Morgunblaðið - 07.06.1981, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 07.06.1981, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 15 fljúga, þótt ég sé auðvitað flugstjórinn, sagði hann og hló. Whittaker sagðist eiga flug- vélina sem hann var á í það skiptið, en hún er skrúfuþota af gerðinni Beechcraft Super King Air 200, voldug einkaflugvél sem er fljót í förum. Hún bar einkennisstafina G-SONG, sem er viðeigandi fyrir þennan mikla skemmtikraft. Sagt var frá flugáhuga Whittakers á Flugsíðu í Morg- unblaðinu 12. apríl í fyrra, en þar kom m.a. fram að hann hefði fengið flugdellu 2 'á ári fyrr. Hefði hann lokið einka- flugprófi á skömmum tíma og samtímis hlotið réttindi til að fljúga eins hreyfils og tveggja hreyfla flugvélum. Seinna hlaut hann blindflugsréttindi. Fyrsta vél hans var Beechcraft Baron, síðan eignaðist hann Baron 58P og þá skrúfuþotu af gerðinni Rockwell Commander, sams- konar flugvél og Blíeser Jóns- son flugmaður á. Þá vél sagðist Whittaker enn eiga ásamt King Air vélinni. — Það er dásamlegt að fljúga svona sjálfur, ferðalögin hafa einhvern veginn meiri tilgang nú, finnst mér. Það er tvennt ólíkt að vera farþegi eða flug- maður. — Ég er búinn að fljúga rétt rúmlega eitt þúsund flugtíma og þeim á vonandi eftir að fljölga og verða nokkur þúsund áður en yfir lýkur. — Þú ert þekktur skemmti- kraftur meðal íslendinga, m.a. hafa verði sýndir hér sjónvarps- þættir þar sem þú hefur ýmist troðið upp eða verið gestgjafi. Og þú ert uppáhaldsssöngvari móður minnar. Væri ekki tilval- ið að halda hér tónleika, t.d. þegar þú átt næst leið hér um, á vestur- eða austurleið? — Já, er það virkilega, sagði hann, greip um höfuðið og setti upp svip eins og hann ætti sérstökum skyldum að gegna við íslenzka aðdáendur sína, og sagði: Ég verð að koma og syngja fyrir Islendinga, ég verð endilega að koma. — En nú má ég ekki vera að því að spjalla við þig öllu lengur. Þarna bíður farkostur- inn eftir mér, fagurbúinn, og við verðum að drífa okkur í loftið á tilsettum tíma. Það eru ýmsir sem eiga von á því að ég komi heim á réttum tíma. — ágás Þýsk kammerhljóm- sveit til landsins Kammerhljómsveit sem kallar sig „Pro Musica Sacra“ og er frá Lindau i Suður-Þýskalandi. mun ferðast um ísland i júnimánuði og halda tónleika á niu stöðum á Suður-. Norður-, og Vesturlandi. Fyrstu tónleikar hljómsveitar- innar verða í Reykjavik fimmtu- daginn 11. júni klukkan 8.30 i Háteigskirkju. Hljómsveitin samanste'ndur af strengjahljóðfæraleikurum og flautuleikara sem er einnig ein- leikari með hljómsveitinni. Hljómsveitin mun aðallega flytja verkefni eftir eldri meistara. Ein- leikari með hljómsveitinni í Há- teigskirkju er Ragnar Björnsson. Föstudaginn 12. júní leikur þessi sjö manna hljómsveit í Akraneskirkju klukkan 8.30. Laugardaginn 13. júní í Ólafsvík- urkirkju klukkan 1.00, en um kvöldið klukkan 9 í Félagsheimili Stykkishólms. Þriðjudaginn 16. júní verða tónleikar í Akureyrar- kirkju klukkan 8.30 en í Húsavík- urkirkju 17. júní, klukkan 8.30. Föstudaginn 19. júní klukkan 9 verða tónleikar í Skjólbrekku og síðustu tónleikarnir hjá „Pro Mus- ica Sacra", verða í Vestmannaeyj- um þriðjudaginn 23. júní klukkan 9.30 og í Skálholti sunnudaginn 28. júní klukkan 5. Einleikari á orgel með hljóm- sveitinni á ferð hennar um landið verður Orthuet Prunner, en auk þess leikur Marianne Ehrle