Morgunblaðið - 07.06.1981, Síða 12

Morgunblaðið - 07.06.1981, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 * Þessi hlutur sást á flugi yfir Odense i Danmörku i júni 1974. Fljúgandi diskur yfir Conejo í Kaliforniu i febrúar 1973. „Verumar veltust eftir jörðinni og sugu sig fastar við manrann“ „Það vakti geysilega athygli að fulltrúar frá íslandi skyldu sitja þessa UFO-ráðstefnu í London og tóku til dæmis eitt grískt og annað breskt blað viðtal við okkur,“ sagði Ólafur St. Pálsson ungur menntaskóla- nemi, en hann sat ásamt tveimur öðrum jafnöldrum sínum, Agli Þorsteins og Borgari Jónsteinssyni, alþjóðlega ráðstefnu í London um fljúgandi furðuhluti. Það er ekki vitað til þess að áður hafi Islendingar setið ráðstefnur um þessi mál. Ráðstefna þessi stóð yfir helgina 24.-25. maí sl. og tóku þátt í henni fulltrúar frá um 24 þjóðum. Blaðamaður Mbl. hitti Ólaf að máli er hann kom heim aftur sl. laugardag eftir nokkurt ferðalag um Bretland og innti hann eftir því markverðasta sem rætt var á samkomu þessari. Og hér er enn einn einhversstaöar yfir Ástraliu árið 1%9. „Ráðstefnan hófst," sagði Ólafur „klukkan hálf tíu á sunnudagsmorgni í móttöku þar sem við vorum skráðir og okkur fengin öll ráðstefnugögn og upp- lýsingaplögg. Þá var opnuð sýn- ing á hlutum er á einhvern hátt tengdust fljúgandi furðuhlutum og á ijósmyndum af fljúgandi diskum. Forspjall hélt Bob nokkur Digby, breskur furðu- hlutasérfræðingur, og varaði hann við of miklum ályktunum og hugarflugi í sambandi við rannsóknir á efninu. Á eftir þessum viðvörunum setti King Norton lávarður ráðstefnuna en hann var einn af þeim, sem ollu miklu róti í bresku lávarðadeildinni, þá er þessi mál voru tekin þar fyrir. Norton er talinn frekar gagn- rýninn og trúir víst ekki öllu eins og nýju neti. Ég átti reyndar við hann örstutt spjall í matarhléi en hann er orðinn gamall og það var erfitt að skilja hann auk þess sem hann var víst með hálsbólgu. Fyrstur á mælendaskrá var Svíinn Bertil Kuheleman. Hann er tölvufræðingur og vinnur að því meðal annars að gera fljúg- andi furðuhlutaskýrslur þannig að þær verði trúanlegar. Einnig vinnur hann að gerð forrita í Ólafur St. Pálsson töivur um alla þá atburði sem til fijúgandi furðuhluta er hægt að rekja og ekki síst vinnur hann að þvi að tengja saman þá er rannsaka fljúgandi furðuhluti og vísindamenn. Um þetta sner- ist ráðstefnan í heild sínni, að koma á alþjóðlegu samstarfi og skipulegri samvinnu þeirra manna sem vinna við að rann- saka þessa hluti. Það hefur verið allt of mikið um það að menn vinni hver í sínu horni án nokkurrar samvinnu og er það kannski þess vegna, sem lítið gengur að komast að því hvað þessir hlutir raunverulega eru. Þá tók til máls Charles Bowen en hann er ritstjóri eins virtasta fijúgandi furðuhluta-blaðs í heimi og ræddi hann um sitt starf og hvað hann hafði lært og reynt á sínum ferli. Þess ber að geta að eftir hverja ræðu voru leyfðar fyrirspurnir. Þá tók til máls Skoti nokkur, Stuart Campell að nafni, og sagði hann frá nýju máli er hafði gerst í fyrra og kallað er Livingstone-málið. Það er ein- hvernveginn á þessa leið: Skoti nokkur var á gangi í bænum Livingstone, sem er skammt fyrir utan Edinborg í Skotlandi. Þetta var seint um kvöld og voru fáir á ferli. Það var stjörnubjart og Skotinn var að virða fyrir sér stjörnur á göngu sinni þegar hann sér allt í einu skammt frá sér, að hann hélt, einhverskonar fljúgandi disk eða disklaga hiut. Hafði hlutur þessi áfest við sig hring- inn í kring lóðrétt sköft en við endan á þeim snerust þyrluspað- ar og virtist manninum þetta háif frumstæður furðuhlutur. Nema hvað hluturinn stoppaði smáspöl frá manninum og út úr honum stukku tvær litlar verur er veltust eftir jörðinni í átt til mannsins. Verur þessar höfðu á sér sogarma og sugu þær sig fastar við manninn rétt fyrir neðan buxnavasa. Varð Skotan- um svo mikið um þetta að hann féll í yfirlið og þegar hann rankaði við sér aftur voru þess- ar undarlegu verur horfnar sjónum hans og diskurinn með. Á ráðstefnunni voru þessar buxur Skotans til sýnis á sýn- ingunni sem haldin var í tengsl- um við hana og þar voru þær skoðaðar og veltu menn því fyrir sér hvernig þær hefðu getað rifnað svona. Niðurstaðan varð 8Ú að þær gátu hvorki hafa verið klipptar né skornar heldur hefðu þær rifnað undan miklum þrýstingi. Á staðnum þar sem þetta hafði gerst voru undarleg för um allt svæðið. Brunaför og för eftir mikinn þunga. Allt var þetta ljósmyndað. Þá tók til máls Hilary Evans, breskur sálfræðingur, og talaði hann um hugsanleg tengsl sál- fræðilegra fyrirbrigða og fljúg- andi furðuhluta. Hann ræddi um það hvort fólk sjái hluti sem aðrir sjá ekki og fór inn á yfirnáttúruleg svið. Á eftir hon- um sté í pontu sænskur vinur Uri Gellers, þess sama og beygði skeiðar og önnur búsáhöld með hugarorkunni einni saman hér um árið. Svíinn fór að segja frá ýmsu af þeim manni. Hann heldur því fram að hann sé í sambandi við verur frá öðrum hnöttum eða öðrum víddum og þaðan séu hans yfirnáttúrulegu hæfileikar komnir. Þetta vakti mikla athygli. Ein kenningin er nefnilega sú að miðlar og skyggnt fólk sé í sambandi við verur frá öðrum hnöttum. Við dáleiðslu kom í ljós að þegar Uri Geller var fjögura ára gamail hafði hann fyrst séð og hitt geimveru og upp frá þeim tíma hefur hann haft þessa hæfileika. Svíinn sagði ýmsar sögur af Uri eins og til dæmis þessa: Nýlega hafði átt að prófa hæfiieika Uris á vísindalegan hátt. Einn af vísindamönnunum sem prófuðu hann tók af sér armbandsúr og setti ofan í skjalatösku. Svo læsti hann töskunni og annar vísindamaður settist ofan á hana. í miðju herberginu var komið fyrir borði og beindust að því fjórar video-myndatökuvélar, sem áttu að festa það á filmu þegar Uri Geller færði úrið úr töskunni á

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.