Morgunblaðið - 07.06.1981, Page 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981
Birgir ísl.
Gunnarsson:
Reikningar borgar-
sjóðs ekki glæsilegir
Reikningar Reykjavíkurborg-
ar fyrir árið 1980 voru lagðir
fram til fyrri umræðu í borgar-
stjórn Reykjavíkur sl. fimmtu-
dag. Fróðlegt er að skoða reikn-
ingana, en þeir bera vott um
fjármálastjórn vinstri meiri-
hlutans í borgarstjórn annað
heila árið eftir að þeir tóku við
völdum. í öllum opinberum um-
ræðum státar meirihluti borgar-
stjórnar af því, að vel hafi tekist
til með alla fjármálastjórn og
reyndar hafi allmikil orka farið í
það að „hreinsa til“ og greiða
upp skuldir, sem stofnað hafi
verið til í tíð meirihluta sjálf-
stæðismanna. Þessir reikningar,
sem nú hafa verið lagðir fram í
borgarstjórn bera þó vott um
nokkuð annað. Hér skal getið
nokkurra einkenna þeirra.
Tekjur vanáætlaðar
Reikningarnir sýna að tekjur
ársins 1980 hafa verið stórlega
vanáætlaðar í fjárhagsáætlun.
Tekjur reyndust 2,6 milljarðar
umfram áætlun. Mest fóru út-
svörin fram úr eða um 1,1
milljarð, aðstöðugjöldin fóru 397
millj. fram úr áætlun og framlag
úr jöfnunarsjóði 701 millj. fram-
yfir. Þegar fjárhagsáætlun var
samþykkt í apríl 1980 bentu
borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins á það, að tekjur væru
vanáætlaðar. Við fluttum því
breytingartillögur til að gera
tekjuáætlunina raunhæfari,
jafnframt því sem við bentum á,
að óþarfi væri að hækka, út-
svarsstigann og þar með útsvör-
in á hverjum skattgreiðanda í
Reykjavík. Vinstri meirihlutinn
vildi ekki á þetta hlusta, en nú er
komið í ljós, að hér var um
vísvitandi ranga áætlun að ræða.
Vinstri meirihlutinn kaus að
geta valsað með þetta fjármagn
utan áætlana og kaus að íþyngja
borgarbúum með auknum skött-
um umfram þarfir.
Skuldir aukast
stórlega
Nú mætti ætla að skuldir
borgarsjóðs hefðu minnkað, þeg-
ar haft er í huga þær miklu
umframtekjur, sem borgarsjóð-
ur fékk í sinn hlut. Ennfremur
Ársreikningur
Borgar.yó/h Reykjavík ur
°g
stofnana hans
fyrirárið 1980
„Reikningar borgarsjóðs
1980 voru lagðir fram í
borgarstjórn sl. fimmtudag.
Þeir bera m.a. vott um
mikla skuldasöfnun hjá
borginni á síðasta ári þrátt
fyrir miklar skattahækkan-
ir.“
má minna á þann áróður vinstri
manna á fyrri hluta kjörtíma-
bilsins, að þeir hafi verið önnum
kafnir við að greiða niður gaml-
ar skuldir fyrri meirihlutans.
Við skoðum reikninganna, kem-
ur allt annað í ljós. Þegar vinstri
meirihlutinn tók við, var gerð
rækileg úttekt á fjárhagsstöðu
borgarinnar. Þávoru skuldir
samtals 2,9 milljarðar, þar af
langtímaskuldir 597 millj. og
skammtímaskuldir 2,3 milljarð-
ar. Nú eru langtímaskuldir
komnar í 1,2 milljarða oag
skammtímaskuldir komnar í 5,8
milljarða. A síðasta kjörtímabili
hétu skuldir til skamms tíma
alltaf óreiðuskuldir í munni
vinstri manna. Sérstaklega er
athyglisvert, hvað skuldaaukn-
ing varð mikil á síðasta ári.
„Óreiðuskuldirnar" hækkuðu um
65,6%, en langtímaskuldirnar
hækkuðu um 98%. Samtals hafa
skuldir á kjörtímabilinu hækkað
um 4,1 milljarð.
Greiðslustaðan
Þegar vinstri meirihlutinn tók
við, urðu allmiklar umræður um
greiðslustöðu borgarsjóðs.
Veltufjárstaða borgarinnar
reyndist þá góð miðað við þær
bókhaldsaðferðir, sem helzt eru
notaðar, þegar greiðslustaða er
metin. Vinstri meirihlutinn vildi
ekki sætta sig við þá niðurstöðu
og taldi aðra aðferð mun sam-
hæfari til mats á greiðslustöðu
borgarinnar. Vildu þeir bera
saman handbært fé og skamm-
tímaskuldir. í lok júní 1978 nam
handbært fé 4,8% af skamm-
tímaskuldum. Þetta töldu þeir
vinstri menn bera vott um
slæma greiðslustöðu.
