Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981
Söngvarinn og blístrarinn Roger Whittaker í spjalli við Mbl.:
„Ég verð endilega að koma
og syngja fyrir Lslendinga44
Þegar Morgunblaðsmenn voru að leggja upp í loftleit
að flugvélinni, sem saknað hefur verið frá því í fyrri
viku, rákust þeir á skrefstóran mann fyrir framan
Loftleiðahótelið. Steig hann þungt, sveiflaði handtösku
sinni eins og skólastrákur að hausti, glotti við tönn og
kinkaði kolli er við mættum honum í góðviðrinu.
Eitthvað var maðurinn kunnuglegur, minnti á heims-
frægan skemmtikraft, sem frægur er fyrir sérkennilegt
blístur. Var því ákveðið að ávarpa manninn og spyrja
hann út úr.
— Afsakið herra, kallaði
blm. og veifaði hendi, gekk til
mannsins, sem sneri sér við og
stanzaði. Þú líkist mjög Roger
Whittaker, ekki vænti ég þess,
að sá sé maðurinn.
— Jú einmitt, hér stendur
hann, fyrir framan þig, í allri
sinni mynd, eins og Guð skapaði
hann, sagði hann djúpri og
skærri röddu og hló dulítið og
vatt sér síðan í umræður um
veðurblíðuna, eða þar til næsta
spurning dundi.
— Á hvaða ferð ertu hér, að
koma eða fara í sambandi við
hljómleikahald?
— Já, ég er á heimleið til
Bretlands. Kem hingað frá
Boston, dvaldi hér í nótt til að
hvíla mig. Ég hef undanfarnar
vikur farið vítt og breytt um
Bandaríkin, hélt þar 40 tón-
leika, sem var dágóður skammt-
ur og ég er hvíldar þurfi í bili.
Bandaríkjaferðin var ánægju-
leg og tókst vel í alla staði.
— Þú flýgur sjálfur?
— Það er rétt, en ég er með
þaulvanan atvinnuflugmann
með mér, og skiptumst við á að
Roger Whittaker fyrir framan flugvél sína, G-SONG, á Reykjavikur-
flugvelli. Ljósm. Mbl. RAX.
Bókaþjónusta
barna á spítölum
ÞRIÐJUDAGINN 9. júní n.k.
verður haldinn fyrirlestur í
Norræna Ilúsinu og hefst hann
kl. 20.30. Fyrirlesari er Lis By-
berg, barnabókasafnsfræðingur
frá Stokkhólmi og ætlar hún að
segja frá reynslu sinni af bóka-
þjónustu við börn á sjúkrahús-
um.
Lis Byberg veitir forstöðu
barnabókasafni í Tensta í Svíþjóð
en það er útibú frá borgarbóka-
safni Stokkhólms. Frá því 1970
hefur hún unnið við ýmis barna-
bókasöfn í Noregi og Svíþjoð og
haldið fyrirlestra víða í þessum
löndum auk þess sem hún hefur
skrifað greinar um barnabókasöfn
á sjúkrahúsum.
Fyrirlesturinn í Norræna Hús-
inu er öllum opinn.
Félag heyrnar-
lausra er að
Skólavörðustig 21
í GREIN Jennu Jónsdóttur í Mbl.
í gær um starfsemi Félags heyrn-
arlausra misritaðist heimilisfang
félagsins, en það er með starfsemi
sína að Skólavörðustíg 21.
Mótmælir hegðun
iðnaðarráðherra
RÁÐSTEFNA kjördæmissam-
taka ungra sjálfstæðismanna á
Austurlandi um sveitastjórnar-
mál, haldin á Egilsstöðum 24.
mai 1981, ályktar eftirfarandi:
Ráðstefnan mótmælir harðlega
þeirri hegðun ráðherra iðnaðar-
og orkumála að víkja í grundvall-
aratriðum frá samþykktum Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlan ái
í iðnaðar- og orkumálum fjórð-
ungsins.
AÐEINS ÞAÐ BESTA - IBÚÐAGISTING Á SJÁLFRI MAGALUF-STRÖNDINNI
ÞAÐ ER STAÐURINN!
K omdu mað III