flautukonsert. Leiðtogi „Pro Musica Sacra“ er Wilfried Bergmann kirkjutónlist- arstjóri „Ræktaðu garðinn þinn“ — endurútgáfa á markaðinn ÚT ER komin á vegum Iðunnar ný útgáfa, endkurskoðuð, á hókinni Ræktaðu garðinn þinn, leiðbeiningar um trjárækt eftir Ilákon Bjarnason fyrrum skógræktarstjóra. Bók þessi kom út fyrir tveimur árum og sýndi sig að þorfin fyrir slíka b<>k var mikil því að upplag fyrstu útgáfu er nú þrotið. Nýja útgáfan er lagfærð eftir því sem þurfa þótti. — í bókinni er gerð nokkur grein fyrir sögu trjáræktar á Islandi, og skal þá tekið fram að bókin fjallar um trjárækt í görðum en ekki ræktun skóga. Höfundur fjallar um gerð trjánna og næringu, segir frá uppeldi trjáplantna, gróðursetn- ingu, hirðingu og grisjun. Þá er skýrt frá skaða á trjám og sjúkdómum. Ennfremur eru í bókinni stuttar lýsingar á 28 tegundum lauftrjáa, 24 runna- tegundum og 17 barrviðum sem rækta má í görðum hér á landi. Fylgja umsagnir um lífsskilyrði hverrar tegundar hérlendis, eft- ir því sem reynslan hefur leitt í ljós. Aftast eru skýringar á trjánöfnum og skrá um heimild- arrit. Ræktaðu garðinn þinn er 128 blaðsíður. Oddi prentaði. (Frá útgáfunni) Hákon Bjarnason Jón Pálsson dýra- læknir — níræður í dag er Jón Pálsson, dýralækn- ir á Selfossi níræður. Þetta þykir einhverjum kannski hár aldur í árum talið. En árin segja ekki allt, Jón er t.d. miklu yngri en margir þingmennirnir okkar, sem eru allt að því kiknaðir í smásálarskap og afturhaldi, sumir hverjir, þarf raunar ekki þingmenn til að láta sér vaxa hlutina í augum. Jón Pálsson er stórhuga höfð- ingi og hefur aldrei skilið neina afsláttarpólitík, kreppuvæl eða kerlingabækur. Hann er maður framkvæmdanna og hefur aldrei þolað úrtölur né afturhald. Enn á hann það til að slá bylmingshögg í borð, svo að glösin dansi, þegar honum þykir liggja nokkuð við. Oftar en hitt er það Framsóknar- flokkurinn, sem þá er til umræðu. En sjálfstæðismaður er Jón eld- heitur. Hann fór einhverntímann i framboð fyrir flokkinn, en var, að því er gárungarnir sögðu, svo orðljótur í kosningabaráttunni, að framsóknarmenn og aðrir sögðust myndu flytja úr hreppnum, ef ekki til Ameríku, ef hann næði kjöri. Jón sá, að ekki mátti verða landauðn á Islandi, og takmarkaði pólitísk umsvif sín á landsmála- sviðinu eftir það við þau skipu- lagsmál sem fram fara á bakvið tjöldin, en öllu skipta þó, og hvíslaði nokkuð í eyru Hellu- Ingólfs og fleiri forystumanna. Hinsvegar gaf hann sig að sveitar- stjórnarmálum og var m.a. í fyrstu hreppsnefnd Selfoss, 1934 og lengi síðan, svo og ýmsum nefndum. Jón fæddist sem sagt 7. júní 1891 að Þingmúla í Skriðudal S-Múlasýslu og er því aldamóta- maður. Foreldrar hans voru Páll Þorsteinsson bóndi þar og síðar í Tungu Fáskrúðsfirði, og kona hans, Elínborg Stefánsdóttir. Jón ólst upp við sveitavinnu eins og gengur, fór svo í Flensborg og Menntaskólann í Reykjavík. Það- an lá leiðin á Landbúnaðarháskól- ann í Kaupmannahöfn, þaðan sem hann útskrifaðist í dýralækning- um á síðasta ári gamla stríðsins 1918. Jón gerðist þá, nýkvæntur Áslaugu Ólafsdóttur Stephensen, dýralæknir á Reyðarfirði. Þar sat hann til 1934, er hann gerðist dýralæknir í Suðurlandsumdæmi með aðsetri á Selfossi. Umdæmi hans náði frá Lómagnúpi aö aust- an að sýslusteinum Árnessýslu í Herdísarvík að vestan. Á þessu svæði eru nú 6 dýralæknar starf- andi. Jón gegndi þessu kalli