En hvernig er staðan nú, ef
þeirra eigin aðferð er beitt?
Handbært fé í árslok nam 8,7
millj. króna, en skammtíma-
skuldir voru 5.853, þ.e. handbært
fé er aðeins 1,48% af skamm-
tímaskuldum. Hér hefur því orð-
ið mikil afturför samkvæmt
þeirri reglu, sem vinstri menn
töldu þá einu réttu, þegar þeir
tóku við.
Dýrt ævintýri
Hér hefur verið gerð grein
fyrir þremur atriðum, sem vert
er að benda á í sambandi við
reikninga borgarsjóðs. Þau sýna,
að því fer fjarri að myndin sé
eins glæsileg og vinstri menn
vilja vera láta. Það er því
alvarlegra, þegar haft ei- í huga,
að skattar hafa verið hækkaðir
gífurlega á borgarbúum á þessu
kjörtímabili. Sú hækkun hefur
verið langt umfram verðbólgu,
enda álagningarreglum breytt,
þar sem hægt hefur verið að
koma hækkununum við. Vinstra
ævintýrið í Reykjavík er því að
verða borgarbúum æði dýrt.
Ljóxm. Mbl. ÓI.K.M.
Bóksöluleyfi hafa verið ýmsum
skilyrðum háð og ákveðin íhalds-
semi rikt í veitingu þeirra eins og
fram kom í deilu bókaútgefenda
og Hagkaups fyrir jólin. Það mál
leystist að lokum með samkomu-
lagi. Taldi framkvæmdastjórinn
ekki ólíklegt, að á grundvelli nýrra
reglna myndi bókaverslunum
fjölga mjög og til dæmis yrðu þær
í öllum stærri vörumörkuðum. Má
því vænta enn harðnandi sam-
keppni á þessum markaði.
Frjálst útvarp
Oft sést því haldið fram, að hið
prentaða mál hljóti að víkja fyrir
öðrum aðferðum til að koma
upplýsingum á framfæri við stór-
an hóp manna. í þessu sambandi
yfirsést mönnum oft, að alls ekki
er um neina stöðnun í prentiðnaði
að ræða. Þvert á móti hafa
tækniframfarir á þeim vettvangi
verið mjög örar. Með nútímatækni
er miklu auðveldara að gefa út
bækur og blöð heldur en áður var.
Þetta hefur ekki síst gildi fyrir
þjóð, sem myndar lítið, sjálfstætt
málsamfélag eins og við íslend-
ingar. Og í því sambandi er
gleðilegt til þess að vita, að með
samkomulagi við prentara hefur
tekist að nýta nýja tækni til að
setja efni íslenskra blaða og bóka.
íslenskar prentsmiðjur eru jafn-
vel samkeppnisfærar á alþjóða-
markaði, eins og til dæmis prent-
smiðjan Oddi, sem nýlega hefur
flutt starfsemi sína í nýtt og
stórglæsilegt húsnæði.
Á milli þeirra, sem keppa um
athygli almennings, þróast ákveð-
'n verkaskipting. Hún hlýtur
óhjákvæmilega að taka mið af
tækniframförum. Umræðurnar
um svokallað frjálst útvarp hér á
landi eiga meðal annars rætur að
rekja til þess, að miklu auðveldara
er en áður að koma á fót út-
varpsstöðvum. Hvers vegna skyldi
það vera óumbreytanleg regla, að
ríkið hafi einkarétt á útvarps-
rekstri? I sömu andrá og stjórn-
endur og starfsmenn ríkisútvarps-
ins kvarta sáran undan því, að
þeir fái ekki að hækka afnota-
gjöldin til að rekstur fyrirtækisins
standi undir sér, tala ýmsir um
það í vandlætingartón, að hinar
frjálsu útvarpsstöðvar yrðu rekn-
ar með það fyrir augum, að þær
bæru sig. Menn ættu heldur að
hafa áhyggjur af því, ef þær bæru
sig ekki, því að eins og andinn er
hér á landi, eru stjórnmálamenn
oft alltof fljótir að hlaupa til og
ráðstafa sköttum borgaranna í
gjörsamlega óarðbær fyrirtæki.
Meginþorri íslendinga hefur al-
ist upp við það, að hér sé rekið
ríkisútvarp, sem veiti ákveðna
þjónustu. Enginn leggur til, að
þessari þjónustu verði hætt og
flestir eru vafalaust reiðubúnir til
að greiða dálítið meira fyrir hana,
ef um aðra kosti er ekki að ræða.
