Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 30

Morgunblaðið - 07.06.1981, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. JÚNÍ1981 situr fyrir svörum oglætur. gull sitt skína: Hvað er Orobronze? Scgja má að hugmyndin að gcrð Orobronzc hafi fæðst þegar mcnn virtu fyrir sér hinn lallega húðlit scm mynd- aðist á börnum scm borðað höfðu um nokkurt skcið gul- rótarmauk. Almcnnt vissu mcnn að karótínefni gaf góðan lit en úrvinnsla var lcngi vel vandkvaeðum bundin. Menn gáfust samt ckki við svo búið upp og héldu áfram þar til lausn fannst, þ.e.a.s.Canthaxanthinsem cr tilbúið karótín- efni. Karótíncfni scm hcfur ekki þann eiginleika að fram- lciða A-vítamín (í lifur mannsins) heldur er algjörlega hreinn litur án aukaefna. Þannig varð úr cinfaldri hug- mynd myndað Orobronzc, en ,,Oro” þýðir á latínu gull og Orobronze innihcldur cfnið scm auðveldar fólki að öðlast gylltan og hraustlegan hörundslit. Hylkið utan um Orobronze er framleitt úr gelatíni (matarlími) og í því er efnið Canthaxanthin sem er fyrrnefnt karótínefni sem gefur gulrótum, grænmeti og físki lit. I stuttu máli sagt inniheldur Orobronze eðlilegan litargjafa. Hvemig vinnur Orobronze? Það sem gerist við inntöku Orobronze er að í fítulag húðarinnar sest litarefnið, sem gerir það að verkum að menn verða ekki brúnir á hörund, heldur undir hörund- inu. Orobronze vinnur best með sólbaði af og til og án sólbaða mun árangur líklega ekki koma í ljós fyrr en á 10.—15. degi. Það er eðlilegt að enginn árangur sjáist fyrstu dag- ana. Yfirleitt koma litabreytingar fyrst í ljós á andliti og höndum. Eftir 20 daga er sjáanlegur fallegur gylltur litur. Auðvitað fer liturinn meira eða minna eftir hörundslit hvers og eins. Ef hxtt er við inntöku Orobronze mun liturinn fljótlega hverfa, eða á u.þ.b. tveimur vikum, nema stunduð hafí verið sólböð og fengist hafí sólbrúnka. Það fer eftir líkamsþyngd hvers og eins hve mörg hylki af Orobronze skulu tekin inn á hverjum degi. Hvenær á að taka inn Orobronze? Á hvaða árstíma sem er. Orobronze fyrir og eftir sólarlandaferð, fyrir og eftir sólar- lampann, með sundlaugarferðum, skíðaferðum og svo Orobronze eitt sér. Fyrir sumarfrí t.d. á sólarströnd er xskilegt að hefja inn- töku tuttugu dögum áður. Þannig verður einstaklingur brúnn áður en fcrðalag hefst og vekur ekki eftirtekt fyrir hvítan hörundslit. Eftir orlofsdvöl nægir að taka 1—2 Orobronze á dag til að viðhalda gylltum hörundslit. Með áframhaldandi inntöku heldur andlitið sínum lit og and- litsfarði verður (fyrir konur) að mestu óþarfur. Húðin helst frísk. Orobronze geymir alltaf sólargeisla, sem er sérstaklega hentugt þegar sól fer að lækka á lofti. Hver er tilgangurinn með Orobronze? Tilgangurinn er eðlilega sá að öðlast hraust útlit. Og Oro- bronze gefur hraust og fallegt útlit. Sólgylltan lit frá toppi til táar, án þess að þurfa að liggja klukkustund eftir klukkustund í sólinni. Og blessuð sólin virðist oft hafa annað að gera en skína á okkur íslendingana. Þar fyrir utan vinna flestir hér á landi meira en góðu hófí gegnir og hafa þess vegna engan tíma aflögu fyrir sólböð., Tilgangurinn þjónar líka þeirri tísku sem nú er í hávegum höfð því það þykir aðalsmerki fína fólksins að vera gylltur á hörund. Áður fyrr þótti t.d. fínt að vera fölur. Karlar jafnt sem konur púðruðu andlit sín með hvítu andlits- dufti. Nú er öldin önnur og með tilliti til þessarar hugar- farsbreytingar er tækifærið hér og nú með tilkomu Oro- bronze á íslandi. Hvar fæst Orobronze? í flestum snyrtivöruverslunum og apótekum um land allt. Ástæðan fyrir því að Orobronze er eingöngu selt í apótek- um og snyrtivöruverslunum er sú að þá geta viðskiptavinir leitað til séfræðinga með kunnáttu óski þeir upplýsinga um gerð og notkun Orobronze. Er Orobronze öruggt? Framleiðendur Orobronze segja að engar