sem öllu öðru í sinu lífi, með prýði. Hann ferðaðist mikið ríðandi framan af og hafði þá 3 til reiðar. Rak jafnan 2 á undan sér en teymdi aldrei. í styttri ferðir, eins og frá Selfossi til Reykjavíkur, fór hann svo gjarnan einhesta á Prins sínum, sem hann flutti með sér á gömlu Súðinni austan frá Reyð- arfirði 1934. Svo komu skárri vegir og bílar og ferðamátinn breyttist. Þá þótti honum gott að hafa með sér bílstjóra og urðu margir til þess. Og margir lærðu ýmislegt um dýralækningar á ferðum þessum, bæði leikir og þeir sem seinna urðu lærðir. Dýralækninum var vel fagnað þar sem ég kom með honum í hlutverki bílstjórans. Hann kyssti kerlingarnar, hræddi krakkana, þáði kaffi og brennivín í eldhúsunum, bölvaði landstjórn- inni og tók mikið í nefið eftir að hafa læknað beljurnar, skammað bóndann hæfilega fyrir sóðaskap en hrósað honum um leið fyrir búhyggindi,þannig að allir voru ánægðir þegar hann fór. Og ekki íþyngdu reikningarnir frá Jóni „dýra“ köllunum. Mátti eftirmað- ur hans, sem líka heitir Jón, þola það fyrstu vikurnar eftir embætt- istöku sína, að vera kallaður „rándýri“ fyrir þær sakir einar að skrifa reikninga sína eftir lögboð- inni gjaldskrá. En nú er fyrir löngu síðan ekkert dýrt lengur með aukinni velmegun bænda- stéttarinnar, sem annarra verð- bólgublindra þegna landsins. Sem áður sagði er Jón eindreg- inn í skoðunum. Er ég viss um það, að hann hefur aldrei logið neinu að nokkrum manni né talað sér þvert um hug, svo hreinn og beinn og hispurslaus er hann í allri framgöngu. Ekki spillir rausn og myndarskapur húsfreyjunnar heimilisbragnum. Var heimilið fjölmennt hér áður þegar 4 synir voru í húsinu, ein fósturdóttir, Vassi karlinn og fjöldi vinnufólks auk gesta og gangandi. Þá gekk mikið á enda liggur fjölskyldunni ekki tiltakanlega lágt rómur. Jón er höfðingi heim að sækja, manna viðræðubestur, hollráður og fjölfróður. Engan mann hef ég hitt, sem svo vel kann með vín að fara sem hann. Ef fólk almennt kynni það svo vel sem hann, væri Bakkus lofsunginn um allan heim og orðið áfengisvandamál væri ekki til. Jón reyndi að kenna mér þessa list, þegar hann var orðinn hræddur um að ég yrði tengdason- ur sinn. Hann tók stundum upp flösku, tók tappann úr og rétti mér. Eg saup vel á og hann líka. Svo supum við aftur á báðir. Þá glotti Jón dýri og sagði: „Þetta kann ég“, sló tappann í með áherzlu og lét flöskuna inn í skáp. Svo fórum við í lækningaferðir út í sveit eða eitthvað annað og engum datt vín í hug. Ég og fleiri höfum sosum reynt að temja okkur þessa list. En það er eins og maður, vilji stundum -ruglast í tölunni og gleymi því að 1 er hæfilegt, 2 of mikið en 3 of lítið. Aldrei Jón dýri. Svo má heldur ekki lengur fremur keyra bíl eftir 2 heldur en 10, þannig að þetta er allt orðið snúnara en þetta var, eins og manni finnst raunar með aldrinum allt verða í framþróun þjóðfélagsins og lífsháttanna. Nú er allt að kafna í „félagslegri meðvitund" og „samstéttarlegri ábyrgð" og hvað þetta heitir allt þarna úti í Svíþjóð, svo að bráðum verður einstaklingurinn mein- ingarlaust nafnorð eins og t.d. Geirfugl. En Jón Pálsson er og hefur alltaf verið einstaklingur. Já það var fallegt á Selfossi í þá daga. Hesthúsið var við dyrnar og ráðsettir gæðingar og upprenn- andi léku sér þar við dyr. Heimur- inn var þá ungur eilífur og fullur af fyrirheitum. Ekki ætla ég hér að