Jafnframt hlýtur sú krafa að vera
gerð til þessarar stofnunar, að
hún fari vel með fjármuni al-
mennings. Ýmislegt í rekstri
hennar mætti endurskoða, til
dæmis væri auðvelt að draga úr
kostnaði við lestur útdrátta úr
forystugreinum dagblaðanna. Sá
lestur er útvarpinu dýr, ekki þó
vegna þess að það greiði blöðunum
fyrir afnot af efni þeirra, heldur
hins, að útdrættirnir eru allir
samdir á yfirvinnukaupi af starfs-
mönnum útvarpsins. Mun greitt
sem svarar 120 yfirvinnutímum á
mánuði fyrir þetta efni. Fjármála-
yfirvöld útvarpsins telja kostnað
við útdrættina nema 15 milljónum
'kr. á síðasta ári.
Misjafnt
vinnuálag
Á nýloknu Alþingi spurði Jó-
hanna Sigurðardóttir fjármála-
ráðherra, Ragnar Arnalds, um
ýmsa rekstrarþætti ríkisstofnana
á síðasta ári. Meðal annars, hvert
væri hlutfall yfirvinnu í heildar-
launagreiðslum. I því yfirliti kem-
ur ýmislegt athyglisvert fram. Sé
litið á ráðuneytin kemur til dæmis
í ljós, að hlutfall yfirvinnu í
heildarlaunagreiðslum er hæst í
forsætisráðuneytinu eða 31,20%
en lægst í heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu, 2,99%. Er hér
óneitanlega um misjafnt vinnu-
álag að ræða, ef marka má
yfirvinnutímana. Hefðu þó flestir
haldið við fyrstu sýn að minnsta
kosti, að umsvifin ættu að vera
meiri í heilbrigðisráðuneytinu,
sem fer með yfirstjórn sjúkrahús-
anna, svo að dæmi sé tekið, en i
forsætisráðuneytinu, sem hefur
enga svo viðamikla málaflokka á
sinni könnu. Yfirvinnan í ráðu-
neytunum er mjög mismikil. Næst
á eftir forsætisráðuneytinu að
ofan kemur launadeild fjármála-
ráðuneytisins með 28,22% en næst
minnsta yfirvinnu vinna starfs-
menn Hagstofu íslands, 4,82%.
Sé litið á ráðuneyti og ríkis-
stofnanir sameiginlega er hlutfall
yfirvinnu í heildarlaunagreiðslum
hæst hjá flugmálastjórn vegna
ICAO eða 54,25% og síðan kemur
Landsvirkjun með 48,63% og er
þar sérstök sundurliðun á yfir-
vinnukostnaði við Hrauneyjafoss-
virkjun. Heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytið og Hagstofa Is-
lands eru lang lægst, þegar á
heildina er litið og þriðja að neðan
er félagsmálaráðuneytið með
8,74%, síðan kemur Matvælaeft-
irlit ríkisins með 8,76% og svo
Seðlabanki íslands með 8,89%.
Hlutfall yfirvinnu í heildarlauna-
greiðslum er nálægt efri mörkum
hjá ríkisútvarpinu eða 26,73%.
Athyglisvert er, að það er miklu
algengara í ríkisstofnunum en
ráðuneytum, að opinberir starfs-
menn hafi fasta yfirvinnu. Má
segja, að það heyri til undantekn-
inga í ráðuneytum en sé föst venja
hjá ríkisstofnunum. Fróðlegt væri
að fá skýringu á þessum mun. Eru
ráðuneytisstarfsmenn almennt
með lægri föst laun en starfsmenn
ríkisstofnana? Eða ná ráðuneytis-
starfsmenn að brúa bilið með setu
í launuðum nefndum, sem eru
fjölmargar á vegum ýmissa ráðu-
neyta? Hvaða tillit er tekið til
yfirvinnugreiðslna og nefnda-
launa við kjarasamninga opin-
berra starfsmanna? í hve mörgum
tilvikum er greidd föst eftirvinna
til að ná í hæfa starfsmenn af
hinum svokallaða almenna vinnu-
markaði? Væri ekki skynsamlegra
að skera niður föstu eftirvinnuna
og hækka samningsbundin laun?
Bréfritara skortir þekkingu til
að svara þessum spurningum.
Kannske veit enginn svarið við
þeim. Líklega er ríkiskerfið orðið
að svo miklum launafrumskógi, að
þar gilda lög frumskógarins. Að
minnsta kosti er lítið að marka
samningsbundna taxta BSRB og
BHM við fjármálaráðuneytið, ef
einstakar ríkisstofnanir geta síð-
an gert einkasamninga við starfs-
menn sína um fasta yfirvinnu.
I