aukaverkanir hafí sést í ítrekuðum tilraunum og engar kvartanir borist um Orobronze. Heilbrigðismálaráðuneytið á íslandi, Eiturefnanefnd, yfír- læknir húðsjúkdómadeildar Landspítala íslands, heil- brigðismálaráðuneyti Svíþjóðar, Frakklands, Kanada, Ástralíu og fleiri landa, hafa Iýst yfír skaðleysi efnisins, þar að auki, WHO (alþjóðlega heilbrigðisstofnun Samein- uðu þjóðanna) og FAO (matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna) mæla sérstaklega með Canthaxanthin litarefni í mat vegna skaðleysis. Og Canthaxapthin er uppistaðan í Oro- bronze. Möguleg eitrun af neyslu Orobronze er talin geta orðið ef einstaklingur sem vegur u.þ.b. 60 kg neytir á einum degi 20.000 (tuttugu þúsund) falds dagskammts síns í einu, eða fímmtugfalds dagskammts síns í nokkra mánuði, sem þýðir að nokkurn veginn ómögulegt er að skaðast af Orobronze. Orobronze framleiðir ekki A-vítamín (í lifur) ólíkt því sem ,,BETA-karótín” gulrótnanna gerir og er því alveg skað- laust. Brúni hörundsliturinn sem kemur af notkun Oro- bronze ver húðina ekki gegn geislum sólar, því ber að nota sömu varkárni í sólböðum og áður. Allar upplýsingar um notkun Orobronze eru í bæklingi sem fylgir hverri Orobronze pakkningu. Ber öllum að fylgja leiðbeiningum um notkun Orobronze. Þannig er Orobronze öruggt. ; lóá . ^T'íL-K r* . Viltu verða brún(n)? Þitt er valið. oö f Framkvæmd fjármögnun- ar á innlendri skipasmíði mótmælt Á AÐALFUNDI Sveinafélajrs málmiönaðarmanna á Akranesi var eftirfarandi ályktun sam- þykkt: Aðalfundurinn mótmælir harð- lega hvernig staðið er að fjár- mögnun innlendra skipasmíða. Að skipasmíðastöðvum skuli ekki gert kleift að hefja smíði skipa fyrr en kaupandi er fyrir hendi. Meðan þannig er staðið að málum ríkir óöryggi í þessum mikilvæga atvinnuvegi, sem fjöldi málmiðn- aðarmanna starfar við. Eitt gleggsta dæmið um stjórnleysið í þessum málum sem frægt er af endemum, er þegar átti að fjár- magna hinn fræga Þórshafnar- togara með því fé sem ætlað var til innlendra skipasmíða. Það er krafa málmiðnaðarmanna að þessum málum sé þannig háttað að til séu skip á ýmsum bygg- ingarstigum sem henta kröfum útgerðarinnar, því alltaf er þörf fyrir ný fiskiskip til viðhalds á skipastól okkar meðan fiskur er dreginn úr sjó við ísland. ÍSKLANG ’81 að Flúðum í fyrsta sinn ÍSKLANG '81 heitir kóramót og námskeió sem Bandalag is- lenzkra kóra stendur fyrir að Flúðum 11.—14. júní nk. og verður slikt kóramót haldið á þriggja ára fresti framvegis. Kóramót þetta er i sama dúr og Nordklang sem er þriðja hvert ár til skiptist á Norðurlöndun- um. Þá er mini-Nordklang sem er haldið hvert ár á undan Nordklang og nú er ísklang komið inn i röðina hvert ár á eftir Nordklang. Isklang ’81 fer fram með þeim hætti að það stendur yfir frá fimmtudagskvöldi til sunnu- dagskvölds og er gert ráð fyrir sem hámarki 200 gestum í hús, en síðan eru næg tjaldstæði. Landssamband íslenzkra kóra stendur fyrir „Klanginu" og ræð- ur kennara, þá Garðar Cortes, Anders öhrwall og Bo Johans- son. Báðir eru meðal kunnustu kórstjóra Svíþjóðar, Anders á vettvangi sænsku þjóðvísunnar og Bo er stjórnandi Bromma kammerkórsins. Isklang ’81 er bæði fyrir kóra og einstakt kórfólk, kennsla fer fram á daginn, en kvöldvökur með léttu ívafi eru á kvöldin og þá koma kórar og einstaklingar fram. Anders og Garðar sjá um kennsluna, en Bo um morgun- söng og kvöldvökur. Á daginn geta þátttakendur valið um Bach kantötur og madrigala og íslenzk þjóðlög og hins vegar um Mod- ettu fyrir sopransóló og kór eftir Mendelssohn og sænsk þjóðlög. I samtali við Garðar Cortes sagði hann að slík mót hefðu verið mjög vinsæl meðal kór- fólks, enda kynntist kórfólk vel innbyrðis á slíkum mótum og mikill fengur væri í að kynnast hinum þekktu sænsku kórstjór- um sem koma á mótið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.