tíunda frekar félagsmálavafstur Jóns Pálssonar. Þó má geta þess að hann var framarlega í samtökum hestamanna, auk þess að vera félagi í allskyns minniháttar selsköbum eins og Rotary, stjórn- mála- og skógræktarfélögum o.s.frv., fékk meia að segja Fálka- orðuna einu sinni, en hefur lítt flaggað henni, segist enda hafa kunnað bezt við sig í eldhúsunum. Mikið hefur jafnan gengið á hjá Jóni dýra þegar kosningar hafa staðið fyrir dyrum. Ég minnist sérstaklega forsetakosninganna þegar Gunnar og Kristján kepptu. Jón var mikill Gunnarsmaður. Ég kom til Jóns í vikunni eftir kosningarnar. Jón dýri sat þögull í stofu þegar mig bar að garði, spratt þó upp og heilsaði mér glaður í bragði, rétti mér Familiu- sjúrnal blað með litmyndum af dönsku drottningunni og sló fast í blaðið um leið og hann rétti mér það: „Mikið assgoti er hún Magga myndarleg og glæsileg. Við íslend- ingar ættum að fá útaf henni og gera hana að kóngi yfir íslandi“. Má vera að Jón sé konungssinni enn, enda hæfir slíkt stjórnarform aristokrötum miklu betur, því það er Jón svo um munar. Og verður, því hann getur ekki annað — fæddur höfðingi, sannkallaður landaðall. En enginn er höfðingi nema hann sé líka raungóður, hjálpfús, ráðhollur, drengur góður og vinur vina sinna. Allt þetta hefur Jón ómælt. Þótt hinn gamli ljúflingur Jóns, dr. Gunnar, telji enn vera langt til kosninga og telji að staðviðrasamt sé framundan í pólitíkinni, þá er enn fallegt á Selfossi og ungviðið leikur við eldri hestana í hagan- um. Allt er nú með meiri kyrrðum en var forðum og heimurinn breyttur nokkuð. Þó er Jón gamli dýri enn við góða heilsu, hefur sýn og heyrn í þokkalegu lagi, óbilaður með öllu andlega og bæði hestfær og ölfær, auk þess að vera prýði- lega bölvhress. í síðustu viku brá hann sér til og gelti þrjá hesta og telja þeir sem til. sáu, að þeir geti orðið fleiri áður en lýkur. Á þessum tímamótum vil ég þakka Jóni dýra allt sem hann hefur fyrir mig gert, allt frá því að gefa mér dóttur sína, ótal hollráð og beinar gjafir til félagsskapar í 20 ár. Ég óska þess, að hann og kona hans Áslaug megi enn halda heilsu um langan tíma og geti haldið áfram sínu rausnarheimili á Hlaðavöllum 5, en þau hafa nú haldið heimili í 63 ár. í dag ætlar Jón Pálsson að vera með sínum nánustu á afviknum stað, en sjálfsagt verður erfitt að halda því algerlega leyndu vegna fjölmennisins, en afkomendur Jóns og Áslaugar eru á fjórða tugnum og allir á lífi utan einn. Til hamingju Jón dýri, tengda- pabbi og vinur. Þú lengi lifi. Halldór Jónsson verkír. Þernufélag íslands; „Segja upp gildandi kjara- samningum“ AÐALFUNDUR bernuíélags íslands var haldinn um borð í Akraborg þriðjudaginn 19. maí sl. Fundurinn var vel sóttur. og var mikill hugur í þernum að efla félagið og standa saman fvrir bsettum kjörum þerna almennt á öll- um þeim stöðum þar sem þernur væru starfandi. Kosin var ný stjórn og skipa hana eftirtaldar þernur sem allar eru starfandi: Formaður: Emma Árna- dóttir, Akranesi; varaformað- ur: Jóhanna Óskarsdóttir, Reykjavík; ritari: Guðrún Markan, Vestmannaeyjum; gjaldkeri: Valdís Valdimars- dóttir, Reykjavik; meðstjórn- endur: Guðrún Gísladóttir, Akranesi og Guðrún Jónsdótt- ir, Reykjavík; endurskoðandi: Steina Guðmundsdóttir, Reykjavík. Fundurinn samþykkti ein- róma að segja upp gildandi kjarasamningum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.