Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚNÍ1981 5 Hreinn Haraldsson varði doktorsritgerð í jarðfræði ÞANN 3. júní sl. varði Hreinn Haraldsson doktorsritgerð tii Fil. dr. prófs við Uppsaiaháskóla í Svíþjóð. Heiti ritgerðarinnar er „The Markarfijót sandur area, southern Iceland: Sedimento- logical, petrographical and stratijfraphical studies.“ Ritgerðin fjaliar um ýmsar jarðfræðirannsóknir á Markar- fljótssvæðinu á Suðurlandi, m.a. setfræðilegar og bergfræðilegar Dr. Hreinn Haraldsson athuganir á framburði Markar- fljóts, frá Þórsmörk til sjávar. Könnuð var jarðfræði- og nátt- úrusaga svæðisins, bæði með rannsókn á gerð og landslagi berggrunnsins undir lausu setlög- unum og á upphafi og breytingum á gróðurfari á svæðinu, einkum í Austur-Landeyjum. Þá voru, með hjálp skráðra heimilda og rann- sókna á jarðlögum, kannaðar breytingar á rennsli og farvegum Markarfljóts í Landeyjum frá því á landnámsöld þar til í dag, þar sem m.a. Njáls saga kemur við sögu. Dr. Hreinn er fæddur í Reykja- vík 1949, sonur hjónanna Haralds Sigfússonar og Ragnheiðar Jó- hannesdóttur. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1971 og BS-grófi í jarðfræði frá Háskóla íslands 1974. Haustið 1975 hélt hann til framhaldsnáms við Uppsalahá- skóla og hefur dvalið þar síðan við nám og störf nema á sumrin, þegar hann hefur unnið að rann- sóknarstörfum á íslandi. Dr. Hreinn er kvæntur Ólöfu Ernu Adamsdóttur kennara og eiga þau tvær dætur. Hann mun bráðlega hefja störf hjá Vegagerð ríkisins. Eingöngu fyrir blaðamenn í raðauglýsingum Morgun- hlaðsins sl. sunnudag á biað- síðu 30 var undir dálkinum „tilkynningar“ birt boð um kynnisferð og fréttamanna- fund á vegum Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tilefni af 60 ára afmæli Rafmagnsveitunnar 27. júni 1981. Tilkynning þessi átti ekkert erindi á þessum stað i blaðinu og lenti þar fyrir mannleg mistök. Hún átti einungis að berast til ritstjórnar Mbl. og fól eins og fram kemur í henni, í sér boð til blaðamanns um að taka þátt í kynnisferð og fréttamannafundi til kynningar á starfsemi fyrir- tækisins, en skilja hefði mátt tilkynninguna, eftir að hún var birt, sem auglýsingu, svo að kynnisferð þessi væri opin öllum þeim sem áhuga hafa. Eru hlutaðeigendur beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. PRafmagnsveita Reykjavíkur 60 ára 27. júní 1981 s )íioi 1981 I 18»"'1 ssETjgSEríisS 16 30. vwOur frétlBmannslundur i sssr 0«. "aj-ss' Mankur P&lmason framkv®mdast)6ri taskn a55wr,Bufj£r.| ttarfsami fyrirt*kislna. ViröingarlyWst, Adalsteinn Guófohnssn ratmagnsvoitust/óri Vinnmgsnúmer í happ- drætti Sjálfstæðisflokks DREGIÐ var í Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins hjá borgar- fógetanum í Reykjavik sl. laugar- dag, 13. júni. Upp komu eftirtaiin vinn- ingsnúmer: 58208 Sólarlandaferð frá Úrvali fyrir 2 til Mallorca. 39854 Flugfar Messur 17. júní GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta klukkan 11 árd. Sr. Bragi Frið- riksson. BESSASTAÐAKIRKJA: Helgi- stund kl. 2 siðd. við upphaf 17. júní hátíðar. Sr. Bragi Friðriksson. LÁGAFELLSKIRKJA: Hátíð- armessa kl. 11 árd. Prestur er sr. Ingólfur Guðmundsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Hátíð- armessa kl. 13. Helgi Hólm flytur hátíðarræðu. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Hátíðar- messa kl. 13. Irma Sjöfn Óskars- dóttir nýstúdent flytur stólræðu. Sr. Björn Jónsson. IIJÁLPRÆÐISHERINN: Þjóð- hátíðarsamkoma kl. 20.30. Sr. Frank M. Halldórsson talar. — Veitingar. fyrir 2 með Flugleiðum til New York. 32393 Sólarlandaferð frá Útsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. 32884 Sólarlandaferð frá Úrvali í leiguflugi fyrir 2 til Ibiza. 48991 Flugfar 6/30 fyrir 2 með flugleiðum til Luxemborgar. 41985 Sólarlandaferð frá Útsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. 22268 Sólarlandaferð frá Úrvali í leiguflugi fyrir 2 til Mallorca. 45125 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Kaupmannahafnar. 33425 Sólarlandaferð frá Útsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. 25423 Sólarlandaferð frá Úrvali í leiguflugi fyrir 2 til Mallorca. 59439 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til London. 52003 Sól- arlandaferð frá Útsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. 32688 Sólar- landaferð frá Útvali í leiguflugi fyrir 2 til Ibiza. 19790 Flugfar 6/30 fyrir 2 með Flugleiðum til Osló. 55662 Sólarlandaferð frá Útsýn í leiguflugi fyrir 2 að eigin vali. Eigendur ofantaldra vinnings- miða framvísi þeim í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1. Sjálfstæðisflokkurinn þakkar öllum þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í stuðningi við flokkinn með kaupum á happdrættismiðum. (KróltalilkynninK (rá Sjálfsta'öisflnkkn- um. — Birt án ábyrxðar.) 8 Frystikistur m * £ ® a® §3- 3 9- “ 145 lítra.......................... 5259 4733 210 lítra.......................... 6074 5467 260 lítra.......................... 6458 5812 320 lítra.......................... 6939 6245 400 lítra.......................... 7395 6656 500 lítra.......................... 9280 8352 Frystiskápar. 130 lítra.......................... 5099 4589 225 lítra.......................... 7099 6389 IGNIS RAHÐJAN Kirkjustræti 8. - Simi 19294 VERD- Q IGNIS LÆKK DeLUXE með djúpírystingu, á hjólum, með ljós í loki, afrennsli fyrir afþíðingu og viðvörunarljós- FRYSTIKISTUR í ÝMSUM STÆRÐUM mod 260 LT mod 320 LT mod. 145 LT mod. 210 LT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.