hriberschek lítið sem að betrumbæta mætti, nema þá helst að herða kröfurnar aðeins. — Hvað hyggst þú nú gera að hausti? — Ég stefni í tölvufræði við Háskólann hérna heima í haust. Astæðan fyrir því að ég fer í tölvufræði er sú að hún vekur mikinn áhuga hjá mér og svo virðist mér sem framtíðin blasi við þessu fagi. Ætli mitt takmark sé svo ekki að reyna mennta mig eitthvað meira til að geta lifað í þessu þjóðfélagi sem við lifum og hrærumst í. Þorbjörg er fósturdóttir hjónanna Ogmundar Hannessonar og Ragn- hildar Sigurjónsdóttur. - O - r Edda Thors o Kristjana Friðbjörnsdóttir Ilildur Maria Hriberschek dóttir Elísabetar Guðjohnsen og Herberts Hriberschek Ágústssonar varð stúd- ent nú í vor frá Menntaskólanum í Reykjavík. Blm. Mbl. tók hana tali og spurði hvort stúdentsprófin hefðu verið þyngri en hún gerði ráð fyrir. — Seinna misserið var þyngra en ég hafði att von á. —Telurðu þig hafa fengið góðan undirbúning undir lífið með þessu prófi. Tvímælalaust tel ég M.R. standa öllum menntaskólum framar. Þetta er góður skóli sem veitir manni virkilega gott aðhald og býr mann undir framhaldsnám. Finnst þér tilstandið vera of mikið í kringum stúdentsprófið? — Nei, það finnst mér allt ekki. Ég tel það mjög viðeigandi að hafa þetta tilstand. Þetta er merkur áfangi í lífinu sem undirbúningur undir frekara nám eða lífið al- mennt. Svo svona í lokin vil ég segja. Sú staðreynd að guð er með okkur þýðir ekki að líf okkar sé þægilegt og án erfiðleika. Það þýðir að við getum mætt hverju sem að höndum ber með staðfestu og bjartsýni. - O - Ég heiti Þorsteinn Sæberg og er stúdent frá Viðskiptabraut Fjöl- brautarskólans í Breiðholti sagði Þorsteinn þegar blm. Mbl. tók hann tali. Fannst þér þessi áfangi erfiður fyrir stúdentsprófið? — Nei, það get ég alls ekki sagt. Það er svo mikið valkerfi sem ríkir í þessum skóla og hægt er að dreifa þyngri áföngum niður á árin, heldur en að taka þau öll að síðustu. Þetta fjölbrautarkerfi er virkilega fínt, nema hvað maður er seinn að kynnast fólki, það er þó kostur að þegar maður á annað borð er farinn að kynnast því þá kynnist maður stærri hóp. Lárus Thorlacius — Hefur stúdentsprófið misst eitthvað af gildi sínu? — Nei, það tel ég ekki þó að vísu séu fleiri komnir með það en áður fyrr tíðkaðist. Það er nauðsynlegt orðið að hafa stúdentspróf ef maður ætlar að fá mannsæmandi laun og vinnu. Hverju stefnirðu nú að? — Ég stefni að námi í Kennara- háskólanum í haust, og svo stefni ég auðvitað að því að verða eitthvað eins og flestir gera og gera öðrum eitthvað gagn í lífinu. - O - Edda Thors hefur nýlokið stúd- entsprófi frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti. Hún er dóttir Jóns Thors og Ellenar M. Thors. Blm. spurði Eddu á hvaða sviði hún hefði verið, Helgarferðir til Luxembourg aöeins kr. 1.690.- Brottför 13. og 27. júní, 18. og 25. júlí, 8. og 15. ágúst. Þetta eru vafalaust ein bestu feröakaup sumarsins. Gistlng á hinu þægi- lega hóteli, Sheraton-Aerogolf frá laugar- degi til þriöjudags og flugferöir fyrir þetta verö er ótrúlegt. Ódýru APEX- fargjöldin Osló Stokkhólmur Kaupmannahöfn Glasgow London kr. 2.524,- kr. 3.156.- kr. 2.769,- kr. 2.063,- kr. 2.386.- LUXEMBOURG- FJÖLSKYLDUPAKKI Flugfar og bílaleigubíll í 2 vikur kr. 2.298.- Mið-Evrópa 18 dagar — 1. ágúst Flogiö veröur til Luxembourg og ekiö þaöan um: Þýskaland til Zurich, Luzern, Tyrol á ítalíú, Munchen, Heidelberg, Rudesheim og í gegnum Moseldal til Luxembourg. Ekiö veröur í fyrsta flokks langferöabflum meö loftkælingu. Dvalið veröur á góöum hótelum meö hálfu faeöi. íslensk fararstjórn. Mallorca 16. júní Örfá sæti laus 23. júní Uppselt 7. júlí Uppselt 14. júlí 3 sæti laus 28. júl( Uppselt 4. ágúst Uppselt 18. ágúst Uppselt 25. ágúst Uppselt 8. sept. 2 sæti laus 15. sept Laus sæti 29. sept Laus sæti Glæsileg íbúöahótel. mdivm FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsirtu Hallveigarstíg 1 Simar 28388 og 28580. ALMENN FERDAÞJÓNUSTA VÖRUSÝNINGAR SÉRHÓPAR EINSTAKLINGSFERÐIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.